Tíminn - 22.10.1982, Side 6

Tíminn - 22.10.1982, Side 6
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 Helgarpakkinnj I Helgarpakkinn . . iflii . . Föstudagur klukkan 22.15: Fuglahrædan”1 — bandarísk bíómynd með Gene Hackman og Al Pacino ff ■ „Fuglahræðan“ nefnist bandarisk bíómynd frá árinu 1973 sem sjónvarpið sýnir í kvöld klukkan 22.15, leikstjóri myndarinnar er Jerry Schatsberg en með aðalhlutverkin fara leikararnir Al Pa- cino og Gene Hackman. Myndin fjallar um þá Max (Gene Hackman) og Lion (A1 Pacino), utan- garðsmenn sem eiga samleið yfir þver Bandaríkin. Max er ný sloppinn úr fangelsi eftir nokkurra ára úttekt. Hann er á leið frá Norður-Kaliforniu til Pittsburgh þar sem han ætlar sér að opna bílaþvottastöð. Hann ætlar að koma við í Denver til að heimsækja systur sína Coley (Dorothy Tristan). Lion hefur verið til sjós í sex ár. Hann er á leið til Detroit þar sem hann hyggst hittá eiginkonu sína, sem hann yfirgaf fyrir sex árum. Einnig gerir hann sér vonir um að hitta son sinn sem hann hefur aldrei séð. Max, sem er lífsreyndur harðsvíraður náungi, líkar strax vel við Lion og með þeim tekst vinátta. Hann býður Lion að setja upp bílaþvottastöðina í félagi við sig. Þeir ákveða að fara hvor sína leið eins og til stóð og hittast síðan og halda til Pittsburgh og hefja nýtt líf. Ekki fer þó allt samkvæmt áætlun. -Sjó. heldur áfram: Höfundurinn einskonar brennuvargur segir Jónas Guðmundsson, höfundur MOpinberrar heim- sóknar’% sem verdur í sjón- varpinu á laugardagskvöld ■ „Það þýðir eiginlega ekkert að sjónvarpsþátt. Ég er bara höfundurinn spyrja mig um þetta leikrit eða og veit þess vegna ekkert,“ sagði Jónas ■ Þorsteinn Hannesson, Gunnar Eyjólfsson, Flosi Ólafsson og Steindór Hjörleifsson í hlutverkum sínum í „Opinberri heimsókn“ sem verður í sjónvarpinu annað kvöld klukkan 21.00. Guðmundsson, ríthöfundur, þegar við spurðum hann um efni annars þáttar Félagsheimilisins, „Opinber heim- sókn“, sem verður í sjónvarpinu annað kvöld klukkan 21.00. „í kvikmyndum nútímans, a.m.k. hjá sjónvarpinu" hélt Jónas áfram, “er höfundurinn aðeins nokkurs konar brennuvargur. Þegar hann hefur lagt eld að byggingunni, kemur brunaliðið, sprautar og bjargar öllu.“ - En þú hefur séð þáttinn? „Það hef ég ekki gert. Það láðist að bjóða mér á prufusýninguna, sem fram fór fyrir skömmu. Ég veit ekki hvers vegna, en læt mér helst detta í hug að það hafi verið að mannúðarástæðum," sagði Jónas. - En ætlar þú að sjá hann? „Ef ég verð í bænum skrúfa ég eflaust frá tækinu,“ sagði Jónas. Leikendur í Opinberri heimsókn eru: Edda Björgvinsdóttir, Flosi Ólafsson, Gísli Rúnar Jónsson, Gunnar Eyjólfs- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Stein- dór Hjörleifsson og Þorsteinn Hannes- son. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson en stjómandi upptöku Andrés Indriöa- son. -Sjó. HBHBMnm T onleikar Þrumu- jazztón- leikar á sunnu- ■ Al Pacino og Gene Hackman leika tvo utangarðsmenn sem hittast í Kalifomiu og eiga samleið yfir þver Bandaríkin. — Charlie Haden’s Liboration Music Orchestra f Háskólabío ■ Nú á sunnudagskvöldið efnir stórhljómsveit Charlie Haden leika. Jazzvakning til þrumujazztónleika í Með Charlie í sveitinni em m.a. Don Háskólabíói en þar mun ellefu manna Cherry, Dewey Redman og Caria Bley ■ Charlie Haden. ' þannig að enginn sannur jazzunnandi ætti að láta þessa tónleika framhjá sér fara. Þetta eru fyrstu tónleikar Jazz- vakningar á þessum vetri og jafnframt þeir víðamestu til þessa og segja má ,að Jazzvakning leggi allt undir með þeim. Forsala aðgöngumiða er í . Fálkanum Laugavegi 24. Fjalaköttur^ inn sýnir: „Under Milk Wood” ► Fimmtudaginn 21. október hófust sýningar á kvikmyndinni „Under milk- wood“, sú mynd er gerð í Englandi 1972 eftir hinu þekkta leikriti Dylan Thomas, er nemendaleikhúsið sýndi fyrir nokkr- um árum síðan. Leikstjóri myndarinnar er Andrew Sinclair og aðalhlutverkin leika Elisabeth Taylor og Richard Burton. Leiksviðið er ímyndað þorp á strönd Wales, en það gæti verið hvaða þorp sem er. Það gerist á einum degi og lýsir hugsunum og gerðum þorpsbúa. Einnig verður haldið áfram að sýna myndina Hinir lostafullu en það er bandarísk mynd gerð árið 1952 af hinum nýlátna leikstjóra Nicolas Ray. Þetta er sá hinn sami Nicolas Ray og þýski ieikstjórinn Wim Wenders gerði um myndina Nicks movie sem sýnd var á kvikmyndahátíð í Regnboganum. Myndin fallar um ródeókappa í villta vestrinu. Kannaðar eru þær hættur, sú æsing og þau vonbrigði sem þessari hættulegu íþóttagrein fylgja. í aðalhlut- verkum eru þau Robert Mitchum, Susan Hayward og Arthur Kennedy. Þessar myndir eru sýndar í Tjarnar- bíói og er sú fyrri Under milkwood sýnd 21. okt.