Tíminn - 07.01.1983, Qupperneq 10

Tíminn - 07.01.1983, Qupperneq 10
IB KR-ingar standa sig vel á alþjóöa- mótinu í handknattleik í Vestur-Þýska- landi. í gxr léku KR-ingar við þýska liðiö Dankersen. Leikurinn var vel leikinn af KR-ingum, og höfðu þeir ^ forystu í leikhléi 15-14. I síðari hálfleik komu Þjóðverjarnir brjálaðir til leiks og var ekki beitt neinum vettlingatökum á KR-inga. Að sögn Þorvarðar Höskuldssonar fararstjóra var hreint ótrúlegt hve Þjóðverjarnir gátu verið gróflr. „Jó- hannes Stefánsson og Gunnar Gíslason eru allir marðir og bláir eftir þá auk þess sem þeir eru með kólur út um allt. Og Gísli Felix Bjarnuson er meiddur, það var einn sem kom hreinlega inn í markið á eftir boltanum.“ Dankersen sigraði í leiknum 25-21. Anders Dahl Nielsen skoraði mest KR-inga í gærkvöldi, 9 mörk. Stefán Halldórsson skoraði 6 mörk, en hann skoraði einmitt 8 mörk í fyrrakvöld gegn Kiel. Stefán hefur því skorað 14 mörk í tveimur leikjum, dágott. Jó- hannes Stefánsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Albertsson skoruðu 2 mörk hver. Vestur þýski landsliðsmaðurinn See- hase skoraði mest fyrir Dankersen, og félagi hans úr landsliðinu Niemayer skoraði 6. Eins og áður sagði meiddist Gísli Felix Bjarnason í leiknum, og er ekki vitað hvfort hann getur leikið á morgun. Gísli meiddist snemma í fyrri ■ Gísli Felix Bjarnason varði vel gegn Kiel í fyrrakvöld, og í leiknum gegn Dankcrsen í gærkvöld þar til hann meiddist. hálfleik, og kom þá Jens Einarsson inn á í hans stað. Jens stóð sig frábærlega í leiknum að sögn Þorvarðar. ■ í fyrradag léku KR-ingar við Kiel lið Jóhanns Inga Gunnarssonar þjálf- ara. Jóhann Ingi var illa fjarri góðu gamni þar sem hann var veðurtepptur á íslandi, enda sigruðu KR-ingar glæsilega þetta sterka lið. Lokatölur urðu 26-23 KR í hag. Gísli Felix átti stórleik í marki KR og var öðrum fremur maðurinn að baki sigri KR. Stefán Halldórsson skoraði mest KR- inga 8 mörk, Alfreð Gíslason skoraði 6, Anders Dahl og Jóhannes Stefáns- son 4 hvor. Úr heimi atvinnugolfleikara í Bandaríkjunum: BRAUST ÚR FÁTÆKÍ MEÐ BÆKIADAN HANDLEGG ■ Það er með Calvin Peete eins og Ijóta andarungann, hann varð að lokum að svani. Sumir segja að Ijóti andarung- inn hafl átt sxldarlíf miðað við Peete. Calvin Peete er einn 19 systkina, faðir hann var tvígiftur. Hann hxtti í skóla eftir að hafa lokið 8. bekk, til þess að vinna og hjálpa fjölskyldu sinni að hafa í sig og á. Hann gat ekki unnið erflðisvinnu, því hann gat ekki rétt úr vinstri handlegg. Tólf ára gamall hafði hann fallið niður úr tré, og tvíbrotið olnbogann. Lxknir- inn sagði að ef hann brotnaði aftur yrði að taka handlegginn. Eins og faðir hans byrjaði Calvin að tína korn og baunir á ökrum mið-Flór- ída. Og hann komst líka að því hvað það þýddi að vera svartur. Faðir hans sagði gjarnan: „Ef þú vilt komast áfram, þá er ekki nóg að standa hvíta manninum jafnfætis, þú verður að standa framar". Calvin Peete komst áfram, hann er nú atvinnugolfleikari, það er takmark sem ekki er auðvelt að ná og hefur nær eingöngu verið fyrir hvíta menn. Og andstætt mörgum atvinnugolfleik- urum sem ólust upp með silfurskeið í munni, og fengu fystu kylfuna þegar þeir gátu haldið á henni, gekk Peete ekki í golfklúbb fyrr en hann varð 23 ára. ■ Calvin Peete með vinnuvettlingana. Síðasta ár, sjöunda ár Peete sem atvinnumanns