Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 3 fréttir Engar breytingar á hlutverki varnarliösins: SKIPT UM ORRUSTUÞOTUR EN FLUGVÉLUM EKN FJdUÍAD Engin ósk um nýjar framkvæmdir, segir Ólafur Jóhannesson ■ i ráði er að skipt verði um orrustuþotur varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Þar eru nú þotur af Phanthom- gerð og hafa verið um alllangt skeið. Þær eru að ýmsu leyti orðnar úreltar og í þeirra stað koma þotur af gerðinni F-15. Vélum verður ekki fjölgað, aðeins skipt um tegund. Það hefur flogið fyrir að varnir verði efldar mikið á Keflavíkur- flugvelli og meðal annars bætt við tveim AWACS radarflugvélum, en tvær eru nú gerðar út frá varnarstöðinni. Það er ekki rétt, engin ósk hefur komið fram um að fjölga þeirri tegund véla né heldur að fjölga neins konar tækjum á vegum hersins, heldur að endurnýja þau sem fyrir eru. Fjölmiðlar'hér á landi hafa flutt fréttir um að bæta eigi við tækjakost varnarliðs- ins og er heimildin blaðagrein sem birtist í Washington Post. Tíminn bar þessar fréttir undir Ólaf Jóhannesson utanríkis- ráðherra, en hann var einmitt staddur vestan hafs þegar greinin birtist. Hann staðfesti að til stæði að skipta um orrustuþotur en neitaði því að vélum yrði fjölgað og að fleiri AWACS vélar mundu verða staðsettar hér á landi. Ólafur sagðist hafa óskað eftir því við sendiráðið í Washington, að málið yrði kannað nánar, þegar honum barst fyrrnefnd blaðagrein, enda höfðu hon- um ekki borist óskir um að flugvélum yrði fjölgað á Keflavíkurflugvelli. - Sendiráðið hafði samband við varnarmálaráðuneytið, sagði Ólafur, til að spyrjast fyrir um málið, og fékk þau svör að þar væri einhver áætlanadeild, sem væri að vinr.a að þessum málum. En í áætlun ráðuneytisins er hvergi minnst á fjölgun AWACS véla á íslandi, en deild þessi gerir áætlanir nokkuð langt fram í tímann. - Ég vissi að til stóð að breyta um tegund orrustuþota og eru uppi ráða- gerðir um það. Það hefur oft gerst áður að flugflotinn er endurnýjaður, og þegar um sams konar tæki er að ræða, en nýtískulegri, þá hefur ekkert sérstakt skeð í því sambandi og ég held að það verði ekki nú fremur en áður. Þær vélar sem koma hingað eru að einhverju leyti tæknilega fullkomnari, en þær sem fara, hafa meira flugþol. Það sem okkur þykir aðalkosturinn er að þær eiga að valda miklu minni hávaða, en þær vélar sem nú eru í notkun og oft hefur verið kvartað undan í byggðinrii næst flugvellinum. Það byggist fyrst og frernst á því, skilst mér. að nýju vélarnar taka sig nær beint upp í loftið og fljúga því ekki rqtt yfir byggðinni. Annars standa yfir hávaðamælingar og þá á að koma í ljós hvaö það er sem mest hrcllir íbúana og þeir hafa kvartað mjög undan. Hávaðinn er verulegur og æskilégt að geta losnað við hann. Þessi breyting gerist ekki strax og ekki er hægt að tala um að það verði í raun nein breyting á vörnunum. Varðandi varnirnar yfirleitt eru bókstaflega engar aðrar breytingar fyrirhugaðar. Nú stendur fyrir dyrum hinn árlegi úthlutunarfundur í Norfolk, þar sem framkvæmdir á vegum flotans eru skipulagðar. Þær óskir sem komið hafa fram varðandi ísland eru eðlilegar og skera sig ekkert úr og engar nýjar stórframkvæmdir fyrirhugaðar eða ósk- að eftir þeim. Það er um cndurnýjun að ræða og áframhald á því sem unnið hefur verið að. Helguvík? - Þar koma inn í viss atriði. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að leggja leiðslur frá geymunum fyrirhuguðu og upp á völlinn og að eitthvað verði byrjað á byggingu geymanna, en um sjálfa höfnina er aftur á móti ekkert ákveðið enn og ég hef ekki fengið neinar teikningar að henni, svo að hún verður ekki á þeirri áætlun sem nú er verið að ganga frá. Mikið af þeim fjárveitingum sem settar hafa verið á blað eru framlenging- ar á framkvæmdum, sem áður hafa verið leyfðar, en ekki komist í framkvæmd. Þannig er það til dæniis meö þessi margumtöluðu flugskýli. Leyfi var veitt til að byggja þrjú llugskýli. Ég lýsti því yfir. að ekki yrði veitt leyfi fyrir lleirum fyrr en búið væri að byggja þessi þrjú. Þau eru ekki enn komin upp úr jöröinni, en nbú er gert ráð fyrir því að unniö verði að byggingu þessara þriggja skýla á næsta ári, hver sem framkvæmdin