Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982 fréttir Gunnar Björnsson, formaður Meistarasambands byggingamanna: Samningar bygginga- manna: „YFIRBORGANIR........... „M, INN í ÞENNAN SAMNING” — — „þannig að hann þýði alls ekki þær raunhækkanir, sem hækkanirnar hljóða upp á” umfram ■ „Á sambandsstjórnarfundi hjá okk- ur i dag var ákveðið, að i framhaldi þessa samnings muni Meistarasambandið beita sér sérstaklega fyrir þvi, að þær yfirborganir, sem mjög mikið er um i þessum greinum nú renni inn i þennan samning, þannig að hann þýði alls ekki þær raunhækkanir í kaupi, sem hækkan- irnar hljóða upp á“, sagði Gunnar Björnsson, form. Meistarasambands byggingamanna i samtali i gær. „Við munum senda félagsmönnum okkar sérstakar tilkynningar um þetta og sérstakar leiðbeiningar um hvernig að þessu skuli standa“. Mat Meistarasambandsins á kjara- samningnum í tölum er um 6,5% hækkun við undirskrift og um 17,5% á samningstimanum, eða ekki svo fjarri því er byggingamenn meta hann. Tölurnar fundust Gunnari þó helst til háar enda hefði samningsstaða Meist- arasambandsins siður en svo verið góð eftir „leyniplaggssprengingu" VS{. Þótt byggingamenn hafi ekki fengið að sjá plaggið, hafi tölunum í því verið hvíslað i hverju horni og þá talað um 9% + ASÍ-samninga sem upphafstölu og allt upp í 20+ ASÍ-samning á samningstím- anum. „Það gefur auga leið að þetta varð ekki til að auðvelda okkur leikinn í samningunum, ekki síst - eftir því sem manni heyrðist - að fleiri vildu leggja trúnað á það sem VSÍ-menn sögðu en hvað við sögðum", sagði Gunnar. -HEI Gengið um gólf i Karphúsinu í gær. Byggingameistarar verða að vera ábyrgir fyrir sínum samningum”: r,Geta ekki treyst að þeim verði veitt út í verðlagið” — segir Tómas Árnason, viðskiptaráðherra ■ „Menn eru nokkum veginn sam- mála um það, að byggingameistarar verði að vera ábyrgir fyrir sínum samningum, og þeir geta ekki treyst þvi að geta veitt þeim sjálfvirkt út i verðlagið," sagði Tómas Ámason, viðskiptaráðherra, i samtali við Timann i gær, en mönnum hefur verið tiðrætt eftir samkomulagið milli Meistarasam- bands byggingamanna og Sambands „Einum má ekki vera auðveldara en öðrum að velta af sér þvf sem samið er um” — segir félagsmálaráðherra vinnuna þriðja aðila og skapar það þeim nokkura sérstöðu miðað við aðra vinnukaupendur og vinnuseljendur i landinu. Ég tel að það væri út af fyrir sig hugsanlegt að reynt yrði að tryggja með verðlagsmáiastefnunni, að þær breytingar scm verða i kjarasamning- unum fari með nokkuð jöfnum hætti út í þjóðfélagið. Hvemig það hins vegar verður gert er erfitt að segja til um. Það er nauðsynlegt að kanna leiðir til að finna úrræði til að einum verði ekki gert auðveldara en öðrum að velta af sér því sem samjð er um á hvcrjum tíma“, sagði Svavar Gestsson. -Kás byggingamaima að auðvelt sé fyrir þá að semja meðan þeir geti látið neytendur borga það sem þeir semja um. Sagði Tómas að í þessum efnum yrðu byggingamenn að hafa hliðsjón af því sem almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Ég álit að það sé ekki nægjanlega gott ef einstakir hópar skera sig úr með meiri hækkanir en aðrir, og sérstaklega er ég þar að hugsa til launalægsta fólksins, sem oft verður útundan", sagði Tómas. Hins vegar gat Tómas þess að hann vissi enn ekki nákvæmlega hvað miklar kauphækkanir fælust i nýgerðum kjara- samningi byggingamanna og meistara, en Þjóðhagsstofnun hefði verið falið að reikna það út og skila niðurstöðum hið fyrsta. Það er Verðlagsráð sem ákveður hvort hækkanir verði teknar til greina á útseldri vinnu, en ekki ríkisstjórnin. „Verðlagsráð getur ákveðið verðlag á útseldri vinnu með þeim hætti að ekki verði hægt að veita hækkuninni sjálf- krafa út í verðlagið alveg án tillits til þess hvernig aðrir aðilar í þjóðfélaginu semja“, sagði Tómas Árnason. -Kás ■ „Við ætluðum okkur ekki að gera grein fyrir þessum nýju samningum fyrr eii á morgun - eftir fundi « félögunum. Siðan gerðist það að megincfni þeirra er komið, misjafn- lega útfært í nær öllum fjölmíðþim, - þótt þetta ætti að vera algert trúnaðarmál - svo okkur þótti rétt að bíða ekki