var það besta sem hann hefur leikið á ferli sínum. Hann sigraði í fjórum meiriháttar mótum. Frammi- staða hans gaf honum um það bil 320 þúsund dollara í aðra hönd, en það jafngildir um 5,8 milljónir íslenskra króna. Síðasta ár var einnig minnisvert fyrir Calvin Peete á annan hátt. Hann lauk menntaskólaprófi. Framadraumar Calvin lét sig dreyma um það með félögum sínum á unglingsárunum að verða einhvern tíma ríkur. Um 16 ára aldur skipti hann um starf, hætti að tína korn og fór að vinna við framleiðslu íláta sem korntínendur tíndu í. Þetta var skref upp á við, smátt að vísu. 18 ára skipti hann aftur um starf, gerðist sölumaður, því að hann kynntist kúbönskum inn- flytjendum sem komu á ekrurnar og seldu vörur sínar. Þeir komu á hlöðnum bílum, en fóru á þeim tómum. Peete keypti eldgamlan skutbíl og hóf að selja verkafólki á Austurströnd Flórída föt og skartgripi. Þá hugsaði Peete lítið um golf, „ef ég sá það í sjónvarpinu, þá skipti ég alltaf um rás til að sjá körfubolta eða stríðsmynd," - segir hann. Honum fannst ekki mikið til íþróttarinnar koma, ekki fyrr en hann heyrði að Jack Nicklaus græddi 200 þúsund dali á ári. Upphafíð Um tvítugt lenti hann úti á golfvelli með vinum sínum. Innan sex mánaða frá því að hann fyrst tók á kylfu fór hann átján holur á innan við 80 höggum. Eftir átján mánuði var hann farinn að ná pari vallarins. Þetta tókst honum án þess að fara nokkurn tíma í golftíma. Hann þorði því ekki. Hann var viss um að kennarinn mundi segja honum að hann yrði aldrei góður, úr því að hann byrjaði svo seint,og hefði þar að auki bæklaðan handlegg. Peete tók sér auknar frístundir frá vinnunni og kenndi sér sjálfur að leika golf. Hann las mikið bækur um golf eftir kappa ein og Sam Snead, Jack Nicklaus, Bob Toski og Doug Ford. Hann lærði hvcrnig hann ætti að halda á kylfunni hjá manni sem seldi honum golfhanska, og hóf að æfa sig á baseballvelli. Þar æfði hann sig í því að slá kúlurnar á ákveðinn stað. Hann eignaðist einnig litla kvik- myndatökuvél til að sjá hvernig hann sjálfur sló. Stundum kom hann á völlinn áður en götuljósin voru slökkt á morgnana og fór aftur eftir að þau voru kveikt á kvöldin. Samt náði hann ekki tilskyldum árangri í skóla atvinnugolfsambandsins sem gefur mönnum réttindi til að verða atvinnumenn, í fyrstu tvö skiptin sem hann það reyndi. Loks í þriðju tilraun tókst honum það, árið 1975. Þá var hann orðinn 32 ára gamall. Peete tókst þetta þrátt fyrir sinn bæklaða handlegg. Einsoghver byrjandi t' golfi veit er ætlast til þess að menn slái með beinan vinstri handlegg á kylfunni. En þetta getur Calvin ekki. Kylfan á líka að vera lárétt fyrir ofan golfleikarann í upphafi sveiflu fyrir upphafshögg. Calv- in nær henni aðeins rúmlega lóðréttri. En hann hefur sína eigin aðfgerð, sem er frá því runnin er hann lék pool í gamla daga. Hann fer kringum kúluna, kíkir út stefnuna og það allt saman, stillir sér upp og slær kúluna með mikilli bol- sveigju. Upphafshögg hans eru um 240 metrar, nálægt því sem gerist hjá öðrum golfleik- urum. Og það sem hjálpar honum þó hans högg séu ívið styttri er að hann slær teig högg með meiri nákvæmni en nokkur annar, en það er niðurstaða rannsóknar sem gerð var keppendum á síðasta ári. Tók menntaskólapróf Calvin Peete er einn fjögurra blökkumanna sem leika sem atvinnu- golfleikarar í Bandaríkjunum. Hinireru Lee Elder, Jim Dent og Jim Thorpe. Þá leikur einn til, Pete Brown af og til. „Ég er enginn brautryðjandi", segir Calvin, „margir reyndu þetta á undan okkur sem erum með nú, en fengu ekki aðgang. Ef þeir hefðu ekki verið til og svo Martin Luther King væri þetta enn ekki hægt“. Calvin er hamingjusamlega giftur, og er kona hans Christine enskukennari í menntaskóla. