Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 4
4 AFLRAUN ÁN ERFIÐIS OPEL AKSTUR @ VÉLADEILD Ármúla3 S.38900 ■ Frá aðalfundi Arnarflugs á Hótel Sögu. Haukur Bjömsson, stjómarformaðurfélagsinsflyturskýrslustjómar. Tinumynd:G.E. Traust f járhagsstaða Arnarflugs: HAGNAÐUR ARH) 1981 A SJÖUNDU MILUÚN „Þetta er fyrst og fremst heppni að þakka en einnig samstilltu starfsfólki og litilli yfirbygg ingu félagsins’” segir Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs ■ Siðastliðið ár er hið besta i sögu Araarflugs. Verkefni vom meiri en nokkm sinni fyrr, og flmmfaldaðist velta þess frá árinu áður. Hagnaður var af rekstri Amarflugs sem nam 6.1 milljón króna, áður en skattar höfðu verið reiknaðir. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Flugfélagsins Arnarflugs sem haldinn var siðdegis í gær. í skýrslu stjórnarformanns, Hauks Björnssonar, kom fram að félagið var með átta flugvélar í rekstri þegar mest var, á sl. ári, þar af fjórar stórar þotur. Sagði hann að hagur félagsins væri blómlegur, lausafjárstaða þess góð og félagið þvi vel i stakk búið til að takast á við nýtt verkefni i rekstrinum, sem er áætlunar- flug til Amsterdam, Dusseldorf' og Zurich sem hefst í næsta mánuði. Leiguflug erlendis var stærsti þáttur- inn i starfsemi félagsins á árinu 1981 og gekk það mjög vel. Hjá Arnarflugi störfuðu að meðaltali um 62 starfsmenn, og fjölgaði farþegum þess um rúm 10%. Tap varð á innanlandsflugi félagsins , en þó batnaði afkoma þess verulega frá árinu á undan. Á aðalfundi Arnarflugs i gær var* stjórn fyrirtækisins öll endurkjörin. En hvernig tekst Arnarflugi að reka flugfélag með hagnaði á sama tíma og mörg önnur flugfélög lepja dauðann úr skel? Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, svaraði þeirri spurningu: „Þetta er i fyrsta lagi heppni að þakka, því sá rekstur sem við stundum er mjög sveiflukenndur, og gengur þar af leiðandi vel eitt árið en verr það næsta. Þetta er áhættumikill rekstur og miklir peningar í honum, og því oft skammt stórra högga á milli. f annan stað, og ekki síst, höfum við á að skipa mjög hæfu og samstilltu starfsfólki, sem snýr bökum saman, og hugsar mjög vel um hag fyrirtækisins. Þá skiptir það ekki minnstu máli að vel hefur tekist í að halda yftrbyggingu félagsins í lágmarki. Kostnaður vegna hennar nemur nú 3% af veltu, sem er mjög lágt hlutfall. Ég held að það séu þær þrjár ástæður sem mestu máli skipta.“ - Hvemig hefur rekstur innanlands- flugs Amarflugs gengið á sl. ári? „Innanlandsflugið er enn rekið með tapi, en þó er útkoman miklu betri en á árinu þar á undan. Þetta er eins og við sögðum í upphafi, að við treystum okkur ekki til að byrja á innanlandsflugi og reka það hallalaust frá upphafi, en þetta hefur lagast. Takmarkið er auðvitað hallalaus rekstur. Auðvitað verður að búa innanlands- fluginu þau skilyrði að hægt sé að reka það hallalaust. Það sem háir okkur hins vegar mest eru lélegir og ófullkomnir flugvellir, sem leiða til þess að við getum ekki beitt hagkvæmasta vélakosti. Menn tala mikið um nauðsyn hækkun fargjalda i þessu flugi, og vissulega þurfa þau að hækka til jafns við verðhækkanir og aukinn tilkostnað. Það er aftur á móti ekki eina lausnin, þvi við sem í fluginu stöndum erum i mikilli samkeppni við bifreiðar. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort hagkvæmara sé að aka til Reykjavíkur og hafa sina bifreið þar með þeim þægindum sem því fylgir, eða fljúga. Lausnin á þessu er þvi ekki sú ein að gefa þessa verðlagningu frjálsa og hækka verðið upp úr öllu valdi.“ - Hver áttu von á, að verði framtið Amarflugs á næstu árum með hliðsjón af nýfengnum leyfum til áætlunarflugs erlendis. „Verkefni Amarflugs em mjög þokkaleg á þessu ári, þannig að ég á von á þvi að reksturinn verði jákvæður eins og síðasta ár. Áætlunarflugið er að sjálfsögðu ósvöruð spurning. Ég man heldur aldrei eftir því, og ég býst við að fyrirrennari minn Magnús Gunnarsson geti tekið undir það, að við höfum skrifað hér undir samning án þess að því fylgi einhver áhætta um tap eða ávinning. Ég held að hið sama gildi um þetta áætlunarflug. Við trúum þvi, að fyrir utan það að gefa fólki nýjan valkost i ferðalögum, þá eigi að vera rúm fyrir litið áætlunarflugfélag við hliðina á Flugleiðum,“ sagði Gunnar Þorvalds- son, að lokum. _ ■ Þessi glæsilega bifreið er aðalvinningur í happdrætti SVFI í ár. Happdrætti SVFÍ: MIÐASÖLU SENN AÐ LJÚKA ■ Nú er senn að ljúka sölu miða i happdrætti Siysavamafélags íslands. Vinningar i happdrættinu em þrír - aðalvinningur MAZDA fólksbifreið, árgerð 1982. Miðar i happdræítinu em nú, eins og fyrr, með nokkuð sérstöku sniði. Þeir eru notaðir til að koma á framfæri vamaðarorðum til almennings. Vakin er athygli á vandamáli, sem veldur sivax- andi áhyggjum - áfengisneyslu manna við stjórn á bátum eða bifreiðum. Vígorðið er: „EKKI í BÁTI - EKKI í BIFREIÐ". Gerðir hafa verið sérstakir limmiðar til að vekja athjgii á þessu vandamáli og geta menn fest þá upp í bátum, bifreiðum, á heimilum eða á vinnustöðum. { fyrra voru birt í sambandi við happdrættið vamaðarorð í tíu liðum í sambandi við ferðir í ár og vötn. Ekkert banaslys varð i sambandi við slíkar ferðir, „og má tvímælalaust þakka það, hve mjög SVFÍ hefur kappkostað að vara fólk við margvíslegum hættum á þvi sviði,“ segir í frétt frá SVFÍ. Ágóði af happdrættinu rennur að vanda til starfsemi i þágu slysavama. - Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.