Tíminn - 29.08.1982, Qupperneq 15

Tíminn - 29.08.1982, Qupperneq 15
14 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 15 mvm ■ Thorvaldsen ásamt dönskum listamönnum » Róm áriö 1837. Málverk eftir Ditlev Blunck. ■ Thorvaldsen í vinnustofu sinni á Charlottenburg árið 1840. Málverk eftir 1840. Thorvaldscn í Róm árið 1810. Málverk cftir Rudolf Suhrlandt. ■ Eftir viku má loksins segja að Thorvaldsen sé kominn heim. Þá veröur opnuð á Kjarvalsstöðum mikil og góð sýning á verkum þessa dansk/íslenska listamanns, og er hún hin stærsta sem haldin hefur verið utan Kaupmanna- hafnar, þar sem Thorvaldscn-safnið hefur aðsetur. í tengslum við sýninguna verður gefin út mjög vönduð sýningar- skrá með fjölda grcina um Thorvaldsen og list hans, og hcfur Helgar-Tíminn fengið góðfúslegt leyfi dr. Kristjáns Eldjárns til að birta hér grein hans, „Thorvaldsen og ísland'*. Það skal tekið fram að grein dr. Kristjáns er aðeins ein af mörgum í sýningarskránni, sem er auk þcss prýdd fjölda mynda. Nánar verður sagt frá sýningunni sjálfri í blaðinu innan tíðar. „Allir segja það einum munni að enginn í heiminum sé hans maki í þcirri list sem kennd er við bílætasmíði. Islenskum má koma vel að frétta gott af þessum mikla manni, að svo miklu leyti sem faðir hans var maöur íslenskur og öll föðurætt hans héðan. Já, landi vor F. Magnusen (Finnur Magnús- son) skal hafa rakið ætt hans til Ólafs pá.“ Árni Helgason stiftsprófastur í Sunnanpóstinum 1835. Á sjálfslíkneski Bertels Thorvaldsens sem Kaupmannahafnarborg gaf íslandi 1874 og nú cr í Hljómskálagarðinum í Reykjavík standa þessi orð: Mestur listasmiður Norðurlanda. Vera má að einhver rýni nokkuð lengi í þessa áletrun áður en hann trúir sínum eigin augum. Samt er þessi fullyrðing ekki ósannari en margar aðrar af svipuðu tagi. Á hádegi frægðar sinnar var Thorvaldsen , af mörgum talinn mestur norrænn listamaður allra alda, og til voru þeir í samtíð hans sem hugðu að jafnoki hans væri ekki til í gjörvöllum heimi. Faðir Thorvaldsens var íslenskur og því engin furða að nafn hans er eitt þeirra sem hverju íslensku barni er gert að leggja á minnið. List hans eru þó fáir handgengnir enda eru fá listaverk hans hér á landi og snemma gerðist hljóðara um hann sem listamann en trúlegt hefði þótt um skeið. Gleðiefni er það, að nú gefst okkur íslendingum tækifæri á að kynnast hér á heimagrund lífi og starfi hins gamla höfuðsnillings. Fróðlegt er að veita því athygli hve viðkvæmir íslendingar eru, ef þeim þykir sem þeirra hlutur í Thorvaldsen sé með einhverjum hætti fyrir borð borinn, jafnvel þótt ekki sé gengið svo langt að láta skína í að hann hafi jafnvel ekki verið rétt feðraður. Sú viðkvæmni er skiljanleg en óþörf, því sannleikurinn er sá að vangaveltur um ætterni Thorvald- sens eru tiltölulega nýtilkomnar. Ekki er vitaö til að samtímamenn fjölskyldunnar hafi verið með neinar slíkar grillur, heldur séð málið í sínu einfalda hversdagslega Ijósi: Ungur íslenskur piltur fer til Kaupmannahafnar til að læra iðn og gerast handverksmaður, einn af mörgum sem það gerðu. Hann sest um kyrrt í Höfn, giftist stúlku af nægilega lágum stigum til þess að ekki sé nú með öllu auðvelt að rekja ættir hennar eftir kirkjubókum. Þau búa saman til æviloka, við súrt og sætt, oft við nauman kost og ekki sem best samlyndi. En eitt áttu þau sem þau elskuðu bæði jafnheitt, einkabarnið Bertel. Hann var þeim hvorttveggja í senn, góður og hjálpsamur sonur og stolt þeirra og uppreisn sökum frábærra listahæfileika