Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 29. AGUST 1982 mmmi 15 ¦ Thorvaldsen í vimiustofu sinni á Chariottenborg árið 1840. Máiverk eftir 1840. N OG ISLAND •n, fyrrverandi forseta hann er horfinn til Rómar. I bréfi dags. 4. apríl 1800 segir hann honum lát Sigurðar: „Den gamle Torstensen er död." vera má að Sigurður hafi staðið þeim feðgum nær en aðrir heldri menn í Hafnaríslendinga hópi. Mörgum öðrum hafa þeir þó verið nákunnugir og ekkert ótrúlegt það sem Matthías Þórðarson segir gömul munnmæli herma, að Bertel hafi kunnað talsvert fyrir sér í íslensku. Þarf það engan veginn að stangast á við það sem haft er eftir Tómasi Sæmunds- syni, sem kynntist Thorvaldsen gömlum í Rómarborg 1833, að hann hafi verið fáfróður um ísland. Þó það nú væri, eftir 40 ára dvöl í Rómarborg. En mjög vinsamlega tók hann Tómasi og spurði hann margs af íslandi. Nærri má geta að íslendingar í Höfn hafa fylgst með skjótum frama Bertels, þegar hann sópaði að sér öllum verðlaunum sem akademíið gat veitt og fékk loks ríflegan utanfararstyrk. Svo vill þá líka til, að af nær 200 brjóstmyndum, sem vitað er að Thor- valdsen gerði um dagana, er sú elsta af Jóni Eiríkssyni konferensráði. Af henni hefur þó aðeins varðveist andlitið, sem er úr gifsi, en myndin var að öðru leyti úr einhverjum íslenskum jarðefnum, „krítjarðartegund er Erichsen sjálfur hafði látið koma af íslandi í þeim tilgangi að útbreiða brúkun hennar, í staðinn fyrir þesskonar jörð, er Danskir kaupa frá útlöndum." Þessi íslenska „krítjarðartegund" molnaði vegna lélegs umbúnaðar í kassa sem myndin var í á leið til íslands. Því þangað barst hún og þar er hún enn, nr. 1537 í Mannamyndasafni Þjóðminjasafnsins. Tilkoma og saga þessarar myndar er ekki alls kostar ljós, en í sem fæstum orðum virðist málið svo vaxið sem nú skal greina, og er þá farið eftir niðurstöðum Else Kai Sass prófessors: Andlit Jóns Eiríkssonar (d. 1787), það sem varðveist hefur í gifsi, er greinilega gert eftir nágrímu, en ekki mótað eftir andliti lifandi manns. Sennilegt er að Grímur Thorkelín leyndarskjalavörður, sem verið hafði aldavinur og aðdáandi Jóns Eiríkssonar, hafi skömmu eftir komu sína til Danmerkur (frá Englandi) árið 1791 farið að hugsa til þess að láta gera brjóstmynd af honum. í þessu skyni hefur hann leitað til Bertels Thorvald- sens sem þá var að verða frægur listamaður þótt ungur væri. Nágrímu Jóns Eirt'kssonar hefur fjölskylda hans átt og lánað, og Thorvaldsen mótað eftir henni, og 1794 hefur brjóstmyndin verið tilbúin. Þetta síðastnefnda sannast á því að það ár leitaði Ólafur Ólafsson prófessor á Kóngsbergi á fund Thorvald- sens, vafalítið til þess að fá aðstoð hans við gerð vangamyndar á fyrirhugaðan minnisvarða um Jón Eiríksson. Gerð var koparstunga (alþekkt) af tillögu Ólafs að varðanum, og sést þar gjórla að vangamynd Jóns er einmitt gerð eftir gifsmyndinni sem Thorvaldsen mótaði. Koparstungan er frá 1794 eða sama ári og Ólafur heimsótti Thorvaldsen. Grímur Thorkelín gaf Bjarna Þor- steinssyni amtmanni brjóstmyndina árið 1825. Var hún þá send til fslands með þeim afleiðingum að allt molnaði nema gifsandlitið. Það var svo lengi í eigu erfingja Bjarna, uns Steinunn Thor- steinsson, sonardóttir hans, gaf það Þjóðminjasafninu árið 1920. Er skemmtilegt til þess að vita að þessi elsta mótaða mannsmynd Thorvaldsens skuli einmitt vera hér á landi, og það eins fyrir því þótt hún sé gerð eftir nágrímu Jóns en ekki af honum í