Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 5 ■ Junius Jayewardene Studlar ellin að sigri Jayewardene? Hún þykir gera hann landsföðurlegri ■ NÆSTKOMANDI miðvikudag (20. okt.) fara fram forsetakosningar í Sri Lanka (áður Ceylon) og vekja þær sérstaka athygli af tveimur ástæðum. Fyrri ástæðan er sú, að forsetinn, sem sækir um endurkjör, Junius Jayeward- ene, er orðinn 76 ára gamall og sækir þó kosningabaráttuna af svipuðu kappi og ætla mætti af manni sem væri hálfri öld yngri. Síðari ástæðan er sú, að kosningabar- áttan snýst að verulegu leyti um konu, sem var fyrir tveimur árum svipt kosningarétti og kjörgengi næstu sjö ár og bannað að hafa afskipti af stjómmál- um á þeim tíma. Hér er um að ræða Sirimavo Bandaranaike, sem var forsætisráðherra Sri Lanka 1960-1965 og aftur 1970-1977. Eiginmaður Sirimavo Bandaranaike var forsætisráðherra á árunum 1966- 1969. Þá var hann myrtur, Sirimavo tók þá við forustu flokks hans, Frelsisflokks- ins, og vann flokkurinn sigur í kosning- unum 1960 undir forustu hennar. Hún tapaði svo í kosningunum 1965, en vann sigur á ný í kosningunum 1970. Eftir það stjórnaði hún samfleytt í sjö ár. Stjórn hennar fylgdi sósíalisma á mörgum sviðum. Peningastofnanir og atvinnufyrirtæki voru þjóðnýtt í stórum stíl. Öll félagsleg þjónusta var stór- aukin. í fyrstu gekk þetta allvel, en olíukreppan, sem ríkti síðari hlutann af þessu stjórnartímabili Sirimavos, gerði strik í reikninginn. Miklirefnahagserfið- leikar komu til sögu, atvinnuleysi varð mikið og einnig mikill vöruskortur. í kosningunum 1977 beið Frelsisflokk- urinn mikinn ósigur, Pjóðlegi samein- ingarflokkurinn fékk meirihluta á þingi og myndaði stjórn undir forustu Jaye- wardenes. Hann he'fur farið með stjórn síðan. JAYEWARDENE hefur reynzt mik- ill byltingamaður líkt og frú Bandar- anaike en á annan hátt. Hann hefur nefnilega bylt öllu því, sem hún var búin að byggja upp. Þjóönýtingin, sem hún kom á, hefur verið afnumin að mestu eða öllu. Svipað gildir um hina félagslegu þjónustu. Verðlagshömlvr og flestar aðrar hömlur á viðskiptum og atvinnurekstri hafa verið afnumdar. Reynt hefur verið að láta hina svonefndu markaðsstefnu ríkja á sem flestum sviðum. Árangur af þessú er mjög umdeildur. Jayewardene segir, að þetta hafi dregið úr atvinnuleysi og það gerði það vafalítið um skeið, en nú er atvinnuleysi að aukast aftur. ■ Sirimavo Bandaranaike Þá segir Jayewardene að þessar breytingar hafi dregið úr vöruskort- inum. Það er rétt, en andstæðingar hans halda því fram, að sá árangur hafi náðst með því að draga úr kaupmættinum og í reynd hafi lífskjörin versnað stórlega síðan 1977. Jayewardene vill ekki viðurkenna það. Andstæðingar hans segja, að hann staðfesti þetta bezt sjálfur. Hann hefði ekki flýtt kosningunum um meira en ár, ef hann hefði ekki óttazt að ástandið ætti eftir að vcrsna og ckki væri því eftir betra að bíða. Jayewardene hefur verið byltinga- kenndúr á fleiri sviðum en því að kollvarpa hinu sósíalíska kerfi, sem frú Bandaranaike hafði komið á. Hann breytti stjórnarskipaninni. Áður byggð- ist hún á brezkri fyrirmynd. Forsætisráð- herrann var mesti valdamaður landsins og þingið valdamesta stofnunin. Jaye- wardene hefur komið fram stjórnar- skrárbreytingu, sem er byggð á banda- rískri fyrirmynd. Forsætisráðherraembættið hefur ver- ið lagt niður. Jayewardene lét þingið kjósa sig fyrsta forseta ríkisins. En það á aðeins að verða bráða- birgðaskipan og hér eftir verður forset- inn þjóðkjörinn. Jayewardene stefnir að því að