sem snemma komu í Ijós. Hér kom og til óvenjuleg mannheill sem sumum mönnum er gefin og rætur á í þesskonar ljúflyndi og viðmóti sem kalla má náðargáfu og vant getur verið að skýra eða skilgreina í hverju fólgin er. Allir sem umgengust þetta fólk vissu að faðir Thorvaldsens var frá fslandi en móðir hans var dönsk. Sltk hjónabönd voru sannarlega engin furðufyrirbrigði í Kaupmannahöfn, heldur eins og hverjir aðrir sjálfsagðir hlutir og varla umtals- verðir. Vinir Thorvaldsens, bæði í Danmörku og á ftalíu, kölluðu hann oft íslendinginn, eða Þór, sem dregið var af fornlegu norrænu nafni hans. Engum hefur dottið í hug að með þessu væru þeir að gefa í skyn að hann væri ekki danskur maður eða að þeir væru að afsala sér einhverju fyrir hönd Dan- merkur með slíku tali. Menn komu til höfuðstaðarins frá ýmsum dönskum eyjum og voru fjónskir, bornhólmskir, færeyskir eða íslenskir, töluðu mis- munandi mál eða mállýskur, sem bara var gaman að, en allir voru þeir danskir. THARVAT MTN Afi KT AND A UVu V aLUiJEiíI vU IiJLaIIV — eftir dr. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseta Áður en þjóðleg vakning fslendinga og sjálfstæðisbarátta fór að láta til sín taka voru þeir Danir áreiðanlega ekki margir sem gerðu sér minnstu grein fyrir eða voru yfirleitt að grufla út í að ísland væri ekki bara ein af þessum dönsku eyjum, heldur land þar sem væri sérstök þjóð og þjóðmenning, ekki dönsk, þótt dönskum kóngi lyti. Bertel Thorvaldsen var fæddur í Danmörku af danskri móður, ólst þar upp og kom aldrei til íslands. Hann átti íslenskan föður, fór sjálfur aldrei dult með þennan uppruna sinn heldur þvert á móti, hafði bersýnilega gaman af að halda honum á loft og vita aðra gera það, kallaði ísland ættarland sitt og lét höggva í marmara. Hann dvaldist á Ítalíu næstum alla manndómsævi sína og undi þar vel hag sínum, nefndi fæðingardag sinn þann dag sem hann kom fyrst þangað. ítalskur varð hann þó aldrei. Hann var danskur, en um leið íslenskur, og þetta var svo einfalt og augljóst sem verða má. Hið rétta er að eigna hann báðum þjóðum, þó hvorri með sínum hætti. Thorvaldsen er líka nógu mikill til þess að tvær þjóðir megi vel deila honum með sér eða eiga hann í sameiningu. Ætt og uppruni Thorvaldsens Gottskálk Þorvaldsson, faðir Thor- valdsens, var sonur séra Þorvalds Gottskálkssonar prests á Miklabæ í Blönduhlíð, en fæddist á Reynistað 1741 meðan faðir hans var enn djákni þar. Kona séra Þorvalds og móðir Gottskálks hét Guðrún Ásgrímsdóttir og var látin áður en fjölskyldan fluttist að Miklabæ. Börn prestsins voru þrjú, Ólöf fædd 1736, Ari fæddur 1738 og Gottskálk fæddur 1741. Séra Þorvaldurog Guðrún kona hans voru bæði vel ættuð, sem svo er kallað, en í því felst að skammt þarf að rekja til þess að finna meðal forfeðra og ættmenna fyrirfólk úr andlegri eða veraldlegri stétt. Tilgangslaust væri að þylja hér einhverja nafnaromsu þessu til staðfestingar en vel við hæfi að láta nægja þann sannleik sem höggvinn er á stall Thorvaldsensstyttunnar í Hljóm- skálagarðinum, að Thorvaldsen væri „að faðerni kominn af gömlum íslensk- um ættum.