Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 19 og leikhús - Kvíkmyndir og leikhús kvikmyndahornid Lindsay Anderson Nýjar kvikmyndir erlendis: Britannia Hospital — nýjasta mynd Lindsay Anderson vekur mikid umtal og deilur ■ Nýjasta mynd leikstjórans Lind- say Anderson, „Britannia Hospital“ hefur vakið mikið umtal og deilur eftir að sýningar hófust á henni ytra fyrir skömmu. BH er þriðja myndin í trílógíu þeirri sem Anderson hóf að gera með myndinni „lf“ og hélt áfram með í mynd sinni „0 Lucky Man“ en báðar hinna síðasttöldu mynda hafa verið sýndar hér. í mynd sinni, sem gerist á sjúkrahúsi eins og nafnið bendir til, heldur Anderson áfram árásum sinum á stofnanir Bretaveldis. Hann hefur áður þótt mjög róttækur í myndum sínum en nú sætir hann harðri gagnrýni frá vinstri sinnum i Bretlandi vegna ómjúkrar með- höndlunar sinnar á verkalýðsfélög- um í BH. „Ég er róttækur, ekki sósialisti. Þetta eru árásir á stofnanir og ef þú heldur að verkalýðsfélögin séu ekki stofnanir þá greinir okkur á“ sagði Anderson í viðtali við NME tímarit- ið er það spurði kappann út i þetta atriði. „Þær eyðileggja ábyrgð einstak- lingsins. Ég tala sem anarkisti ekki andskotans sósialisti. Sjáðu hvað hefur gerst i Póllandi ogTekkóslóva- kíu“ heldur hann áfram. NME spyr Anderson hvað hann sjái sem uppbyggjandi púnkt mynd- arinnar. „Fyrst af öllu er myndin afþreying, í öðru lagi er hún framsetning á sannleika. Ef þú vilt ekki sann- leika..." Ég er ekki viss um að sannleikur- inn sé bundinn í svona neikvæðum og hjartalausum viðjum. „í hverju?. Þú talar eins og 60 ára kvikmyndagagnrýnandi frá Leeds. On Golden Pond mun gefa þér alla þá slepju sem þú þarfnast næstu sex mánuðina eða svo,“ segir Anderson. í stuttu máli þá fjallar myndin um það er von er á þekktri og valdamikilli persónu á sjúkrahús og vilja allir aðilar sem vinna á þessu sjúkrahúsi veg sinn sem mestan við hjúkrun þessa merka sjúklings. Malcolm McDowell leikur eitt aðalhlutverkið, sem Mick Travis, en það hlutverk hafði hann einnig i „If“ og „O Lucky Man“. Ennfremur munu vera í BH aðrar persónur úr þessum tveimur myndum sem koma fyrir í BH. Þótt gagnrýnendur taki þvi BH, af augljósum ástæðum, sem siðasta hluta trilógíuþá er Anderson ekki á sama máli. Hann segir um þetta atriði i NME: „Nei, þessi mynd er í allt öðrum stil. Hún er epísk. ...Ekki episk í Hollywood skilningi. Þú ert beðinn um að vinna og nota gáfur þinar“. Aðspurður um næsta verkefni sitt segir Anderson að hann viti ekki hvert það verður....Mér hefur ekki boðist neitt“. Anderson er nú 59 ára gamall og hefur löngum verið umdeildur i heimalandi sínu og Ijóst er að BH er enn ein myndin sem deilt verður um. - FRI Fríðrik Indriða- son skrífar ★★Amerískur varúlfur í London ÍC ÁrásarsveitZ ★ Jarðbúinn ic Viðvaningurinn Lola kir Ránið á týndu örkinni kk Fram í sviðsljósið Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • * * * mjög góð • * * góð • ★ sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.