Tíminn - 14.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.10.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1982 13 íþróttir Umsjón: Sigurður Hslgason LEIKUR FYRIR KARLMENN - sagði Jóhannes Atlason um leik Ira og íslendinga ■ „Þetta var leikur fyrir karlmenn;" sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari að loknum landsleik íra og íslendinga í Dublin í gærdag. Leikurinn var liður í Evrópukeppni landsliða. „Það var greinilegt, að leikmenn írska liðsins vanmátu ekki íslendingana og frá upphafi sýndu þeir gífurlega harðan leik og það var ekki um annað að ræða en að svara í sömu mynt, því annars hefði liðið steinlegið," sagði Jóhannes. írarnir sigruðu með tveimur mörkum gegn engu og skoraði liðið eitt mark í hvorum hálfleik. Mikil stemmning var meðal áhorfenda enda var leikurinn af því tagi sem áhorfendur hafa gaman af að sjá. Það var Manchester United leik- maðurinn Frank Stapleton sem skoraði fyrra markið á 35. mínútu leiksins. Var það gott rnark. Seinna markið skoraði svo Brightonleikmaðurinn Tony Grea- lish og var það frekar af ódýrari gerðinni. íslendingar fengu hornspyrnu og Sævar Jónsson skallaði að marki í góðu færi, en knötturinn lenti í hliðarnetinu Slæm P1 feáiy .sÉÉIIÍÉýllg - meiðsli llg^ ijjíj ■ Pétur Ormslev var borinn af leikvelli í Dublin í gær. Hann meiddist illa í nára og var fluttur í sjúkrahús, þar sem hann lá í nótt. Hann fær að fara af sjúkrahúsinu fyrir hádegi í dag, en líklegt cr að hann verði frá knattspyrnuiðkunum á næstunni vegna meiðslanna. Ragn- ar Margeirsson kom inná í hans stað. Liam Brady, sem talið var ólíklegt að gæti leikið þennan leik varð einnig að fara útaf í leiknuin. Hann hefur ekki þolað þá hörku sem ÐlÍ/% ■ Pétur Ormslev. leikurinn hafði í för með sér. Mjög lélegt í Firðinum ■ „Þetta er það lélegasta sem ég hef séð í 1. deild;“ sagði einn áhorfandi á leik FH og ÍR í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Leikið var í Hafnarfirði og unnu FH-ingar öruggan sigur sem aldrei var í hættu. Þeir skoruðu 31 mark, en ÍR-ingar 23. Það var lítið um varnarleik í leiknum og fastur liður eins og venjulega er FH leikur, þá var Kristján Arason tekinn úr umferð. Burðarásarnir í liðinu sem verið hafa voru mikið hvíldir í Ieiknum og þá blómstruðu aðrir sem minna hafa fengið mikið að vera með. Er greinilegt að FH-ingar hafa á að skipa stórum hóp frambærilegra leikmanna, sem fá ekki eins mikil tækifæri og geta þeirra segir til um. Það eru nefnilega aðrir fyrir sem eru ennþá betri. Hans Guðmundsson skoraði flest mörk FH-inga eða 7, Guðjón Árnason, Þorgils Óttar og Kristján Arason skoruðu 5 hver. Guðjón Guðmundsson skoraði 3, Valgarður, Sveinn Bragason og Guðmundur Guðmundsson 3 hver og Pálmi Jónsson skoraði eitt mark. Hjá ÍR skoraði Björn Björnsson átta mörk, Einar Valdimarsson skoraði 6, en í síðustu leikjum hefur hann verið með eindæmum óheppinn, en dæmið gekk upp í gærkvöldi hjá honum. Guðjón Marteinsson skoraði fjögur mörk, Andrés Gunnlaugsson 2 og Þórarinn Tyrfingsson og Atli Þorvaldsson eitt hvor. Þá fór fram leikur milli FH og Víkings í 1. deild kvenna. FH sigraði með 16 mörkum gegn 11. Margrét Theodórs- dóttir og Kristín skoruðu fimm mörk hvor fyrir FH, en Svava skoraði fimm fyrir Víking og Erika 3 mörk. 100 leikja menn — Hafa leikið 100 landsleiki ■ Tveir heimsfrægir knattspyrnu- menn náðu þeim árangri í HM- kcppninni á Spáni, að komast í þann hóp knattspyrnumanna sem leikið hafa 100 landsleiki eða fleiri. Það voru Pólverjinn Lato og markvörður heimsmeistara ítala Dino Zoff. Samkvxmt áreiðanlegum heimild- um eru þeir leikmenn sem náð hafa 100 landsleikjum eða fleirum 16 talsins og það er mun auðveidara nú en fyrir nokkrum árum að ná þetta mörgum landsleikjum. Mun fleiri landsleikir eru á dagskrá og má í því sambandi nefna leiki í tengslum við Evrópukeppni landsliða og heimsmeistarakeppni, auk margra vináttuleikja. Sá leikmaður sem talinn er hafa leikið flesta leiki er Perúmaður Hector Chumpitaz að nafni, en hann er talinn hafa leikið 127 landsleiki. Sú tala er samt ekki talin vera alveg áreiðanlég. í öðru sæti er Sviinn Björn Nordqvist með 115, Roberto Rivelino, Brasilíu og Bobby Moore frá Englandi léku 108 landsleiki og Bobby Charlton og Dino Zoff hafa leikið 106 leiki. Dino Zoff. og þá voru Irarnir snöggir að spyrna knettinum frá marki og sóttu að marki íslands, sem endaði með því að Grealish skoraði annað