Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 19
og fremst verið alvarlegt tómstundagam- an fyrir Duchamp, sem hann stundaði til að mynda á kaffihúsum eða hjá vinum sínum. Það er misskilningur. Á árunum 1923-33 gerði hann nefnilega mjög alvarlega tilraun til þess að ná frama á skáksviðinu og þennan áratug var hann í raun atvinnuskákmaður. Hann lagði mjög hart að sér við rannsóknir og þjálfun mánuðum saman á hverju ári og tefldi á öllum þeim mótum sem hann átti kost á. Árið 1928 tefldi hann til dæmis á fjórum mótum, í Hyéres, París, Haag og Marseilles. Reyndar voru fæst þeirra móta sem Duchamp tók þátt í mjög öflug á alþjóðamælikvarða en hann var þó í hópi sterkustu skákinanna Frakklands og tók fjórum sinnum sæti í ólympíu- sveit landsins, í Haag 1928, sem fyrr var nefnt, Hamborg 1930, Prag 1931, og Folkestone 1933. Ekki tókst honum sérlega vel upp. Á mótinu í Hamborg 1930 vann hann aðeins eina skák, tapaði átta og gerði sex jafntefli, eitt þeirra að vísu við Frank Marshall, bandaríska stórmeistarann sem var um áratuga skeið í hópi sterkustu skákmanna heims. Eftir ólympíumótið í Folkestone 1933 þótti Duchamp hins vegar sýnt að hann næði aldrei að komast í fremstu röð skákmeistara og dró þá úr opinberri taflmennsku hans. Hann hafði þó ýmis afskipti af skákinni eftir sem áður, var í stjórn franska skáksambandsins allt til 1937 og þýddi kennslubók Snoskó-Bó- rovskíjs á frönsku, auk þess sem hann sá um vikulegan skákdálk árið 1937 í blaðinu Ce Soir, sem Louis Aragon ritstýrði. 1944 skipti hann sér síðast af skák opinberlega að því er ég veit til, en þá teiknaði hann katalóg fyrir skák- munasýningu í Bandaríkjunum og var dómari í sex blindskákum sem George Koltanowski tefldi samtímis við all- sterka áhugamenn. Eina skák hef ég grafið upp sem Marccl Duchamp tefldi en það var á ólympíumótinu í Haag 1928. Því miður tapaði Duchamp þeirri skák og það sem meira er: þetta var stysta skák ólympíu- mótsins, svo hún gefur varla rétta mynd af hæfileikum hans. En þetta er skemmtileg skák og sennilega gefur hún góða hugmynd um það hvers vegna Duchamp náði aldrei í hóp hinna allra bestu - hann teflir ákaflega villt og lætur sig áhættuna einu gilda; er sýnilega á höttunum eftir fallegum hasar. Hann hefur svart í þessari skák en hvítur er H. Múller nokkur frá Austurríki, sem tefldi enska leikinn. 1. c4 - e5 2. RC - Rc6 3. Rc3 - Rf6 4. d4 - exd4 5. Rxd4 - Bb4 6. Bg5 - h6 7. Bh4 Nú kemur mjög fallegur afleikur. 7. - Re4? 8. Bxd8 - Rxc3 9. Rxc6 - Rxdl+ 10. Rxb4 Ach so! Duchamp náði að vísu drottningunni til baka en er heilum manni undir, og kaus því að gefast upp. Rithöfundur einn heitir Samúel Beck- ett og ég hef víst minnst á hann nokkrum sinnum áður í blaðinu, en ekki í skákþætti fyrr en nú! En svo vill til að Beckett hefur allt frá æsku (en hann er fæddur sama dag og ég, bara árið 1906) haft mikinn áhuga á skák og að sögn teflt mikið við vini sína og kunningja, en leiddist aldrei út í opinbera taflmennsku eins og Duchamp. Ég veit heldur ekki hvort þeir tóku nokkum tíma skák þó þeir væru samtíða í París í mörg ár. En skákáhuga Becketts er auðvelt að sjá út úr verkum hans, ef einhver lesari minn skyldi hafa böðlast í gegnum þau leiðindi öll! Nægir þar að minna á leikritið Endatafl, en Beckett hefur lagt mikla