Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 6
@ Kaupfélag Árnesinga Óskum eftir að ráöa starfsfólk í verslun okkar í Þorlákshöfn. Upplýsingar gefur verslunarstjóri í síma 3666. Kaupfélag Arnesinga, Þorlákshöfn. GLUGGAR OG HURÐIR Vöndud vinna á hagstœðu verdL Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. Draumur barna w barbie dúkkur föt bílar húsgögn barbie hestar barbie sundlaugar barbie píanó Fisher-Price leikföng barbie hundasleðar Póstsendum FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. „SKILYRÐI ER AÐ JENNY SÉ KJURR' — litið við á matreidslunámskeidi fyrir aldraða heiðursmenn ¦ „Skilyrði fyrir því að þessu verði haldið áfram er að Jenný sé kjurr" þetta heyrði blaðamaður Tímans að einhver kallaði fram er hann gekk inn í eldhúsið í Álftamýrarskólanum en þar var að ljúka matreiðslu námskeiði á vegum Félagsmálastofnunar, sem kannski væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þann hlut að nemendurnir voru menn á aldrinum 67 til 85 ára og sannast þar máltækið „Sá lærir sem lifir" á áþreifan- legan hátt. Jenný sú sem átt var við í upphafi er Sigurðardóttir, matreiðslukennari þeirra öldunganna. Hún sagði að námskeiðið hefði heppnast mjög vel en það er hið fyrsta sinnar tegundar á vegum Félags- málastofnunar í samvinnu við Náms- flokka Reykjavíkur. „Þetta var byggt upp þannig að þeir lærðu fyrst og fremst undirstöðu nær- ingarfræði og annað í þeim dúr en að sjálfsögðu matreiddu þeir ofan í sig einnig þann tíma sem þeir voru hér en það var sjö sinnum, fjórar kennslu- stundir í hvert sinn" sagði Jenní í samtali við Tímann. Hún gat þess ennfremur að þeir hefðu allir keypt sér bókina „Unga fólkið og eldhússtörfin". Nemendurnir sjálfir voru mjög hressir og ánægðir með námskeið þetta og sögðust hafa notfært sér þá kunnáttu sem þeir fengu af því heima við. -FRI ^^^^^W^ ¦ Nemendurnir á matreiðslunámskeiðinu. Tímamynd GE ¦ Jóhanna Sigþórsdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, Rósa B. Þor- bjamardóttir formaður útgáfunnar og Björn Björnsson formaður útgáfuráðs. Tímamynd GE Útgáfan Skálholt gefur út efni fyrir almennan markad: Bók ef tir umdeildan guðfræðing — er meðal bóka útgáfunnar ¦ Útgáfan Skálholt, útgáfa kirkjunnar, gefur nú í fyrsta sinn út efni fyrir almennan markað en síðan að útgáfan tók til starfa í mars sl. hefur hún gefið út allmikið efni fyrir Æskulýðsstarf kirkjunnar. A blaðamannafundi sem útgáfan efndi til af þessum sökum kom fram að gefnar verða út tvær bækur, hljómplata og snældur fyrir jólamarkaðinn. Önnur bókin sem útgáfan gefur út er eftir Hans Kiing en að sögn prófessors Björns Björnssonar formann útgáfuráðs á fundinum er hér um að ræða einn umdeildasta og þekktasta guðfræðing samtímans. Nefndi Björn sem dæmi aö páfinn mun hafa viljað svipta hann gráðu í kaþólskum fræðum vegna skrifa hans. Bók Kiines heitir ;í frummálinú „Die christliche Herausforderung" en í þýðingunni, sem prófessor Björn Magnússon sá um, hefur hún hlotið heitið „Að vera kristinn" og sagði Björn Bjarnason að um stytta útgáfu bókarinn- ar væri að ræða. Fyrir utan þessa bók mun útgáfan síðan gefa út barnabókina „Síríu", hljómplötu með öllum þekktustu jóla- sálmunum og jólamessu á snældu . Hér er um nýjung að ræða en í messunni predikar dr. Sigurbjörn Einarsson og Hamrahlíðarkórinn sér um sönginn und- ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Fundinn sátu ásamt Birni Björnssyni þær Jóhanna Sigþórsdóttir fram- kvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar og Rósa B. Þorbjarnardóttir formaður út- gafunnar. FRI Framsóknar- menn á Reykjanesi: Ákveda f or- val fyrir alþingis- kosningarnar ¦ Kjördæmaþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi samþykkti á fundi sín- um s.l. sunnudag að skoðanakönnun fyrir uppstillingu næsta framboðslista Framsókn- arflokksins í kjördæminu fari fram á aukakjördæmisþingi hinn 9. janúar n.k., þ.e. með svipuðum hætti og fyrir síðustu alþing- iskosningar. Á aukaþingi þessu, sem setið verður af bæði aðal- og varamönnum, mun fyrst fara fram nokkurskonar forval og síðan röðun í sæti í annarri umferð. Nýr. formaður kjördæmisráðsins var kosinn Ágúst B. Karlsson í Hafnarfirði. HEI Rússar kaupa 23 þúsund tonn af f rystum f iski ¦ í Moskvu hefur nýlega verið undirritaður hinn árlegi samningur um fisksölur til Sovétríkjanna. Hljóðar samningurinn nú upp á 17.000 tonn af frystum fiskflökum, sem er sama magn og á yfirstandandi ári, og 6.000 tonn af heilfrystum fiski, sem er 2.000 tonnum meira en í síðasta samningi. Heildar- verðmæti samningsins er 33,3 millj. Banda- ríkjadala og verð svipað í dollurum reiknað og í samningnum frá s.l. ári. Afskipanir upp í samning þennan geta hafist síðari hluta desembermánaðar. Samningur þessi var undirritaður af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeildar SÍS annars vegar og matvælainn- kaupastofnunarinnar Prodintorg V/O híns vegar. I HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.