“ Hér er vel og heppilega að orði komist, og ekki sakar að bæta því við að ættfróðum mönnum væri senni- lega í lófa lagið að rekja ætt hvaða íslendings sem er saman við ættir Thorvaldsens. Ættrakning verður því hér ekki lengri en þetta, að öðru leyti en því að þess má geta að auðvelt er að rekja ætt Guðrúnar, móður Gottskálks til Vatns- firðinganna afkomenda Guðbrands biskups, en í þeirri ætt voru listir og hagleikur í miklum metum og virðist svo hafa verið mann fram af manni. Um Þorvald prest er sagt að hann muni ekki hafa verið lærdómsmaður að ráði, en hinsvegar er jafnan talið og má rökstyðja það, að hann hafi verið smiður góður og listhagur. Til marks um það er haft að hann byggði upp kirkju og bæjarhús á Miklabæ af mikilli smekkvísi og með meiri tilkostnaði en hann fékk staðið undir með góðu móti. í vísitasíu 19. ágúst 1757 lýsir Gísli biskup kirkjunni vel og fer um hana mjög lofsamlegum orðum. Séra Jón Kon- ráðsson á Mælifelli, hinn mikli fræði- maður (1772-1850), þekkti þessa kirkju vel og fullyrðir að séra Þorvaldur hafi sjálfur smíðað hana og telur smíðina hafa verið nokkuð frábrugðna því sem algengast var á þeirri tíð. Talið er einnig að séra Þorvaldur hafi sjálfur unnið að endursmíð bæjarhúsanna, og hafi hvort tveggja, bær og kirkja, þá verið prýðilegt, en jafnframt hafi prestur hleypt sér í skuldir sem hann stríddi við til æviloka. En langt varð stríðið ekki, því að séra Þorvaldur andaðist 1762, aðeins rösklega fimmtugur að aldri. Um arf eftir hann var ekki að ræða. Af framansögðu má ef til vill renna grun í að þau hjón bæði, séra Þorvaldur og Guðrún, hafi verið hög á hendur og áhugasöm um verklegar listir. Synir þeirra báðir, Ari og Gottskálk, hafa sennilega verið hneigðari til handverks en skólalærdóms, enda fóru þeir báðir til Kaupmannahafnar haustið 1757 til þess að leggja fyrir sig iðnir. Það þótti líka fullboðlegt betri manna sonum að menntast á þann hátt erlendis og gerðu það margir íslendingar. Þetta var því engin nýlunda, en einkennilegt var að Ólöf systir þeirra bræðra fór með þeim utan, og það var fátítt um stúlkur á þeim tíma. Má vera að hún hafi með einhverjum hætti átt að vera bræðrunum til trausts og halds. Annars er ekkert um þetta vitað, nema hvað Ólöf kom aftur til íslands en bræður hennar ekki. Ari fór til Sigurðar Þorsteinssonar, hins þekkta og mikilsvirta gullsmiðs og var lærlingur og vistmaður hjá honum, varð að sögn fullnuma gullsmíðasveinn, en mun hafa dáið ungur. Gottskálk aftur á móti, sem var aðeins 16 ára þegar hann sigldi, varð lærlingur hjá dönskum myndhöggvara (Billedhugger) og gerð- ist einkum tréskurðarmaður, settist að í Kaupmannahöfn og hafði ofan af fyrir sér og sínum með ýmisskonar útskurði, gerði meðal annars stafnmyndir (galíonsfígúrur) á skip, en einnig er hann sagður hafa fengist við að höggva í stein. Stundum er hann kallaður myndhöggvari, sem vel má til sanns vegar færa, þótt hann teldist jafnan fremur til handverksmanna en lista- manna hvar sem þau skil eru nú í raun og sannleika. Hann var fátækur löngum og sagt að hann væri ekki sem reglusamastur, enda á æskuheimili Thorvaldsens að hafa verið heldur ömurlegt. Má það rétt vera. En þó er ástæða til að vara sig á þjóðsögunni, sem ætíð situr um að skerpa skin og skugga kringum hetju sína. Þjóðsagnamynd- unin um líf og persónu Thorvaldsens var ekki neitt smáræði. Kynni Thorvaldsens af ísíendingum í æsku. Brjóstmyndin af Jóni Eiríkssyni. Ekki verður annað séð en ætíð hafi farið vel á með Gottskálk Þorvaldssyni og Bertel syni hans, en samvistum þeirra lauk með Rómarför Bertels 1796. Þegar á unga aldri hneigðist hugur sonarins að sömu viðfangsefnum og föðursins. Óhugsandi er annað en að Bertel hafi mæta vel þekkt það fólk sem faðir hans umgekkst. Þar á meðal hafa þeir íslenskir menn verið sem í Höfn bjuggu. Hafnaríslendingar hafa löngum haldið fast saman og um 1800 var Kaupmanna- höfn engin stórborg. Þó að beinar heimildir séu ekki miklar liggur í augum uppi að Bertel hlýtur að hafa kynnst mörgum löndum föður síns í Höfn. Má þar til dæmis nefna Sigurð Þorsteinsson gullsmíðameistara, og raunar er hann eini íslendingurinn sem Gottskálk nefn- ir í bréfum sínum til sonar síns eftir að hann er horfinn til Rómar. 