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 7-14 ára. „Fyrstu þrjú árin í atvinnumennsk- unni fannst mér framfarir litlar hjá mér. Ég vann mér inn um 20 þúsund dollara á ári. í raun var það Christine sem vann fyrir fjölskyldunni. Ég var að því kominn að gefast upp en hún hjálpaði mér. Ég fór aftur að vinna með kvikmyndatökuvélinni og þá fór þetta að koma.“ En Calvin tók menntaskólapróf á síðasta ári. „Ég vildi sýna börnum mínum það að mér finnst menntun mikið atriði“, segir hann. „Ég vildi líka ná þessu áfanga sem ég ekki gat þegar ég var unglingur. Þegar ég tók prófið var ég miklu taugaóstyrkari en þegar ég er að pútta í erfiðri keppni á stóru móti“. FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 11 Umsjón: Samúel Örn Erling^son 1£NA KOPPEN HÆTTIR f MAÍ ■ Lena Köppen xllar að taka eina lotu enn í badminton. Þessi iota, skorpa eða hvað má kalla það mun standa þar til í maí, en þá verður heimsmeistaramótið í badminton í Bröndby höllinni í Kaupmannahöfn. Lena Köppen hafði ekki leikið badminton í tvo mánuði er hún tók fram spaðann að nýju nú um áramótin og hóf að æfa á nýjan leik. Þessi yfirburðakona í badminton sem Lena Köppen heíur óumdeilanlega verið síðustu árin, sagðist vera orðin leið á íþróttinni, þegar hún var spurð um það skyndilega frí sem hún tók sér frá æfingum og keppni. Það var seint í október eftir opna Skandinavíska mótið í KB höllinni í Kaupmannahöfn þegar hún tapaði í undanúrslitum fyrir 18 ára gamalli kínverskri stúlku. Allt eða ekkert Fyrir Lenu Köppen er það allt eða ekkert. Hún ntun aldrei sætta sig við að verða meðalgutlari í badminton í enda ferils síns. hún mun nú taka fjögurra mánaða skorpu, og síðan leggja spaðann á hilluna. Hún hafði frest til 5. janúar að tilkynna þátttöku sína í heimsmeist- Mjög skemmtileg viðureign var í gærkvöld í Reykjavíkurmótinu í innanhússknatfspyrnu. Þessi mynd er frá leik Fram og Ármanns. Hvað eru strákamir eiginlega að gera og hvemig endar þetta eiginlega? FJÖRAR VfTASPVRNUR DUGÐU EKKI Vfkingur Reykjavikurmeistari í meistaraflokki karla á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu innanhúss aramótinu, og það gerði hún á elleftu stundu, eða alla vega þeirri tíundu. „Við höfum ekkert gert til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun Lenu“ sagði formaður danska badmintonsam- bandsins, Fredé Kruse Christiansen. „Þetta er alfarið undir Lenu sjálfri kornið." Lcna Köppcn lék í Indónesíu og Malaisíu í ágúst og september. Og sigurinn í heimsbikarkeppninni í Kuala Lumpur sem er einn stærsti sigur sem hún hefur unnið um ævina megnaði ekki að ná henni það á strik hvað ánægjuna snerti, að bakslagið kæmi ekki í október í KB höllinni. Auk heimsmeistaramótsins í Bröndby höllinni, All England keppninnar og danska meistaramótsins er líklegt að Lcna taki þátt í hollenska meistaramót- inu scm vcrður nú á fyrri hluta ársins. Þessa ákvörðun Lenu að leika í heimsmeistarakeppninni er Dönum til mikillar ánægju, þeir