Tíminn - 29.04.1982, Síða 13
Fimmtudagur 29. april 1982
17
íþróttir
„Mætti ekki á
22 æfingar”
— „en vill fá greiðslu fyrir þær” segir Stefán Jónsson,
stjórnarformaður í Tý, sem hafa neitað að samþykkja
félagaskipti Stefáns Halldórssonar úr Tý í KR
■ Stefán Halldórsson fyrrum
landsliðsmaöur i handknattleik
sem siðastli&ið keppnistimabil
þjáifaði og lék með Tý i Vest-
mannaeyjum hefur, eins og áður
hefur verið greint frá, tilkynnt
félagaskipti yfir i KR. Tii þess að
félagaskiptin öölist gildi verður
Týr að skrifa upp á þau. Það hafa
stjórnarmenn Týs ekki viljað
gera. Timinn ræddi i gær viö
Stefán Jónsson stjórnarmann hjá
Tý og innti hann eftir þvi hvaö
stæöi i vegi fyrir þvi að Stefán
fengi samþykki þeirra fyrir
félagaskiptum.
„Okkur fannst hann ekki
standa sig nógu vel i mætingum.
Fyrir áramót var þetta þokka-
legt, en eftir áramót keyrði alvég
um þverbak. Stefán lét þá ekki
sjá sig á 22 æfingum. Fyrir þetta
vill hann fá greitt sem við sjáum
okkur ekki fært að gera. Við
greiöum ekki fyrir þær æfingar
sem hann hefur ekki mætt á. Til
þess aö við gætum staðið á þvi að
neita honum um samþykki á
félagaskiptum þá urðum við að
senda HSt greinargerð sem viö
höfum gert. Við þessari greinar-
gerð höfum við ekkert svar fengið
ennþá.
Við buðum Stefáni að ganga frá
þessum málum ineð ákveönum
skilyrðum, sem voru þau að hann
samþykkti að taka ekki borgun
fyrir þessar æfingar sem hann lét
ekki sjá sig á. Það stendur ekki á
okkur að veita honum samþykki,
en hann hefur ekkert samband
haft við okkur.”
röp-.
„Höfum enga
afstöðu tekiö”
— segir Júlíus Hafstein,
formaður HSÍ um
greinargerd Týs
■ „Viö erum búnir aö taka fyr- þetta mál og reyna að ná sam-
ir þessa greinargerö frá Vest- komulagi. En það er vafaatriði
manneyingunum, en við höfum hvað HSl á að ganga langt i
enga afstöðu tekið til hennar” þessu máli. Þarna er ekki ein-
sagði Július Hafstein formaður göngu um leikmann aö ræða
HSl i samtali við Timann. heldurlaunaðan starfsmann hjá
„Við höfum faliö fram- félaginu I Vestmannaeyjum”
kvæmdastjóra okkar að fara i sagöi Július. röp—.
Bent Nygaard
þjálfar Fram
■ „Það er búiö að ganga frá
samningsdrögum og Bent hefur
þau núna til umfjöllunar. Það
benda allar likur til þess að hann
gangi að þeim og verður þá skrif-
að undir fljótlega” sagði Hafþór
Jónsson formaður handknatt-
leiksdeildar Fram i viðtali við
Timann i gær.
Eins og að framan segir bendir
allt til þess að Bent Nygaard, sem
þjálfaði lið 1R siöasta keppnis-
timabil og kom þeim upp i 1.
deild, verði næsti þjálfari hjá
Fram. Fyrir nokkru var Bent
orðaður við Fram en samkvæmt
heimildum Timans munu leik-
menn Fram ekki hafa veriö á eitt
sáttir með ráöningu hans og var
hann þvi úr myndinni i bili.
Eitthvað hefur viðhorf leik-
manna þvi breyst og spurðum við
Hafþór út i þetta mál.
„Þaö yrði allt of langt mál aö
fara að tala um þetta. Það er
óhætt að segja aö þetta sé búiö að
fara marga hringi”.
röp —.
„Margir spá
liðinu falli”
— segir Jóhann Ingi Gunnarsson, sem mun þjálfa
THW Kiel í Bundesligunni næsta keppnistímabil
■ /iÞetta veröur erfitt en
vonandi skemmtilegt"
sagði Jóhann Ingi
Gunnarsson fyrrum þjálf-
ari íslenska landsliðsins í
handknattleik og bikar-
meistara KR í samtali við
Tímann.
Jóhann Ingi hefur skrif-
að undir eins árs samning
við v-þýska félagið THW
Kiel og mun Jóhann Ingi
taka við þjálfun liðsins í
júli í sumar.