1 bréfi dags. 4. apríl 1800 segir hann honum lát Sigurðar: „Den gamle Torstensen er död.“ vera má að Sigurður hafi staðið þeim feðgum nær en aðrir heldri menn í Hafnaríslendinga hópi. Mörgum öðrum hafa þeir þó verið nákunnugir og ekkert ótrúlegt það sem Matthías Þórðarson segir gömul munnmæli herma, að Bertel hafi kunnað talsvert fyrir sér í íslensku. Þarf það engan veginn að stangast á við það sem haft er eftir Tómasi Sæmunds- syni, sem kynntist Thorvaldsen gömlum í Rómarborg 1833, að hann hafi verið fáfróður um ísland. Þó það nú væri, eftir 40 ára dvöl í Rómarborg. En mjög vinsamlega tók hann Tómasi og spurði hann margs af íslandi. Nærri má geta að íslendingar í Höfn hafa fylgst með skjótum frama Bertels, þegar hann sópaði að sér öllum verðlaunum sem akademíið gat veitt og fékk loks ríflegan utanfararstyrk. Svo vill þá Ifka til, að af nær 200 brjóstmyndum, sem vitað er að Thor- valdsen gerði um dagana, er sú elsta af Jóni Eiríkssyni konferensráði. Af henni hefur þó aðeins varðveist andlitið, sem er úr gifsi, en myndin var að öðru leyti úr einhverjum íslenskum jarðefnum, „krítjarðartegund er Erichsen sjálfur hafði látið koma af íslandi í þeim tilgangi að útbreiða brúkun hennar, í staðinn fyrir þesskonar jörð, er Danskir kaupa frá útlöndum." Þessi íslenska „krítjarðartegund" molnaði vegna lélegs umbúnaðar í kassa sem myndin var í á leið til íslands. Því þangað barst hún og þar er hún enn, nr. 1537 í Mannamyndasafni Þjóðminj asafnsins. Tilkoma og saga þessarar myndar er ekki alls kostar Ijós, en í sem fæstum orðum virðist málið svo vaxið sem nú skal greina, og er þá farið eftir niðurstöðum Else Kai Sass prófessors: Andlit Jóns Eiríkssonar (d. 1787), það sem varðveist hefur í gifsi, er greinilega gert eftir nágrímu, en ekki mótað eftir andliti lifandi manns. Sennilegt er að Grímur Thorkelín leyndarskjalavörður, sem verið hafði aldavinur og aðdáandi Jóns Eiríkssonar, hafi skömmu eftir komu sína til Danmerkur (frá Englandi) árið 1791 farið að hugsa til þess að Iáta gera brjóstmynd af honum. í þessu skyni hefur hann leitað til Bertels Thorvald- sens sem þá var að verða frægur listamaður þótt ungur væri. Nágrímu Jóns Eirikssonar hefur fjölskylda hans átt og lánað, og Thorvaldsen mótað eftir henni, og 1794 hefur brjóstmyndin verið tilbúin. Þetta síðastnefnda sannast á því að það ár leitaði Ólafur Ólafsson prófessor á Kóngsbergi á fund Thorvald- sens, vafalítið til þess að fá aðstoð hans við gerð vangamyndar á fyrirhugaðan minnisvarða um Jón Eiríksson. Gerð var koparstunga (alþekkt) af tillögu Ólafs að varðanum, og sést þar gjörla að vangamynd Jóns er einmitt gerð eftir gifsmyndinni sem Thorvaldsen mótaði. Koparstungan er frá 1794 eða sama ári og Ólafur heimsótti Thorvaldsen. Grímur Thorkelín gaf Bjarna Þor- steinssyni amtmanni brjóstmyndina árið 1825. Var hún þá send til fslands með þeim afleiðingum að allt molnaði nema gifsandlitið. Það var svo lengi í eigu erfingja Bjarna, uns Steinunn Thor- steinsson, sonardóttir hans, gaf það Þjóðminjasafninu árið 1920. Er skemmtilegt til þess að vita að þessi elsta mótaða mannsmynd Thorvaldsens skuli einmitt vera hér á landi, og það