Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 7
■ í Volgograd. Minnismerki um orrustuna um Stalingrad. Styttan fyrir miðju myndarinnar er af Móður Rússlandi oger stærri en frelsisstyttan i New York. Fyrir miðju stendur Jón Arnalds ásamt konu sinni Sigriði Eyþórsdóttur, þar næst stendur Edda Guðmundsdóttir og Steingrimur Hermannsson. smiðju þar í landi, sem og niðursuðu- verksmiðju og frystihús. Einnig heimsóttum við á þessum slóðum fiskveiðiháskóla, sem í eru um 6000 nemendur, og útskrifar allt upp í doktora i fiskveiðum. Vel er til þessa skóla vandað og alls útbúnaðar sem þar er. í för með okkur þarna suður eftir var aðstoðarsjávarútvegsráðherrann, Kudresjev, sem er formaður Menningar- tengsla íslands og Sovétríkjanna og hefur oft komið hingað til lands. Þar sem við stönsuðum tóku á móti okkur embættismenn, borgaryfirvöld og yfir- menn fiskveiði- og hafnarmála. í ferð sem þessari kemur sitthvað i ljós, sem maður hafði ekki gert sér grein fyrir áður. T.d. hafði ég ekki gert mér í hugarlund áður hve gífurlega mikilvæg flutningsleið Volga er. Eftir henni sigla stór olíuflutningaskip alla leið upp til Moskvu og miklir hráefnaflutningar eru um fljótið. Annað sem vakti athygli mína eru ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að forðast mengun i Volgu, sem orðin var gífurlega mikil og stofnaði styrjustofninum og öðrum fisktegund- um í mikla hættu. Strangar reglur um mengunarvarnir hafa verið settar bæði í sambandi við verksmiðjur í nágrenni fljótsins og eins fyrir öll skip sem sigla um það. Skipin þurfa að skila vikulega úrgangi og fá kvittun fyrir ella er dregið af launum skipstjórans. Nú hefur tekist að snúa dæminu við og Volga er smám saman farin að hreinsa sig og fiskstofnarnir farnir að stækka á ný. Önnur hætta sem steðjað hefur að er lækkun Kaspíahafsins vegna áveitna, en mikið vatn hefur verið tekið úr Volgu og veitt í héröðin umhverfis hana. Uppi eru miklar ráðagerðir um að breyta þessu, jafnvel með því að snúa við vatnsföllum sem renna i íshafið og beina fram fara milli þjóðanna tel ég ekkert óeðlilegt að hafa slíkan samning. Samningurinn sem Matthías Bjarna- son gerði við Sovétríkin 1977 er stifari en sá samningur sem nú liggur fyrir. í Matthiasarsamningi er gert ráð fyrir nefndarskipan. Sú nefnd hittist árlega ýmist hér eða i Moskvu. Mun nefndin hittast hér í þessari viku. Þessu fylgir nokkur kostnaður. Út af fyrir sig er ég ekki að gagnrýna þann samning. Ég tel hann eðlilegan miðað við miklar veiðar Sovétríkjanna kringum ísland. Annars verð ég að segja vegna þessara upphrópana Morgunblaðsins út af svona ferðum til Sovétrikjanna, að þeir virðast gleyma þvi fljótt að bæði Geir Hall- grímsson og Matthias Bjarnason hafa heimsótt Sovétríkin og létu þeir vel yfir ferðum sínum. Segja mætti að ég hafi farið í fótspor Matthíasar, nema hvað ég gerði engan samning. Við höfum haft og höfum mikil og góð viðskipti við Sovétríkin og hvort sem mönnum líkar stjórnarfarið þar betur eða verr hljótum við að viðurkenna að við höfum ekki tapað á þeim viðskipt- um. Ekki veit ég hvernig farið hefði ef við hefðum ekki fengið olíuna frá þeim þegar erfiðleikar steðjuðu að og við hljótum að viðurkenna að ávallt þegar við færðum fiskveiðilögsögu okkar út sýndu Sovétmenn það i verki að þeir viðurkenndu hana. - Ég er feginn að hafa farið þessa ferð. Persónuleg kynni af ráðamönnum eru ávallt gagnleg og móttökurnar voru alls staðar þar sem við komum mjög höfðinglegar, ef nokkuð var, þá einum of. Við mættum mikilli velvild hjá því fólki sem við hittum, ekki siður þeim sem lægra eru settir en hinum. Þvi tel ég ferðina til Sovétríkjanna hafa verið gagnlega og ég hef boðið sjávarútvegsráðherranum þar að heim- sækja ísland. OÓ þeim suður á bóginn. Varlega þarf þó að fara í þær framkvæmdir. Liffræðingar hafa varað við að draga of mikið úr rennsli i íshafið. Þó hefur orðið nokkur hækkun á Kaspiahafinu vegna slíkra aðgerða. En fleira vakti athygli en mannvirki og nýstárlegar fiskveiðar. Það var ekki síst fróðlegt að hitta fiskimennina og mennina i verksmiðjunum. í Astrakan virtist mér fólk glaðlegt og ánægt með lífið og gaman var að fylgjast með vinnubrögðum þeirra. í stóru borgunum varð ég fremur var við áhyggjur manna. í Volgograd lagðist uppskerubresturinn þungt á þá. Á þvi svæði hafa verið þurrkar i fleiri ár sem er mjög alvarlegt mál. Enginn vafi er á að skortur er á ýmsum landbúnaðarvör- um. T.d. er smjör illfáanlegt í verslunum og fleiri þess háttar vörutegundir. Áttir þú viðræður um pólitísk efni við ráðamenn austur þar? - Nei, aldrei opinberlega, en í einkaviðræðum bar stjórnmál litillega á góma. Varð ég var við nokkrar áhyggjur manna vegna þeirrar harðlínustefnu sem nú hefur verið tekin upp i samskiptum austurs og vesturs. En yfirleitt virtist mér allir tala um þessi efni einni röddu. Talsverður vindur er hér i mönnum vegna samnings um efnahagssamvinnu íslands og Sovétríkjanna. Ræddir þú um þennan samning við sovéska ráðamenn? Hann bar ekki á góma. Hins vegar var mér að sjálfsögðu kunnugt um hann og það er rétt að Sovétríkin leggja áherslu á að hafa slikan samning. Þau hafa áþekka samninga við önnur Norðurlönd og margar fleiri þjóðir og eru margir þeirra reyndar all miklu ítarlegri en þessi samningur sem við hyggjumst gera. Ég tel þennan samning saklausan og með tilliti til þeirra miklu viðskipta sem ■ Þama eru ferðalangamir i Kreml, þó ekki i Moskvu heldur í Astrakan, en Kreml er viða til i Sovétrikjunurn og þýðir virki eða virkisborg. ■ Sjávarútvegsráðherra gerir að styrju. ■ Steingrimur og Haraidur Krðyer ambassador gæða sér á styrjuhrognum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.