-4. nóv. en hin síðari Hinir lostafullu 14. okt.-28. okt. Sjónvarp sunnudag ..Stjómandi að starfi” Stjómandi að starfi nefnist bresk sjónvarpsmynd um ítalska hljómsveitar- stjórann Claudio Abbado, sem verður í sjónvarpinu klukkan 22.30 á sunnudags- kvöld. Claudio Abbado er í hópi þekktustu hljómsveitarstjóra af yngri kynslóð. Hann var lengi aðal hljómsveitarstjóri La Scala óperunnar í Milano á Ítalíu, en árið 1980 var hann ráðinn til „London Symphony Orchestra" sem aðalhljóm- sveitarstjóri, aðeins 46 ára gamall. í myndinni er fylgst með lífi og starfi hljómsveitarstjórans. Rætt er við hann um framtíðaráform og fortíðina. Einnig er fylgst með honum á æfingum og hljómleikum. Meðal þekktra lista- manna sem fram kom í myndinni eru sópransöngkónan Mirella Freni, tenor- söngvarinn Luciano Pavarotti, mezzo- sópransöngkonan Elena Obraztsova, bassasöngvarinn Ruggiero Raimondi, píanóleikarinn Maurizio Pollini, píanó- leikarinn Alfred Brendel og fleiri. Myndin er tekin á hljómleikum með La Scala óperunni og einnig kemur Lundúnasinfónían mikið við sögu. -Sjó. . Klukkustundar löng mynd um lif og starf hins heimsfræga hljómsveitarstjóra Claudio Abbado verður í sjónvarpinu á sunnudagskvöld. Sunnudagur klukkan 14 „Fegurð ástarinn- ar og lífsins” Sunnudaginn 24. október k. 14.00 verður flutt leikritið „Fegurð ástarinnar og lífsins“ eftir Véstein Lúðvíksson. Leikstjóri er Sigmundur Örn Arngríms- son, en með hlutverkin fara Árni Blandon, Margrét Guðmundsdóttir og Helgi Skúlason. Flutningur leiksins tekur um klukkustund. Tæknimaður: Friðrik Stefánsson. Ari, nítján ára piltur, hefur fengist við að taka upp samtöl foreldra sinna á segulband og spilar síðan af því með eigin skýringum og hugsunum. Þá kemur í ljós að margt sem virðist slétt og fellt á yfirborðinu, er það ekki undir niðri þegar betur er að gáð. En leikritið skrifar í rauninni lífið sjálft. Vésteinn Lúðvíksson er fæddur í Reykjavík 1944, en ólst upp í Hafnar firði. Hann tók stúdentspróf 1964 og dvaldist síðan í Danmörku og Svíþjóð um margra ára skeið. Þar sótti hann háskólafyrirlestra og las bókmenntir, auk þess sem hann vann að ritstörfum. Vésteinn fluttist heim haustið 1972 . Hann hefur skrifað smásögur, skáld- sögur og leikrit. Þekktast þeirra er „Stalín er ekki hér“ sem Þjóðleikhúsið sýndi veturinn 1977-78 og flutt var í útvarpi 1981. Annað leikrit Vésteins, „Mannleg þrenning" kom í útvarpinu 1973. ■ Vésteinn Lúðvíksson er höfundur leikríts vikunnar að þessu sinni. ifH? í. C ; -V v' sjónvarp Þriðjudagur 26. október 19.45 Fréttaágrlp á táknmáll 20.00 Fréttlr og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Blómvömdurlnn Slutt s»nsk bamamynd. Þýðandi Hallveig Thor- lacius. (Nordvision - Sænska sjónvarp- iö). 20.-40 Þróunarbraut mannslns Fjórði þátt- ur. Haldlð trá Afríku Richard Leakey (er I þrjár heimsálfur, kannar merki mann- vista og rannsakar uppruna málslns. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.35 Derrlck Brúðan Kvenhollur hand- snyrtifræðingur og fjárkúgari koma við sögu þegar kona finnst myrt I íbúð sinni. Þýöandi Veturliði Guðnason. 22.35 Þlngkosnlngar á Spánl Ný bresk fréttamynd um undirbúning kosninganna sem fram fara 28. október. Þýðandi og þulur Þorsfeinn Helgason. 23.00 Dagskrárlok ■ Þór Jakobsson, veðurfræðingur, fjallar um sitthvað úr hcimi vísind-' anna í þættinum Spútnik. útvarp Þriðjudagur 26. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull f mund. 7.25 Leikfimi 7.55 Daglegt mál. 800 Fréttlr. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Meira af Jóni Oddl og Jónl Bjarna" 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þlngfréttlr. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. - Feriur og ferjumenn. 11.00 islenskir elnsöngvarar og kórar syngja. 11.30 Eru verkalýðsfélög hagsmunafé- lög verkalýðslelðtoganna? Umsjónar- maður: Önundur Bjömsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningár. 12.20 Fréttir. 12.45. Tilkynningar. Þriðju- dagssyrpa. Páll Þorsteinsson og Þorgelr Ástvaldsson. 14.30 „Móðir mfn í kvl kvf“ eftir Adrian Johansen Benedikf Amkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (5) 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lagið mltt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög bama. 17.00 „SPÚTNIK". Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndelldarhringurinn Umsjónar- maður: Ólafur Toriason. (RÚVAK.) 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 FráTónllstarhátfðlnnlfVfnarborg. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn" eftlr Kristmann Guðmundsson. Ragn- heiður Sveinbjömsdóttir les (9). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldslns. 22.35 Stjómleysl — Þáttur um stjómmál fyrir áhugamenn. Umsjónarmenn: Barði Valdimarsson og Haraidur Krisf- jánsson. 23.15 Onf kjölinn Bókmenntaþátfur i um- sjá Kristjáns Jóhanns Jónssonar og Dagnýjar Kristjáhsdóttur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ■ Ragnheiður Svcinbjömsdóttir les útvarpssöguna „Brúðarkyrtill- inn“ eftir Kristmann Guðmundsson. brigðismál, helstu sjúkdóma og lækning- ar. I þessum fyrsta þætti er fjallað um krabbameinslækningar og viðhorf manna til þessa sjúkdóms og afleiðinga hans. Umsjón hefur Snorri Ingimarsson læknir. Stjóm upptöku annaöist Sigurður Grimsson. 21.25 Dallas Bandarlskur framhalds- myndaflokkur um Ewingfjölskylduna f Texas. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Mike Malnieri Bandkariskur djass- þáttur. Tónsmiðurinn og víbrafónleikar- inn Mike Mainieri flylur lög eftir sjálfan sig ásamt fjórum öðrum djasslelkurum. 22.40 Dagskrárlok sjórtvarp Miðvikudagur 27. október 1982 18.00 Stikilsberia-Finnur og vlnir hans Fjórði þáttur. Leyndardómar nnturínn- ar Framhaktsmyndaflokkur gerður ettir sögum Marks Twains. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Svona gerum vlð Fjóröi þáttur. Hljóðið Frseðslumyndaflokkur um eðiis- fræði. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeins- son. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágríp á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá útvarp Míðvikudagur 27. október 7.00 Veðurfregnir. Frétfir. Bæn. Gull f mund. 7.25 Le'Usfimi. 8.00Fréttir. 8.15 Veðurtregnir. Morgun- orð: 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna" 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þlngfréftir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir. 10.30 Sjávarútvegur og slglingar. Um- sjónarmaður: Ingþlfur Amarson. 10.45 fslenskt mál. Endurtekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar. ' 11.05 Létt tónlist. 11.45 Úr byggðum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. I fullu fjöri. Jón Gröndal kynnir létta tónlist. 14.30 „Móðlr mln ( kvi kvf“ eftlr Adrian Johansen. Benedikt Amkelsson þýddi. Hekji Ellasson les (6). 15.00 Mlðdeglstónlelkar: fslensk tón- llst. 15.40Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16T5 Veðurfregnir. 16.20 Á reki með haflsnum" eftlr Jón Bjómsson Nína Björk Amadóltir tes(7). 16.40 Utll barnatíminn. 17.00 Djassþáttur í umsjónarmaður: Ger- ard Chinotli. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 17.45 Neytendamál. Umsjónarmaður: Anna Ðjamason. 17.55Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnlr. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Daglegt mál. Árnl Böðvarsson flytur þáttinn. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Fiðlusnlllingurínn Niccolo Pagan- inl - 200 ára mlnnlng Umsjón: Knútur R. Magnússon. 20.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtilllnn“ eftir Kristmann Guðmundsson Ragn- heiður Sveinbjömsdótlir les (10). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldslns. 22.35 fþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar. 23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.