Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 á bókamarkaði cWíllíam Stevcnson A»íbs»r oí AMANCAUXDINTRIM) GllQttS Afríca „The Ghosts of Africa" Höfundur: William Slevenson. Útgef.: Star. Hér er á ferðinni skáldsaga sem gerist undir sól Afríku, meðan Þjóðverjarvoru enn nýlenduveldi og keisari þeirra sat í hásæti í Berlín. Sagan er sögð byggð á sannsögulegum atburðum og sviðið er þýska Austur-Afríka. Fyrsta heims- styrjöldin er rétt að byrja og höfuðs- maðurinn Paul von Lettow á í einskonar einkastríði við Englendinga. Hér er ekkert til sparað til þess að úr megi verða spennandi lesning, - stríð, tryggð og tál, dauðinn og ástin fær allt sitt rúm á síðum sögunnar. William Stevenson er sjálfsagt kunnur ýmsum unnendum spennandi skáldsagna af sögunni „A man called lntrepid." Sagan er 400 síður og ef einhverjir eiga enn eftir að fara í sumarleyfi finnst okkur að hún komi vel til greina í nestið. „The Annotated Alice" Höfundur Lewis Carrol (op Martin Gardner). Útgefandi: Penguin Hér hefur Martin Gardner, sem er heimspekilærður blaðamaður, tekist á hendur að gefa út þetta fræga verk Carrol með skýringum og athugasemdum. Höfundurinn segir m.a. um tilganginn með útgáfunni: „Staðreyndin er sem sagt sú að þessi kynjasaga Carroll er ekki skrifuð svo mjög út í bláinn og markmiðslaust og vanalegu amerísku barní sem nú á dögum reynir að lesa söguna kann að virðast. Ég segi „reynir", því sá tími er nú liðinn þegar börn undir 15 ára aldri, meira að segja í Englandi, gátu lesið bókina og haft jafn mikla skemmtun af og „Galdrakarlinum í Oz". Nú á dögum verða börn áttavillt við lesturinn og stundum hrædd við hið martraðarkennda andrúmsloft i sögunni. Það er af því sem fullorðið fólk, er stöðúgt að halda bókinni frá börnum í þeirri trú að hún sé ekki holl lesning. Þessi útgáfa er ætluð fullorðnu fólki sem hefur alið með sér slíkan misskilning." „Three Women" Höfundur: Nancy Thayer. Útger.: Sphere Books Ltd. Hér er á ferðinni ekta kvennasaga um þrjár konur á tímamótaskeiði í lífi þeirra. Sögupersónurnar eru Margrét, sem jafnan hefur lifað fyrir fjölskyldu sína og ekkert annað. Hún hefur verið ánægð með að hafa eldhússtörfin að vinna við og sjá um mann sinn og tvær dætur. En einn daginn er þetta henni ekki nóg lengur, - hún hefur vaxið frá hlutverki sínu sem húsmóðir. Nú vill hún lifa sjálfri sér. Daisy á von á þriðja barni sínu, þegar sagan gerist, en um það leyti fer maður hennar frá henni. Hvernig ætli henni gangi að komast af upp á eigin spýtur? Hvernig getur hún byrjað nýtt líf sem einstætt foreldri? Hver mun veita henni stuðning? Dale, systir Daisy, hefur verið sjálf- stæð og lagleg kona og stolt af frelsinu, þegar hún skyndilega verður ástfangin svo um munar. Hvað mun það þýða fyrir líf hennar? ISR'AIED "The uno>r»kt<ollu**tlht(U«)i rcftete wHh «»>«. thöf k «*M* «w«t i&rt. The n*n«tí*«rtwcl* Itfce « UirtHetr, yet k t* »Olk«y doiumertlei* knd tmjcti of it» m«iert*t ttkenener Helor<tK»nt»it>ti«ti»d,- -J«tMtt«nVte««i „The nntold history ot Israel" Höfundar: Jacques Derogy og Vesi Carmel. útgef.: Grove Press Inc. New York. Þessi bók sem fyrst er útgefin á ensku 1979 má segjast hafa öðlast aukið gildi í ljósi heimsviðburðanna síðustu vikurn- ar. Hér er varpað nýju Ijósi á ýmsa þá atburði sem leiddu til stofnunar ísraels- ríkis og margar hliðar þeirra baráttu sem það hefur kostað að halda ríkinu við lýði. Er stuðst við ýmis merkileg gögn sem þar til fyrir fjórum árum voru algjört ríkisleyndarmál í ísrael. Hér er farið niður í saumana á málum ýmissa pólitískra og trúarlegra leiðtoga Gyð- inga, innbyrðis samkeppni og valda- streitu auk þess sem hin margfræga leyniþjónusta kemur mikið við sögu. Þá er þætti stórveldanna í málunum ekki gleymt og sá sem les bókina mun verða talsvert fróðari um málefni mið-Austur- landa á eftir. Bókin er 345 síður. Bæknmar hér að ofan eru fengnar i bókaverslnn Sigfnsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er um kyanim>ar að ræða en öngva ritdóma. Af F. Forsyth, fyrrum blaða- manni og nú metsöluhöfundi ¦ Reyfarar = bókmenntir? Af hverju gera sér rellu út af því? Það er bara staðreynd að meirihluti fólksins hefur miklu meira gaman af reyfumm/rómön- um heldur en svokölluðum alvarlegum bókmenntum og þá það. Við rákumst á viðtal sem breski rithöfundurinn / blaðamaðurinn J. Mortimer hafði átt við enska reyfarahöfundinn Frederick For- syth, sá er einn hinn