Tíminn - 29.04.1982, Qupperneq 7
Fimmtudagur 29. april 1982
7
■ Forn frægð heimsveldisins verður endurvakin á Falkiandseyjum.
Bretar eru stad-
ráönir í að vinna
hernaðarsigur
■ Herhlaup Argentinumanna og
taka Falklandseyja með valdi og
viðbrögð Breta geta haft miklu
alvarlegri afleiðingar en ætla
mættief tekiðer mið af mikilvægi
eyjanna. Þar búa aðeins um 1800
manns. Eyjarnar eru hrjóstrugar
og ekki aðlaðandi til búsetu. Þótt
einhver náttúruauðæfi finnist þar
i jörðu, eða olia innan efnahags-
lögsögunnar yrði erfitt og dýrt að
vinna þau. Það er aðeins þjóð-
arstolt á báða bóga sem máli
skiptir.
Herforingjarnir i Argentinu
hafa i rauninni ekkert við þessar
eyjar að gera, og Bretar hafa litil
sem engin gögn eða gæði af þeim.
En herforingjaklikan sem stjórn-
ar Argentinu, þurfti að leiöa at-
hyglina frá óstjórn og harðýgi
heima fyrir og koma sér upp góð-
um andstæðingi á öðrum vig-
stöðvum. Þetta virðist hafa tek-
ist. Augu Argentinumanna bein-
ast frá hörmungunum heima fyr-
ir og að eyjaklasanum langt úti i
hafi.
En herforingjarnir lögðu rangt
mat á viðbrögð Breta. Þeir reikn-
uðu ekki með að tveir þriðju hlut-
ar flotans yrði sendur suður eftir
endilöngu Atlantshafi til að berj-
ast við þá, og enn siður að breska
þjoðin stendur sameinuð að baki
stjórninni. Enn er eitthvað eftir af
bresku þjóðarstolti.
Hlutur Bandarikjamanna hefur
verið umdeilanlegur i deilu þess-
ari. Hinn aldni fréttaskýrandi
James Reston dregur enga dul á
það i grein sem hann ritaði ný-
lega, að sáttaumleitanir Banda-
rikjastjórnar séu gagnslausar
með öllu og að þeir hafi enga af-
stöðu tekið, en sjálfsagt hefði ver-
ið aö fordæma innrás Argentinu-
manna og að halda sig við það
grundvallaratriði að ekki eigi að
leysa deilur með herhlaupum og
vopnavaldi. Hann telur einnig að
afstaða Bandarikjamanna geti,
er til lengri tima er litið, stefnt i
voða góðu samstarfi þeirra og
Breta og jafnvel einingar innan
Nato.
Deilur milli rikja um landsvæði
eruviðaum heim. Oft hefur vopn-
um verið beitt, en það leysir bara
ekkimálin. Agreiningur um yfir-
ráðarétt landsvæða og hvaða
rikjum þau og ibúarnir eiga að
tilheyraer eitt af eilifðarúrlausn-
um manna. Þýskaland er tvi-
skipt, sömuleiðis Kórea. Á Indó-
Kinaskaganum eru mörk óljós og
þar eru þjóðir að „frelsa” hvor
aðra á vixl. Rússar og Kinverjar
geta ekki komið sér saman um
hvar landamærin milli þeirra
eiga að liggja. Israel stækkar og
minnkar á vixl, Iran og Irak berj-
astum landamæri og Kashmir er
ávallt deiluefni milli Indverja og
Pakistana. Innlimun Rússa á
Kúrileyjum norður af Japan er
enn óútkljáður ágreiningur milli
þeirra þjóða. I Afriku gengur
þeim viða heldur brösulega aö
koma sér niður á landamæri
og hvaða rikjum tiltekin land-
svæði og ættbálkur eiga að til-
heyra.
Samkvæmt skoðanakönnunum
i Bretlandi er yfirgnæfandi meiri-
hluti hlynntur þvi að Argentinu-
menn verði hraktir frá Falk-
landseyjum þótt það kosti vald-
beitingu og strið. Fyrst eftir að
eyjarnar voru herteknar tóku
bresku blöðin og ýmsir málsmet-
andi menn málinu með ró, og
höfðu það jafnvel i flimtingum og
töldu litlu máli skipta hvoru meg-
in hryggjar Falklandseyjar
lægju. Nema Carrington utan-
rikisráðherra tók málið alvarlega
og sagði af sér. En nú er komið
annað hljóð i strokkinn. Fyrst i
stað var gengið frá þvi sem visu,
að Bandaríkjamenn mundu miðla
málum og lausn væri tiltölulega
auðveld og menn mundu kjafta
sig frá vandræðunum. En eftir
þvi sem flotinn nálgaðist eyjarn-
ar hafa Bretar þjappað sér sam-
an og almenningur heimtar
hernaðarsigur.
I hálfa öld hafa Bretar horft á
heimsveldi sitt liðast sundur. Það
er ekki langt siðan þeir voru
valdamesta forysturiki heimsins.