verða fyrsti þjóðkjörni forsetinn. SUMAR heimildir telja, að Jaye- wardene hafi flýtt kosningunum með hliðsjón af því, að Frelsisflokkurinn á við ýmsa erfileika að glíma, m.a. allmikla sundrungu. Frú Bandaranaike er sjálf dæmd úr leik. Árið 1980 var sá dómur kveðinn upp yfir henni vegna meintra misferla í embættisrekstri, að hún væri svipt kjörgengi og kosningarétti í'sjö ár og mætti engin opinber afskipti hafa af stjórnmálum á meðan. Þannig er hún útilokuð frá kosningabaráttunni nú. Það var vilji hennar, að sonur hennar, Anura, tæki upp merki hennar og yrði frambjóðandi flokksins í forsetakosn- ingunum. Þetta þoldi ekki systir hans og taldi sig eiga meiri rétt til að erfa sæti móður sinnar. Þessi ágreiningur leiddi m.a. til þess, að annar maður var valinn forsetaefni flokksins. Hann er Hector Kobbe- kaduwa, sem var landbúnaðarráðherra í stjórn frú Bandaranaike. Það gefur til kynna, að hún á enn fylgi hjá þjóðinni, að það er aðalmál Kobbekaduwa í kosningabaráttunni, að hann muni náða hana, ef hann verði kjörinn forseti og efha síðan til kosninga, þar sem Frelsisflokkurinn muni sækja fram undir merkjum hennar. Auk þjóðlega sameiningarflokksins og Frelsisflokksins, taka fjórir aðrir flokkar þátt í kosningunum. Forsetaefni þriggja þeirra lofa að náða frú Bandara- naike, ef þeir nái kosningu. Þrátt fyrir þetta telur Jayewardene sig sigurvissan. Hann hefur meira að segja sett þær reglur, að til þess að ná löglegri kosningu þurfi meira en helming greiddra atkvæða. Hann segist ekki efast um að hann nái því marki. Sumir fréttaskýrendur segja, að aldur- inn styrki Jayewardene í kosningabarátt- unni. Aldurinn gerir hann enn lands- föðurlegri en ella í augum margra kjósenda. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Lausar stöður Hlutastaða dósents (37%) í þvagfæraskurðlækningum og hlutastaða lektors (37%) í geðsjúkdómafræði í læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastsörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 13. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið, 13. október 1982. Aðalfundur Landverndar Landgræðslu náttúruverndarsam- taka íslands verður haldinn í Munaðarnesi 13. og 14. nóv. n.k. Stjórnin. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst isetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 Gjafahappdrætti Sumargleðinnar Vinningsnúmer: Bifreið á miða nr. 55 Hjónarúm frá Ingvari og Gylfa nr. 7264 Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7 Samsung örbylgjuofn nr. 8097 Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7 Samsung hljómtækjasamstæða nr. 15101 Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7 Samsung litsjónvarpstæki.nr. 14226 Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7 Fischer mynd- segulbandstæki nr. 5732. Nýkomið mikið úrval af afturljósum & glerj- um í Autobianchi A 112 Fiat 127 V.W. 1300-1303 V.W. Golf V.W. Passat Benz vörubila vinnuvélar & traktora. Mikiðúrvalafspeglum Volvo 244-Citroen GS Renault R4-5 Audi 80 VW Passat-VW 1300 VW Transporter M.Benz 307 D M.Benz vörubíla Póstsendum Land-Rover eigendur Eigum ávallt mikið úrval af Landrover varahlutumá mjög hagstæðu verði: Nýkomnir efripartar á Land/Rover hurðir Gírkassahjól Gírkassaöxlar Öxlaraftan Öxulflansar Kambur/Pinion Stýrisendar Hurðarskrár Motorpúðar Hraðamælis- barkar Pakkdósir Tanklok Hljóðkútar & Púströr Volkswagen Landrover Sunbeam Erum fluttir í Síðumúla 8 BÍLHLUTIR H/F Sími 3 83 65. I V—— —/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.