lifanda lífi, eins og Matthías Þórðarson hugði helst vera. Athyglisvert er að við sköpunarsögu þessarar myndar koma þrír merkir fslendingar sem trúlega hafa allir fylgst vel með frama hins unga hálflanda þeirra, þeir Jón Eiríksson, Grímur Thorkelín og Ólafur Ólafsson. í þennan hóp má svo bæta Skúla rektor Thorlacius, hinum mikla lærdóms- manni, sem komst til einna mestra metorða allra lærðra fslendinga í Höfn. Af Skúla rektor og einnig konu hans gerði Thorvaldsen litlar sporöskju- lagaðar teikningar með litum, prýði- legar eins og aðrar æskumyndir hans. í minningum fjölskyldunnar er Thorvald- sen kallaður „en ung ven og gæst" á heimilinu. Allt sýnir þetta að á æskuárum hefur Thorvaldsen verið kunnugur og ágæt- lega séður hjá öllum höfðingjum íslendingahópsins í Höfn, enda varla við öðru að búast. Skyldi þeim ekki einnig hafa verið heldur vel til Gottskálks karls, þótt svo að hann fengi sér stundum agnarögn of mikið neðan í því? Slíkt var víst síður en svo einsdæmi á þeirri tíð fremur en síðar varð. Kynni við Gunnlaug Briem Varla getur annað hugsast en Thor- valdsen hafi kynnst ungum íslendingum sem ætíð voru nokkrir í Kaupmanna- höfn. Ekki fara þó af því miklar sógur, en góðar heimildir eru fyrir æskuvináttu hans við Gunnlaug Guðbrandsson Bri- em, sem kom 15 ára að aldri til Hafnar árið 1788, hóf þar nám í mynd- höggvaralist og lauk prófi í þeirri listgrein 1795 við ágætan orðstfr. Voru þeir Thorvaldsen að nokkru samtíða á akademíinu og hafa bersýnilega orðið góðir kunningjar. En varla gat ferill þeirra ólíkari orðið. Þegar Bertcl var að leggja stokkana að heimsfrægð sinni í Rómaborg suður, venti Gunnlaugur sínu kvæði í kross, lærði dönsk lög og komst ungur í þjónustu stjórnarinnar, varð sýslumaður og bjó lengi á Grund í Eyjafirði við rausn og reisn, mikill ættfaðir. Til er í Thorvaldsenssafni langt bréf frá Gunnlaugi sem hann skrifaði Thorvaldsen þegar hann var í árs- heimsókn í Danmörku 1819-20. Þetta bréf hefur ekki enn verið birt á prenti en það verður það væntanlega áður en langt um líður. Merkilegast er það vegna þess að það staðfestir góðan gamlan kunningsskap þessara manna. Ekki minnist Gunnlaugur Briem á neina listiðkun í þessu bréfi, enda er skemmst af að segja, að þessi sprenglærði myndlistarmaður virðist nær með óllu hafa sagt skilið við listgyðjuna eftir að hann tók þá stefnu að gerast embættis- maður. Raunar má það vel vera skiljanlegt, og ber þess þó jafnframt að geta að til eru a.m.k. þrír smáhlutir, sem Gunnlaugur Briem hefur vissulega gert, allir nú í Þjóðminjasafni. Eitt er aflangur stokkur úr birki (Þjms. 6839) gerður handa bróður Gunnlaugs; séra Einari Guðbrandssyni á Hjaltabakka, annað er spjald með upphleyptu spegilsnúnu munstri, enda mun þetta vera einskonar prentmót til að þrykkja með á léreft (Þjms. 3217) hið þriðja og vandaðasta eru dósir kúptar með flötu loki (Þjms. 7502), gerðar svo sem nakinn drengur og hundur er hjúfra sig Frægt málverk eliir Horace Vernet af Thorvaldsen, árið 1833. saman og er þetta í rauninni ofurlítil heilleg höggmynd. Allir eru þessir hlutir frábærlega vel og fagmannlega gerðir og leynir sér ekki handbragð manns sem hefur tréskurðarlist fullkomlega á valdi sínu. Manni rcnnur til rifja að þessir þrír hlutir skuli vera hið cina sem þcssi bráðsnjalli og fullmenntaði myndlistar- maður hefur látið eftir sig á sviði listanna. Skírnarfonturinn í Reykjavíkurdómkirkju Bréf Gunnlaugs Briem er hér einkum nefnt vegna