Tíminn - 24.12.1982, Síða 3
FÓSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982
3
■ Úr myndinni Stir Crazy.
Stjörnubíó:
Geggjað
gaman
—önnur jólamynd er It's My Turn
■ „Að Gene Wilder og Richard Pryor
leiki saman í gamanmynd er gulltrygging
fyrir krampakenndum hlátri og geggj uðu
gríni eins og raunin er með myndina Stir
Crazy“, segir m.a. í kvikmyndagagnrýni
Tímans um aðaljólamynd Stjörnubíós í
ár „Snargeggjað" en í he'nni leiða saman
hesta sína fyrrgreindir heiðursmenn
undir stjórn leikstjórans Sidney Poitier.
Wilder og Pryor leika félagana Skip
og Harry. New York búa sem fengið
hafa sig fullsadda af heimsborginni og
ákveða því að halda í vestur í sólina,
sandinn og hina víðfeðmu ónumdu
„kvenakra“ sem þeir telja að fylgi með.
A leið til þessa „himnaríkis" staðnæmast
þeir í smáborginni Glenboro og þar sem
þeir eru auralausir ákveða þeir að fá sér
vinnu í banka þar sem þeir eru nokkurs
konar skemmtiatriði og koma fram í
spætubúningum. Tveir ópruttnir náung-
ar nota síðan, spætubúningana til að
ræna bankann. Skip og Harry er kennt
um og fá þeir hvor um sig 125 ára
fangelsisdóm.
I fangelsinu uppgötvar stjórinn að
Skip er búinn miklum hæfileikum á
kúrekasviðinu og því er ákveðið að hann
keppi fyrir fangelsið í ródeókeppni. Skip
og Harry hafa í millitíðinni eignast þrjá
félaga í fangelsinu, Mexíkana, homma
og tröll að nafni Grossberger en sá er
alræmdasti fjöldamorðingi fylkisins,
leikinn af De Jeude, sem einhverjir
kannast kannski við úr myndinni The
Wanderers.
Þessi hópur ákveður að ródeókeppnin
sé þeirra eina von að losna úr fangelsinu
og skipuleggja því flótta.
Nú er komið að mér
Önnur jólamynd Stjörnubíós er gam-
anmyndin It‘s My Turn sem gæti útlagst
„Nú er komið að mér“, með þeim
Michael Douglas, Jill Clayburgh og
Charles Grodin í aðalhlutverkum, leik-
stýrt af Claudia Weill.
It-s My Turn er fyndin ástarsaga um
stærðfræðiprófessorinn Kate Gunzinger
(Claybourgh) og fyrrum hornboltahetj-
una Ben Lewin (Douglas). Hún er ein
af þeim sem hefur lífið í nákvæmum og
réttum skorðum áður en hún hittir þann
síðarnefnda í giftingaveislu föðurs síns.
Með þeim takast ástir og líf hennar tckur
óvænta stefnu.
Allir aðstandendur þessarar myndar
hafa getið sér gott orð áður í kvikmynd-
ím, einkum leikstjórinn Weill sem fyrst
vakti athygli fyrir mynd sína Girlfreinds
og Jiil Claybourgh í aðalhlutverkinu en
nún hefur tvisvar verið tilnefnd til
Óskarsverðlauna.
-FRI
■ Clayburgh og Douglas í hlutverkum sínum.
Einir mestu listamenn kvikmynda í dag, þeir ROBERT DE NIRO og MARTIN SCORSESE, standa á bak vif
þessa mynd. Framleiðandinn ARON MILCHAN, segir: Myndin er bæði fyndin, dramatisk og spennandi og þaí
má með sanni segja að bæði De Niro og Jerry Lewis sýna allt aðrar hliðar á sér en áður. Robert De Niro vai
. stjarnan í Deer Hunter, Taxi Driver og Raging Bull
Aðalhlutverk:
Robert De Niro, Jerry Lewis, Sandra Bernhard.
Leikstjóri: Martin Scorsese.
Hækkað verð
SÝND KL. 5.05, 7.10, 9.10 og 11.15.
Sími 78900
SALUR - 1
JÓLAMYND 1982
HEIMSFRUMSÝNING Á ÍSLANDI
ur grínsins
JÓLAMYND 1982
LITLI LAVARÐURINN
Stóri meistarinn (Alec Guinness) hittir litla meistarann (Ricky
Schroder). Þetta er hreint frábær jólamynd fyrir alla fjölskylduna.
Myndin er byggð eftir sögu Frances Burnett og hefur komið út í
íslenskri þýðingu. Samband litla og stóra meistarans er með ól íkindum.
Aðalhlutverk: Alec Guinness, Ricky Schroder, Eric Porter.
Leikstjóri: Jack Gold
SÝND KL. 5, 7 og 9.
Salur - 2
Átthyrningurinn
Chuck Norris í baráttu við Ninja
sveitirnar.
Sýnd kl. 11
Salur - 3
Bílaþjófurinn
Bráðskemmtileg og fjörug mynd með
hinum vinsæla leikara úr
American Graffiti, RON HOWARD
ásamt NANCY MORGAN
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11
Salur - 4
Maðurinn með
barnsandlitið
Hörkuspennandi amerísk-ítölsk
mynd með TRINITY-BRÆÐRUM.
TERENCE HILL er klár með byss-
una og við spilamennsku, en BUD
SPENCER veit hvernig hann á að
nota hnefana.
Aðalhlutverk: Terence Hill, Bud
Spencer, Frank Wolf
SÝND KL. 5.05 og 11
Snákurinn
(Venom)
Venom er ein spenna frá upphafi til
enda, tekin í London og leikstýrt af
Piers Haggard. Þettaermyndfyrirþá
sem unna góðum spennumyndum,
mynd sem skilur eftir.
Aðalhlutverk: Oliver Reed, Klaus
Kinski, Susan George, Sterling
Hayden, Sarah Miles, Nicol
Williamson.
Myndin er tekin í Dolby stereo og sýnd
í 4ra rása stereo.
Sýnd kl. 7 og 9
Bönnuð börnum innan 16 ára
Salur - 5
Fram í sviðsljósið
Sýnd kl. 9
(8. sýningarmánuður)
Gleðileg jól