herslu á að það skuli á öllum málum bera nafn endataflsins en ekki Endalok eða eitthvað í þá áttina. Leikurinn ber líka nokkurn svip af drungalegu endatafli, þó ekki megi túlka hreyfingar og/eða gjörðir persón- anna sem manngang taflmanna líkt og í Gegnum spegilinn eftir Lewis Carroll þar sem Lísa (áður í Undralandi) lendir óforvarandis inní miðri endataflsstúdíu. Kynnið ykkur það ef þið viljið, það er mjög áfkáralegt og skemmtilegt. En í fyrstu skáldsögu sinni birti Beckett, svo ég snúi mér aftur að honum, skák nokkra sem aðalsögupersóna hans og nafngjafi sögunnar, Murphy, tefldi við mann að nafni Mr Endon. Sú skák er ekki aðeins idjótískt, hún er geðklofí! Tökum þar til við frásögnina þar sem Murphy, að mörgu leyti ekki ólíkur Beckett sjálfum, hefur fengið sér vinnu á geðsjúkrahúsinu Magdalen Mental Mercy og skal aðstoða sjúklingana. Meðal þeirra er fyrrnefndur Mr Endon, ákaflega vingjarnlegur geðklofa- sjúklingur sem lætur svo lítið fara fyrir sér að Murphy verður stöðugt að vera á verði, svo Mr Endon fremji ekki sjálfsmorð með því að hætta einfaldlega að anda. Þeir tefla skák sem sögumaður birtir í heild og mætti segja mér að slík skák hafi aldrei, hvorki fyrr né s íðar, verið tefld í þessum heimi. Á eftir er hægt að velta fyrir sér hvað þessi skák á að fyrirstilla, en hér kemur hún með skýringum sögumanns. Murphy hefur hvítt, enda „tefldi" Mr Endon ætíð með svörtu mönnunum. Ef honum voru boðnir hvítu mennirnir seig á hann mók nokkurt, án þess þó að ergelsi væri á honum að sjá,“ segir sögumaður. 1. e4 Upphafið að öllum erfiðleikum hvíts. 1. - Rh6 2. Rh3 - Hg8 3. Hgl - Rc6 4. Rc3 - Re5 5. Rd5 Þó þessi leikur sé slæmur verður ekki séð að hítur hafi átt betri kosta völ. 5. - Hh8 6. Hhl - Rc6 7. Rc3 - Rg8 8. Rbl - Rb8 Ákaflega auðugt og fagurt byrjana- kerfi, sem stundum er nefnt pípuopnar- inn. 9. Rgl - e6 10. g3 Slæmur leikur. 10. - Re711. Re2 - Rg612. g4 - Be7 13. Rg3-d614. Be2-Dd715. d3 - Kd8 Þessi leikur sást aldrei í Cafék de la Régence, sjaldan í Simpson’s Divan. 16. Dd2 - De817. Kdl - Rd718. Rc3 Gefur til kynna örvæntingu. 18. - Hb8 19. Hhl - Rb6 20. Ra4 - Bd7 21. B3 - hg8 22. Hgl - Kc8. Unaðslega fagur leikur. 23. Bb2 - Df8 24. Kd -Be8 25. Bc3 Það er erfitt að ímynda sér ömurlegri stöðu en þá sem aumingja hvítur hefur nú. 25. - Rh8 26. b4 - Bd8 27. Dh6 Hugkvæmni örvæntingarinnar. 27. - Ra8 Svartur hefur nú yfirburða stöðu. 28. Df6 - Rg6 29. Be5 - Be7 30. Rc5 Hvítur á mikið hrós skilið fyrir þrautseigar tilraunir sínar til að tapa manni. 30. - Kd8 Þegar hér var komið sneri Mr Endon hrókum sínum á hvolf, orðalaust og voru þeir þannig á sig komnir allt til enda skákarinnar. 31. Rhl Þó fyrr hefði verið. 31. - Be7 32. Kb2!! - Hh8 33. Kb3 - Bc8 34. Ka4 - De8 Mr Endon hrópaði ekki „skák“ nc gaf á nokkurn annan hátt til kynna að hann vissi af því að hann hefði ráðist gegn kóngi andstæðingsins, eða öllu heldur þvert á móti, svo Murphy hefði ekki þurft að taka tillit til þess; sjá grein 18 í lögunum um skák. En það hefði verið að viðurkenna að upphrópunin væri ekki til neins. 35. Ka5 - Kb6 36. Bf4 - Rd7 37. Dc3 - Ha8 38. Ra6 Það er ekki hægt að lýsa þeirri sálarkvöl sem fékk hvítan til þessarar fáránlegu sóknar. 