eins fyrir því þótt hún sé gerð eftir nágrímu Jóns en ekki af honum í lifanda lífi, eins og Matthías Þórðarson hugði helst vera. Athyglisvert er að við sköpunarsögu þessarar myndar koma þrír merkir fslendingar sem trúlega hafa allir fylgst vel með frama hins unga hálflanda þeirra, þeir Jón Eiríksson, Grímur Thorkelín og Ólafur Ólafsson. f þennan hóp má svo bæta Skúla rektor Thorlacius, hinum mikla lærdóms- manni, sem komst til einna mestra metorða allra lærðra fslendinga í Höfn. Af Skúla rektor og einnig konu hans gerði Thorvaldsen litlar sporöskju- lagaðar teikningar með litum, prýði- legar eins og aðrar æskumyndir hans. í minningum fjölskyldunnar er Thorvald- sen kallaður „en ung ven og gæst“ á heimilinu. Allt sýnir þetta að á æskuárum hefur Thorvaldsen verið kunnugur og ágæt- lega séður hjá öllum höfðingjum íslendingahópsins í Höfn, enda varla við öðru að búast. Skyldi þeim ekki einnig hafa verið heldur vel til Gottskálks karls, þótt svo að hann fengi sér stundum agnarögn of mikið neðan í því? Slíkt var víst síður en svo einsdæmi á þeirri tíð fremur en síðar varð. Kynni við Gunnlaug Briem Varla getur annað hugsast en Thor- valdsen hafi kynnst ungum íslendingum sem ætíð voru nokkrir í Kaupmanna- höfn. Ekki fara þó af því miklar sögur, en góðar heimildir eru fyrir æskuvináttu hans við Gunnlaug Guðbrandsson Bri- em, sem kom 15 ára að aldri til Hafnar árið 1788, hóf þar nám í mynd- höggvaralist og lauk prófi í þeirri listgrein 1795 við ágætan orðstír. Voru þeir Thorvaldsen að nokkru samtíða á akademíinu og hafa bersýnilega orðið góðir kunningjar. En varla gat ferill þeirra ólíkari orðið. Þegar Bcrtel var að leggja stokkana að hcimsfrægð sinni í Rómaborg suður, venti Gunnlaugur sínu kvæði í kross, lærði dönsk lög og komst ungur í þjónustu stjórnarinnar, varð sýslumaður og bjó lengi á Grund í Eyjafirði við rausn og reisn, mikill ættfaðir. Til er í Thorvaldsenssafni langt bréf frá Gunnlaugi sem hann skrifaði Thorvaldsen þegar hann var í árs- heimsókn í Danmörku 1819-20. Þetta bréf hefur ekki enn verið birt á prenti en það verður það væntanlega áður en langt um líður. Merkilegast er það vegna þess að það staðfestir góðan gamlan kunningsskap þessara manna. Ekki minnist Gunnlaugur Briem á neina listiðkun í þessu bréfi, enda er skemmst af að segja, að þessi sprenglærði myndlistarmaður virðist nær með öllu hafa sagt skilið við listgyðjuna eftir að hann tók þá stefnu að gerast embættis- maður. Raunar má það vel vera skiljanlegt, og ber þess þó jafnframt að geta að til eru a.m.k. þrír smáhlutir, sem Gunnlaugur Briem hefur vissulega gert, allir nú í Þjóðminjasafni. Eitt er aflangur stokkur úr birki (Þjms. 6839) gerður handa bróður Gunnlaugs; séra Einari Guðbrandssyni á Hjaltabakka, annað er spjald með upphleyptu spegilsnúnu munstri, enda mun þetta vera einskonar prentmót til að þrykkja með á léreft (Þjms. 3217) hið þriðja og vandaðasta eru dósir kúptar með flötu loki (Þjms. 7502), gerðar svo sem nakinn drengur og hundur er hjúfra sig Frægt málverk cftir Horace Vernct af Thorvaldsen, árið 1833. saman og er þetta í rauninni ofurlítil heilleg höggmynd. Allir eru þessir hlutir frábærlega vel og fagmannlega gerðir og leynir sér ekki handbragð manns sem hefur tréskurðarlist fullkomlega á valdi sínu. Manni rcnnur til rifja að þcssir þrír hlutir skuli vera hið cina sem þessi bráðsnjalli og fullmenntaöi myndlistar- maður hefur látið eftir sig á sviði listanna. Skírnarfonturinn í Reykjavíkurdómkirkju Bréf Gunnlaugs