Tíminn - 29.04.1982, Síða 4
4
Jörð óskast
til kaups eða ábúðar.
Upplýsingar sendist á afgreiðslu blaðsins
sem fyrst, merkt „Jörð 1718”.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurbörgar
I' Fósturheimili
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
óskar eftir fósturheimilum til frambúðar
fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára.
Æskileg staðsetning Stór-Reykjavikur-
svæðið. Upplýsingar i sima 74544 fyrir há-
degi
Forskoðun
kynbótahrossa 1982
vegna landsmóts, fer fram
eins og hér greinir:
26. april: Álftaver kl. 13, Kirkjubæjar-
klaustur kl. 16
27. april: Fornustekkjavöllum kl. 13.
28. april: Á Mýrum
29. april: 1 Suðursveit.
30. april: Vik, Mýrdal kl. 10. Skógar kl. 14.
3. mai: Rangárbakkar við Hellu kl. 13-19
5. mai: Flúðir (Torfdalur) kl. 10-16 fyrir
Hreppa og Skeið
6. mai: Selfoss kl. 10-16 fyrir Flóa, ölfus,
Hveragerði og Þorlákshöfn.
10. mai: Kjósarhreppur kl. 10, Akranes kl.
14
11. mai: Sigmundarstaðir kl. 10-18
12. mai: Faxaborg (eða Hvanneyri) kl. 13-
18, Stakkhamar kl. 21
13. mai: Grundarfjörður kl. 10, Stykkis-
hólmur kl. 15.
14. mai: Búðardalur kl. 13, Broddanes kl.
21 (fundur).
15. mai: Hólmavik kl. 10, Bæjarhreppur
kl. 16.
17. mai: Mosfellssveit kl. 18-22.
18. mai: Keflavikkl. 10, Kópavogur kl. 15-
19.
19. mai: Hafnarfjörður og Garðabær kl.
13-18
20. mai: Viðivellir i Reykjavik kl. 9-18
21. -22. mai Iðavellir fyrir allt Austurland.
24. mai: Holt, V-Eyjafjöllum kl. 13, v. af-
kvæmasýningar.
27. mai: Torfastaðir, Bisk. kl. 9, Bjarna-
staðir, Grimsn. kl. 15
28. mai: Sýning og úttekt á stóðhestum i
Gunnarsholti kl. 14.
2. júni: Lækjarmót, V-Hún. kl. 14.
3. júni: Stóra-Giljá, A-Hún. kl. 10
4. júni: Hólar, Hjaltadal kl. 9
5. -6. júni: Héraðssýning Vindheimamel-
um, Skag.
7. -9. júni: Þingeyjarsýslur (ákv. nánar af
stjórnum félaga).
10. júni. Ólafsfjörður kl. 11, Dalvik kl. 17
11. -12. júni: Melgerðismelar, Eyjafirði.
Skráningareyðublöð fyrir kynbótahross
fást á skrifstofum Búnaðarsambanda og
hjá ráðunautum og formönnum hesta-
mannafélaga. Ber að fylla þau nákvæm-
lega út og aíhenda dómnefnd um leið og
hrossum er framvisað til forskoðunar
(dóms). Sé hross endursýnt verður að
leggja fram eldri dóma (þá nýjustu) um
leið, svo hægt sé að ákveða á staðnum,
hvort það kemst áfram á landsmót eða
ekki. Dómnefnd áskilur sér rétt til að visa
frá, hrossum, sem ónógar upplýsingar
fylgja.
Búnaðarfélag íslands
Hrossaræktarráðunautur
Vöruskiptajöfnuður við útlönd fyrstu
þrjá mánuði ársins:
OHAGSTÆÐUR UM
564 MILUÓNIR
■ Vöruskiptajöfnuöur við útlönd
fyrstu þrjá mánuði ársins var
óhagstæður um rúmar 564
milljónir króna, en á sama tima-
bili i fyrra var hann óhagstæður
um rúmar 252 milljónir króna.
Þetta kemur fram i frétt frá Hag-
stofu tslands, en þar er jafnframt
tekið fram að við samanburð við
utanrikisverslunartölur 1981
veröi aö hafa í huga, að meðal-
gengi erlends gjaldeyris i janúar-
mars 1982 sé talið vera 39% hærra
en það var sömu mánuði 1981.
Á1 og álmelmi var verðmætasti
útflutningur fyrsta ársfjórðungs-
ins en útflutningsverðmæti þess
var rúmar 218 milljónir króna.
Kisiljárn var futt út fyrstu þrjá
mánuðina fyrirtæpar 30milljónir
króna.