lengur“, sagði Grétar Þorsteinsson, form. Trésmiðafélags Reykjavíkur á fundi með fréttamonn- um í gær. Á fundinum var 'fréttamönnum gefið eintak af hinurh nýja samningi og hann skýrður, svo ekki þarf því Iqngur um að deila hvernig hann hljóðar. Það þarf þó ekki að þýða að allir séu sammála skýringum byggingamanna á því hvað samningurinn feli i sér miklar launahækkanir. Að mati þeirra byggingamanna er vegin hækkun við undirskrift 7,1% á tímakaup (3,5% grunnkaupshtekkun auk starfsaldurshækkana og flokkatil- færslna) og 4,8% i ákvæðisvinnu, eða vegin meðalhækkun i hvoru tveggja um 6%. Á sama hátt telja þeir vegna timakaupshækkun á öllum samnings- tímanum 16,2% og 17,6% í ákvæðis- vinnu eða 16,6% að meðaltali i báðum kaupkerfunum. Hin beinu ákvæði samningsins eru m.a. að samið er til 3ja ára, sem mun lengsti samningstimi sem hér hefur +erið samið um. Grunnkaupshækkanir eru: 3.5% við undirritun, 2% l.sept. 1983, önnur 2% 1. des. 1983, 1,5% 1. júni 1984 og 1% 1. des 1984.Reiknitöl- ur 'ákvæðisvinnu hækka hlutfallslega eins.Starfsaldurshækkanir verða: eftir 1. árið 2,5%, e. 3. árið8,5%, e. 5. árið 10% ogfráog með 1. sept. 1983 baetist við 15% eftir 7. árið, Þessar hækkanir voru áður um 2,8% eftir 2. árið og um 8% eftir 3. árið. Auk þess nema flokkahækkanir á ákvæðisvinnu: 1,5% firtf 1. mars 1982 (að sögn byggingamanna eina hækkun- in sem verður frá undirritun, þar til í sept 1983), 2,4% 1. sept. 1983 og 2,4% 1. des. 1983. Þá var samið um að frá . 1. maí 1983 skuli byggingamenn sem starfaö hafa 5 ár eða lengur fá þrjá orlofsdaga til viðbótar þvi sem þá gildir um almennan orlofsrétt. - HEI, „VSÍ sýnt sáttasemjara fullkomna fyrirlitningu” ■ „Ég tel ekki við hæfi að ég segi neitt um samninga byggingamanna og byggingameistara á þessu stigi máls- ins. Aðalatriðið i minum huga er það, að samið verði á næstunni, og gengið verði þannig frá málum að þær kjarabætur eða þau kjör sem um verður samið verði sem jöfnust og að sem mest komi til þeirra sem minnst hafa fyrir“, sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, i samtali við Timann i gær. „Hins vegar er það þannig að þeir sem eru með svokallaða útselda vinnu, þ.e. annars vegar meistarar og hins vegar starfsmenn á þeirra vegum, selja segja byggingamenn ■ „Við teljum að i þessu máli hafi Vinnuveitendasambandið sýnt rikis- sáttasemjara fullkomna fyrirlitningu“, sögðu samninganefndarmenn úr félög- um byggingamanna m.a. á fundi með fréttamönnum i gær er talið barst að „leyniplagginu“ margumrædda, sem sagt var að sprengt hafi allar samninga- viðræður i siðustu viku. Um plaggið sjálft vildu byggingamenn ekki tjá sig, þar ef þeir hefðu aldrei fengið það i hendur. „En þetta var að öllu leyti kúnstugt mál“. Þrátt fyrir 5 bókaðar beiðnir þar um, bæði hjá sáttasemjara, sáttanefnd og VSÍ hefði þeim alltaf verið neitað um að fá það i hendur. Töldu þeir samninganefndarmenn það algjört einsdæmi að sáttasemjara væri neitað um að afhenda samninganefnd samningsgögn. Óbeint töldu þeir samningamenn byggingamanna að þessi „leyniplaggs- sprenging11 VSÍ hafi orðið til þess að flýta verulega fyrir að samningar þeirra náðust. Fram til þess tima er „plaggið" kom fram hafi Meistarasam- bandið engin svör gefið, heldur neitað öllum kröfum. „Eftir að „sprengjan •sprakk" tókst okkur loks að fá fram efnislegar viðræður við Meistarasam- bandið um kröfugerð okkar, sem leiddi til þeirra samninga sem nú hafa náðst“. Það kom fram að þessir samningar ná til um 80-85% af iðnaðarmönnum. Stærsti hópurinn sem utan við þá stendur eru húsgagnasmiðir, þar sem VSÍ fer með samningsumboð viðsemj- enda þeirra. Með þessum nýja samn- ingi er algengasta timakaup iðnaðar- manna sagt um 62,32 kr., en hæsta kaup 70,41 kr.. Mánaðarlaun sam- kvæmt þessum tölum eru þá á bilinu 10.700,- til 12.100,- kr. Því má bæta við til gamans - eða angurs - að fram kom að timakaup trésmiða hefur hækkað um 5.315% á árunum 1970 til 1981. En ekki treysti formaður trésmiða sér til að fullyrða að nokkur raunveruleg kjarabót væri eftir af þessari 5.315% kauphækkun. - HEI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.