Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 Helgarpakkinn j Veitingahús helgarinnar: íslendingar reka einn þekktasta Evrópu: „ISLENSKI FISKURINN A FRAMTfÐINA FYRIR SÉR” — segir Baldur Heiddal, veitingastjóri f 7 smaa hjem í Kaupmannahöfn ■ . Það þykir alltaf tíðindum sæta ef landinn nær að koma sér áfram í útlöndum og sérstaklega þykja fréttir af íslenskum athafnamönnum, nætur- klúbbaeigendum, hljómlistarmönnum og veitingahúseigendum, merkilegar. Einn slíkan rak á fjörur Tímans á dögunum, en sá heitir Baldur Heiðdal. Baldur yfirtók í fyrra rekstur hins þekkta veitingahúss 7 smaa hjem í Kaupmanna- höfn, ásamt Margréti Kjartansdóttur úr Reykjavík og í sameiningu hyggjast þau hefja veitingahúsið til fyrri vegs og virðingar. 7 smaa hjem hefur verið rekið um 35 ára skeið og var á sínum tíma eitt þekktasta veitingahús Evrópu. Síðustu ár hefur sigið á óhæfuhliðina varðand rekstur hússins og þegar Baldur og Margrét tóku við rekstrinum var veitingahúsið í mildum öldudal. En gefum Baldri Heiðdal nú orðið. - Ég flutti út til Kaupmannahafnar fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári síðan og það má segja að ástæðan fyrir því hafi bara verið sú að stækka sjóndeildar- hringinn. Ég er iærður framleiðslumað- ur og var alltaf staðráðinn í að fara út í eitthvað sem lyti að veitingarekstri. Fyrst eftir að ég kom til Kaupmanna- hafnar fór ég því að líta í kringum mig og þegar ég frétti að þessi staður væri til sölu þá ákvað ég að slá til og kaupa hann og það varð svo úr að Margrét Kjartansdóttir keypti staðinn með mér. Sendu út 16 þúsund kynningarbréf - Var ekkert erfitt að fá nauðsynlega fyrirgreiðslu í bönkum í Danmörku vegna kaupanna? - Nei það var ekki erfitt. Ég var búinn að vera búsettur um nokkurt skeið í landinu áður en við keyptum staðinn og málaleitunum okkar varðandi lán og fyrirgreiðslur var mjög vel tekið. Að sögn Baldurs Heiðdal opnuðu þau Margrét staðinn strax fyrsta daginn eftir að gengið var frá kaupunum og var því ekkert hlé gert á rekstri staðarins. Baldur sagði að hann hefði getað notað allar innréttingar, og það eina sem hann hefði þurft að gera hefði verið að skipta um lýsingu í veitingasölunum og setja upp nýja blómaskreytingu. Baldur, veitingastjóri ásamt Margréti og Unni á barnum ■ 7 smaa hjem. - Hvernig hefur svo rekstur staðarins gengið síðan þið Margrét tókuð við? - Reksturinn hefur gengið mjög vel og reyndar hefur staðurinn verið á stöðugri uppleið allt frá því að við opnuðum. Við höfum ekkert auglýst staðinn fram að þessu, nema lítillega, þar sem ég var ekki búinn að fá fullgild leyfi sem veitingamaður í Kaupmanna- höfn. Nú eru þau leyfi hins vegar fengin og því ætlum við að hella okkur út í kynningarstarfsemi á staðnum á næst- unni. Rétt áður en ég'kom heim til {slands sendi ég t.d. um 16 þúsund bréf út til fyrirtækja og stofnana í miðborg Kaupmannahafnar þar sem ég vek athygli á því að staðurinn muni sérhæfa sig í íslenskum fiskréttum og síldar- réttum í hádeginu og að við sendum þann mat til viðskiptavina úti í bæ. Grilluð og gufusoðin stórlúða vinsælasti rétturinn - Ég er þess fullviss að það er hægt að selja íslenska fiskinn í Kaupmanna- höfn og reyndaralls staðarannarsstaðar. Við höfum því ákveðið að leggja mjög mikla áherslu á fiskréttina og í því