38. - Bf8 39. Kb5 - Rc7 40. Ka4 - Rb8 41. Dc6 - Rg8 42. Kb5 - Ke7 Endalok þessa kapals teflir Mr Endon mjög vel. 43. Ka4 - Dd8 Frekari mótspyrna var tilgangslaus svo Murphy, með heimaskítsmát í sálinni, dró sig í hlé. Þessi skák er auðvitað þvættingur! Mr Endon hefur ekki áhuga á nema hinu fagurfræðilega gildi uppröðunarinnar og Murphy reynir í fyrstu að apa eftir honum hvern leik. Þegar það tekst ekki reynir hann af öllum mætti að hrista upp í Mr Endon, fá hann til að taka tillit til sín en Mr Endon rótar sér ekki og heldur áfram dútli sínu án þess að taka eftir Murphy, hvað þá meira. það er athyglisvert að Murphy gefst upp einmitt á því andartaki þegar hann hefði getað neytt Mr Endon til að bregða út af þessu reglulega kerfi sem hann beitti. Með því viðurkennir hann að ekkert samband sé við Mr Endon og verði ekki. En látum idjótaskák lokið. Það væri samt gaman ef einhver gæti fært mér sýnishorn af skákum Humphrey Bog- arts. já, Bogart var nefnilega slyngur skákmaður og meðal annars félagi í skákklúbb Hermans Steiners í Holly- wood. Við munum líka senuna úr Casablanca þar sem hann tefldi við Peter Lorre... Hér kemur loks hughreysting handa meðalskussum. Eftirfarandi skák tefldu tveir meðalskussar í New Orleans árið 1925 og heitir Adams sá er hefur hvítt en hinn Torre. Fer engum sögum af þeim, nema þessi skák er töluvert fræg og s nir að meðaljónarnir eiga séns í ið fláatta álíka snilldarlega og heims- meistaramir. Sennilega hefur aldrei verið reynt að fórna nokkurri drottningu af þvílíkri þrákelkni. Förum fljótt yfir sögu: 1. e4 - e5 2. RD - d6 3. d4 - exd4 4. Dxd4 - Rc6 5. Bb5 - B7 6. bxc6 - Bxc6 7. Rc3 - Rf6 8.0-0 - Be7 9. Rd5 - Bxd5 10. exd5 - 0-0 11. Bg5 - c6? 12. c4 - Cxd5 13. cxd5 - He8 14. Hfel - a5 15. He2 - Hc8 16. Hael - Dd7 17. Bxf6 - Bxf6 18. Dg4!! Hótar máti ellegar að vinna drottning- una. 18. - Db5 19. Dc4! - Dd7 Drottningin verður að halda sig á skáklínunni til að hindra mátið. 20. Dc7! - Dd5 21. a4! - Dxa4 22. He4! - Db5 23. Dxb7 Svartur gafst upp. Hér hætti ég. - ij tók saman. Rómantískt kæruleysi ■ Nú skulum við slá þessu upp í kæruleysi og líta á tvær eldgamlar I skákir, býsna skemmtilegar. Sú fyrri er frá árinu 1868! Skoðið stöðuna hér að neðan. Hver er sterkasti leikur hvíts? Ykkur finnst þetta kannski létt, en það er allt í lagi svona inn á milli. Auk þess verður maður að reikna þó nokkra leiki fram í tímann, og lokaleikurinn er óvenjulegur. Skákina tefldu þeir Potter og Matthews árið 1868, sem fyrr segir, í London. 1. c4 - e5 2. d4 - exd4 3. Bc4 - c5 (?) Það er mjög áhættusamt að reyna að halda þannig í peðið. Svartur eyðir tíma og veikir stöðu sína. 4. RB - Rc6 5.0-0 - d6 6. c3 - d3 Nú, hann sá eftir öllu saman. Eftir I 6. - dxc3 7. Rxc3 hefur hvítur fína stöðu fyrir peðið. Eftir textaleikinn stendur hvítur samt betur, ef hann | byggir upp spil kringum veika peðið á d6 og reitinn d5. En athugið að | skákin var tefld á rómantíska tímabilinu. Það hefur að vísu einnig | verið kallað tími veikrar varnartafl- mennsku, en ef til vill er skýringin sú að fjöldi skáka hefur gleymst vegna | þess að sóknirnar hafa strandað á góðri varnartaflmennsku! 7. Hel - Bg4 8. e5 - Rxe5?? Sérhver skynsöm manneskja hefði leikið d5 til að halda línu hróksins að kóngnum lokaðri. En skynsamar I manneskjur tapa sjaldan í 13 | leikjum! 