Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.12.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982. Utgefandl: Framsóknartlokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstolustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelðslustjúrl: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, EKas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgr ímsson. UmsjónarmaSur Helgar-Tímans: Atli Magnusson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eirikur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiour Helgadóttlr, Slgurður Helgason (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðnl Kristjánsson, Kristfn Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristfn Þorbjamardóttir, María Anna Þorstoinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavík. Sfmi: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Fremur gæöi en tnagn ¦ Smáfiskadráp og vörusvik hafa einkennt umræðu um útgerö og fiskvinnslu í seinni tíð. Um smáfiskadrápið ganga klögumálin á víxl. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir talsverð brögð að því að smáfiski sé hent fyrir borð togaranna. Togaraskipstjórar bindast samtökum og mótmæla og segjast ekki drepa smáfisk í þeim mæli sem þeir eru ásakaðir um. Aðrir sjómenn vitna í fjölmiðlum um að þeir hafi tekið þátt í að moka fiski undir leyfilegum veiðimörkum"fyrir borð. Hafrannsóknarstofnun er ásökuð um að ganga hart fram í að loka veiðisvæðum þar sem seiði og ungviði eru orðin umtalsverður hluti aflans. Stofnunin ber blak af sér og telur sig ekki loka nema nauðsyn beri til, því það kemur niður á aflabrögðum síðar ef of mikið er drepið af smáfiski. Til eru þeir sjómenn sem vilja leyfa að sá fiskur, sem nú er undir leyfilegum veiðimörkum, verði nýttur í stað þess að kasta honum fyrir borð. En menn koma sér ekki saman um þetta fremur en annað og stendur hver staðhæfingin á móti annarri. Útgerðin er hart keyrð fjárhagslega og veitir ekki af að ná öllu því verðmæti úr sjó sem mögulegt er að klófesta. Offjárfestingu og fjármagnskostnaði er borið við. En það hefur löngum loðað við íslenska útgerð að leggja meiri áherslu á magn afla en gæði. Allt er lagt í sölurnar til að veiða sem mest í hverri ferð en minna hugsað um framtíðina. Smáfiskadrápið er ekkert annað en að stela frá sjálfum sér. Menn geta velt fyrir sér eins og þá lystir hvað orðið hafi af heilum árgöngum af þorski, sem hvergi virðast finnast, en það má telja víst að sóknarharkan á einhvern þátt í minnkandi stofni. M eðferðin á þeim afla sem á land berst er ekki alltaf sem skyldí. Sjómenn og fiskverkendur kenna gjarna hvorir Öðrum um lélega vöru. Sjómenn telja að þeir komi ávallt með nýlegan og vel með farinn fisk að landi, en eftir það liggi hann oft lengi í kös áður en hann er verkaður. Fiskvinnslan telur að oft beri einnig við að fiskur sé orðinn full gamall þegar hann kemur á land og verði því aldrei að 1. flokks vöru. Sem sagt gagnkvæmar ásakanir. En eftir stendur að það eru hörmulega mörg dæmi þess að kvartanir berast frá kaupendum erlendis um lélega vöru. Þetta á við um freðfisk, saltfisk, skreið og saltsíld. Hverjum sem um er að kenna, er greinilegt að það er pottur brotinn sem lappa verður upp á. Útgerðarmenn og fiskverkendur verða að taka höndum saman um að bæta gæðin og sjá svo um að skemmd vara verði ekki send á erlendan markað, því.að á bókstaflega öllum fiskimörkuðum eiga íslendingar sér keppinauta og léleg vara frá íslandi er þeirra hagur. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra hefur boðað frumvarp um vöruvöndun og enn strangara eftirlit en nú er varðandi vinnslu sjávarafurða. Ljóst er að það er full þörf á að gripið sé í taumana og þeim aðilum sem leyfa sér að fara þannig með aðalútflutningsvöru þjóðarinnar, að skömm er að, verði komið í skilning um að þeir komist ekki upp með slíkt háttalag. Langflestir sjómenn og fiskverkendúr kunna til verka og leggja sig fram um vörugæði. En gikkur í veiðistöð eyðileggur ekki aðeins fyrir sjálfum sér, heldur einnig öllum hinum, og gikkina verður að fjarlægja áður en enn meira tjón hlýst af. Núna sitja íslendingar uppi með mikið magn fiskafurða, sem kaupendur fást ekki að. Þessa fiskjar er aflað með ærnum tilkostnaði og vinnsla og geymsla er einnig dýr. Kappið við að ná fiskinum og verka hann er meira en forsjáin. Með minnkandi afla er enn meiri ástæða til að vanda bæði til veiða og vinnslu, því fiskur sem ekki er markaður fyrir er útgerð og vinnslu miklu dýrari en sá sem látinn er stækka í friði í sjónum. Því verður að leggja meiri áherslu á gæði en magn. Þessa dagana draga trillukarlar á Berufirði hundruð lesta af síld í drauganetum, sem skilin voru eftir um allan fjörð fyrir nokkrum vikum. OÓ á vettvangi dagsins Viðbót við 99 eftir Einar Frey ~ • !ff ¦ í Tímanum 3.10. s.l. er góð og merkileg grein um „Mannbótafræði." Greinin er undirskrifuð með fangamerk- inu GM. Það var rétt af GM að minna á þessi mál, og fá sem flesta til að íhuga þau. GM er auðsjáanlega greindur maður sem veit hvað hann talar um. Það er satt, að þarna voru á ferðinni rangar hugmyndir eða með öðrum orðum, fordómar, og sem gátu orðið hættulegir, og voru það einnig. Það hefur komið í ljós að „yfirstéttirn- ar" svo kölluðu, vom ekki eins „gáfaðar" og margir héldu, og að „undirstéttirnar" voru ekki heldur eins „heimskar" og látið var í veðri vaka. Það má því segja með sanni, að „gáfnakerfi" hins gamla Aristptalesar um gull, silvur og kopar- menn, var ekki svo afleitt eða hlaðið fordómum. Hann hélt því fram, að hinir „gáfuðustu" þ.e. „gullmennirnir" gætu eignast börn er yrðu minna gáfuð, eða „koparmenn", og að hinirminnagáfuðu, þ.e. „koparfólkið" gæti eignast börn sem yrðu „gullmenn". Þannig samræmist þessi kenning Aristotelesar hugmynda- fræði hinna gömlu alþýðlegu ævintýra um kóng og drottningu í ríki sínu, og karl og kerlingu í koti sínu. Það mætti kalla þetta dálítinn vott um heilbrigða skynsemi. En því miður verðum við að kyngja þeirri óhuggulegu staðreynd, að sjálf náttúran hefur aldrei verið neinn „jafn- aðarmaður" sem veitir sérhverjum eins- takling nákvæmlega jafnmikið af hæfi- leikum eða gáfum. Náttúran er því hinn mesti „ójafnaðarmaður", því einum er gefið minna og öðrum meira í vöggugjöf. En allir jákvæðir gáfumenn og konur reyna eftir bestu getu, að bæta úr slíkum ójöfnuði og gera sitt besta til að sem flestir geti orðið ánægðir með sitt hlutskipii. En oft kemur það fyrir, að hinn miðuTgefni stjórni hinum betur gefnu og láti þá hlýða sér í undirgefni, vegna fjárhagslegrar aðstöðu, eða af pólitísk- um eða trúarlegum kringumstæðum. Þessi mál eru sem sagt miklu víðtækari en fram kemur í hinni góðu og merkilegu grein GM. Lýðræðið er komið svo langt hjá okkur hér í Vesturlöndum, að allt fullvaxið fólk hefur fengið kosningarétt. Hinsvegar vantar mikið á það, að