Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 8
8 LSiil'liil'í FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1982 rMt+c****; VÍDEÓBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 einn með ÖLLE ^ Vídeómyndir ★ Vídeótæki ★ Vídeókasettur (óáteknar) ★ Vídeómyndavélar 1-3 túbu vélar. ★ Kasettuhylki. vídeómnkm úm ★ Sjónvörp ★ Á vikmynda vélar 16 mm '★ Allar myndir með réttindum ★ Yfírfærum 16 mm fílmur lit eða svart bvítar á vídeóka- settu. ★ Tískusýningar - ★ Mannfagnaðir. Tök- um að okkur að mynda samkvæmið. Erum með öll tæki. VÍDEÓíMWN OL ★ GOS ★ TÓBAK ★ SÆLGÆTI HJA OKKIJR SÉRÐU HJÁ OKKUR FÆRÐU VÍDEÓBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 4c*****+! Helgarpakkinn Leikhús Jói, Hassið og Skilnaður ■ Annað kvöld er hið vinsæla leikrit Kjartans Ragnarssonar Jói á fjölunura í Iðnó en leikrit þetta var sýnt í allan fyrravetur fyrir fullu húsi. Eru sýningar orðnar yfir 90 talsins. Verkið hlaut einróma lof gagnrýn- enda sem sögðu meðal annars: „Eitt af bestu íslensku leikritunum..í mörg ár“(TÍMINN). Annað kvöld er svo miðnætursýn- ing á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo í Austurbæjarbíói. Miðar á sýninguna um síðustu helgi seldust upp á svipstundu og mikil kátína ríkti í salnum. Miðasala er í Austurbæjarbíói. Á sunnudagskvöldið er sVo 5. sýning á nýjasta leikriti Kjartans Ragnarssonar, Skilnaði, sem hlotið hefur hinar ágætustu viðtökur og er þegar uppselt á þá sýningu. Þjóðleikhúsið um helgina ■ Þjóðleikhúsið verður með fjögur verkefni í gangi nú um helgina. Fyrst skal frægt telja hið nýja leikrit Guðmundar Steinssonar Garðveisla, sem þegar hefur vakið mikið umtál og þykir djarft og fara ótroðnar brautir. Viðtökur hafa verið mjög á tvo vegu, jafnt hjá áhorfendum sem Fundahöld gagnrýnendum, en aðsókn hefur verið mjög góð og hafa þegar yfir 2000 manns séð leikinn. Á laugardagskvöld verður sýning á Amadeusi, verðlaunaleikriti Peter Schaffers sem nú er verið að leika út um allan heim. Sýningin hér hlaut sem kunnugt er einróma lof og mikla aðsókn, á laugardag er t.d. 34. sýning á þessum skemmtileik, sem hefur verið kallaður „sakamálaleik- ur í æðra veldi“. Sýningar á Amadeusi nú í haust verða aðeins fimm. Gosi, leikgerð Brynju Benedikts- dóttur á barnasögu Collodis, sem er einmitt 100 ára um þessar mundir, er svo á sunnudag síðdegis. Þessi vinsæla sýning var hér á fjölunum í fyrra yfir 40 sinnum og verða sýningar því fáar nú . í haúst. Leikurinn er nýkominn á bók á vegum Almenna bókafélagsins og sömuleiðis eru söngvarnir úr Gosa nýkomnir út á plötu. Á litla sviðinu standa svo yfir sýningar á bresku verðlaunaleikriti, Tvíleikur, eftir Tom Kempinski í þýðingu Úlfs Hjörvar. Þessi sýning hefur hlotið mjög góðar viðtökur og þótt leiksigur fyrir leikarana tvo, Þórunni Magneu Magnúsdóttur og Gunnar Eyjólfsson. Litll Kláus og Stóri Kláus ■ Litla leikfélagið í Garði frum- sýnir fjölskylduleikritið Litla Kláus og Stóra Kláus eftir Lizateztner fösudagskvöldið 8. okt. í samkomu- húsinu í Garði kl. 20.30. Leikendur eru alls 20,með helstu hlutverk fara Bragi Einarsson, Rögnvaldur Finn- bogason, Guðríður Guðjónsdóttir, Kristbjörg Eyjólfsdóttir. Leikstjóri er Herdís Þorvaldsdóttir. Önnur sýning verður 10. okt. kl. 15.00 á sama stað. STAÐAN í HERSTÖÐVA MÁLINU ÓGÆFULEG ■ „Megin umræðuefni þessarar landsráðstefnu verður í fyrsta lagi hvernig staðan er í herstöðvar- málinu, í öðru lagi verður rætt um karnorkuvopnalaus Norðurlönd, sem verður væntanlega mikið á dagskrá hjá okkur á næstunni, í þriðja lagi eru það friðarhreyfingar og auk þess verður rætt um starfs - og fjárhagsáætlun samtakanna“, sagði Pétur Reimarsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, sem gangast fyrir landsráðstefnu í Reykjavík n.k. laugardag og sunnu- dag, að Hótel Heklu. „Frá okkar sjónarmiði séð, þá er staðan í herstöðvamálinu frekar ógæfuleg", sagði Pétur m.a. er'hann var spurður um álit á stöðunni. „Framkvæmdir við herstöðina hafa haldið áfram í síst minna mæli en undanfarin ár og vígbúnaður á Norður-Atlantshafi eykst stöðugt". Pétur kvað það meininguna að efla á uæstunni starfsemi friðarhreyfinga á Norðurlöndum, en til skamms tíma hafi ísland nánast ekki verið þar inni í myndinni. Hann kvað erfitt að svara því hvort virkum herstöðvaandstæðing- um hér á iandi hafi farið fjölgandi eða fækkandi að undanförnu. Þetta hafi í gegn um árin gengið upp og niður. Stundum hafi komið daufir kaflar, en í annan tíma líflegt starf. „Við erum kannski þama mitt á milli um þessar mundir“, sagði Pétur, en kvaðst vart efast um að hin mikla umræða um afvopnun og friðarhreyf- ingar að undanförnu myndi örfa starfsemina framundan. - HEI Kvikmyndir Hafnarbíó Dauðinn í