Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 algerlega. Hann var þá orðirin frétta- maður hjá BBC-sjónvarpinu og var sendur til Nígeríu, þrátt fyrir áköf mótmæli hans sjálfs. Bíafra-stríðið var í. uppsiglingu og hjá BBC og í utanríkis- ráðuneytinu var honum sagt að það væri ekki annað en smá uppreisn í kjarrlend- inu, Ojukwu leiðtogi Biafra-manna nyti lítils stuðnings og hefði í rauninni ekkert upp á Nígeríu-yfirvöld að klaga. „Pegar ég kom á staðinn fann ég fljótt að þetta var kjaftæði. Það var að brjótast út langt og blóðugt stríð, og fólkið hafði verið kúgað hrottalega. Ojukwu var ákaflega vel menntaður og gáfaður maður sem Bíafra-menn höfðu nánast tekið í guðatölu. Ég sendi heim fréttir sem sögðu sannleikann í málinu, um sveltandi börnin og þjáningar hinna fullorðnu. Ég vissi það ekki en breski sendiherrann í Lagos flaug heim til að kvarta yfir fréttum mínum. Ég var kallaður til baka og sagt að ég yrði aldrei sendur út fyrir landsteinana aftur. Svo var ég sendur til Síberíu, það er að segja. -eg var gerður að þingfréttarit- ara. Það var mjög slæm reynsla og eyddi alveg því litla trausti sem ég hafði enn á hinum kjörnu fulltrúum okkar. Á meðan héldu rangar fréttir áfram að koma frá Nígeríu og ég þoldi þetta ekki til lengdar og hætti." Með Ojukwu í Biafra Hann fór aftur til Bíafra, þessa helvítis á jörðu, sem hann átti eftir að nota sem sógusvið skáldsögunnar Barist fyrir borgun sex árum síðar. „Ég flaug til Lissabon og eftir að hafa spurst fyrir á einhverjum bar hitti ég amerískan vopnasmyglara sem flaug með mig til Bíafra í gamalli Constella- tion-flugvél sem var full af sprengjuvörp- um. í Bíafra báru þeir strax kennsl á mig, BBC var ekki beinlínis vinsæl stofnun þar í landi og það lá við að ég yrði handtekinn sem njósnari. En ég slapp við það og fór að finna Ojukwu. „Ja, fyrir Time tímaritið og svoleiðis," svaraði ég. Þegar til kom skrifaði ég fyrir Time, Evening Standard og Daily Express. Ég var þarna í tvö ár og þann tíma létu milljón manns lífið. Ég var sakaður um að vera í vopnasmygli fyrir Ojukwu og um að vera persónulegur ráðgjafi hans. Það var jafnvel sagt að ég stjórnaði málaliðadeild eins og þeirri sem ég sagði frá í Barist fyrir borgun. Sögur um mannvosku mína voru ýktar upp úr öllu valdi. En að lokum hrundi Bíafra og Ojukwu varð að flýja. Ég var blankur og þurfti að finna leið tíl að eiga fyrir mat. Á flugvöllum hafði ég gjarnan keypt mér reyfara til að lesa meðan á flugferðum stóð og mér fannst þetta vera órökréttar sögur sem engin vinna hefði verið lögð í. Ég hugsaði með mér að ég skyldi skrifa eina svona bók og græða slatta af peningum á auðveldan hátt. En þegar til kom var ég ansi lengi að græða nokkurn skapaðan hlut." Hann skrifaði Dag Sjakalans á þrjátíu og fimm dögum í upphafi ársins 1970. Fjórir útgefendur höfnuðu bókinni á þeim forsendum að fólki myndi þykja lítil spenna í bók sem fjallaði um tilraun til að drepa De Gaulle þegar allir vissu að De Gaulle væri sprelllifandi og við hestaheilsu. Að lokum uppgötvaði Forsyth að útgefendurnir lögðu ekki einu sinni á sig að lesa bókina í gegn, en þá skrifaði hann útdrátt úr henni og Iagði fram hjá Hutchinson. Þeir sam- þykktu