vinsælasti í bransanum. Brot úr þessu víðtali fara hér á eftir. Fæstir metsöluhöfundar virðast vera svonefndir „fæddir rithöfundar". Þeir eins og lenda í því að skrifa eða skrftunum er neytt upp á þá. Oft gerist það á miðri ævinni eftir að viðkomandi hefur náð árangri á öðru sviði, ýmist sem knapi, þvottahúseigandi eða - í tilfelli Frederick Forsyth - fréttaritari. Allt í einu kemur eitthvað óvænt upp á, þvottahúsið fer á hausinn, hesturinn sest skyndilega niður rétt hjá markinu eða taugarnar gefa sig. Þá þarf að finna upp á einhverju nýju. Herra Forsyth fór ekki að skrifa bækur fyrr en á fertugsaldri. Það tók hann nákvæmlega fjögur ár að verða milljónamæringur - í sterlings- pundum talið. Bækurnar sem þessir metsöluhöfund- ar skrifa eiga líka margt sameiginlegt. Það er sett upp plott, sem kann að OSIÐLEGT FOLK VIÐ ÓSIÐLEGT ATHÆFI virðast ótnilegt, en er kynnt lesand- anum eins og ekkert væri eðlilegra, útskýrt í smáatriðum og reynt að hjúpa það raunsæi, þegar lesandinn er búinn að sætta sig við það hefst meódramatísk atburðarás og frásögnin svo hröð að lesandinn hrífst með. Þegar hann leggur frá sér bókina er hann sannfærður um að einhvers staðar undir yfirborði hvumidagsins leynist ennþá ævintýri, og það hjálpar honum að takast á við raunveruleikann. Ætlaði að verða orrustu- flugmaður eða blaðamað- ur Frederick Forsyth tók á móti mér á sveitasetri sínu í Surrey. Húsið er stórt og landareignin vel hirt. Herra Forsyth sjálfur er horaður og hvítklæddur. - Ætlaðirðu þér alltaf að verða rithöfundur? „Alls ekki. Mig langaði til að verða orrustuflugmaður eða fréttaritari er- lendis. Pabbi las fyrir mig úr Daily Express og þar vaT fullt af fréttum frá „okkar manni á staðnum". Síðan náði hann í landabréfabókina og sýndi mér hvar vesenið var. Pabbi hafði líka verið í Austurlöndum og hann sagði mér frá tígrisdýraveiðum og hausaveiðurunum í Borneó. Þegar ég óx upp fór ég í skóla í Tonbrigde, en flestir nemendurnir þaðan lögðu fyrir sig kaupsýslu og verðbréfabrask. Þeir sögðu mér að ég ætti ekki að verða blaðamaður, blaða- menn væru skítugir litlir náungar sem væru alltaf að drekka kalt te. Ég spurði þá á móti hvort þeir ímynduðu sér að ritstjóri The Times væri slíkur maður, og þeir hlutu að neita því." - En þú fórst ekki út í blaðamennsku strax? „Nei. Ég fór frá Tonbridge þegar ég var sautján ára og þá gekk ég í Konunglega flugherinn. Það voru sex mánuðir þangað til ég átti að byrja svo ég fór til Spánar. Ég hafði alltaf verið góður í tungumálum í skólanumm, ég var fremur lágvaxinn og hélt velli í strákahópnum með því að hjálpa þeim með frönskuna og þýskuna. Á Spáni fór ég síðan i' háskólann í Granada en lærði satt að segja ekki mikið. Ég hafði lesið Hemingway og mestur tíminn fór í að elta Ordonez milli nautaatsvallanna. í maí 1956 gekk ég svo í flugherinn og mér þótti bara gaman, en vildi samt ekki halda áfram þegar tímabilið var á enda. Þá fór ég út í blaðamennsku, var í þrjú ár á blaði í Norfolk og skrifaði æsilegar greinar um fuglasýningar og annað þess háttar. Annars var þetta góður tími, ég átti bæði sportbíl og fullt af kærustum, en á endanum langaði mig að reyna fyrir mér í London. Ég var búinn að ganga af mér skóna á Fleet Street áður en ég komst að hjá Reuters vegna tungumála- kunnáttunnar, og þeir sendu mig til Parísar í maí '62. Ég átti enga konu, engin börn, engar eignir nema eitt herbergi í Bayswater, og fyrir ungan mann á lausum kili var stórkostlegt að vera í París. Á þessum tíma höfðu OAS samtökin sig mjög í frammi og oft lá við hernaðarástandi. Fullt af sprengjum upp á hvern dag, liggur við. Orðrómur um tilræði við De Gaulle Ég hafði það starf að eltast við De Gaulle til að sjá hvort hausinn yrði sprengdur af honum. Ég kynntist lífvörðunum hans, sem allir voru kaldir kallar frá Korsíku, og þeim leiddist tilbreytingarleysið svo þeir voru mjög alþýðlegir við mig. Svo var það dag nokkurn í september 1963 að inni á krá heyrði ég orðróm um að OAS hefðu fengið einhvern utanaðkomandi til að drepa De Gaulle vegna þess að þeirra eigin mönnum hafði mistekist svo oft. Ég býst við að þá hafi hugmyndin að Degi Sjakalans kviknað í undirmeð- vitundihni en þar hélt hún sig næstu sex árin án þess að tauta eða raula. Mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að skrifa bækur." Árið 1967 breyttist líf herra Forsyth

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.