geta þá reiknað með cinum gullverðlaunum á mótinu. Sumir telja að Lena haldi áfram, ekkert er hægt um það að scgja, en þegar hún hættir verður mikill sjónarsviptir. Allur heimurinn hefur í gegnum árin fylgst með þessari frábæru íþróttakonu. ■ Örfáar sekúndur til lciksloka, staðan 4-3 Víkingi í hag í útsiitaleiknum í Rcykjavíkurniótinu í knattspymu. Fram er í sókn. Vikingar brjóta á lcikmanni Fram, dæmt víti. Spenna ríkir í salnum. Boltanum er stilt upp, Víkingar skipta Óskari Tómassyni ínn á og hann fer í markið. Flautan gellur skotið ríður af, framhjá. Þá er það búið, nei, flautan gellur: Óskar hreyfði sig of fljótt segir dómarinn. Vítið skal endurtekið. Annar leikmaður Fram spyrnir í þetta sinn. Aftur yflr, aftur hreyfir Óskar sig, aftur endurtekið. Víti númer þrjú: Allt orðið vitlaust í höllinni og farið að síga í Víkinga. Enn fer allt á sömu leið, nema að nú ver Óskar. Enn flautað. í fjórða sinn er vítið tekið. Nú er ekki gaman að vera Framari, spennan orðin yflrgnæf- andi. Enn er spymt, og nú beint á Oskar Tómasson. Reykjavíkurmeistaratitillinn í innanhússknattspymu er í höfn, enn einn titill Víkinga. Mótið var í heild skemmtilegt og margir fallegir taktar sáust. KR-ingar urðu í þríðja sæti eftir úrslitaleik við Fylki, sigruðu 8-4. KR-ingar höfðu léttleikandi og skemmti- legt lið, það höfðu Framarar líka, léku þó mjög yfirvegaðan fótbolta. Víkingar ömgg- astir. Hér koma úrslitin í mótinu: Þróttur - Víkingur 5-7 Valur - Fylkir 4-3 Ármann - ÍR 6-7 Fram - KR 4-3 Víkingur - Fylkir Þróttur - Valur Í R - KR Ármann - Fram Valur - Víkingur Fylkir - Þróttur Fram - ÍR KR - Ármann Urslit um 3. sæti KR - Fylkir um 1. sæti Víkingur - Fram Lena Köppen ætlar nú að leggja spaðann á hilluna. Danmörk ísland í kvöld í körfu. ■ „Ég veit ekkert um þetta danska landslið, en þú?“ sagði James Dooley landsliðsþjálfari í körfuknattleik, í viðtali seint í gærkvöldi, eftir síðustu æflngu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld. Þetta var góð æfing, ég er geysilega ánægður með strákana, þeir leggja mikið á sig, hreint ótrúlega, eins og veðrið er hér. Ég er bjartsýnn, við ætlum að leika góða vörn, „scrcena“ vel og skjóta vel. Ég vona að þctta danska lið sé gott, þá fáum við góðan leik“. Þeir sem hvfla i kvöld af 13 manna hópnum eru Pétur Guðmundsson, Ríkharður Hrafnkelsson og Viðar Þorkelsson. Þeir fimm sem helja leikinn em Þorvaldur Geirsson, Simon Ólafsson, Torfi Magnússon fyrirliði, Valur Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason. Hreinn Þorkelsson, Kristján Ágústsson varafyririiði, Axel Nikulásson, Pálmar Sigurðsson og Bjöm Víkingur Skúlason hefja ieikinn á bekknum. Leikurinn í kvöld er í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst klukkan 21.00. íþróttamaður ársins útnefndur í dag. ■ í dag verður útncfndur af Samtökum íþróttafréttamanna iþróttamaður ársins. Tilnefningin verður á Hótel Loftleiðum. Ekki er gott að segja um hver hlýtur titilinn, en þcir sem hiotið hafa hann oftast íslcndinga eru Vilhjálmur Einarsson sem hlaut titilinn fimm sinnum alls, og Hreinn Halldórsson sem hlotið hefur titilinn fjórum sinnum. Pólverjar sigruðu ■ Pólverjar sigraðu Dani í landsleik í handknattleik í Kaupmannahöfn í vikunni 22-19. Aðalhetja Pólverja var hinn ungi Waszkiewicz sem skoraði 11 mörk. Lcikmenn Dana vora mjög jafnir og dreifðust