Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 18
22
gróður og garðar
I
•.* ví
f -i
7*
í í
'
■ Túnfífill. Fallegur, blöðin æt, úr hlómunum má brugga!
GRÓÐUR-
HUG-
LEIÐINGAR
■ Margir garðræktendur þekkja
húsapunt og ekki að góðu! Hann er
eina grastegundin sem getur orðið
slæmt illgresi i görðum - bæði sáir
sér og breiðist óðfluga út með
löngum, grcinóttum jarðstönglum,
ljósum á lit. Þarf að grafa þá
vandlega upp eða eyða með lyfjum.
Uppgrafnir sprotar geta fest rætur
aftur! Hættulaus er húsapuntur í
gömlu túni og órótaðri jörð. Niðri í
moldinni beitir hann efnafræðilegum
aðferðum sér til framdráttar. Þegar
rætur hans og jarðstönglar komast i
snertingu við rætur annarra jurta,
gefa þær frá sér efni, sem dregur
verulega úr næringarupptöku nábúa-
jurtanna! Einkum dregur þetta úr
upptöku á köfnunarefni og koli, en
þetta skaðar ekki sjálfan húsapunt-
inn, hann hirðir afgangsefnin; efnin
sem hinum voru ætluð - og breiðist
út; vex oft einvörðungu i breiðum,
hefur þá útrýmt öðrum.
Húsapuntur fór ekki að breiðast
verulega út fyrr en farið var að
umbylta jarðvegi og stunda garð-
rækt. Þannig er um margar fleiri
tegundir, t.d. arfa. Óvist er hvort
hann hefur verið til á íslandi þegar
Ingólfur og Hallveig stigu á land. En
sennilega hefur arfi borist fljótt i
hlaðvarpa landnámsmanna; komið
með korni, heyleifum o.fl. farangri.
Njóli sömuleiðis, netla, þistill o.fl.
Túnfifill er nú miklu útbreiddari en
fyrr. Blöð hans eru raunar góð i
salat. Frakkar, Þjóðverjar, Amerí-
kanar o.fl. rækta túnfífil sem
salatjurt, taka blómstönglana burt,
svo blöðin vaxi meira en ella, og
skyggja helst á þau um tima, þá
verða þau meyr og bragðgóð. „Það
verður að eyða illgresi úr fífilreitun-
um,“ stendur i erlendri garðyrkju-
bók.
Ýmsar ræktunarjurtir hafa upp-
runalega verið taldaV- iIIgrcsi, en að
þvi kom, að menn fóru að eta
illgresið, sem óx við bústaði þeirra!
Rúgur var fyrrum illgresi i hveitiökr-
um, og hafrar taldir illgresi, innan
um bygg og hveiti, öldum saman, svo
dæmi séu nefnd. Líklega verða æ
fleiri villijurtir hagnýttar í framtíð-
inni. Ýmsir eta óvin sinn haugarfann
og verður gott af! Talin meltingar-
bætandi. Fjallagrös, skarfakál,
hvönn og söl voru lengi mikilsverður
þáttur í fæðu íslendinga. Skarfakál
einnig gott lyf gegn skyrbjúg.
Margar nytjaplöntur hafa verið
bættar mikið með kynbótum og
úrvali. Þær gefa meiri og betri
uppskeru en fyrr, fegurra og fjöl-
breyttara blómskrúð, skjótþrosk-
aðra korn og aldin o.s.frv. En
margar kynbættar tegundir verða
viðkvæmari, þurfa meiri áburð og
umhirðu en „forfeður" þeirra, og
standast ekki til lengdar samskipti
við gömlu tegundirnar og villijurtir,
án umhyggju mannanna. Mikið
hefur verið rætt og ritað um „grænu
byltinguna," þ.e. kynbættar kornteg-
undir, sem gefa miklu meiri upp-
skeru en gömlu stofnarnir. En skara
írauninni því aðeins framúr að borið
sé rikulega á, stöðugt úðað með eitri
gegn meindýrum o.s.frv. Með öðr-
um orðum, kynbæturnar koma
aðeins að gagni við bestu vaxtarkjör.
Er þetta ærið umhugsunarefni og
vandamál.
Ingólfur Davídsson
skrifar
flokksstarf
ORÐSENDING
frá Vorhappdrætti Framsóknarflokksins
Dregið verður i happdrættinu 16. þ.m. og eru þeir, sem fengið hafa
heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil næstu daga. Drætti verður
ekki frestað.
Greiðslum má framvisa samkvæmt meðf. giróseðli í næsta pósthúsi eða
peningastofnun. Einnig má senda greiðslu til Happdrættisskrifstofunnar,
Rauðarárstig 18, Reykjavík. Þar eru einnig lausamiðar til sölu.
Vesturland
Viðtalstímar alþingismannanna Alexanders Stefánssonar og Davíðs
Aöalstcinssonar, verða sem hér segir á eftirtöldum stöðum:
Logaland 16.6 kl. 21.
