Tíminn - 29.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1982, Blaðsíða 1
islendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐÍ Fimmtudagur 29. apríl 1982 95. tölublað — 66. árg. 1 Erlent yfirlit: ykjavík-Ritstjórn86300-Auglýsingar 18300- Afgreióslaogáskrift 86300- Kvöldsímar 86387 og 8639 HÆTT W AÐ BYGGJA A RAUÐAVATNSSVÆÐINU? — „Annað kemur ekki til greina ef sýnt er að ekki sé skynsam- legt ad taka svædið til byggingar", segir Kristján Benediktsson > lartcfs- eyjar J__________ .* Byggt á bjargi — bls. 2 Gómsætir srnáréttir — bls. 16 Burtors leikur Wagner — bls. 23 ¦ „Vitanlega erum við aft láta kanna Rauðavatnssvæðið og gera þessar jarðfræðiathuganir til þess aö taka mark á þeim niðurstöðum sem Ut úr þeim koma. Ef þær leiða til þess að ekki þyki skynsamlegt að taka svæðið næst til byggingar, þá mmium vio framsóknarmenn ekki telja neitt sjálfsagðara en að leita annarra leiða með næsta byggingarsvæði Reykja- víkurborgar. Annað kemur ekki til greina i hugum okkar." Þetta sagði Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi, i sam- tali við Timann, þegar hann var spurður að þvi hvaða afleiðing- ar nýleg skýrsla um sprungur á Rauðavatnssvæðinu gætu haft á fyrirhuguð byggingaráform borgarinnarviðRauðavatn. Gat hann þess að e.t.v. yrði að fram- kvæma enn frekari rannsóknir á svæðinu, þannig að Rauða- vatnssvæðið dæmdist sjálfkrafa úr leik um eitthvert skeið, með- an á þeim stæði. Jafnframt nefndi Kristján aö samkvæmt nýstaðfestu aöal- skipulagi Reykjavikur væri gert ráð fyrir að byggja viðar en við Rauðavatn á skipulagstimabil- inu. Einföld samþykkt i borgar- stjórn nægði til að breyta for- gangsröð fyrirhugaðra bygg- ingarsvæða. Kæmi þá Keldna- svæðið helst til greina, i stað Rauðavatnssvæðisins. Borgin heföi rétt til eignarnáms á þvi landi eftir að aðalskipulagið heföi verið staðfest, ef ekki næö- ust samningar viö rikiö um yfir- ' töku þess, og ef þess reyndist þörf. „Þaö kann þvi að fara svo, ef samkomulag ekki næst, að borgin veröi tilneydd að gripa til þess ráðs að fá eignarnám á þessu landi", sagði Kristján Benediktsson. — Kás. Sjá nánar bls. 10. ¦ Hollensku dansararnir, sem hér eru i sambandi við Hollands-kynningu Hótel Loftleiða, voru heppnir að lenda i einni af fáum sólarglennum gærdagsins þegar þeir sýndu listir sinar á Lækjartorgi. Timamynd: Ella. Útflutningur á skinnavöru: MARK- AÐS- HRUN! ¦ „Horfurnar I skinnaheiminum eru vægast sagt dökkar," sagði Jón Sigurðarson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins i viðtali við Timann i gær, en Jón er nú nýkominn frá árlegri ráðstefnu framleiðenda og kaupenda á fatnaði úr skinna- vöru og er þessi ráðstefna ávallt haldin i Frankfurt i Þýskalandi. Sagði Jón að markaðshrun i Þýskalandi væri þess valdandi, m.a. að erfiðara yrði nú um sölu á skinnum héðan frá Islandi, þvi okkar helstu keppinautar á þessu sviði, Englendingar og Spánverj- ar, sem hefðu mikið selt á Þýska- landsmarkað, leituðu nú til Skandinaviu, sem væri helsti markaður tslendinga og væru verðtilboð þeirra svo lág ao um hrein undirboð væri að ræða. „Það er ljóst," sagði Jón, „að eftirspurn eftir flikum úr mokka- skinnum hefur stórkostlega dreg- ist saman," og nefndi Jón sem skýringar þar á að mokkaflíkur væru nærri jafn dýrar og flikur úr meiri eðalskinnum, tiskan væri óhagstæö og kaupmáttur hefði minnkað. Þá sagði Jón að birgðasöfnun sl. ár hefði veriö óeðlilega mikil hér Á landi, þvi Pólverjar hefðu ætlað að kaupa 30% skinna úr sið- ustu slátrun, en vegna gjaldeyris- skorts hefðu þeir aðeins tekið tæp 10% af umræddum samningi, eða um 20 þúsund skinn. Hann sagði að vegna þessa væri mikill þrýstingur á Islenska aðila að lækka nú verð á hálfunnum vör- um og taldi ljóst að til þess að sala gæti haldið áfram á islensk- um gærum, yrði að lækka a -þeim verðið. — AB Sjá nánar bls. 3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.