Tíminn - 14.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.10.1982, Blaðsíða 10
10 minning Herdís Ásgeirsdóttir Kveðja frá Landsnefnd orlofs húsmæðra ■ í dag þegar Herdís Ásgeirsdóttir er til grafar borin minnast hennar margir með virðingu og þökk. Herdís var fædd 31. ágúst 1895, en hún lést 3. október s.l. Eftirlifandi maður hennar er hinn þekkti skipstjóri og athafnamaður Tryggvi Ofeigsson. Herdís var viljasterk kona og studdi hvert það mál sem hún taldi til heilla horfa. Eitt þcirra mála sem hún beitti sér fyrir alveg sérstaklega var Orlof húsmæðra. Lög um orlof húsmæðra gengu í gildi árið 1960, en Herdís var formaður í þeirri nefnd sem undirbjó frumvarp að lögunum. Það voru gleðitíðindi að þessi lög hlutu samþýkki alþingis, því í þeim fólst viður- kenning á því að þau störf sem unnin eru á heimilunum séu mikilvæg fyrir þjóðfélagið þó þau séu ekki metin til launa. Samkvæmt lögunum áttu héraðssambönd Kvenfélagasambands íslands að sjá um framkvæmd þeirra. Bandalag kvenna í Reykjavík kaus þá þegar orlofsnefnd fyrir Reykjavíkurborg og varð Herdís formaður hennar og allt til ársins 1969. Henni var mikill vandi á höndum að móta starfsemina þar sem hér var um nýjar brautir að ræða. Og lengi býr að fyrstu gerð. Frá upphafi var það hennar fyrsta og síðasta boðorð að yfir orlofi húsmæðra væri menningar- og myndar- bragur. Sem samstarfsmaður Herdísar um langt árabil í Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík kynntist ég vel hennar góðu kostum. Góðvild og fádæma þrautseigja voru sterkir þættir í skapgerð hennar. Annað mál sem Herdís beitti sér fyrir á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík var að komið yrði á fót fæðingarstofnun í Reykjavík svo unnt væri að bæta úr því neyðarástandi sem ríkti á þeim málum á þeim árum. Henni tókst að finna húsið að Eiríksgötu 37 þar sem hin ágæta stofnun Fæðingar- heimili Reykjavíkur tók til starfa árið 1960. Herdís var einlæg trúkona. Trú hennar á handleiðslu Guðs var henni kraftur og leiðarljós f starfi. Blessuð sé minning hennar. Steinunn Finnbogadóttir formaður Landsncfndar orlofs húsmæðra. FIMMTUDAGLR 14. OKTOBER 1982 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 f réttaf rásögn ÞETTA ER ALVEG SÉRSTÖK TILFINNING” — rætt við Tryggva Björnsson á Hrappsstöðum í Víðidal um hrossagöngur og hrossaréttir ■ „Oft á fjali? Ég er orðinn rúmlega sextugur og það hafa fallið ur 2 ár síðan ég var 14 ára“, sagði Tryggvi Björnsson á Hrappsstöðum í Víðidal er Tíminn náði tali af honum um hrossaréttir sem nýlega voru haldnar í Víðidalstungurétt. Tryggvi sagði stóðinu raunar smalað um leið og farið er í fyrstu göngur á Víðidalstunguheiði fyrri hluta september. Það sé síðan geymt í sérstökum hólfum, þ.e. á afgirtum eyðibýlum í um 3 vikur. „Það tekur svo ekki nema dag að sækja það þangað", sagði Tryggvi. Um fjöldann sagði hann það sjálfsagt vera rúmlega 500 hross sem bændur úr Þorkelshóls- hreppi hefðu heimt af fjalli þetta haustið. Um 20 manns fara í göng- urnar, sem taka 5 daga. - Þykir mönnum ekki aUtaf gaman að fara í göngur og réttur? - Það er afar gaman að smala þessu saman og reka til rétta og hefur löngum þótt. Margir sækjast eftir þessu a.m.k. svona fyrst í stað, en þó finnst mér nú heldur vera að dofna yfir því nú í seinni tíð og færri sem sækjast eftir þessu til lengdar. - Er þó ekki orðið þægilegra að standa ■ þessu en áður var? -Það erekkert líkt. Þaðeru komnir skálar á öllum áfangastöðum í stað þess að menn gistu í tjöldum áður. Nú hafa menn líka orðið matarfélag í stað