Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUÐAGUR 22. OKTÓBER 1982 HelgarnakklnwM1. •- : ÚTVARPIÐ í TEMPRADA BELTINU ALLT ÁRIÐ? ■ Það er að koma vetur, og þegar maður kemur heim er komin nótt á Qöllin, þótt enn séu ekki komnar kvöldfréttir. Enda nú kominn sá tími, að maður þakkar fyrir hvem sæmi- legan dag, sem ekki höfðar til naglasnjódekkja og lambhús- hettunnar alveg sérstaklega. Og þegar þetta verður lesið - ef einhver áræðir það - þá er að koma vetur samkvæmt þvi bókhaldi er við nefnum almanak og haldið er fyrir dagana. Árið 1982 heitir það, og er annað ár eftir hlaupár, og þriðja ár eftir sumarauka, en varðandi það síðast- talda, þá mun sá sumarauki nú til að leiðrétta tímaskekkju en ekki veður. Hér áður var mikill munur á sumar- og vetrardagskrá En ástæðan fyrir því, að á þetta er minnst er sú, að hér áður, þá var gerður talverður munur á sumardag- skrá og vetrardagskrá útvarpsins. Það fór í sumarfötin svona í byrjun maí, og þá var oft kynnt einhver sérstök nýbreytni, og svo skeði það sama um haustið, þegar það fór að skyggja fyrr á kvöldin. Þá var vetrarbúningur útvarpsins tekinn fram og þá komu nýir þættir, sem voru meira í takt við myrkur, draugagang og annað er vetrinum fylgdi. Ég veit ekki hvort þetta er rétt hjá mér, - að útvarpið sé komið í eitthvert sérstakt, temprað belti, sé eins allt árið, nema þegar Passíusálmarnir eru lesnir. En maður hefur þó ekki neina tilfinningu fyrir þvi lengur, hvort það hefur fækkað fötum, eða er byrjað að dúða sig fyrir veturinn. En hvað um það. Útvarpið hefur miklu hlutverki að gegna, og þá ekki síst að vetrarlagi, þegar færð er vond milli bæja. Þá kemur það, eða kom, eins og vetrarmaður á heimleið, og honum fylgdi tilbreyting. Veðurspár skulu hér eftir... Sagt er, að nú þegar sé hægt að breyta veðri með efnafræði. Unnt sé að búa til rigningu, þótt almættið vilji ekki láta rigna, og framsýnir menn telja, að í framtíðinni verði unnt að hafa áhrif á veðurfar á jörðunni. Þá verður gaman að vera íslendingur - að sumu leyti, en ltklega fátt um að tala, fyrst ekki er þá hægt að tala um veðrið, sem er hin sanna uppspretta allra viðræðna í þessu landi. Þó er maður innst inni svartsýnn á að veðri verði mikið breytt hér með efnum, því á íslandi er ekki einu sinni hægt að fá fram orðalagsbreytingar á lestri veðurfregna, því að Veðurstofan virðist hafa gripið einhverju heljar- taki um gufuhvolfið og neitar að sleppa. Veðurspár skulu hér eftir sem hingað til vera gufuhvolfslegar, vís- indalegar og rangar, og umfram allt skulu þær vera eins og sendibréf frá einum veðurfræðingi til annars. Dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur var (held ég) með lýsingu á heimsendi í þætti sínum Spútnik, og lýsingarnar á heimsendi voru ekki í verulegum atriðum frábrugðnar venjulegum veðurfregnum á íslandi. Þór er skemmtilegur útvarpsmaður, fundvís og hugkvæmur. Góðar plötur hjá RÚVAK - og skýrmælt fólk Útvarpið var annars ágætt þessa seinustu viku, a.m.k. það sem ég heyrði. Sér í lagi voru kvöldtónleikar frá RÚVAK, ÚTAK, eða AKÚT, eða hvað það nú er nefnt, skemmtilegir. Einhver umsjónarmaður þessara kvöldtónleika sagði, að lítið væri enn um „opinberar hljómplötur" fyrir norðan, og kann það að vera ástæðan fyrir góðu lagavali, - og mætti gjarnan draga það nokkra stund að senda þeim sorgarlögin, madrígalana og fúgurnar, sem notaðar eru fyrir sunnan. Norðlenska útvarpið er gott og framburður þeirra, er fram koma, er hressandi og skýr, eins og við var að búast. Og hann er laus við þann hreindýradíalekt, er margir óttuðust. Þetta skýrmælta fólk mun hafa sín áhrif á málfar íslendinga, þegar fram í sækir. Ég hef reynt að fylgjast með ferðasögunni ísland, eftir Livari Leivi- ská í þýðingu Kristínar Mántylá (vona að þetta sé rétt stafað) Þessi saga er vel skrifuð og sérlega vel lesin, þótt Arnar Jónsson sé hraðmæltur. Ég veit ekki hvort þetta rit var hugsað sem jarðfræði, en fyrir nútíma íslendinga er þetta skemmtileg lýsing á lands- högum og samgöngum í byrjun aidar. Arnar er búinn með átta lestra. Ég hefi því miður ekki heyrt þá alla en þeir eru hver öðrum betri þessir kaflar. Fjandvinir - orðið ekki til í Blöndal Um sjonvarpið verð ég að vera fáorður að þessu sinni, því lítið tóm gafst fyrir það í vikunni, nema þá helst fréttirnar. Þátturinn um Þróunarbraut manns- ins, sá ég þó, en þetta eru ágætir þættir, þótt enn sé nú allt á huldu um uppruna vísitölufjölskyldunnar. Seinasti þáttur var um heimaslátrun fyrir árþúsundum, - en hún er víst enn í fullu gildi á íslandi, ef marka má fregnir blaðanna. Menn brutu