t.d. efnahagslegt lýðræði geti þróast að æskilegu marki. Eina hættan sem mér finnst geta stafað frá grein GM er sú, að lítt lesið fólk fái rangar hugmyndir um þýðingar- mikla íslenska brautryðjendur í húman- ískum fræðum eins og t.d. Ágúst H. Bjarnason. Greinin er þannig framsett, að hún gæti valdið misskilningi þótt það sé ekki ætlun GM. Ég hef ekki trú á því, að hinir íslensku menntamenn sem þarna eru nefndir eins og Á.H.B., Guðmundur Finnbogason, Guðmundur Hannesson og Steingrímur Matthíasson, myndu tala gegn betri vitund eins og vanalegt var meðal nasista og sem var ein af aðferðum þeirra til að komast til valda. Hinsvegar væri rétt að flokka Eiður S. Kvaran með mjög trúuðum og trúgjörnum einstaklingum. Mjög margir trúgjarnir einstaklingar er voru heiðarlegir í samskiptum sínum við annað fólk, snéru bakinu við nasistum, þegar þeir sáu með eigin augum hvað nasisminn innibar. Lesi maður grein GM einu sinni yfir, eins og vanalegt er að gera þegar um blaðagrein er að ræða, gæti ungur lesandi fengið þá villandi hugmynd, að hinir miklu íslensku heiðursmenn sem þarna eru nefndir, hafi tilheyrt upphafs- mönnum nasismans. En sú hætta liggur einnig fyrir hendi, að höfundur greinar- innar yrði grunaður um það, að vera haldinn dálítilli árásarhneigð eins og algengt er nú í menningarlífi íslendinga. Ég geri ekki ráð fyrir því, að GM hafi átt eitthvað sökótt og óuppgert við þessa gömlu íslendinga. En ef svo er, þá mun ég vissulega biðja afsökunar, því öllum er leyfilegt að bera hönd fyrir höfuð sér. í grein GM er sagt, að greindarpróf nútímans séu rakin til Sir Francois Galtons. Það mun vera rétt. Hinsvegar hafa tilraunasálfræðingar slegið því föstu, að fyrsta nothæfa gáfnaprófið hafi verið samsett af franska sálfræðingnum Alfred Binet. Það vill svo til, að þegar fyrsta útgáfa af „Mannþekkingu" eftir dr. Símon Jóh. Ágústssonar kom út, þá skrifaði ég smá athugasemd við greindarprófið sem þar var til sýnis. Ég benti á það, að sú niðurstaða sem þar var gefin um greind fólks, væri launakerfið í Englandi. Þeir sem voru í hæsta greindarflokknum voru best launaðir. Hinir miklu vaxandi kynþáttafordóm- ar nútímans sém leiddu til þess að nasistar ætluðu að útrýma gyðingum og öðrum kynþáttum, - ásamt trúarvakn- ingunni í íran gegnum afstöðu CIA frá 1954, á eiginlega upptök sín í Englandi. Þessir kynþáttafordómar byrjuðu ekki að vaxa neitt að marki fyrr en eftir trúarvakningu púrítananna er leiddi til þess, að kalvinskakirkjan náði undir- tökunum t þjóðlífi Englands. menningarmál Dýrlegt ad drottna? GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON: Ö ÞAÐ ER DÝRLEGT AÐ DROTTNA Kennslubók lyrir verkalýðsformenn - með verkefnum, Gefið út á kostnað höfundar. Akureyri 1982. Af frægð bóka og prentgripa Eitt af því dularfulla við bókina, er það hvort hún öðlast frægð, og þá hvenær hún gjörir það. Sama gildir raunar um hófunda líka. Sumir höfundar baða sig í frægðarsól allt sitt líf, en gleymast síðan undir dimmu dekki að jarðarför lokinni. Eilífðin virðist ekkert eiga vantalað við þá. Aðrir höfundar hljóta frægð og frama svo seint, að þegar beinunum er safnað saman, og þau llutt til að jarðsyngja þau aftur innan um viðhafnarbein þjóðanna, að þá veit enginn í raun og veru með vissu hvort verið var með hina réttu grind, eða aðra af einhverjum, allt öðrum manni. Mer kom þetta í hug, þegar ég blaðaði í bók Guðmundur Sæmundssonar, Ó það er dýrlegt