fenjunum ★★★ ■ Eitthvert besta verk Walter Hill og er það einkum að þakka frábærri myndatöku Andrew Laszlo og tón- list Ry Cooder en þetta tvennt gerir þennan þriller allt að því ljóðrænan. Dauðinn í fenjunúm fjallar um æfingar þjóðvarðliða í Louisiana- fylki en ein sveitin, Bravó-sveitin, á að ganga í gegnum 38 km af fenjum á einum degi. Þeir stela bát frá franskættuðum veiðimönnum sem svara fyrir sig með því að hundelta sveitina og drepa meðlimi hennar einn af öðrum og brátt breytist æfingin í martröð. Regnboginn Madame Emma ★★ ■ Madame Emma er byggð á sönnum viðburðum um fjármála- konu í París á þriðja tug aldarinnar en hún varð hálfgerð þjóðsaga. Hún var ómenntuð og af fátækum ættum en með miklar gáfur, einkum á fjármálasviðinu og þær notaði hún í þágu hinna efnaminni gegn ríku og voldugu bankavaldinu og varð það henni dýrkeypt. Romy Schneider túlkar Emmu af mikilli hrifningu og innlifun hvort sem um er að ræða í ástum eða starfi en Emma þessi lifði mjög fjöl- breytttu ástarlífi með aðilum af báðum kynjum. Stjörnubíó Hinn ódauðlegi O ■ Chuck Norris margfaldur heims- meistari í karate lemur mótstöðu- menn sína sundur og saman. Hann á í höggi við geðveikan: mann sem breytt hefur verið í kauðalega útgáfu af Frankenstein með óþekktum lyfjumsemgerahannósæranlegan i. „Þessi mynd er svo léleg að maður furðar sig á því að hún skuli yfirleitt hafa verið gerð, nema það að Norris trekki svona æðislega þarna vestra" Nýja bíó Tvisvar sinnum kona ★★ ■ Myndin fjallar um ástarsamband tveggja kvenna, annarrar nokkuð við aldur en hinnar mjög ungrar. Leikstjóranum Sluizer tekst oft á tíðum að gefa okkur nokkuð góða innsýn í samband þessara tveggja kvenna en hinsvegar er handrit þessarar myndar því marki brennt að aðdragandi og uppbygging þessa sambands er mjög hraðsoðin. ** #**<' j.fl Bíóhöllin Konungur fjallsins O ■ Ein af mörgum myndum sem gerðar eru árlega fyrir táningamark- aðinn í Bandaríkjunum. Persónurn- ar eru fjöldaframleiddar ekki síður en kvikmyndirnar ■ sjálfar, sögu- .þráðurinn léttvægur og ósannfær- andi, samtölin flöt eins og fjöllin í Danmörku og á allan hátt kastað höndum til verka við gerð kvikmynd- arinnar. „Það er langt síðan ég hef séð jafn steindauða kvikmynd og þessa táningadellu um poppara og kappak- stur“. Stjörnubíó Stripes ★★ ■ Stripes er ágætisafþreyingar mynd sem tekur á engan hátt alvarlega en er einungis ætlað að kitla hláturtaugar áhorfenda. Bill Murray leikur hér mann sem gengur illa í flestu ef ekki öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og af þeim sökum ákveður hann að ganga í herinn og mannast. Regnbogin Síðsumar ★★★ ■ „Síðsumar er falleg mynd, sambland af fyndni og trega um vandamál æsku og elli, um óttann við dauðann, og um þær hömlur sem svo oft hindra fólk í að láta ást sína í Ijós þar til það er orðið of seint eða næstum því.“ Myndin greinir frá lífi fjölskyldu einnar síðla sumars við Gullnu tjörnina en í myndinni Ieiða saman hesta sína í fyrsta sinn, í kvikmynd, tveir af risum bandarískra kvik- mynda. - FRI/ESJ. útvarp Fimmtudagur 14. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull i mund. 7.25 leikfimi. 7.55 Daglegt mál. 8.00Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgun- orð: Jenna Jensdóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Barna- sögur" eftir Peter Bichsel. 9.20 Lelkfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfreftir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ver9lun og viðskiptl. Umsjón: Irtgvi Hrafn Jónsson ' 10.45 Árdegis ( garðinum með Hafsteini Hafiiðasyni. 11.00 Við Pollinn Ingimar Eydál velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK.) 11.40 Félagsmál og vinna. Umsjón: Skúli Thoroddsen. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Fímmtudagssyrpa. 14.30 „Ágúst“ eftlr Stefán Júlíusson. Höfundurinn les (9). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fróttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Á reki með hafisnum" eftlr Jón Björnsson. 16.40Tónhornið Umsjón: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra i umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.05 „Narfl i Hólum“ og „Valgerður varalausa“ Þorsteinn frá Hamri tekur saman og les. 20.30 Strengjasveit Tónlistarskólans f Reykjavík leikur í útvarpssal. 21.00 „Nú fölna bæði fjöll og grund" Umsjónarmaður: Sigurður Öskar Páls- son á Eiðum. 21.55 Tónlelkar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Án ábvrgðar. Umsión: Valdís Ósk- arsdóttir og Auður Haralds. 23.00 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ■ Valdís Óskarsdóttir ræðir málin „Án ábyrgðar“ ásamt Auði Haralds á fimmtudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.