sambandi hef ég sett mig í samband við íslenska fyrirtækið Geysir Food í Kaupmannahöfn sm mun sjá mér fyrir öllum þeim fisk sem ég þarf. Við höfum reyndar þegar tekið fiskréttina upp á matseðilinn í nokkrum mæli og t.a.m. I Kíddi Wilhelms við hljóðfærið. var íslensk stórlúða, bæði grilluð og gufusoðin í hvítvíni vinsælasti rétturinn á 7 smaa hjem þegar ég fór til íslands. - Hvcrnig veitingastaður er 7 smaa hjem að þínu mati? - Hann er vissulega góður að mínu mati eins og gefur að skilja, en almennt er rætt um staðinn sem góðan ódýran stað. Dýrasti rétturinn á matseðlinum er t.a.m. aðeins á 148 krónur danskar, en það er heilsteikt nautamörbráð „Chate- aubriand". Þegar við tókum við staðnum þá var han í talsverðri niðurníðslu, t.a.m. hafði húsakynnum ekki verið haldið nægilega vel við og áhugaleysis hafði gætt í rekstri. Og þess gætir enn að það á eftir að vinna staðinn upp á ýmsum sviðum. T.a.m. hafa hádegin verið ansi dauf, en auglýsingaherferð okkar á næstunni er ætlað að bæta úr því. Annars er 7 smaa hjem heilsárs- staður og desember mánuðurnir hafa verið bestu sölumánuðirnir. Svíar um helmingur viðskiptavinanna - Hvað með viðskiptavinina? - Þeir hafa verið ósköp þægilegir og það hefur mikið borið á því að Svíar hafi sóttst eftir að borða hjá okkur. Staðurinn er ákaflega miðsvæðis, við hliðina á Tívolí og járnbrautarstöðinni og Svíarnir hafa t.d. brugðið sér yfir sundið með flugbátnum, eytt hjá okkur kvöldstund og farið svo aftur yfir til Svíþjóðar. Þá hefur mikið af lslendingum komið í heimsókn þrátt fyrir litla kynningu, en Danirnir sjálfir eru svo líklega í þriðja sæti á listanum yfir viðskiptavini. Þó að rekstur 7 smaa hjem hafi gengið vel fram að þessu hjá Baldri og Margréti þá hyggjast þau ekki láta deigan síga heldur halda áfram á sömu braut og vinna nýja markaði og nýja viðskipta- vini. Ýmislegt er á prjónunum og við báðum Baldur að greina nánar frá því. íslandskynningar - Þessi staður á mikla framtíð fyrir sér að mínu mati. Bæði liggur hann ákaflega miðsvæðis og eins er hann þekktur og hefur haft mjög gott orð á sér þó að hann hafi dalað talsvert hjá fyrri eigendum. Ég hef átt viðræður við bæði ísienskar, japanskar og bandarísk- ar ferðaskrifstofur og árangur af þeim viðræðum er strax farinn að skila sér. Það hefur komið mikill fjöldi ferða- manna á staðinn og ég er mjög bjartsýnn varðandi þessa þróun. Þá höfum við einnig ákveðið að fara í auknum mæli út í kynningar á íslenskum vörum og íslandi yfirleitt og auk fisksins höfum við hug á að kynna íslenska lambakjötið auk þess sem við ættum að geta verið með tískusýningar á íslenskum ullarvörum. Við höfum nú þegar íslenska hljóðfæraleikara sem leikur þrjú kvöld í viku á orgel og syngur rög úr ýmsum áttum. Þessi maður nefnir sig Kidda Wilhelms og hann hefur bara gert það þó nokkuð gott að undanförnu. þá get ég einnig nefnt það að samningar við Hauk Morthens eru á lokastigi og það stendur til að hann komi um mánaðarmótin nóvember - desember og syngi fyrir gesti staðarins. _ gSE Við bjóðum hinar bráð- skemmtilegu kvikmyndir Walt Disneys á Video- kassettum. Einnig bekkt- ar ævintýramyndir og teiknimyndir. Skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Myndbandaleiga SncfbjömUótissím&Gi.hl JHI ENGLISN BOOKSMOP^I HAFNARSTRÆTI 4 SÍMI 14281 LOKSINS, LOKSINS! Nýja 33 sn. breiðskífan með Tíbrá er komin i næstu hljómplötuverslun. Ath.: Platan kostar aðeins 165 kr j Heildsala — dreifing: Dolbit sf., Akranesi. Sími 93- 2735 sjónvarp Laugardagur 23. október 19.45 iþróttlr Umsjónarmaöur Bjarni Felix- son. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi Spænskur teiknimyndaflokkur um farandriddarann Dopn Quijote. Þýöandi Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttlr og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Lööur Bandariskur gamanmynda- flokkur. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 21.00Þættir úr félagsheimíli. Opinber heimsókn eftir Jónas Guðmundsson. Leiksljóri Hrafn Gunnlaugsson. Stjórn- andi upptöku Andrés Indriöason. Meö helstu hlutærk (ara. Edda Björgvins- dóttir, Flosi Ólafsson, Gfsli Rúnar Jónsson, Gunnar Eyjólfsson, Lilja Guö- rún Þorvaldsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Þorsteinn Hannesson. Von er á frægum syni staðarins i heimsókn. Sú skoöun er uppi að þessi maður hafi auðgast mjög í útlöndum, enda hefur hann gefið ýmsar gjafir til þorpsins. Hreppsnefndin ákveöur því aö* fagna honum veglega i félagsheimilinu. 21.45 Mlslit hjörð (Before Winter Comes) Bresk biómynd frá 1968. Leikstjóri J. Lee Thompson. Aðalhlutverk: David Niven, Topol, Ori Levy, Anna Karina, John Hurt. Myndin gerist í Austurríki eftir lok heimsstyrjaldarinnar og lýsir sam- skiptum hernámsliða Bandamanna inn- byrðis og viö heimamenn. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.30 Dagskrártok. ■ Svavar Gests kynnir dægurtún- list frá 1930 til 1960 í þættinum í dægurlandi. útvarp Laugardagur 23. október Fyrsti vetrardagur 7.00 Veðurfregnir. Frétlir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. 8.00Fréttir. 8.15 Veðurtregnir. Morgun- orð: Bryndis Bragadóltir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.55 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30Óskalög sjúklinga. Kristin Sveln- björnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir.) 11.20 Kemur mér þetta viö? - Umferöar- þáttur fyrir alla fjðlskylduna. Stjóm- andi: Ragnheiður Davíðsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tiikynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Helgarvaktin Umsjónarmenn: Arnþrúður Karlsdóttir og Hróbjartur Jónatansson. 13.35 Iþróttaþáttur. Helgarvaktin, frh. 15.10 (dægurlandl Svavar Geslsson rifjar upp tónlist áranna 1930-60. 16.00 Fréttir. Dagskra. 16.15 Veðurtregnir. 16.20 l sjonmáli. Þáttur fyrir alla fjölskyld- una í umsjá Sigurðar Einarssonar. 16.40 islenskt mál. Jón Aðalsteinn Jóns- son (lytur þáttinn. 17.00 Hljómspegill. 18.00 Tónlekar. Tilkynningar. 18.45 Veðuriregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Ttlkynningar. ■ 19.35 Átali. 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.30 Þingmenn Austurlands segja frá Vilhjátmur Einarsson ræöir við Sverri Hermannsson. 21.20 „Steinsnar" Sigurberg Bragi Berg-. steinsson les eigin Ijóð. 21.30 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 22.15 Veðurfregnir. Frétlir. Dagskrá morg- undagjins. Orð kvöldsins. 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M. Magnúss. 23.00 Laugardagssyrpa. 00:50 Fréttir. Dagskrártok. laugardagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.