Mjólkurfræö- ingar sam- bykktu sam- komulagid ■ Mjólkurfræðingar hafa samþykkt samkomulagið sem undirritað var með fyrirvara um samþykki félagafunda hjá ríkissáttasemjara fyrr í þessari viku. í atkvæðagreiðslu meðal mjólkur- fræðinga varð niðurstaðan sú að nýr kjarasamningur var einróma samþykkt- ur. Alls greiddu rúmlega 30 mjólkur- fræðingar atkvæði af þeim um 60 mjólkurfræðingum sem við störf eru í landinu og sögðu allir já. Verkfalli mjólkurfræðinga er því aflétt að þessu sinni, og talið er víst að vinnuveitendur muni samþykkja sathninginn. - ESE Sparkaði læstri hurð frá stöfum ■ lnnbrotsþjóíur hafði á brott með sér lítinn peningakassa með skiptimynt úr afgreiðslustöð Skeljungs við Laugaveg 180 í fyrrinótt. Komst þjófurinn inn um dýr á suðurhlið hússins og af skófari á huröarspjaldinu ntá sjá að hann Itefur sparkaö hurðinni frá stöfum. Ekki hefur tekist að upplýsa innbrotið. verður. • Sjó. TROOPER A VESTURLANDI ■ „Um ALEX farskrárkerfið eru skilaboð frá New York um London og Reykjavík til Akureyrar tvær sekúndur að berast,“ sagði Jakob Sigurðsson, forsföðumaður tölvudeildar Flugleiða á blaðamannafundinunt í gær. Tímamvnd. GE. Nýtt farskrárkerfi Flugleida: ALEX leysir GABRIEL af hólmi ■ Flugleiðir eru í þann mund að taka í notkun eigið farskrárkerfi sem hlotið hefur nafnið ALEX. Kemur það í stað Gabríel tölvukerfisins sem notað hefur verið við farskráningar undanfarin ár. Gabríel er í eigu SITA, sem er alþjóðlcgt sameignarfélag í eigu rnargra flugfélaga um allan heim, þá m. Flugleiða. „Nú hafa Flugleiðir hins vegar flutt heim þennan mikilsverða þátt flug- rckstrarins með því að byggja upp eigin bókunarkerfi sem er ALEX. Tölvan er staðett í aðalbyggingu Flugleiða við Reykjavíkurflugvöll. Hún er tengd söluskriístofum félagsins í átta löndum og fá þær skrifstofur allar upplýsingar sem á þarf að halda frá tölvunni hér," segir í frétt frá Flugleiðum. Reyndar er ALEX kerfið ekki alveg nýtt af nálinni hér á landi því það hefur þjónað innanlandsflugi frá 1. nóvember í fyrra og reyndar millilandaflugi líka. þar sem hægt var að bóka millilandafar frá þeim tíma af ALEX yfir á Gabríel. Þegar er búið að tengja ALEX við skrifstofur Flugleiða í Vestmannaeyj- um. á Akureyri, Húsay^og Egilsstöð- um. Næst verður ísafjorður tengdur kcrfinu og aðrir staðir síöar. Einnig hafa ferðaskrifstofur í Reykjavík og Ferða- skrifstofa Akureyrar aðgang að ALEX. „Fyrir utan þess eigin tölvuskráningu hafa Flugleiðir aðgang að tölvuskráning- um um 70 erlendra flugfélaga. Þetta þýðir, að Flugleiöir geta veitt bestu og skjótustu afgreiðslu á farskráningu og hótelpöntunum sem völ er á, ekki aöeins á eigin flugleiðum heldur einnig út um allan heim. Svo dæmi sé tekið. þá skiptir það ekki máli hvort viðskiptavinur er staddur í New York, Húsavík eða Reykjavík. Hann getur gengið inn á skrifstofu Flugleiða og fengið samstund- is upplýsingar um brottfarar- og komu- tíma flugvéla vítt og breytt um veröldina. Ennfremur látið bóka sig á þær leiðir sem hann mun fljúga auk hótelpantana á þeim stöðum sem óskað er eftir. ALEX skilar strax öllum umbcönum upplýsingum og viðkomandi getur gengið frá öllum undirbúningi ferðarinnar á staönum. Áður þurftu starfsmenn Flugleiða úti á landi að hringja til Reykjavíkur' og fá þessar upplýsingar gegnum síma. Nú hafa þeir tölvuskjá sem birtir allar upplýsingar um leið. Mcð þessu hefur einnig verið tekið upp eitt heildarkerfi fyrir starfsemi Flugleiða á tölvusviðinu og um lcið sparast verulegur fjarskiptakostnaður,“ segir í frétt frá Flugleiðum. - Sjó. SYNINGARSTAÐIR Króksfjarðarnes - Skriðuland - Búðardalur Stykkishólmur - Grundarfjörður - Ólafsvík Hellissandur-Vegamót- Borgarnes \ Akranes /t TROOPER í tómstundum TROOPER til allra starfa Isuzu Trooper leggur land undir fót og heldur í hringferö um íslandtil þess að leyfa landsmönnum að líta á sig.l förinni verður einnig hinn vinsæli Isuzu Pick-up. Komið verður við í öllum landsfjórðungum og mun þá gefast tækifæri til þess að kynnast kostum þessara vönduðu vagna frá ISUZU. Nánar mun verða tilkynnt um tilhögun ferðarinnar í útvarpi. SÝA/jngNBSTAOm TILKy/V/vr/ °G Tl'MA^ ^TvaRP/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.