„Bundesligan er erfíðust i
heimi og margir spá liöinu falli
næsta keppnistimabil. Liöiö er nú
i 9. sæti af fjórtán liðum og róöur-
inn verður örugglega erfiöur.
Fyrsti leikur liðsins næsta
keppnistimabil verður gegn
meisturum Grosswallstadt svo
það er ekki ráðist á garöinn þar
sem hann er lægstur.”
Við spurðum Jóhann Inga hvort
einhver önnur félög i V-Þýska-
landi hefðu haft áhuga á þvi að fá
hann sem þjálfara.
Jóhann Ingi sagði að eitt annað
félag hefði veriö inn i myndinni en
engar viðræöur hefðu átt sér stað.
Það væri félagið Hofweier.
„Ég er mjög stoltur yfir að hafa
komist að sem þjálfari i V-Þýska-
landi og það sýnir okkur að is-
lenskur handknattleikur er hátt
skrifaður. Hingað til hafa aðeins
leikmenn farið þangað og vonandi
að þetta gæti ef til vill opnað leið
fleiri islenskra þjálfara til að
■ „Þetta var lélegur leik-
ur hjá okkur/ en það er
ekkert vafamál að á góð-
um degi þá eigum við að
geta unnið þetta lið" sagði
Einar Bollason þjálfari ís-
lenska landsliðsins i körfu-
knattleik í samtali við
Tímann.
íslenska landsliðið er nú
statt í Skotlandi þar sem
það tekur þátt í Evrópu-
keppninni í körfuknattleik/
C-riðli. I gærkvöldi lék Is-
land gegn Austurríki sinn
fyrsta leik af fimm/ í
riðlinum og töpuðu þeim
leik 77-91 eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 33-39
fyrir Austurriki.
komast að þar sem handknatt-
leikurinn gerist einna bestur”.
„Það var mikil spenna og
taugaveiklun i islenska liðinu og
það má segja að allir hafi leikið
undir getu. Hittnin hjá okkur var
mjög léleg ekki nema 36% hún
var þó öllu skárri i seinni hálfleik
svona 23-24% og þá geta menn séb
hvernig hún hefur verið i fyrri
hálfleik.
Við urðum fyrir enn einu áfall-
inu, Jón Sigurðsson fyrirliði liðs-
ins meiddist seint I fyrri hálfleik
og lék ekker-t með I þeim seinni.
Þá er óvist hvort hann geti leikið
meira með i mótinu. Það tóku sig
upp gömul meiðsli i baki.
Simon Ólafsson var stigahæstur
islenska liðsins skoraði 29 stig, og
Torfi Magnússon sem lék sinn 75
landsleik skoraði 14 stig”.
t dag leikur Island gegn Ung-
verjum, en þeir eru taldir meö
sterkasta liðiö i riölinum sem ts-
land leikur i. röp—.
■ Jóhann Ingi Gunnarsson
Fram
fékk
aukastig
■ Einn leikur fór fram i gær-
kvöldi i Reykjavikurmótinu i
knattspyrnu á Melavellinum.
Fram sigraði Þrótt 3-0.
Guðmundur Torfason skoraði
tvö af mörkum Fram i gærkvöldi
og Halldór Arason fyrrum leik-
maður Þróttar skoraði þriðja
mark liðsins.
Einn leikur verður i Reykja-
vikurmótinu i kvöld á Melavellin-
um og þá leika Valur og Armann.
Leikurinn hefst kl. 19.30.
röp-.
röp—.
Tap gegn
Austurríki
í fyrsta leik landslidsins í körfu
■ Stefán llalldórsson
Torfi með
75 leiki
■ Torfi Magnússon landsliðs-
maöur i körfuknattleik úr Val
lék i gær sinn 75jandsleik fyrir
tsland er lsland lék gegn Aust-
urriki fyrsta leik sinn i C-
keppninniikörfuknattleik sem
fram fer j Edinborg þessa
dagana.
■ Jón Sigurösson.
meidd-
■ Jón Sigurösson fyrirliði
landsliðsins i körfuknattleik
varð fyrir meibslum i leik ís-
lands og Austurrikis i Evrópu-
keppninni i körfuknattleik
sem fram fór i Edinborg. 1
leiknum i gær tóku sig upp
gömul meiðsli i baki og óvist
er hvort Jón leiki meira með
landsliðinu i þessari ferö.
Ef svo verður mun tsland
aðeins tefla fram 9 leikmönn-
um þvi ekki er hægt að bæta
inn nýjum manni eftir aö
keppnin er hafin.
röp —.