að gefa bókina út og Bantam forlagið í Bandaríkjunum greiddi mestu fyrirframgreiðslu sem borguð hefur verið fyrir fyrstu skáldsögu höfundar, eða 365 þúsund pund. Bókin seldist lítið til að byrja með en salan jókst hægt og hægt og endaði með metsölubók. Hinir fjórir reyfarar Forsyth hafa nú selst í um það bil tíu milljónum eintaka. Leiðinlegt að skrifa en gaman að undirbúa skrift- irnar „Ég skrifa mikið á hverjum degi vegna þess að mér þykir í rauninni hundleiðin- legt að skrifa og vil ljúka þessu af. Ætli ég skrifi ekki svona tólf blaðsíður á dag. Og ég segi það alveg satt að peningarnir skipta mig ekki ýkja miklu máli. Ég er fluttur aftur til Englands og sætti mig prýðilega víð skattheimtuna." - En ef þér finnst leiðinlegt að skrifa, hvers vegna ertu þá að þessu? „Ég nýt þess að undirbúa skriftirnar, rannsaka jarðveginn sem þær gerast í. Öll smáatriðin í Valkosti djöfulsins fékk ég frá sovéskum andófsmönnum sem eru í tengslum við bandaríska mennta- menn. Eg var í sex mariuði að undirbúa þá bók og ferðaðist til Bandaríkjanna, Osló, Rotterdam, Amsterdam, Berlínar og Moskvu. Ég fór meðal annars út á „dacha" svæðið fyrir utan Moskvu og fann veitingahúsið þar sem breski leyniþjónustumaðurinn Munro hittir kontaktmann sinn, Næturgalann. Ein- um degi eyddi cg í Kreml og útvcgaði mér kort af þeim byggingum öllum. Þegar ég er að vinna þessa undirbúnings- vinnu er ég eins og blaðamaður að eltast við frétt. Það er mjög spennandi." Sumir reyfarahöfundar vilja koma til skila siðferðilegum boðskap. í sögum Dick Francis, svo dæmi sé tekið, sigrar hið góða alltaf að lokum. Þetta er ekki svona einfalt hjá herra Forsyth. „Mér finnst gaman að skrifa um ósiðlegt fólk við ósiðlegt athæfi. Mig langar til að sýna að yfirvöldin eru jafn ósiðleg og glæpamennirnir." - Ertu þá pólitískur? „Nei, alls ekki. Ég held ég sé ekki fær um að hafa djúpstæðar pólitískar skoðanir. Ég virði ástríðuhitann í frú Thatcher og Michael Foot en finn ekki fyrir honum sjálfur." - t Valkosti djöfulsins fjallarðu um hættuna á kjarnorkustríði. Áttu von á að það skelli á kjarnorkustríð? „Nei, En ég held að á næstunni muni brjótast út minni háttar styrjaldir víða um heiminn og stórveldin taka náttúr- lega afstöðu með öðrum aðila. Ætli þetta endi ekki í allsherjar þreytu og óreiðu eins og hefur gerst í Afríku. Eða Líbanon" - Hvað ætlarðu að skrifa um næst? „Ég veit það ekki. Það er svolítið vandamál. Þegar maður er búinn að skrifa um baráttuna milli Washington og Kremlar er ansi erfitt að byrja á bók um rán á launagreiðslum ísbúðar í East Acton." - Endursagt Snjóruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar tálIækni sf. Síðumúla 27, sími 30662 21 VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI Gerum til boð i að sækja bila hvert á land sem er. Simi 33700, Reykjavlk. Getum boðið International 630 beltagröfu á hagstæðu verði Þyngd 15000kg. Hestöfl 101 Skóflustærð Verðkr.: 8001. 1.350.000,- Lánsheimild fyrir 3ja ára erlendu láni fyrirliggjandi Sýningarvél á staðnum. Kynnið ykkur verð og skilmála VÉIADEILD SAMBANDSINS _,._ Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 mtormnimMfow

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.