Tíminn - 14.10.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1982
Hverfisteinar
Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga
á mínútu í báðar áttir.
Verð kr. 1.728.- m/söluskatti.
Sendum hvert á land sem er.
™ * u
VELAVERSLUN
Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840
erlent yfirlit
Kosið aftur í Hamborg 19. desember
■ Strauss á fundi með fyrrverandi hermönnum
■ í BONN er nú beðið með mikilli
eftirvæntingu landsfundar Frjálslynda
flokksins, sem haldinn verður 5. nóvem-
ber næstkomandi. Verulegar horfur eru
taldar á því, að Hans Dietrich Genscher
utanríkisráðherra verði þar sviptur
formennskunni í flokknum vegna ósigra
flokksins í Hessen og Bæjaralandi, en
þeir eru taldir rekja rætur til þess að
flokkurinn rauf stjórnarsamstarfið við
sósíaldemókrata og gekk til samstarfs
við kristilegu flokkana.
Það spáir því, að Genscher eigi ekki
á góðu von, að Frjálslyndi
flokkurinn hélt fylkisþing í Baden-
Wiírttenberg nú um helgina og var þar
samþykkt með 227 atkvæðum gegn 170
krafa um, að Genscher segði af sér sem
formaður flokksins. Baden-Wiirttem-
berg hefur verið talið aðalvígi Frjáls-
lynda flokksins.
Það bætir ekki stöðu Genschers að
hann var hrópaður niður á mörgum
kosningafundum í Bæjaralandi í sam-
bandi við fylkiskosningarnar og var
hann því látinn hætta að mæta á fundum
þar.
Úrslitin í kosningunum í Bæjaralandi
urðu í samræmi við þetta. Flokkurinn
fékk ekki nema 3.5% greiddra atkvæða
og fékk því engan þingmann kosinn, en
til þess þurf'.i hann að fá 5% greiddra
atkvæða. Hann fékk 6.2% í síðustu
fylkiskosningum í Bæjaralandi.
Það veitir nokkra hugmynd um raunir
Genschers, að hann hefur aflýst fyrir-
hugaðri ferð til Kína, en ráðgert var og
raunar venjum samkvæmt, að hann færi
þangað með Karli Carstens forseta.
Mjög er talið hæpið, að Genscher geti
haldið áfram sem utanríkisráðherra, ef
hann verður sviptur flokksforusfunni.
EINN MAÐUR mun sérstaklega
fagna þessum óförum Genschers og
óska þess innilega, að hann verði sviptur
flokksforustunni. Það er Franz Josef
Strauss forsætisráðherra í Bæjaralandi.
Strauss varð fyrir nokkrum vonbrigð-
um með úrslitin í Bæjaralandi, því að
þau urðu heldur lakari en fyrir fjórum
árum. Hann getur þó unað þcim
sæmilega, því að flokkur hans fékk
58.3% greiddra atkvæða, en fékk 59.1%
í síðustu kosningum á undan.
Osigur Frjálslynda flokksins bætti
Strauss þetta upp, því aí> hann virðist nú
líta á Frjálslynda flokkinn sem aðalóvin
sinn og vill umfram allt koma honum
fyrir kattarnef. Ástæðan er sú, að
Strauss er andvígur samvinnu við hann
RJP 8296
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
ROYAL
skyndibúðingarnir
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragðtegundir
sína, eða fengu 31.8% í stað 31.4%,
fyrir fjórum árum.
Það voru Græningjar sem unnu mest
á í Bæjaralandi, þótt það nægði þeim
ekki til að fá þingmenn kjörna. Þeir
fengu 4.6% greiddra atkvæða, en fengu
sáralítið fyrir fjórum árum.
GENSCHER erekki eini andstæðing-
urinn, sem Strauss lætur höggin dynja á
um þessar mundir. Að mati hans er
annar andstæðingur hans engu betri en
Genscher, heldur jafnvel enn verri og
hættulegri. Það er Willy Brandt.