þess að það staðfestir eitt með öðru kunningsskap Thorvaldscns við landa föður síns í æsku. Hinsvcgar má vel vera og er vítalaust, að Gunnlaugur hafi í og með rifjað upp fornan vinskap þeirra Thorvaldsens af því að nú mætti ætla að hann settist fljótlega að heima í Danmörku. Gæti þá komið sér vel að eiga hann að þegar börn Gunnlaugs færu þangað til menntunar. Þetta kemur nokkuð berlega fram í bréfi hans til Finns Magnússonar, þar sem hann lætur í Ijós þá von sína að Ólafur sonur sinn muni ganga myndlistarbraut og óskar þess í sömu andrá að Thorvaldsen fari nú að snúa hcim til Danmerkur fyrir fullt og allt. Hvorugt gekk þó eftir, en atvik höguðu því þannig að eitt barna Gunnlaugs bar að garði hjá Thorvaldsen í sjálfri Rómaborg, nefnilega Kristjönu Jóhönnu, sem þangað fór með Birgi Thorlacius prófessor og konu hans og dvaldist þar með þeim veturinn 1825-27. Sagt er að Thorvaldsen hafi tckið þessari dóttur æskuvinar síns með miklum blíðskap, enda vakti Jóhanna - eins og hún var oftast kölluð - athygli hvar sem hún fór því að talin var hún allra kvenna fegurst. Jóhanna var duglegur bréfritari, og hefur meðal annars varðveist bréf sem hún skrifaði foreldrum sínum frá Róm hinn 21. janúar 1827 og drepur með öðru á kynni sín við Thorvaldsen. Bréfið var prentað í Sunnanpóstinum 1838. Það sem hér skiptir máli hljóðar þannig: „í etasráðs Thorvaldsens húsi hefi ég verið og séð þar ýmislegt af listaverkum hans, þar á meðal líkneskju lausnarans. Hefir listamanninum svo aðdáanlega tekist, eftir því sem mér fannst, að láta andlitið lýsa frelsarans innra manni, að það yfirgekK stórum alla mína ímyndan, á likncski þctta að standa á altari í nýbyggðri kirkju í Kaupmannahöfn. Hitt annað er skírnarfontur, sem Thorvaldsen ætlar að gefa íslandi, í sumar mun hann sendast til Reykjavíkur dómkirkju. Asamt öðrum dönskum mönnum sem hér eru vorum við hjá Thorvaldsen jólanóttina. Var þar mjög skcmmtilegt, gestirnir urðu hæfilega glaðir og gömnuðu scr með fallegum söngum og indælum hljóðfærum. Oft flaug hugur minn heim til ykkar forcldra minna og systkina um kvöldið." Þetta er rifjað hcr upp vcgna þcss að þarna minnist Jóhanna á það listavcrk sem kunnast er íslendingum og lcngst hefur verið hcr á landi, skírnarfontinn í dómkirkjunni í Rcykjavík. Honum þarf naumast að lýsa, svo kunnur sem hann er og svo oft sem það hefur verið gcrt í máli og myndum, allar götur síðan Jónas Hallgrímsson lýsti honum fyrstur íslend- inga í fjórða árgangi Fjölnis 1839. Fonturinn er fcrstrcndur stöpull úr hvítum marmara, upphleyptar myndir á öllum hliðum, en þcttur blómhringur kringum skálina. Á framhlið er skírn Krists í ánni Jórdan, til vinstri (framan frá séð) cr María með bamið og Jóhannes, til hægri Krístur blessar börnin, en á bakhlið þrír englar liðandi í lofti og fyrir neðan þá latncsk áletrun á þessa leið: OPVS HOC ROMAE FECIT ET ISLANDIAE TERRAE SIBI GENTILICIAE PIETATIS CAVSA DONAVIT ALBERTVS THORVALDSEN A: MDCCCXXVII Á mæltu máli íslensku merkir þetta: Albert Thorvaldsen gerði smíðisgrip þennan í Rómaborg og gaf hann Islandi, xttarlandi sínu, í ræktar skyni, 1827. En Jónas Hallgímsson snaraði því í ljóð árið 1839 á þessa leið: Reist smíð þessa ¦' Róm suður Albert Thorvaldsen fyrir árum tólf, ættjörð sinni, Isalandi, gefandi hana af góðum hug. Og brást honum ekki bogalistin eða smekkvísi fremur en endranær. Ætli bréf Jóhönnu Briem sé ekki elsta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.