Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 ■Hver er niðurstaðan þegar fimm karlmenn, kvenmannslitlir ag nokkuð við aldur koma saman í þriðjungi af litlum bílskúr og delera: Júvíst, Gaukarnir: Hvað er nú það? kann einhver að spyrja. Hljóm- sveit, segir Benni pís, fjórði besti vinur minn. Gaukar??? Ha! Var ekki til fuiit af hljómsveitum sem Ihétu Gaukar hér á árum áður? Gaukar frá Selfossi? Þeir voru tiú ekki beint ragir við að taka „Danny Boy“ á sveitaböllunum í Aratungu... Eða Ólafur Gauk- ur? Og hljómsveit hans? Nei, nei, nei, segir Benni. Þetta er hliðstætt, en samt allt öðruvísi. Þetta eru Gaukarnir? En gauk- ar, segi ég, er það ekki fuglategund sem verpir í hreiður annarra og óskyldra fugla! Jú, þar hittirðu naglann á höfuðið. Segir Benni. Svo bætir hann við: En samt eru það ekki svoleiðis gaukar, þetta er viss mann- tegund, ekki alveg fjarskyld „gosum“ (sbr. Glaumgosinn) sem drekkur sig útúr á morgni og kemur illa fram við mæður sínar að morgni. Svo, til að ■ Gaukarnir á fullu. fiankamir komu hressilega á óvart — gamalt en hresst rostungarokk í Óðali ■ Ásgcir Sverrisson. kóróna allt, fær Benni sér eina valíum. Altént (þetta er mjög fínt orð, finnst ykkur ekki?) eru Gaukarn- ir hljómsveit, og þeir gerðu sín stykki í Óðali í gær. Af stakri prýði segja sumir. Bölvaður hávaði, sögðu aðrir. Flestir héfðu ábyggilega kosið að halda tryggð við vélkjaft plötu- spilarans - dansa og drekka eins og ekkert hefði í skorist. En hvað segja Gaukar sjálfir? Dokt- or Harrý, hljómsveitarstjóri og fjölskyldufaðir ófæddrar fjöl- skyldu vill skilgreina eigin tónlist sem „gamalt en hresst rokk“, „skögultannarokk, rostunga- rokk“ bætir hann við. „Aldrei fáumst við til að viðurkenna nokkur áhrif frá nýbylgjunni í okkar tónlist. Að mínu mati beið rokkið endanlegt skipbrot þegar Duane Allman dó í móturhjóla- slysinu á manndrápsgatna- mótunum í Miami. „Undir þessi orð tekur Einar (dr. Strange- love, í þess fyllstu merkingu bróðir dr. Harrýs) Hrafnson, gítarleikari, sem allir ættu að Iþekkja af „slæd-sólóunum“ góðu. Ættu að þekkja, en bekkja ekki þó. í fyrrakvöld, fimmtudag, léku Gaukarnir (áður Einir einmana ■ EgiU Helgason. Gaukar) sumsé í Óðali í um það bil þrjú kortér og mögnuðu þar upp draug sem varla verður auðveldlega niður kveðinn. Einfaldlega - mönnum þótti tónlistin góð og heiðarleg, og Iflutningurinn þéttur. Hver mælir því í mót? Jú, FRI, popp- fréttaritari af hugsjón og guðs náð hefur einhverjar efasemdir. Prógrammið samanstóð úr frum- ■ Haraldur Hrafnsson. sömdum lögum, stolnum, stæld- um, sneiddum og niðurskorn- um, sem þeir hafa verið að dudda sér við að koma saman í bílskúrnum síðustu mánuðina. Lögin eru að Gauka sögn samin við hópefli innan hljómsveitar- innar, „grúppu-dýnamíkk, eða gestalt“, sem Gaukar vilja á góðri íslensku kalla „straum og skjálfta“. Enda voru það ■ Einar Hrafsson. einkunnarorð tónleikanna á fimmtudaginn. Þó er okkur ekki grunlaust um að Ásgeir gítaristi Sverrisson (öðru nafni: Hinn hógværi Gammur) eigi drjúgan þátt í lagasmíðinni sem og téður Einar mótingi hans Hrafnsson. Textarnir, hins vegar, skrifast á 'reikning Egils Helgasonar Storðs, söngvara og harmon- ikkuleikara hljómsveitarinnar. ■ Jón Magnús Einarsson. „,Nikkan er sígild,“ sagði Egill við mig þegar við hittumst á förnum vegi um daginn, „hún hefur verið hérna eins lengi og ielstu menn muna.“ Við tökum okkur það bassaleyfi að grípa niður í texta Egils við lagið „íslenskur Pervert h/f“: „á ég kannski að vera góður og giftast eins og annað fólk nei, ég hef mínar hvatir, karlmenn hafa rétt á því ég hitti pabba þinn og mömmu, og bindið er að kyrkja mig og áræði ekki að spyrja sjálfur „hvar er salernið?“ eftir smákökur og kaffi spyrja þau „hvað gerir þú?“ á brúðkaupsdaginn kem ég, timbraður og alltof seinn og ástin - hvar er ástin? réttlætir hún svona stand, ástin, ég spyr hvað er það, ástin? réttlætir hún sálargrand? En „mér er spurn“ (ekk; slæmt nafn á ljóðabók það, ef einhver vill notast við það í fjölritunar- bransanum), hvar hefur þessi undirfurðulega hljómsveit hald- lið sig upp á síðkastið? „Jú“, segir dr. Harrý, sem eins og endranær ler i forsvari fyrir Gaukana, „við höfum spilað í Ártúni og Glæsibæ, og svo má ekki gleyma Atlavík, en í hljómsveita- keppninni,þar urðum við að lúta í lægra haldi fyrir heimamönnum á heimavelli og klappliði þeirra. Einstæður ferill, ekki satt? Samt berum við engan kala til Aust- firðinga? Ekki baun.“ Tónleikarnir? Jú, þeir voru ekki svo afleitir. Við (Benni pís og ég) vonumst til að heyra miklu meira frá Gaukunum. Fljótt! Og dr. Harrý segir að þess verði ekki langt að bíða... -Iuigi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.