mark íranna. Islendingar áttu fleiri færi, en það sem fyrr er nefnt og má þar helst nefna vel útfærða aukaspyrnu, Péturs Péturssonar sem írski markvörðurinn varði vel. Þá fékk Arnór Guðjohnsen gott færi, eftir að hann líafði leikið gegnum vörn íranna, en tókst ekki að skora. Islenska liðið á hrós skilið, að sögn Jóhannesar. Þó vildi hann ekki nefna neinn sérstakan, en hann sagði að enginn hefði gefist upp. heldur hafi allir barist og mikil stemmning verið hjá strákunum. Þetta var góð liðsheild og það þarf enginn að skammast stn fyrir að tapa fyrir írum. Þeir hafa ekki tapað í 14 síðustu leikjum á heimavelli sínum og m.a. unnu þeir Frakka, sem léku frábærlega á HM viku áður en hcims- meistarakeppnin hófst. Jóhannes sagði að dómarinn sem dæmdi leikinn hafi greinilega ekki ráðið Afleit vinnubrögð ■ í gærkvöldi klukkan 20.00 átfi að fara fram leikur Víkings og Þróttar í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Þegar fólk mætti í Laugardalshöll, þar á meðal blaðamenn var þeim tjáð að leiknum hefði verið frestað. Sú frestun var ekki tilkynnt neinum þeim aðilum sem alia jafna vekja athygli í leikjum í handknattleik. Slík vinnubrögð eru forkastanleg og sannast sagna hefði maður álitið, að á sama tíma og áhorfendur eru innan við 100 á hverjum 1. deildarleiknum á fætur öðrum, gerðu félögin allt sem í þeirra valdi stæði til að draga að áhorfendur. Það gerist ekki með vinnubrögðum eins og viðhöfð voru í gær. sh ■ Tony Grealish, Brighton skoraði seinna mark Iranna í gær. nógu vel við leikinn, enda hafi hann verið mjög erfiður fyrir dómarann. sh Norðmenn unnu ■ Nokkrir leikir voru háðir í Evrópukeppni landsliða i gærkvöldi auk leiks Ira og íslendinga. Mest komu Norðmenn á óvart er þeir sigruðu Júgóslava með þremur mörkum gegn einu. Mjög óvænt, þar sem Júgóslavar voru meðal úrslita- liðanna á H M á Spáni, en Norðmenn hafa aldrei verið verulega hátt skrifaðir. Sovétmenn fengu nágranna sína Finna í hcimsókn og þeir voru ekki fram úr hófí gestrisnir, þar sem þeir skoruðu tvö mörk gegn engu. Skotar léku gegn Austur-Þjóð- verjum og unnu þá með tveimur mörkum gegn ertgu. Norður Irar fóru hins vegar ekki í sigurleiðangur til Austurríkis, því þar sigruðu þá Austurríkismenn með tveimur mörk- um gegn engu. Þá fór fram stórleikur Englend- inga og Vestur-Þjóðverja á Wem- bley-leikvanginum í Lundúnum. Þjóðverjarnir sigruðu með tveimur mörkum gegn cinu og voru öll mörkin skoruð undir lok leiksins. Það var Karl-Heinz Rummeniggc sem skoraði bæði mörk Þjóöverja, áður en Tony Woodeock náði að minnka muninn er hann skoraði. Karl-Heinz Rummcnigge Úrslit í Öskjuhlíðar- hlaupi ■ 5. Öskjuhlíðarhlaup IR fór fram s.l. laugardag. Aukinu fjöldi keppenda miðaö við undanfarið sýnir að þátttaka fólks í hlaupum er að verða æ almennari. 51 keppandi lauk keppni en keppt var í fjórum flokkum, karla og kvennaflokki, 8 km og pilta og telpnaflokki þar sem vcgalengdin var 4 km. Sigurður Pétur Sigmundsson var öruggur sigurvegari í karlaflokki og Ragnheiður Ólafsdóttir FH í kvcnnaflokki. Þrír fyrstu í hverjum flokki urðu: Karlar: mín. 1. Sigurður P. Sigmunds. FH 24:55 nt. 2. Gunnar P. Jóakimsson ÍR 25:45 m. 3. Ágúst Ásgeirsson ÍR 25:50 m. Konur: 1. RagnheiðurÓlafsdóttirFH 28:34 m. 2. Hrönn GuðmundsdóttirÍR 31:37m. 3. Guðbjörg Haraldsdóttir 31:45 m. Piltar: 1. Finnbogi Gylfason FH 13:24 m. 2. Einar Páll Tamini FH 13:53 m. 3. Kristján S. Ásgeirsson ÍR 14:13 m. Tclpur: 1. Linda B. Ólafsdóttir FH 16:36 m. 2. Guðrún Eysteinsdóttir FH 16:39 m. 3. Kristín Zoéga . 18:08 nt. Coe keppir ekki í 6 mánuði ■ Eins og fram kom í fréttum varð Sebastian Coe hlauparinn frægi að hætta við keppni í 1500 metra Itlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Aþenu vegna veikinda. Coe sem er þrcfaldur heimsmet- hafí og Ólympíumeistari veröur nú að halda sig utan við hlaupabraut- irnar vegna veikinda. Hann er kominn yfír erfiðasta stigið í veik- indum sínum, en hann hefur ekki nóg þrek og þess vegna verður hann að taka lífinu með ró í eina se\ mánuði. Veikindi Coe komu í Ijós eftir að hann náði aðeins öðru sæti í 800 metra hlaupi í Aþenu, en það þykir ekki nóg á þeim bæ. ■ •* - I Wí Sebastian Coe. Bo/tar íþróttahús og íþróttafélög Blak boltar íótboltar hand bo/tar köriuboltar sundoól óboltar boltatöskur pöstse' ndurn Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 11783

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.