Aöföng til landsins svo nokkur
dæmi séu nefnd voru þannig: Til
Islenska járnblendifélagsins efni
fyrir tæpar 11 milljónir króna,
efnitil Landsvirkjunar fyrir rúm-
ar 10 milljónir og til Islenska álfé-
lagsins fyrir tæpar 36 milljónir
króna. — AB
Daníel
Kristjánssori,
bóndi
á Hredavatni,
er látinn
■ Danlel Kristjánsson.
■ Daniel Kristjánsson, bóndi á
Hreðavatni, er látinn. Daniel
fæddist 25. ágúst 1908 að Tungu i
Hörðudal í Dalasýslu. Hann var
við nám i Lýðskólanum á Hvitár-
bakka 1926-28. Kynnti sér siðar
skógrækt i Noregi.
Daniel var bóndi á Gljúfurá og
Beigalda i Borgarhreppi, en siðar
á Hreðavatni frá 1948. Hann varð
skógarvörður á Vesturlandi frá
drinu 1941, og i stjórn Skóg-
ræktarfélags Borgarfjarðar i 31
ár. Hann hefur gegnt mörgum
opinberum störfum og tekið mik-
inn þátt i félagslifi. Daniel var
kvæntur Astu Sigriði Guðbjarna-
dóttur.
■ Stjórnarmenn Stálfélagsins h.f., frá vinstri: Björn Sveinbjörnsson,
verkfræðingur, Leifur Hannesson, verkfræðingur, Jón Magnússon, for-
stjóri, formaðurinn Jóhann Jakobsson, efnaverkfræðingur, Markús
Sveinsson, framkvæmdastjóri og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, heiid-
sali. Á myndina vantar: Svein Sæmundsson, forstjóra og Þorstein
Sveinsson, kaupfélagsstjóra. Mynd Guöjón Birgisson.
Stálfélagið form-
lega stof nað
■ Þá hefur Stálfélagið h.f. form-
lega verið stofnað. Stofnfundur-
inn var haldinn á Hótel Sögu
siöast liðinn sunnudag, þar sem
mættir voru 89 fulltrúar fyrir 300
stofnendur. Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson, lögfræðingur skýrði
tillögu aö samþykktum félagsins
sem samþykkt var með öllum at-
kvæöum fundarmanna. Hlutafé
við stofnun er 1.250.000 krónur.
1 setningarræðu formanns
undirbúningsnefndar, Jóhanns
Jakobssonar, minntist hann fyrr-
verandi formanns Sveinbjarnar
Jónssonar, forstjóra og bað
fundarmenn aö risa úr sætum i
virðingarskyni við hinn látna
frumherja.
Þá rakti Haraldur Sævaldsson
verkfræöingur aðdraganda að
stofnun félagsins. Friðrik
Danielsson, efnaverkfræðingur
greindifrá áætlun um framleiöslu
steypustyrktarstáls og Sigtrygg-
ur Hallgrúnsson sagöi frá hluta-
fjársöfnun.
1 aðalstjórn Stálfélagsins voru
kosnir: Jóhann Jakobsson, efna-
verkfræðingur, sem stjðrnin hef-
ur kosið sem formann, Jón
Magnússon, forstjóri, Leifur
Hannesson, verkfræðingur,
Markús Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri og Sveinn Sæ-
mundsson, forstjóri. Varamenn i
stjórn voru kjörnir: Björn Svein-
björnsson, verkfræðingur, Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson, heild-
sali og Þorsteinn Sveinsson,
kaupfélagsstjóri. Kjömir endur-
skoðendur eru: Kristjana Milla
Thorsteinsson, viðskiptafræðing-
ur og Sveinn Jónsson, lögg.
endurskoöandi.
— HEI
Sýning á hjálpartækjum og húsgögnum
fyrir fatlaða og aldraða sýnd á Loftleiðum
■ Undanfarna daga hafa 5 dönsk
fyrirtæki sýnt húsgögn og
hjálpargögn fyrir fatlaða og
aldraða að Hótel Loftleiðum. A
sýningunni kennir margra grasa,
þar má sjá t.d. stóla, sem hjálpa
fólki við að standa upp og gera þvi
auðveldara að komast i hjólastól
eða göngugrind, hjólastólalyftur,
rúm o.fl. húsgögn, svo og fjöl-
marga smáhluti, sem gera fötl-
uðu fólki einfaldara að fram-
kvæma ýmsa hluti. Sum hjálpar-
gagnanna hafa þegar hlotið
viðurkenningu og borgar
Tryggingastofnun rikisins þau, en
mörg eru þau dýr, sökum hárra
tolla og annarra gjalda, sem á
þau eru lögð hér á landi. Sýningin
er ekki siður ætluð einstaklingum
en stofnunum og er bæði sölu-
sýning og kynningarsýning. Að-
sókn hefur verið mjög góð, en
siðasti dagur sýningarinnar er, i
dag og er hún opin kl. 10-18.
Á meðfylgjandi mynd sjáum
við hjólastólalyftuna.
(Tiinamynd Ella)