að drottna, sem vissulega var ögrandi bók, að minnsta kosti þegar búið var að „banna hana", eins og almenningur orðaði það, en, virðing- arforlag eitt neitaði á seinustu stundu, að leggja nafn sitt við útgáfuna. Höfundurinn, Guðmundur Sæmunds- son, hafði líka óvenjulega fortíð, var öskukarl fyrir norðan, og hálfgerður Walesa í strangtrúarkerfi verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir norðan, en í besta hluta bókar sinnar, sem er kápan, segir hann um sjálfan sig á þessa leið: „Höfundur bókarinnar, Guðmundur Magnússon, er 35 ára, 4ra barna faðir, giftur og búsettur á Akureyri. í 3-4 ár hefur hann verið að ráðast á og rcegja hina dugmiklu og heiðarlegu íslensku verkalýðsforystu. Til dæmis bauð hann sig í fyrra fram gegn hinum virta og vinsæla formanni Vlf. Einingar á Akur- eyri og kolféll, - fékk aðeins rúmlega þriðjung atkvæða. Enn háðulegri útreið fékk hann á ASÍ-þingi árið 1980, er hann bauð sig fram í gríni til forseta ASÍ gegn stórmennunum Ásmundi Stefánssyni og Karvel Pálmasyni. Á þingi Alþýðusam- bands Norðurlands árið 1981 var hann nauðugur boðinn fram gegn Þóru Hj alta- dóttur og eftir að hafa bjargað andlitinu með væminni stuðningsyfirlýsingu við Þóru fékk hann um 30% atkvæða. Þó er forsaga Guðmundar enn verri, þvf að hann hefur tekið þátt í alls konar stúdentaóeirðum, kröfugöngum 1. maí, herstöðvaandstæðingagöngu, klofnings- brölti Hannibalista og ofurróttæklinga- hópum. Hann er cand. mag. í íslensku og fl. að mennt, en hefur stundað ýmis mannskemmandi störf, svo sem háskóla- kennslu, unglingakennslu og náms- flokkakennslu, sorphreinsun og ritstörf. Á ritvellinum hefur hann hingað til látið sér nægja þýðingar óæskilegra erlendra 'verka, bæði skáldsagna, smásagna og ljóða, en geysist nú fram á bókamarkað- inn með frumsaminni bók. Og hann er ekkert á því að hætta að skrifa, því miður. Önnur bók er væntanleg strax í haust, og næsta ár er fullbókað." Á Lára von á bréfi? Sem áður sagði, var Guðmundur Sæmundsson, cand. mag. og öskukarl, þegar orðinn dálítill frægðarmaður fyrir baráttuaðferðir sínar og leiðir fyrir norðan og eins fyrir sunnan, því hann hafði beint þungum skeytum sínum að Verkalýðshreyfingunni, sem sitthvað hefur nú lært síðan í Báruslagnum - og það ekki alltaf af betra taginu. Ýmsir ganga meira að segja svo langt, að halda því fram að það sé í raun og veru engin verkalýðshreyfing til á íslandi núna, nema Verkamannafélagið Dagsbrún, stjórn ASÍ og BSRB, - og svo Guð- mundur Sæmundsson. Draugalegar sögur eru á kreiki um æviráðninguna og hið gulltrygga kerfi verkalýðsleiðtoganna. Og að nú sé svo komið að verkalýðs- hreyfingin sé meira fyrir forystumenn- ina, svona í daglegt brúk, heldur en þá launþega, sem standa upp í háls í fiski. Menn hafa rætt um pólitíska misbeit- ingu verkfallsvopnsins, og að það sé opinbert leyndarmál í æðstu valdastofn- unum ríkisins, að ef Kommúnistar, eða Alþýðubandalagið, eru ekki í stjórn, þá er ekki hægt að stjórna landinu fyrir ófriði á vinnumarkaði. Ef Alþýðubanda- lagið sé utan stjórnar, sé lýðveldið í rauninni keyrt í handbremsu, en ef kommar eru hinsvegar í stjórn, þá eru bremsurnar geymdar suðrá Miðnes- heiði, þar sem verið er að banna nýja flugstöð og olíuhöfn í Helguvík og annað smotterí. Verkföll eru hins vegar óhugsandi með Alþýðubandalagið í stjórn og það skrifar út kjaraskerðingarlög, eins og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.