Þeir unnu að visu tvær heims-
styrjaldir á þessari öld með hjálp
vina sinna, en flest hefur gengið
þeim i óhag Það er ekki aðeins að
her þeirra og floti hafi látið á sjá
heldurhafa þeir misst þau tögl og
hagldir, sem þeir höfðu viða um
heim, og þeir hafa mátt horfa upp
á að iðnaður þeirra og efnahagur
hefur dregist aftur úr og atvinnu-
leysi og alls kyns óáran hrellir
Stóra-Bretland. I Norður-lrlandi
erbarist.
Bretar hafa reynt að gera sig
gildandi i samtökum Evrópu-
rikja, en finnst hlutur sinn vera
harla litill þar. Þeir hafa litið á
Bandarikjamenn sem helstu vini
sina og bandamenn siðan i heims-
styrjöldinni siðari. En eftir þá
hikandi afstöðu, sem Bandarikja-
menn hafa sýnt i deilunni um
Falklandseyjar, er hætt við að sú
vinátta kólni. Að minnsta kosti
munu Bretar bera takmarkaðra
traust til bandamanna sinna i
Vesturheimi hér eftir.
1 Falklandseyjamálinu er Bret-
um full alvara. Þeir segja hingaö
— en ekki lengra. Breska ljónið
mun ekki flýja með skottiö á milli
fótanna. Það er búið að auðmýkja
það nóg.
Bretar hafa verið tregir við að
beita vopnavaldi siðan i striðinu
við Þjóðverja. Nýlendur sinar yf-
irgáfu þeir með þvi að draga nið-
ur breska fánann og fara heim.
Suður-Afrika lýsti yfir lýðveldi
gegn vilja þeirra og Rhodesia fór
svipaða leiö siðar. Samveldið er
orðin tóm. í Argentinu er illa
þokkuð herforingjastjórn við
völd. Herrarnir þar eru verðugir
andstæðingar, enda njóta þeir lit-
illar samúðar umheimsins. Þaö
er óhætt að sýna þeim vigtenn-
urnar án þess að „þjóðfrelsis-
öflin” vitt um heim rjúki upp og
mótmæli. Hver veit nema þau
geri það samt? I augum margra
hafa riki Vestur-Evrópu ávallt
rangan málstað að verja, hver
sem hann er og gegn hverjum
sem er, jafnvel fasistunum i
latnesku Ameriku.
Taki breski flotinn Falklands-
eyjar getur einnig svo farið að
herforingjunum i Argentinu verði
hætt. Þeir geta ekki stjórnað
landi svo að vit sé i og ef þeir geta
ekki heldur stýrt herhlaupi, til
hvers eru þeir þá?
Oddur Ólafsson
skrifar
Kröfluvirkjun óskar að ráða
fólk í eftirtalin störf:
1) Bifreiðastjóra með meira-próf.
2) Rafvirkja (sumarstarf).
3) Skrifstofumann, vélritunar og ensku-
kunnátta nauðsynleg (sumarstarf).
Allar nánari upplýsingar varðandi störfin,
veitir staðartæknifræðingur Kröflu-
virkjunar, Gunnar Ingi Gunnarsson, sim-
ar 96-44181 og 96-44182
Veiðifélag
Elliðavatns
Stangaveiði á vatnasvæði Elliðavatns
hefst 1. mai. Veiðileyfi eru seld i Vestur-
röst, Vatnsenda, Elliðavatni og Gunnars-
hólma.
Veiðifélag Elliðavatns
Útboð
Ölfushreppur óskar eftir tilboðum i lagn-
ingu oliumalar og fleira á götur i Þorláks-
höfn.
Áætlað magn slitlags er 16000 ferm.
Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistof-
unni Fjölhönnun h/f Grensásvegi 8
Reykjavik og skrifstofu ölfushrepps Sel-
vogsbraut 2 Þorlákshöfn gegn 1000 króna
skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á
verkfræðistofu Fjölhönnunar h/f,
Grensásvegi 8 Reykjavik fyrir kl. 11.00
föstudaginn 14. mai 1982.
Til leigu
traktorsgrafa
í stór
smá
verk
Vélaleiga
Jóns H. Eltonssonar
Engihjalla 25 Kópavogi
Sími 40929
Auglýsing til
skattgreiðenda
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að
eftirfarandi reglur skuli gilda um dráttar-
vaxtaútreikning af vangoldnum þing-
gjöldum:
Dráttarvaxtaútreikningur miðast við
stöðu gjaldanda við innheimtumann rikis-
sjóðs 10. dag næsta mánaðar eftir ein-
daga. Sé greiðsla póstsend þarf hún að
bera með sér að hún hafi verið póstlögð
fyrir eindaga. Póstleggi gjaldandi
greiðslu eftir lok eindagans á hann á hættu
að fá reiknaða dráttarvexti.
Reglur þessar taka jafnt til þeirra gjald-
enda, sem annast greiðslu þinggjalda
sinna sjálfir og kaupgreiðenda, sem halda
eiga eftir af kaupi launþega til lúkningar á
þinggjöldum þeirra.
Reglur þessar gilda um þinggjalda-
greiðslur er falla i eindaga frá og með 30.
april n.k.
Fjármálaráðuneytið,
27. april 1982