til mergjar - þá eins og nú. Nokkrir nýir þættir eru nú í Sjónvarpinu, og Dallas er kominn aftur, er mér sagt. Það var vel af sér vikið hjá Sjónvarpinu, því yfirleitt er það ekki til siðs á íslandi að fara eftir óskum almennings. Annars fórst ég nú hér um árið með Ónedín-skipa- félaginu, en komst ekki einu sinni inn í Aston fjölskylduna, hvað þá í Ewing-familíuna, sem lifirá svartolíu. Breski gamanþátturinn Fjandvinir lofuðu góðu, en virðast ekki ætla að hafa góða endingu sem framhalds- þáttur. Orðið Fjandvinir er mér annars framandi oger ekki í Blöndal. Ég horfi alltaf á Derrick, en þó er mér líkt farið og Ólafi Kárasyni, eftir að hann byrjaði að lesa dönsku blöðin í fangelsinu: Ég verð ekki lengur undrandi á neinu. Breska sjónvarpsleikritið Á mörk- unum var ágætt. Þó held ég að nútímamenn geri of mikið úr stress- inu. Menn eiga að vera hæfilega stressaðir. Og hræddur er ég um að heimurinn bíði þess ekki bætur, ef stressi verður útrýmt og maður fær í staðinn eitthvert vatnsósa mannkyn sem aldrei fer úr jafnvægi. Að lokum langar mig til þess að minnast á kvöldfréttir útvarpsins. Þær þyrftu endilega að vera á ákveðnum tíma, eða sama tíma aila daga, og sömuleiðis þyrftu morgunfregnir á sunnudögum að vera á sömu tímum og á virkum dögum. Það er að vísu gott fyrir sálina að byrja morgunútvarp á ritningarorðum. En maðurinn er nú einusinni vanafastur og venjulega missir maður af fyrstu fréttunum á sunnudögum. Jénas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, skrifar um dagskrá ríkisfjölmidlanna Nýir bílar — Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - OG SEMUR Opið laugardaga kl. 10-16. BÍLASALAN BUK s/f SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 Leitid upplýsinga Born yngrientólfára fáókeypisgistingu Þann 17. september, tóku hin hagstæðu vetrarverð gildi á Flugleiðahótelunum. Við bjóðum ykkur velkomin til Reykjavíkur og munum kappkosta að veita ykkur sem allra besta þjónustu. *6örn yngri en 12 ára fá ókeypis gistingu í herbergi foreldra sinna. Hafið samband við næsta umboðsmann Flugleiða, ferðaskrifstofu eða beint við okkur. Aflið ykkur einnig upplýsinga um hinar hagstæðu helgarreisur innanlandsflugs Flugleiða. HÓTEL LOFTLEIÐIR * 01 rE m (=|fi =ánl |o| ls==iia llnl ÓSA sjónvarp Mánudagur 25. október 19.45 Fréttaágrip á táknmáll 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.45 l'þróttir. Umsjónarmaður Steingrím- ur Sigfússon. 21.15 Fjandvinir. Fjórði þáttur. ÞJófsnaut- ur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.40 Næturgestur (L'ombre sur ia plage) Ný frönsk sjónvarpsmynd. Leikstjóri: Luc Beraud. Aðalhlutverk: Thérese Liotard, Corin Fledgrave og Peter Bonke. Myndin gerist á norðurströnd Frakklands á stríðsárunum. Ung stúlka i andspyrnu- hreyfmgunni skýtur skjólshúsi yfir bresk- an hermann í leynilegum erindagjörðum. Þýðandi Ragna Ragnars. 22.35 Dagskrárlok ■ Ámi Böðvarsson sér nú nm þittinn Daglegt mál. útvarp Mánudagur 25. október 7.00 Veðudregnir. Fréttir. Bæn. Gull f mund. 8.00Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Meira af Jóni Oddl og Jónl Bjarna" eftir Guðnjnu Helgadóttur. Steinunn Jó- hannesdóttir les (3). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmél. Umsjónarmaður: Óttar Geirsson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir. 10.30 Forustugr. landsmálablaða (úrdr). 11 00 Létt tónllst Maurice Chevaiier, Scott Walker og Mireille Mathieu syngja. 11.30 Lystauki Þáttur um lífið og lilveruna i umsjá Hermanns Arasonar (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. Mánudagsyrpa. Ólalur Þórðarson. 14.30 „Móðlr mfn I kvf kvi“ eftlr Adrian Johansen Ðenedikt Amkelsson þýddi. Helgi Eliasson les (4). 15.00 Miðdegistónlelkar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðuriregnir. 16.20 Bamalelkrit: „Appelsinur" eftir Andrés Indriðason Leikstjóri: Klemenz Jónsson. 16.50 Bamalög 17.00 (þróttamál Umsjón: Samúei öm Erlingsson. 17.40 Skákþáttur. Umsjón: Jón Þ. Þór. 18.05Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldtréttlr. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Ámi Böðvarsson flylur þáttinn. 19.40 Um daglnn og veginn. Auðunn Bragi Sveinsson talar.1 20.00 Utvarp frá Alþlngl Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um tiana. Veðurtregnir. Fróttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvóldsins. 23.15 Frá tónlelkum Sinfónfuhljómsveit- ar Islands f Háskólabiói 21. þ.m.; sfðarl hlutl. Stjórnandl: Jean-Plerre Jacuillat. Elnlelkari: Eugene Uat. 24.00 Fréttir. Dagskrártok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.