mörkin á marga. Skólamót BLÍ ■ Frestur til að skiía inn þátttökutilkynningum í skólamóti Blaksambandsins hefur verið framlengdur til 15. janúar. Hér er um að ræða mót í grunnskólaflokki framhaldsskólaflokki og háskólaflokki. Keppt verður að sjálfsögðu í stúlkna og piltaflokki. „LÝK FERUNUM HJA NEWCASTIE ,,Er sáttur við að leika ekki með landslidinu meirff, segir Kevin Keegan fyrrum landslidsfyrirliði Englands ■ „Ég ætla að ljúka ferli mínum hér“ segir Kevin Keegan knattspyrnumaður hjá Newcastle United. Hann hefur nú náð sér af augnmeiðslum sem hann átti við að stríða. „Að vísu skrifaði ég aðeins undir eins árs samning í haust, en ég ætla að halda hér áfram og enda ferilinn hér. Ég vona að Newcastle verði komið upp í fyrstu deild að einu og hálfu ári liðnu, það er það sem við stefnum að.“ Kevin Keegan skrifaði undir samning við Newcastle United í haust. Áður hafði hann leikið með Liverpool, þá Hamburger Spoortveirein í Vestur- Þýskalandi og síðast hjá Southampton. Hann hefur verið talinn besti knatt- spymumaður Bretlandseyja í nærfellt tíu ár. Hann var fyrirliði enska landsliðs- ins um árabil allt þar til í sumar á heimsmeistarakeppninni á Spáni þar sem hann gat ekki leikið nema hálfan leik vegna bakmeiðsla. í kjölfar heimsmeistarakeppninnar urðu þjálfaraskipti hjá landsliði Eng- lands eins og víða annars staðar. Hinn nýi landsliðsþjálfari Englands Bobby Robson setti Keegan út úr landsliðinu um sama leyti og hann hóf að leika fyrir Newcastle. Þessi ákvörðun Robsons hefur verið mjög umdeild, Keegan er af mörgum talinn alltof góður til að standa fyrir utan hópinn. Allan Simonsen Daninn frægi, segir „Kevin er sá leikmaður í Evrópu sem ég dái mest. Það er óskiljanlegt að hann sé ekki í enska Iandsliðinu“. Keegan varð mjög sár þegar Robson tilkynnti ákvörðun sína, sagðist aldrei mundi leika fyrir England aftur. Aðdá- endur í Newcastle hans urðu æfareiðir og þannig má lengi telja. Ekki bætti það úr skák að Keegan átti hvern stórleikinn á fætur öðrum í haust, skoraði 11 mörk í fyrstu 14 leikjunum. Þar af skoraði hann 4 mörk í einum leik. Þegar komið var fram á tímabilið meiddist Keegan á auga og gat ekki leikið fyrr en rétt fyrir áramótin. Hann hélt uppteknum hætti, skoraði m.a. mark gegn Bolton í leik liðanna á nýársdag. Á móti þessu öllu kcmur að hver nýr þjálfari sem tekur við landsliði eins og Robson, verður eiginlega að gera ein- hverjar breytingar á liðinu, sérstaklega þar sem mikið framboð er á mjög góðum knattspyrnumönnum eins og á Englandi, er óneitanlega. Og Kevin Keegan er orðinn 31 árs gamall. Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvort Keegan komi virkilega inn í landsliðshópinn aftur. Bobby Robson segir: „Keegan er utan minna áætlana um skipan landsliðsins". Keegan segir: „Mínum landsliðsferli er lokið. Ég einbeiti mér nú að því að lkeika með Newcastle. Ég ætla að Ijúka mínum ferli hér, og ég bind miklar vonir við félagið. Ég hélt að þegar að því kæmi að maður yrði að hætta að leika knattspyrnu á alþjóðlegum vettvangi yrði það eins og að missa hluta áf sjálfum sér, hönd eða fót jafnvel. En svo er ekki. Ég er svo sáttur við þetta að ég hefði ekki einu sinni trúað því sjálfur að óreyndu. ■ Kevin Keegan ásamt fjölskyldu sinni, konunni Jean og dælmnum Laura-Jane og Sarah Marie.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.