Tíminn - 29.04.1982, Page 1

Tíminn - 29.04.1982, Page 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Fimmtudagur 29. apríl 1982 95. tölublað — 66. árg. Erlent yfirlit: Falk- lands- /jar bls. 7 Byggt á bjargi - bls. 2 Gómsætir smáréttir — bls. 16 Burton leikur Wagner - bls. 23 HÆTT VIÐ AÐ BYGGJA A RAUÐAVATNSSVÆÐINU? 9t‘ pAnnad kemur ekki til greina ef sýnt er að ekki sé skynsam- legt að taka svæðið til byggingar’% segir Kristján Benediktsson ■ „Vitanlega erum við að láta kanna Rauðavatnssvæðið og gera þessar jarðfræðiathuganir til þess að taka mark á þeim niðurstöðum sem út úr þeim koma. Ef þær leiða til þess að ekki þyki skynsamlegt að taka svæðiö næst til byggingar, þá munum við framsóknarmenn ekki telja neitt sjálfsagðara en að Ieita annarra leiða með næsta byggingarsvæði Reykja- vfkurborgar. Annað kemur ekki til greina i hugum okkar.” Þetta sagði Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi, i sam- tali við Timann, þegar hann var spurður aö þvi hvaða afleiöing- ar nýleg skýrsla um sprungur á Rauðavatnssvæðinu gætu haft á fyrirhuguð byggingaráform borgarinnar við Rauðavatn. Gat hann þessað e.t.v. yrði að fram- kvæma enn frekari rannsóknir á svæðinu, þannig að Rauða- vatnssvæðið dæmdist sjálfkrafa úr leik um eitthvert skeið, með- an á þeim stæði. Jafnframt nefndi Kristján að samkvæmt nýstaðfestu aðal- skipulagi Reykjavikur væri gert ráö fyrir að byggja viðar en við Rauöavatn á skipulagstimabil- inu. Einföld samþykkt i borgar- stjórn nægði til að breyta for- gangsröö fyrirhugaðra bygg- ingarsvæða. Kæmi þá Keldna- svæðið helst til greina, i staö ■ Hollensku dansararnir, sem hér eru i sambandi við Hollands-kynningu Hótel Loftleiða, voru heppnir að lenda i einni af fáum sólarglennum gærdagsins þegar þeir sýndu listir sinar á Lækjartorgi. Timamynd: Ella. Rauðavatnssvæðisins. Borgin hefði rétt til eignarnáms á þvi landi eftir að aöalskipulagiö hefði verið staðfest, ef ekki næð- ust samningar við rikiö um yfir- töku þess, og ef þess reyndist þörf. „Þaö kann þvi að fara svo, ef samkomulag ekki næst, aö borgin veröi tilneydd að grlpa til þess ráðs að fá eignarnám á þessu landi”, sagði Kristján Benediktsson. — Kás. Sjá nánar bls. 10. Útflutningur á skinnavöru: HRUN! ■ „Horfurnar í skinnaheiminum eru vægast sagt dökkar,” sagði Jón Siguröarson, aöstoöarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins i viötali við Tlmann i gær, en Jón er nú nýkominn frá árlegri ráðstefnu framleiðenda og kaupenda á fatnaði úr skinna- vöru og er þessi ráðstefna ávallt haldin i Frankfurt i Þýskalandi. Sagði Jón að markaöshrun i Þýskalandi væri þess valdandi, m.a. aö erfiðara yrði nú um sölu á skinnum héðan frá Islandi, þvi okkar helstu keppinautar á þessu sviöi, Englendingar og Spánverj- ar, sem hefðu mikiö selt á Þýska- landsmarkað, leituöu nú til Skandinaviu, sem væri helsti markaður Islendinga og væru verðtilboö þeirra svo lág aö um hrein undirboö væri að ræöa. „Það er ljóst,” sagði Jón, „aö eftirspurn eftir flikum úr mokka- skinnum hefur stórkostlega dreg- ist saman,” og nefndi Jón sem skýringar þar á að mokkaflikur væru nærri jafn dýrar og flikur úr meiri eðalskinnum, tiskan væri óhagstæð og kaupmáttur hefði minnkað. Þá sagði Jón að birgðasöfnun sl. ár hefði verið óeðlilega mikil hér á landi, þvi Pólverjar hefðu ætlaö að kaupa 30% skinna úr sið- ustu slátrun, en vegna gjaldeyris- skorts heföu þeir aðeins tekiö tæp 10% af umræddum samningi, eða um 20 þúsund skinn. Hann sagði að vegna þessa væri mikill þrýstingur á islenska aðila að lækka nú verö á hálfunnum vör- um og taldi ljóst að til þess að sala gæti haldiö áfram á islensk- um gærum, yrði að lækka á þeim veröiö. — AB Sjá nánar bls. 3.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.