skrínukostsins. Þetta ér því allt annað. - Skemmta menn sér þá ekki með galsa og gamansögum þegar komið er í skála að kvöldi? Jú, en samt finnst mér nú orðið minna um það en áður var. Það er líka sömu sögu að segja heimafyrir. Fólk gleymir orðið tímanum fyrir sjónvarp- inu. Áður þurfti fólk sjálft að sjá sér fyrir gríni og glensi, en nú kemur þetta fyrirhafnarlaust í útvarpi og sjónvarpi. Fólk fer líka orðið miklu minna á milli bæja og hittist sjaldnar. - Húnvetningar varpa þó enn fram txkifærisvísum? - Það er líka orðið minna um slíkt. Hluti af stóði Þorkelshólshreppinea kominn í rétta dilka í Víðidalstuneurétt. ■ Borgarbúar eru sjálfsagt öllu vanari að horfa á „kowboya“ villtra-vestursins leika listir sínar við snörun stórgripa heldur en húnvetnska kappa, sem hér virtust þó ekki gefa hinum fyrrnefndu neitt eftir. Þetta hross - og annað til - þurfti að snara til að gera að sárum er þau höfðu hlotið. Tryggvi á Hrappsstöðum kvaðst þó ekki minnast þess að hross hafi nokkru sinni slasast áður í hrossaréttum í Víðidal. Allt er orðið einhvernveginn öðruvísi og ekki held ég að sú breyting sé öll til bóta. - Hafið þið góðan afrétt? - Við höfum nóg land, þó mér finnist nú heldur hafa þrengst um á síðustu árum. Eftir kulda og slæma sprettu nú tvö undanfarin sumur sýnist mér að afrétturinn sé svolítið farinn að ganga úr sér og verða gróðurminni. Það er orðið of margt á þessu. Hrossin hafa líka oft litið betur út en nú. - Þekkja menn öll sín hross þegar komið er í réttir? - Það held ég að þeir geri, a.m.k. að mestu leyti. Ella líta menn á mörkin. Folöld eru öll mörkuð áður en rekið er á fjali. - Stunda menn ennþá hrossakaup í réttum? - Það er alltaf fyrir hendi hafi menn áhuga. Þó finnst mér vera að draga úr þeim. Kaupstaðamenn keyptu mikið á tímabili en það hefur nú minnkað mjög. Enda held ég að sumir eigi orðið of mikið af hrossum. Það hlýtur t.d. að vera takmarkað gaman af mikilli hrossaeign innan um alla þessa bíla og miklu umferð eins og er í Reykjavík. - En menn riða enn út til sveita? - Það var töluvert dottið niður á tímabili, en nú finnst mér það vera að glæðast aftur að krakkar og ungt fólk vilji fara á hestbak. Þó finnst mér að fólk þyrfti að gera meira af þessu. En það er alltaf tekinn helv... bíllinn - eins og ég segi stundum. Fólk vill ekki orðið hreyfa sig nema í bíl. - Marga langar þó enn í hrossaréttir vænti ég? - Það er nú svo einkennilegt hvað fólk sem flust hefur í burtu - sem átt hefur stað hér sem annars staðar - er ræktarsamt að koma alltaf í réttir. Jafnvel börn og barnabörn koma ár eftir ár og þykir slæmt ef forföll verða af óviðráðanlegum orsökum. Það eru greinilega ýmsar taugar sem tengja þá við sveitina sem þar hafa verið. - Og þú ætlar sennilega í göngur nokkur árin enn? - „Það er ómögulegt að segja. Mig langar alltaf. Þó maður hafi gjarnan sagt að þetta skuli vera síðasta haustið, hafi maður lent í einhverjum vanda, þá gleymir maður þvi strax. Manni finnst einhvernveginn svo gaman að því að fara þetta, og líður eitthvað svo vel - það er varia hægt að lýsa því í orðum - þetta ér alveg sérstök tilfinning", sagði Tryggvi. Tímamann grunar að í huganum hafi hann verið kominn hálfa leið í næstu göngur. - HEI ■ Nýkomin úr frelsi fjallanna en nú bjargarlaus í böndum. Er hægt að hugsa sér öllu meiri andstæður. Myndir M.Ó. „Er það biti eða fjöður?“ GLÆSILEG ASKRIFENDAGETSAUN TIMANS! NAD hljóm- flutnings- tæki -verðmæti 25.000.- Dregin út 3, febrúar 1983 imyndband og sjónvarp mm 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.