Briem er hér einkum nefnt vegna þess að það staðfestir eitt með öðru kunningsskap Thorvaldscns við landa föður síns í æsku. Hinsvcgar má vel vera og er vítalaust, að Gunnlaugur hafi í og með rifjað upp fornan vinskap þeirra Thorvaldsens af því að nú mætti ætla að hann settist fljótlega að heima í Danmörku. Gæti þá komið sér vel að eiga hann að þegar börn Gunnlaugs færu þangað til menntunar. Þctta kemur nokkuð berlega fram í bréfi hans til Finns Magnússonar, þar sem hann lætur í Ijós þá von sína að Ólafur sonur sinn muni ganga myndlistarbraut og óskar þess í sömu andrá að Thorvaldsen fari nú að snúa hcim til Danmerkur fyrir fullt og allt. Hvorugt gekk þó eftir, en atvik höguðu því þannig að eitt barna Gunnlaugs bar að garði hjá Thorvaldsen í sjálfri Rómaborg, nefnilega Kristjönu Jóhönnu, sem þangað fór með Birgi Thorlacius prófessor og konu hans og dvaldist þar með þeim veturinn 1825-27. Sagt er að Thorvaldsen hafi tckið þessari dóttur æskuvinar síns með miklum blíðskap, enda vakti Jóhanna - eins og hún var oftast kölluð - athygli hvar sem hún fór því að talin var hún allra kvenna fegurst. Jóhanna var duglegur bréfritari, og hefur meðal annars varðveist bréf sem hún skrifaði foreldrum sínum frá Róm hinn 21. janúar 1827 og drepur með öðru á kynni sín við Thorvaldsen. Bréfið var prentað í Sunnanpóstinum 1838. Það sem hér skiptir máli hljóðar þannig: ' „í etasráðs Thorvaldsens húsi hefi ég verið og séð þar ýmislegt af listaverkum hans, þar á meðal líkneskju lausnarans. Hefir listamanninum svo aðdáanlega tekist, eftir því sem mér fannst, að láta andlitið lýsa frelsarans innra manni, að það yfirgekx stórum alla mína ímyndan, á likncski þetta að standa á altari í nýbyggðri kirkju í Kaupmannahöfn. Hitt annað er skírnarfontur, sem Thorvaldsen ætlar að gefa íslandi, í sumar mun hann sendast til Reykjavíkur dómkirkju. Ásamt öðrum dönskum mönnum sem hér eru vorum við hjá Thorvaldsen jólanóttina. Var þar mjög skcmmtilegt, gestirnir urðu hæfilega glaðir og gömnuðu sér með fallegum söngum og indælum hljóðfærum. Oft flaug hugur minn heim til ykkar forcldra minna og systkina um kvöldið." Þctta er rifjað hér upp vcgna þess að þarna minnist Jóhanna á það listavcrk sem kunnast er íslendingum og lengst hefur verið hér á landi, skírnarfontinn í dómkirkjunni í Rcykjavík. Honum þarf naumast aö lýsa, svo kunnur sem hann er og svo oft sem það hefur verið gcrt í máli og myndum, allar götur síðan Jónas Hallgrímsson lýsti honum fyrstur íslend- inga í fjórða árgangi Fjölnis 1839. Fonturinn er fcrstrendur stöpull úr hvítum marmara, upphleyptar myndir á öllum hliðum, en þéttur blómhringur kringum skálina. Á framhlið er skírn Krists í ánni Jórdan, til vinstri (framan frá séð) er María með barniö og Jóhannes, til hægri Kristur blessar börnin, en á bakhlið þrír englar liðandi í lofti og fyrir neðan þá latnesk áletrun á þessa leið: OPVS HOC ROMAE FECIT ET ISLANDIAE TERRAE SIBI GENTILICIAE PIETATIS CAVSA DONAVIT ALBERTVS THORVALDSEN A: MDCCCXXVII Á mæltu máli íslensku merkir þetta: Albert Thorvaldsen gerði smíðisgrip þennan í Rómaborg og gaf hann Islandi, ættarlandi sínu, í ræktar skyni, 1827. En Jónas Hallgímsson snaraði því í ljóð árið 1839 á þessa leið: Reist smíð þessa í Róm suður Albert Thorvaldsen fyrir árum tólf, ættjörð sinni, Isalandi, gefandi hana af góðum hug. Og brást honum ekki bogalistin eða smekkvísi fremur en endranær. Ætli bréf Jóhönnu Briem sé ekki elsta r

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.