Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. bækur sér unglingasöguna Búrið sem kom út árið 1977 og varð mjög vinsæl og umdeild. Um bókina segir á kápu: „Niðurstaða skilnaðarbarnsins er bitur: „Pið fáið að ákveða sjálf, núna viljið þið þetta og núna viljið þið hitt, þið getið gifst og skilið og gert allt sem ykkur sýnist, og svo bitnar það á mér. Ég bara lendi einhvers staðar og enginn spyr mig." Spurningin er hvort jafnvel fullorðinn einstaklingur geti ráðið sjálfur næturstað sínum og sinna, ef hann er hrekklaus og treystir á lög og reglur. Vegurinn heim eftir Ölgu Guðrúnu Árna- dóttur er átakamikil og spennandi skáldsaga sem kemur öllum við... I miðpunkti sögunnar er ellefu ára gömul telpa sem berst fyrir því að fá að ráða lífi sínu sjálf, en í kringum hana byggist upp smám saman mynd af íslensku samfélagi eins og við þekkjum það á okkar tímum, samfélag sem verndar börn ekki gegn ofbeldi fullorðinna..." Vegurinn heim er 187 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólum. Robert Guillemette gerði kápuna. Safmtðhefar BragiÞóiöanon mmmmm Borgfirzk blanda 6 ¦ Nýlega er komið út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi 6. bindið í safnritinu Borgfirzk blanda. Eins og í fyrri bókunum er efnið blanda af þjóðlífsþáttum, persónuþáttum og gamanmálum. Meðal þess má nefna þættina: Pegar „Jónarnir" versluðu í Borgarnesi - Sjómannskona á Akranesi - Þar munaði mjóu - Hrakningar á Kaldadal - Eitt ár í Borgarfirði - Sendur í sveit - Rjómabúið við Geirsá - Flóðið mikla í Hvítá 1918 - Upphaf sundkennslu í Borgarfirði - Minningarþættir frá Melum og Innra-Hólmi - Konan sem starfrækti fyrsta „sjúkrahúsið" á Akranesi - Frásagnir af Vigfúsi sterka á Grund - Reimleikar í Reykholti - Ekki verður feigum forðað - Skyggnst í gamlar skræður. Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi hefur safnað efninu í þessa bók, eins og hinar fyrri. Borgfirzk blanda 6 er 252 bls. í stóru broti. Fjöldi mynda er í bókinni. Hún er prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. n „Vala" cftir Ragnheiði Jónsdóttur í nýrri úgáfu ¦ IÐUNN hefur gefið út í nýrri útgáfu Völu sögu handa börnum og unglingum eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Saga þessi kom fyrst út árið 1948 og tilheyrir sagnaflokki Ragn- heiðar um Dóru og vini hennar. Þetta er fjórða bókin í þeim flokki, en þrjár þær fyrstu hafa nú verið gefhar út að nýju, Dóra, Dóra í Alfheimum og Dóra og Kári. - VALA er sérstæð í flokknuin að því leyti að hún er sögð frá sjónarhomi Vöhj sem mjög hefur komið við sögu í Dóru bókunum. Sagan segir frá heimilislífi Völu frá því að hún er níu ára þar til hún er fermd. Hún gerist í Reykjavík í upphafi stríðsins. Myndir í VÖLU gerði Ragnheiður Gests- dóttir. Hún gerði einnig kápumynd. Prent- tækni prentaði bókina sem er 133 blaðsíður. 15 Móla-getraun Eins og á síðasta ári efnir Tíminn í samvinnu við Einar Farestveit & Co. h.f. tii Jóla-getraunar fyrir áskrifendur Tímans. Vinningurinn er glæsilegur TOSHIBA örbylgjuofn gerð ER 672 Deltawave að verðmæti kr. 9.200. Ofninn er svo auðveldur í notkun að börn geta notað hann án minnstu áhættu. Þessi glæsilegi Toshiba örbylgjuofn er með algerri nýjung í búnaði örbylgjuofna Deltawave. Deltawave er uppfinning Toshiba, sem gerir ,betri og jafnari bakstur og fallegri matreiðslu. Ennfremur er ofninn með snúningsdisk og tímastillingu niður í 5 sekúndur og samfelldum orkustilli frá 1-9 • Getraunin verður í þremur blöðum með nokkru millibili sú fyrsta fimmtudaginn 4. nóvember. • Dregið verður 14. desember. • Vinningshafi fær ókeypis kennslu á ofninn hjá matreiðslukennara fyrirtækisins. • Það sem þú þarft að gera, er að krossa við eitt af uppgefnum svörum við spurningu hvers seðils, halda spurningaseðlunum saman og þegar þriðji og síðasti seðillinn er kominn, að senda þá alla seðlana til blaðsins merkt Tíminn jólagetraun, Síðumúla 15, Reykjavík. • Ef þú hefur krossað við rétt svar á óllum seðlunum, hefur þú möguleika á að eignast þennan nytsama örbylgjuofn og fá hann heim fyrir jól. Hvenær verður dregið í þessari jólagetraun? D 14. des. D 15. des. D 16. des SM Þetta er síðasti getraunaseðilltnn í þessari getraun (No. 1 - 4/11 no. 2 - 18/11)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.