Tíminn - 14.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.10.1982, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 Öldrunarmál í brennidepli ■ Öldrunarráð íslands, scm stofnað var 21.október 1981, hclt fyrsta aðal- fund sinn að Borgartúni 6, föstudaginn l.október s.l. Aðilar ráðsins eru nú 34. Þeir eru fulltrúar landssamtaka og félaga, sem vinna að öldrunarmálum auk nokkurra styrktarfélaga. Á fund- inum gerði stjórnin grein fyrir marg- þættri starfsemi ráðsins og ræddar voru ráðagerðir um störf á næsta starfsárr. Stjórn ráðsins var endurkjörin. For- maður hennar er sr. Sigurður H. Guðmundsson. Að loknum fundi ráðsins hófst námstefna um öldrunarmál, sem haldin var á vegum þingkjörinnar nefndar vegna árs aldraðra og Öldrunarráðs íslands. Námstefnuna sóttu um 150 manns, og hana setti Svavar Gestson, heilbrjgðisráðherra. Að því loknu flutti Lýður Björnsson, sagnfræðingur, erindi um þróun íslenskra öldrunarmála fram til ársins 1947. Dr. Jón Sæmundur Sigurðsson, deildarstjóri ræddi um aldraða og almannatryggingarnar, dr. Gtiðjón Magnússon, aðstoðarlandlækn- ir um vistunarmál aldraðra, Sveinn Ragnarsson, félagsmálastjóri, ræddi samhæfingu og stjórnun öldrunar- þjónustu í sveitarfélögum og Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, talaði um frumvarp til laga, málefni aldraðra. Að lokum talaði Poul Berthold, danskur ráðgjafi í öldrunarþjónustu, um stjórnun öldrunarþjónustu. Á síðari degi námstefnunnnar flutti séra Bernharður Guðmundsson erindi um fjölmiðla og aldraða. Jan Helander prófessor flutti erindi um andlega umönnun í heimahúsum og á stofnun- um, og einnig erindi, sem hann nefndi Hvar er þörfin brýnust í öldrunar- málum? Síðasta erindið flutti Pétur Sigurðsson alþingismaður og gerði grein fyrir öldrunarráðstefnunni í Vínarborg, sem hann sótti s.l. sumar. Það var sammæli allra, sem ráðstefnuna sóttu, að hún hefði tekist mjög vel. FRÆÐSLU RIT UM ÖLDRUN ■ „Þcgar ég eldist“ cr fræðslu- og ritinu eru: upplýsingarit um líkamlcga og féiags- Eðlilegar breytingar í liöum og legar breytingar, sem mæta okkur á líffærakerfinu, hollusta, næring og efri árunt. Ritiö cr nýkomið út og er hrcyfing, slys í heimahúsum, búskipti útgefandi Þórir S. Guðbcrgsson og og arfur, aldraðir og atvinna, um hefur hann samið tcxtann, Ritið er dauða, sorg og áfall, almenn þjónusta fyrst og fremst skrifað fyrir almcnning, við aldraða. ekki einungis lífcyrisþega heldur ekki síður fyrir verðandi lífeyrisþega, Drcifingaraðilar ritsins „Þegar ég starfsfólk í öldrunarþjónustu.aðstand- eldist“ eru útgefandi, Þórir S. Guð- endur aldinna og alla þá, sem áhuga bergsson, Selbraut 11 og Kirkjuhúsið, hafa. Klapparstíg 25 og gefa þeir nánari Helstu þættir, sem lcknir eru fyrir í upplýsingar um ritið. ■ Síamstvíburar, með eina og sömu lifur hafa verið aðskildir á sjúkrahúsi í Kína og er það fyrsta slík aðgerð, þar sem heppnast. Stúlkurnar tvær Xu Jinglian og Xu Junghua voru saman 4,6 kg. við fæðingu eða rúmar 17 merkur. Móðir þeirra, fátæk kona í Shanghai, fæddi þær2.mars s.l. Nákvæmlega var fylgst með tví- burunum fyrstu vikurnar á Xinhua sjúkrahúsinu í Shanghai. Þar voru þær síð'an aðskildar 