Tíminn - 14.10.1982, Blaðsíða 20
I
►
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEDD“
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75-51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikið úrval.
Sendum um land. alít
Ábyrgð á.öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggíngaféJag
abriel
KÖGGDEYFAR
QJvarahlutir sSsfd
Forstjöri American-Scandinavian Foundation um
Scandinavia Today:
„NAÐUM TIL UM 90 MILI-
JÓN BANDARÍKJAMANNA
— Vigdís Finnbogadóttir átti mikinn þátt í að svo varð
■ „Heimsókn forseta Islands Vigdísar
Finnbogadóttur til Bandaríkjanna var
gífurlega vel heppnuð og lyftistöng fyrir
Norrænu menningarkynninguna,
Scandinavia Today", sagði Patricia
Mc Fate verkfræðingur og forstjóri
American Scandinavian Foundation í
New York í viðtali við Tímann. Sú
stofnun er aðalbakhjarlinn að Norrænu
menningarkynningunni og Patricia því
jafnframt framkvæmdastjóri þeirrar
kynningar.
„Við hjá American Schandinavian,
Foundation höfðum gert ráð fyrir því að
opnunarathafnirnar og hátíðarhöldin í
því sambandi myndu ná til um 30 milljón
manna í Bandaríkjunum cn vegna þcss
hve mikla athygli Vigdís forseti vakti
teljum við að minnsta kosti þrisvar
sinnum fleiri viti af ferð hennar. Þetta
er mjög mikil lyftistöng fyrir sýninguna
sjálfa. Sem dæmi um aðsóknina að
hinum ýmsu sýningum má nefna að
Cooper — Hewit safnið í New York,
hefur marg sinnis orðið að loka fyrir
fólksstrauminn á sýninguna þar, vegna
brunavarna og fjöldatakmarkana af
þeim sökum. Biðröðin til þess að komast
inn nær langt út á götu.
Þessi kynning á Norðurlöndunum er
lang stærsta kynningin á öðrum löndum
í Bandaríkjunum fyrr og síðar og hún
mun standa yfir í 72 borgum Banda-
ríkjanna allar götur til janúar 1984.
Boðið er uppá 352 mismunandi atburði
allt frá flugeldasýningunni í Washington
D.C. á opnunardaginn til handritasýn-
ingarinnar íslensku í einu virðulegasta
safni Bandarikjanna, Pierpoint -
Morgansafnmu í New York.
í úrklippumöppunni okkar eru nú
þegar 150 heilsíður af umfjöllun blað-
anna um sýninguna og þó er ekkert
’komið frá Minneapolis og Seattle þar
sem öllu var bókstaflega snúið við vegna
sýningarinnar.
Vigdís forseti var tvisvar sinnum í
sjónvarpinu stranda á milli og einu sinni
í samskonar útvarpi auk ótal staða og
landshluta útvarpsþátta. Svona umfjöll-
un á alríkisvísu er mjög óvenjuleg í
Bandaríkjunum og í rauninni aðeins
alstærstu viðburðir í heimsfréttunum og
tengdir forsetaembættinu og þinginu
sem fá viðlíka umfjöllun.
Patricia McFate, forstjórí Amencan Scandinavian Foundation.
í rauninni erum við formlega aðeins
búin að opna sýninguna á austurströnd-
inni núna. Formleg opnun á vestur-
ströndinni verður í febrúar á næsta ári.
Reyndar er hluti af ástæðu fcrðar
minnar hingað núna að bjóða Vigdísi
forseta að opna sýninguna þá. Hún
hefur því miður ekki treyst sér til þess
að gefa svár ennþá um það, hvort hún
ætlar að þíggja þoðið, en ég kem aftur
eftir mánuð hingað til þess að ítrcka
boðið. Ykkur íslendingum þykir þetta
ef til vill nokkuð hart að gengið, en þar
sem ég er af norrænu og írsku bergi
brotin nákvæmlega eins og þið, þá veit
ég að þið fyrirgcfið mér þessa staðfestu.
Sérstaklega með tilliti til þess að hún
vekur svo mikla lukku og gerir
Norðurlöndunum svo mikið gagn í
Bandaríkjunum.
Annars fyrst ég minntist á sjálfa mig,
þá er ég verkfræðingur að mennt og var
tilnefnd í stjórn American Scandinavian
Foundation af skiptinemasambandjnu
bandaríska. Fyrir um ári síðan hætti
forstjóri þeirrar stofnunar og ég var
gerð að forstjóra og þannig varð ég
framkvæmdastjóri menningarkynning-
arinnar. Starfið hefur verið gífurlegt
bæði í Bandaríkjunum og á Norður-
löndunum, ferðalög og fundarsetur og
stundum fannst mér þetta aldrei myndi
TímamyndtGTK
takast. Þess vegna er ég svo innilega glöð
hversu vel þessi opnunarhátiá hefur
tekist og þakklát íslensku þjóðinni að
eiga svona dásamlegan forseta, sem með
framkomu sinni og stórkostlegum ræð-
um hefur gersamlega heillað bandarísku
þjóðina og átt sinn stóra þátt í því að
láta menningarkynninguna heppnast
svo vel sem raun er á.
Ef íslendingum á annað borð er það
nokkurs virði, þá get ég svona upplýst
að lokum að nú vita allir Bandaríkja-
menn af Leifi Eiríkssyni og að það voru
norrænir menn sem fyrstir Evrópubúa
komu til Ameríku."
G.T.K.
FIMMTUDAGUK 14. OKT 1982
fréttir
Framlög til bygg-
ingarsjóöa hækka
um 33%
■ Húsnæðislán þau sem
áætlað er að veita úr
Byggingarsjóðum ríkisins
og verkamanna á næsta ári
eiga samkvæmt nýju fjár-
lagafrumvarpi aðeins að
hækka um 33% frá því
sem ráð var fyrir gert í
fjárlagafrumvarpi 1982.
