Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Richard Roundtree mundar riffilinn i skógum Afríku í myndinni Game for vultures. Skæruliðar viðskipti Stjömubíó Skæruliðarnir/Game for vultures Leikstjóri James Fargo Aðalhlutverk Richard Harris, Richard Roundtree, Joan Collins og Ray Milland. Hreint ótrúlegur fjöldi mynda hefur verið gerður á undanförnum árum um sama efni og fjallað er um í Game for vultures en telja verður þessa mynd með þeim lélegri í þeim hópi þótt margar myndir í þessum hópi séu afspyrnulélegar en efni- viðurinn er barátta svartra skæruliða við hvita minnihlutastjórn í Afríku. Ágætis lið leikara tekur þátt i þessari mynd og eiga flestir þeirra slæman dag, ef frá er talinn Richard Roundtree, og það verður að segjast eins og er að Richard Harris virðist leika i hverju sem er og leita verður langt aftur í tímann að almennilegu hlutverki sem hann hefur fengið. Myndin hefst á árás skæruliða á Peter Swansey liðsforingja i her Rodesiu og kemst aðeins foringi skæruliðanna Gideon (Roundtree) lífs af, en Swansey særist. Hann á bróður i David Swansey (Harris) sem staddur er í London þar sem hann eyðir tima sínum annarsvegar i skuggaleg viðskipti og hinsvegar í rúminu hjá Joan Collins. Af þessu tvennu er mun meira vit í því síðarnefnda. David fréttir af sölu á 50 herþyrl- um bandaríkjahers sem eru til sölu og vill hann, með aðstoð stjórnarinn- Friðrík Indriðason, skrifar. ar i Ródesíu, kaupa þyrlurnar fyrir land sitt en mörg ljón eru i veginum vegna viðskiptabanns flestra lýðræð- isrikja á það land áður en nafn þess breyttist i Zimbabwe. Gengur leikurinn út á tilraunir hans að koma þyrlum til Ródesíu og tilraunum skæruliða til að koma í veg fyrir það og gengur á ýmsu. Leikstjórinn James Fargo hefur greinilega ekki sniðið sér stakk eftir vesti í þessari mynd. Því hann hefur tekist á hendur að sýna okkur, baráttu skæruliða í Ródesiu, skugga- leg viðskipti óprúttinna aðila, auk nokkurra minni þema sem of langt er að telja upp hér en útkoman er harðsoðinn hafragrautur, fullur af kekkjum, sem engu kemur til skila af ofangreindu á neinn viðunandi hátt. -FRI o Skæruliðar ★★ Huldumaðurinn o Sekur eða saklaus ★★★ Ránið á týndu örkinni ★★★ Framísviðsljósið Stjömugjöff Tímans ★ * * * frábær ■ * * * mjög góð • * * gðð • ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.