14.apríl s.l. Þá voru þær orönar 7 kg. að þyngd og læknar vissu að þær höfðu eina stóra lifur sameigin- lega en ekki tvær lifrar samtengdar eins og venjulega er með síamstvíbura samvaxna á kviðnum. i n: * M * »ICW »» »» '** - » «t * »*-***v» * W » a *■ SIAMSTVIBURAR MEÐ SAMEIG- INLEGA LIFUR AÐSKILDIR Erfiðasti hluti aðgerðarinnar var að sjálfsögðu að skipta lifrinni og öll skurðagerðin tók fjórar klukkustundir. Á meðan varð hjartsláttur telpnanna mjög hraður, blóðþrýstingur lækkaði og þær urðu bláleitar, en skurðlæknunum tókst að koma heilsu þeirra til betri vcgar. Næstu vikur fengu tvíburarnir sér- staka fæðu og nákvæmlega var fylgst með þeim. Hjúkrunarkonur héldu á þeim þá hluta sólarhringsins sem þær voru vakandi til þess að þær grétu ekki. Það var of mikil áreynsla fyrir þær. Önnur telpan Xu Jinglian þjáist af vægum hjartagalla, sem virðist oft koma fyrir hjá samvöxnum tvíburum. En í lok maí vógu telpurnar hvor um sig um 5 kg. og l.júní fór Jinghua heim til foreldra sinna, en Jinglian var lengur á spítalanum til að hægt væri að fylgjast með henni. Báðar munu þær samt vera við góða heilsu. Jinglian og Jinghua eru eineggja tvíburar eins og allir tviburar, sem fæðast samvaxnir. Þær hafa orðið til úr einu eggi, sem skiptist í tvíbura. Venjulega er skiptingin algjör, en þegar um er að ræða samvaxna tvíbura hefur skiptingu ekki lokið og börnin verða samvaxin. Það virðist að flestir slíkir tvíburar séu stúlkur. Áður en nútíma skurötækni kom til var ekki hægt að aðskilja Síamstvíbura til að þeir gætu lifað eðlilegu lífi. Fallegar skfdahúfur en 26 lykkjur sléttprjónaðar á prjóna nr. 3 1/2 eiga að vera 10 cm. Aðferð: Fitjið upp 117 lykkjur á lítinn hringprjón (aðallitur) og prjónið 3 cm - slétt prjón. Þessi kantur rúllast upp. Prjónið síðan 5 umferðir af brugðnu prjóni. Prjónið þá slétt prjón 3 umferðir í aðallit. eina umferð af hvítu og siðan mynstrið eftir myndinni. Þá er prjónað ■ Húfurnar á mvndinni eru cinfaldar og góðar skíðahúfur. Önnur húfan er með snúru og dúsk á toppnum, en hin er með prjónaðar lítinn topp. Efni: Heilogarn, ca. 75 g af aðallit og smávegis af hvítu í mynstrið. Notað er lítill hringprjónn og sokkaprjónar nr. 3 1/2 (eða 3). Athugið hversu fast þið prjónið og notið prjóna samkvæmt því, áfram slétt í aðallit, þar til húfan er 19 cm. Þá er skipt yfir á sokkaprjóna og byrjað að fella af. 1. umferð: 1 lykkja tekin óprjónuð af, 1 slétt prjónuð og lausa lykkjan tekin yfir, 55 sléttar lykkjur prjónaðar og tvær prjónaðar saman. 2. umferð er prjónuð eins og 1. umferð, en með 52 og 53 lykkjum á milli úrtöku (= 109 lykkjur). 3. umferð: Prjónið 1 lykkju og takið eina óprjónaða síðan eina og takið óprjónuðu lykkjuna yfir, prjónið þá 48 lykkjur, 2 lykkjur saman. 2 lykkjur, takið eina óprjónaða og prjónið næstu og lausa lykkjan tekin yfir, prjónið síðan 49 lykkjur, tvær saman og síðan eina. Fellið svo af áfram éins og lýst er í 3. umferð þangað til 7 lykkjur eru eftir. Klippið á þráðinn, dragið hann í gcgnum lykkjuna og festið vel. Vefjið saman snúru um 12 cm langa búið til lítinn dúsk á endann og festið í toppinn á húfunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.