Strauss telur hann ekki aðeins
leiðtoga vinstra arms sósíaldemókrata,
heldur stefni hann beint í fangið á
Græningjum. Markmið Brandts sé að
koma á stjórnarsamvinnu sósíaldemó-
krata og Græningja eftir næstu kosning-
ar.
Það styrkir Strauss nokkuð í þessum
áróðri, að eftir að Helmut Schmidt hefur
látið af kanslaraembættinu, ber orðið
minna á honum en heldur meira á
Brandt sem formanni flokksins. Þá
hefur Brandt látið í það skína að hann
útiloki ekki um alla framtíð samvinnu
við Græningja, þótt þeir þurfi að breyta .
um vinnubrögð til þess að teljast
samstarfshæfir.
Sósíaldcmókratar virðast gera sér vel
Ijóst, að þeim er ekki heppilegt að vera
bendlaðir um of við Græningja. Það er
nokkur vísbending um þetta, að nýlega
slitnaði algerlega upp úr viðræðum milli
sósíaldemókrata og Græningja um
samstarf í borgarstjórn Hamborgar,
Þar verður því kosiðaftur 19.desember.
Borgarstjórnai'kosningar fóru fram í
Hamborg síðastliðið vor og urðu <
kristilegir demókratar þá stærsti flokk-
urinn þar í fyrsta sinn, en Græningjar
fengu oddastöðu. Síðan hafa staðið yfir
viðræður milli þeirra og sósíaldemó-
krata, en þeim er nú lokið eins og áður
segir.
Hamborg er heimaborg Helmuts
Schmidt og mun hann vafalítið láta til
sín taka í kosningabaráttunni.
■ Genscher
og telur kristilegu flokkunum muni
farnast bezt án hans. Strauss er líka
sagður hafa mikinn hug á því að skipa*
embaéfti varakanslara og utanríkisráð-
herra, en þar situr Genscher nú.
Strauss skaut óspart eitruðum örvum
að Frjálslynda flokknum á kosninga-
fundum í Bæjaralandi og bætti áreiðan-
lega ekki fyrir honum.
Þegar Frjálslyndi flokkurinn rauf
stjórnarsamstarfið við sósíaldemókrata,
vildi Strauss fá þingkosningar strax,
enda virtust verulegar líkur á, að
kristilegu flokkarnir hefðu þá fengið
meirihluta. A.m.k. bentu skoðanakann-
anir til þess. Þær spáðu sósíaldemókröt-
um þá miklu tapi.
Nú virðast sósíaldemókratar hafa rétt
við aftur. Þeir héldu velli í Hessen, þótt
þeim hefði verið spáð miklum ósigri þar.
í Bæjaralandi bættu þeir aðeins stöðu
Aðalfundur
samtaka um frjálsan útvarpsrekstur verður
haldinn að Hótel Sögu (átthagasal) fimmtudaginn
28. okt. n.k. kl. 20.00
Framkvæmdarstjórn.
to
mroskahjálp
Nóatúni 17,105 Reykjavík, sími 29901
Landssamtökin Þroskahjálp halda ráðstefnu 16. októbern.k. að Hótel
Heklu í Reykjavík og hefst hún kl. 10. f.h.
Fjallað verður um: Framtíðarhlutverk sólarhringsstofnana.
Ráðstefnan er öllum opin.
Gjafahappdrætti
Sumargleðinnar
Vinningsnúmer:
Bifreið á miða nr. 55
Hjónarúm frá Ingvari og Gylfa nr. 7264
Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7 Samsung
örbylgjuofn nr. 8097
Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7 Samsung
hljómtækjasamstæða nr. 15101
Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7 Samsung
litsjónvarpstæki nr. 14226
Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7 Fischer mynd-
segulbandstæki nr. 5732.
Verður Genscher að
láta af formennsku?