9. Rxe5! - Bxdl 10. Bb5+ - Ke7 [ 11. Bg5+ - f6 Eftir 11,- Ke6 hefur hvítur ekkert öruggt mát, en er náttúrlega manni | yfir eftir t.d. 12. Bxf8. 12. Rg6++! -107 13. Rxh8 mát! Að riddari drepi hrók á h8 er næsta hversdagslegt. En að það sé mát- leikurinn, það er sjaldgæft... Hér er önnur gömul og góð. Hver er sterkasti leikur hvíts? Hér er rétt að minnast orða Fischers: Ef þú hefur fundið sterkan leik, reyndu þá að finna annan sterkari. Sterki leikurinn hér er auðvitað Rf7+, en það fyrirfinnst annar enn betri! Það má segja að hér sé um að ræða algenga fléttu, en í öllum þeim sirka 2000 kappskákum sem ég hef teflt á ævinni hefur þessi flétta aðeins komið fyrir einu sinni: gegn Niever- gelt í Amsterdam árið 1954. Svissar- inn tefldi að vísu ekki algengasta framhaldið svo ég vann bara eitt peð, en það reyndist nóg. Þessi skák hér var tefld árið 1908. Hafið í huga að þó þessi Alekhine, sem stýrir hvítu mönnunum, hafi seinna orðið heims- meistari í skák var hann þegar hér var komið sögu ekki annað en efnilegur 17 ára unglingur. Svartur heitir Köhnlein og þeir félagar tefla kerfið sem kennt er við belgíska meistarann Colle. Árið 1908 var hann að vísu enn aðeins skóladreng- ur, og þá voru byrjanakerfi með Bd3, Rbd2 og e4 kölluð drottningar- peðstafl. 1. d4 - d5 2. Rf3 - Rf6 3. e3 - e6. Colle er ágætis kerfi, en einkum ef svartur lætur hjá líða að leika 3. - Bf5! 4. Bd3 - Rbd7 5. Rbd2 - bd6 6. e4 - dxe4 7. Rxe4 - Rxe4 8. Bxe4 - 0-0 9. 0-0 - f5? Mjög frumstæður leikur sem veikir stöðuna illa. 10. Bd3 - e511. Bg5 - De812. dxe5 - Rxe5 13. Hel -Dh5 Öllu betra var Rxf3+, en hvítur stendur samt mun betur. Biskupinn á c8 er hálfutangátta. 14. Rxe5 - Dxg5 15. Bc4+ - Kh8 16. Dxd6! og svartur gafst upp. Það er augljóst að framhaldið 16. - cxd6 17. Rf7+ - Hxf7 18. He8+ leiðir til máts. Drottningarfórnin. fjarlægði vald biskupsins á f8. Lokastaðan á alþjóðlega mótinu í Minsk sem haldið var í sumar: 1. Tseskovskíj 10 5/15, 2. Dolmat- ov 10, 3. Júdasín 9.5, 4.-6. Chandler, Kúpreitsjik og Psakhis 8.5, 7. Kúsjmín 8. 8.-9. Júsúpov og Dídísjkó 7.5, 10.-12. Balasjov, Groszpeter og Inkjov 7,13. Amador Roderíguez6.5,14. Rivas5,15.-16. Marjanovic og Motjalov 4.5 Anthony Miles er nýorðinn enskur meistari - í fyrsta sinn! Hann vann enska mcistaramótið með 9 vinning- um af 11, á undan Speelman með 8 og Keene, Kosten og Ravikumar með 7.5. Ravikumar er raunar Indverji. Þegar síðast fréttist hafði Rússinn Sókolov svo að segja tryggt sér heimsmeistaratitil unglinga; hann var langt á undan öllum öðrum þegar fáar einar umferðir voru eftir. Englendingurinn Nigel Short hafði tapað tvívegis, fyrir Tempone (Arg- entínu!) og Spánverjanum Gil. Lítum á innbyrðis skák þessara Short-bana, hún er æsileg vel. Gil hefur hvítt. 1. d4 - c5 2. d5 - e5 3. e4 • d6 4. Rc3 - a6 5. a4 - Be7 6. Be2 - Bg5 7. Bxg5 - Dxg5 8. Rf3 - Dh6 9. Rd2 - Rd7 10. Rc4 - Re7 11. 0-0 - 0-0 12. Dcl - g5 13. Bg4 - Hd8 14. Ha3 - Rf6 15. Bxc8 - Haxc8 16. Hb3 - Hc7 17. Ddl - Rg6 18. Hb6 - Hcd7 19. Ra5 - Dh4 20. Rxb7 - Rf4 21. f3 - Hb8 22. Hxd6 - Hdxb7 23. Hxf6 - g4 24. Hxa6 - g3 25. h3 - Hxb2 26. d6 - H2b4 27. Rb5 - Kh8 28. d7 - Hg8 29. Dd6 - Re2+ 30. Khl - Dxh3+ 31. gxh3 - g2+ 32. Kh2 - gxfl=R+! og Spánverjinn gafst upp. Bent Larsen, stórmeistari, skrifar um skák

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.