Tíminn - 29.04.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.04.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 29. april 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Ekkehard Schall sem Franz Liszt (t.v.) og Richard Burton sem Richard Wagner i myiidinni, sem nú er veriö aö taka um ævi tónskáldsins. Kvikmyndir i framleiðslu: Burton í hlut verki I Kichard Burton sem undanfarin ár hefur einkum fengist vi6 ómerkileg hlutverk i slöppum kvikmyndum, er nú aö leika I kvikmynd sem gefur honum tækifæri til aö sýna, aö hann sé enn sem fyrr gamli snilldarleikarinn. Burton leikur sem sagt sjálfan Richard Wagneri þriggja klukkustunda kvikmynd, sem veriöer aö taka um þessar mundir og á aö vera tilbúin i byrjun næsta árs, en þá eru eitt hundraö ár liöin frá andláti tónskáldsins. ■ Leikátjóri myndarinnar, sem á að kosta 10 milljónir dala, er Tony Palmer, sem einkum er þekktur fyrir gerð heimildarkvikmynda, auk þess sem hann aðsloðaði Ken Russel við leikstjórn „ísa- dóru” um árið. Palmer hefur íengið marga góða og þekkta leikara til liðs við sig fyrir utan Richard Burton. Má þar nefna Vanessu Redgrave, sem fer með hlut- verk Cosimu, siðari eiginkonu Wagners. Gemma Graven fer með hlutverk fyrri konunnar, Minnu, en i aukahlutverkum eru m.a. Laurence Olivier, John Gielgud, Ralph Richard- son, Joan Plowright, Franco Nero, Marthe Keller, Daphne Wagner (tónskáldið er langafi hennar), og óperusöngvararn- ir Peter Hoffman og Gwyneth Jones, Georg Solti, stjórnandi sinfóniuhljómsveitarinnar i Chicago, stjórnar tónlistar- flutningi i myndinni. Upphaflega stóö til að Wagner-myndin yrði sjón- varpsmyndaflokkur i átta hlutum, en nú er ákveðið að um þriggja klukkustunda kvikmynd verði að ræða, sem siðar verði skipt niður i sjón- varpsmyndaflokk. ..Sagnfræðilega rétt” „Við gefum sagnfræðilega séð rétta mynd af Wagner”, segir leikstjórinn i blaðavið- tali. „Ég hef unnið að þessu verki i sex ár. Fleiri bækur — 22.500 — hafa verið skrifaðar um Wagner en nokkurn annan aö Jesú Kristi undanskildum. En meginheimild okkar er þó barnabarn Wagners, Woll'- gang”. Palmer segist hafa fengiö margvislegar upplýsingar frá afkomendum lónskáldsins um einstök atriði i lifi Wagners. Sem dæmi nefnir hann hvern- ig Wagner fékk hugmyndina að „Hollendingnum fljúg- andi” þegar hann var á flótta undan kósökkum skamml frá Riga árið 1839. Meðal umdeildra atriöa, sem sýnd verða eins og þau raunverulega gerðust, er and- lát Wagners, en hann lést i átökum við konu sina, Cosimu, sem kom til vegna aíbrýði- semiskasts eiginkonunnar. Annars er sagt lrá öll- um helslu atburðum i storma- sömu lifi Wagners frá þvi hann var 35 ára og fram'iand- látið. Fram kemur, að hann var íoríallinn fjárhættuspil- ari, drykkju- og kvennamað- ur, og stöðugt á flótta undan lánadrottnum sinum. Jaín- framt olli tónlist hans miklu fjaðrafoki og m.a. mun sýn- ingin á „Tannhauser” i Paris hafa valdið einu umtalaðasta hneyksli i óperuheiminum. Þannig ler að sjálfsögðu oft fyrir sporgöngumönnum i list- sköpun . En persónulegt at- ferli Wagners varð honum að sjálfsögðu ekki til framdrátt- ar. Myndatakan i „Wagner” er i höndum Vittorio Storaro, sem nú nýverið hlaut Oscar fyrir myndatökuna i „Rauð- liðum” en hafði áður gert garðinn frægan i „Apocalypse Now” og nokkrum myndum Bertoluccis. Kvikmyndin er tekin á öll- um þeim stöðum, þar sem Wagnerbjó og staríaði á áður- nefndu timabili í ævi sinni, svo sem Vin, Búdapest, Siena, Miinchen, Feneyjum, Niirn- berg, og Bayreuth. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er þetta kvikmynd, sem á eftir að vekja verulega athygli. —ESJ lElias Snæland Jónsson skrif- ar if. * + Eldvagninn + Lifvörðurinn ★ ★ Lögreglustöðin i Bronx ★ ★ ★ Bátarallýið ★ ★ ★ Leitin að eldinum ★ ★ Rokk i Reykjavik ★ ★ ★ The Shining ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið ★ ★ ★ Montenegro * Hetjur fjallanna if jf Aðeins fyrir þin augu Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær • * * * mjög góð • * * gód • * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.