Er sú hækkun langt undir
því sem íbúðaverð og
byggingarkostnaður hefur
hækkað á milli ára og enn
meiri hækkanir blasa við.
Framlag ríkissjóðs til
Byggingarsjóðs ríkisins er
nú á ætlað um 71,5 millj.
króna eða 25% frá síðasta
fjárlagafrumvarpi. Lán-
tökur sjóðsins (fyrst og
fremst frá lífeyrissjóð-
unum) eru áætlaðar 345
milljónir, sem er 30,5%
hækkun og útlán sjóðsins
eru áætluð 499,3 milljónir,
eða 33,6% hærri en fjár-
lagafrumvarp 1982 gerði
ráð fyrir.
Framlög ríkissjóðs til
Byggingarsjóðs verka-
manna eru áætluð 148
milljónir kr. í hinu nýja
fjárlagafrumvarpi, sem
ei 33% hækkun frá frum-
varpi 1982. Til viðbótar er
áætlað að sjóðurinn taki
146 millj. kr. að láni-33%
aukning - en útlán sjóðs-
ins er áætlað 356,8 mill-
jónir króna á árinu sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi,
sem er einnig þriðjungs
aukning frá frumvarpi
1982.
Fjárhagsáætlanir þessar
virðast því síður en svo til
þess fallnar að auka bjart-
sýni þess unga fólks sem
nú stendur frammi fyrir
því að koma sér upp þaki
yfir höfuðið. En þess má
geta að ungt fólk sem nú
er á þeim aldri sem
algengast er að flytji úr
föður/móðurhúsum eru
fjölmennustu fæðingar-
árgangar sem nokkru sinni
hafa fæðst á íslandi.
-HEI
dropar
Baráttan gegn
fíkniefnunum
■ Mikið hefur verið rætt um
hættuna af ávana- og fíkniefn-
um nú síðustu árin, og nauðsyn
þess að berjast kröftuglega
gegn þeim.
Með þf'cia í huga er athyglis-
vert að lesa í nýútkomnum
ríkisreikningi fyrir síðasta ár
fjárveitingar til liðar sem
nefnist: „Áfengis- og fíkni-
efnamál“.
Á sama tíma og aðrír
kostnaðarliöir á dómsmálasvið-
inu hafa hækkað verulega frá
því, sem gert var ráð fyrir á
fjárlögum fyrir árið 1981 —
jafnvel um hátt í tvö hundruð
prósent, þá hcfur þessi liður
staðLst áætlun. Gert var ráð fyrir
74 þúsundum til þessa liðar, en
eyöslan var 75 þúsund! Þar fór
mestur hluti til „matsnefndar
vínveitingahúsa" (60 þúsund),
en „öleftirlit" kostaði 12 þús-
und (sem sagt jafn smávægilegt
og bjórinn sjálfur), og „fíkni-
efnanefnd“ eyddi aðcinr 3
þúsundum á árinu — og hafði
þó verið áætlað til hennar í
fjárlögum 27 þúsundum króna.
Það hefur sem sagt ekki þótt
ástæða til þess að fíknicfna-
nefnd eyddi þeim peningum,
sem til hennar var veitt. Tali
menn svo meira um baráttuna
gegn fíkniefnunum.
Nágranna-
krítur
■ I Víkurfréttum, sem gcfnar
cru út í Keflavík, segir frá
nágrannakritum á Suðumesjum
í cftirfarandi frétt:
„Á dögunum, þegar hitaveit-
an til Hafna var formlega tekin
í notkun, tóku viðstaddir cftir
þvi, að eitt sveitarfélagið innan
SSS (Samband sveitarfélaga á
Suðumesjum) sendi ekki full-
trúa til þátttöku í athöfninni,
þ.e.a.s. Njarðvík. Heyrst hefur
að ástæðan sé sú að Njarðvík
greiddi í upphafi atkvæði á móti
lagningu hitaveitu til Hafna og
þess vegna hafi þeir ekki getað
samglaðst Hafhamönnum af
þessu tilefni“.
Leíktækja-
spilling
■ Leiktæki þau og spilakass-
ar, sem komið hefur verið fyrir
á ýmsum stöðum í þéttbýli
síöustu árin, hafa valdið deUum,
þar sem margir tclja að þeir
staðir séu ekki beinlínis hoUar
uppeldisstöðvar fyrir ungling-
ana.
SkriffTmnamir í Víkurfrétt-
um hafa sérstaklega gagnrýnt
einn slíkan stað í Keflavik, sem
þeir segja að sé „nánast ekkert
annað en fjárplógsstarfsemi.“
Heyrst hefur að algengt sé að
börn innan við fermingu séu
þarna reykjandi og drekkandi
áfenga drykki. Spil þessi em
þannig að vinningur (þá
skjaldan hann vinnst) gefur
ekki ágóða, heldur felur aðeins
■ sér aukaspil. Hvert spil kost-
ar 5 krónur og hafa sést þama
fjúka mjög háar upphæðir, og
em dæmi þess að sömu börnin
séu þarna dag eftir dag með
mikið fé miUi handa“.
ÆtU ýmsir kannist ekki við
þessa lýsingu frá öðrum stöðum
Uka.
Krummi ...
... sér í Dagblaðinu að mikiU
hluti kjósenda stjómarand-
stöðuflokkanna fylgir ekki for-
ingjunum í andstöðunni við
bráðabirgðalög ríkisstjómarinn-
ar. Það er auðvitað ekki í fyrsta
sinn sem þeir foringjar em á
annarri bylgjulengd en almenn-
ingur í landinu.