Hellissandi 18.6. kl. 21.
Búðardal 19.6. kl. 21.
Breiðablik 20.6. kl. 21.
Ólafsvik 21.6. kl. 21.
Grundarfirði 22.6. kl. 21.
Stykkishólmi 25.6. kl. 21.
Hlaðir 28.6. kl. 21.
Almennir stjórnmálafundir
i Norðurlandskjördæmi vestra
Almennir stjórnmálafundir verða haldnir í Norðurlandskjördæmi
vestra á eftirtöldum stöðum:
Sauðárkróki, í Framsóknarhúsinu, þriðjud. 22. júní kl. 21
Hofsósi i Höfðaborg, miðvikud. 23. júni kl. 21
I Kefilási, fimmtud. 24. júni kl. 14
Siglufirði, Aðalgötu 14, fimmtud. 24. júní kl. 21
Blönduósi, mánudag 28. júní kl. 21
Skagaströnd þriðjud. 29. júni kl. 21
Hvammstanga mánud. 30. júní kl. 21
Alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og
Ingólfur Guðnason eru frummælendur á fundunum.
Allir velkomnir.
Peugeot 404 station 71
Til sölu, boddý og vél tekið í gegn á s.l. hausti.
Góður bíll, hentugur til ýmisskonar flutn-
inga. Upplýsingar gefur Steingrímur í síma
86300 kl. 9-5 og 41224 á kvöldin.
Iðnþróunarfélag
Eyjafjarðarbyggða h.f.
auglýsir eftir
framkvæmdastjóra.
Aðalstarfssvið félagsins er að leita með
skipulegum hætti að nýjum kostum í iðnaði.
Framkvæmdastjórinn, sem mun stjórna og hafa
eftirlit meö verkefnum félagsins, þarf aö vera
gæddurfrumkvæði í ríkum mæli og hafafjölþætta
reynslu.
Til greina getur komið að semja við verkfræðistof-
ur eða aðra ráðgefandi aðila, um að sinna starfi
þessu.
Upplýsingar veitir stjórnarformaður félagsins
Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri.
sendar honum fyrir 1. júlí 1982.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf umsækjenda skulu einnig
sendar honum fy-rir 1. júlí 1982.
Akureyri, 10. júní 1982.
Stjórn Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðarbyggða h.f.
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982
Kvikmyndir
Sími78900
Patrick
Patrick cr 24 ára coma-sjúkiingur scm
býr yfir mikium duirænum hæfilcikum
scm hann nær fullu valdi á.
Mynd þcssi vann til verðlauna á
Kvikmyndahátlðinni í Asíu.
Leikstjóri; Richard Franklfn.
Aðalhlutverk; Robert Helpmann, Sus-
an Penhaligon og Rod Mullinar.
Sýnd M. 5, 7, 9 og 11.
Eldribckkingar
(Seniors)
Stúdcntarnir vilja ckki útskrifast úr
skólanum vilja ckki fara út i hringiðu'
lífsins og ncnna ckki að vinna hcldur
stofna félagsskap scm nefnist Kyn-
fræðsla og hin frjáKskólastúlka.
Aðalhlutvcrk; Priscilla Bames, JefTrey
Byron, Gary ImhofT
Sýnd M. 5,7,90(11
Texas Dctour
Spcnnandi ný amcrísk mynd um
unglinga scm lenda í alls konar klandri
við lögrcglu og ræningja.
Aðalhlutvcrk: Patrick Wayne, Prísdlla
Bames, Anthony James
Bönnuð innan 12 ára
Sýnd M. 5, 7 og 11.20
Allt í lagi vinur
(Halleluja Amigo)
Sérstaklcga skemmtilcg og spcnnandi
vestern grlnmynd mcð Trinity bolanum
Bud Spencer scm cr I cssinu sinu i
þessari mynd.
Aðalhlutvcrk: Bud Spencer, Jack
Palance
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Moröhelgi
(l)eath Weekend)
Það er ekkert grin aö lenda i klón-
um á þeim Don Stroud og félög-
um, en þaö fá þau Brenda Vacc-
aro og Chuck Shamala að finna |
fyrir. Spennumynd i sérflokki.
Aöalhlutverk: Don Stroud,
Brenda Vaccaro, Chuck Sha- |
mata. Kichard Ayres
lsl. texti.
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd M. 11
Fram i svidsljósið
(Bcing There)
(4. mánuður)
Grínmynd I algjörum sérflokki.
Myndin er talin vera sú albesta
sem Peter Sellers lék I, enda fökk ,
hún tvenn óskarsverðlaun og var
útnefnd fyrir 6 Golden Globe
Awards. Sellers fer á kostum
Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley
MacLane, Melvin Douglas. Jack
W’arden.
tslenskur texti.
Leikstjóri: Hal Ashby.
Sýnd kl. 9