Tíminn - 08.01.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.01.1983, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. UtTiSjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdótfir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 125.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. fsland án atvinnuleysis ■ Á 18. flokksþingi Framsóknarmanna, sem haldið var í nóvember síðastliðnum, var eitt kjörorð sett ofar öðrum. Þetta kjörorð var: ísland án atvinnuleysis. Fað er ljóst, að erfiðir tímar eru framundan hjá íslendingum eins og flestum öðrum þjóðum. Til viðbótar hinni alþjóðlegu efnahagsskreppu og afleiðingum hennar, hefur komið verulegur atlabrestur. Fullséð er, að þjóðartekjur munu dragast verulega saman á þessu ári. Þetta bætist við það, að verðbólga er hér meiri en víða annars staðar og skuldasöfnun hefur verið mikil og verða afborganir og vextir af þeim tilfinnanlegri, þegar þjóðartekjur dragast saman. Fað kemur hins vegar á móti, að mikil uppbygging hefur orðið á mörgum sviðum á síðasta áratug og þjóðin því mun betur undir það búin að mæta erfiðleikunum en ella. Fað er og ekki minna mikilvægt, að hér hefur verið næg atvinna meðan atvinnuleysi hefur farið sívaxandi víðast annars staðar. Stjórnarandstæðingar kunna illa að meta þetta, en öðru máli gegnir um þá, sem hafa kynnzt böli atvinnuleysisins. Vafalítið er ekki ofsagt, að það sé nú mesta bölið í heiminum, ásamt matarskortinum í þróunarlöndunum. Fess vegna hefur Framsóknarflokkurinn sett það efst á dagskrá sína í sambandi við þær efnahagsráðstafanir, sem óhjákvæmilega verður að gera, að áfram verði ötullega fylgt þeirri stefnu að verjast atvinnuleysinu. Allar þær aðgerðir verður að forðast, sem myndu valda atvinnuleysi. Þjóðin verður heldur að sætta sig við nokkra almenna kjaraskerðingu en að dæma nokkurn hluta hennar til þeirrar ógæfu, sem atvinnuleysið er. Jafnframt efnahagsaðgerðum þeim, sem nauðsynlegt verður að gera, þarf að halda áfram og herða hina miklu sókn, sem einkennt hefur síðasta áratug og beinzt hefur að því að byggja upp atvinnuvegina. Fannig verður að vinna að því að tryggja atvinnu því unga fólki sem árlega bætist á vinnumarkaðinn. Þetta er stórt verkefni, en það er einnig ánægjulegt verkefni. Fað er alltaf gott og hollt að geta lagt fram krafta sína til að gera land sitt betra og bæta hag þjóðarinnar. Það á að veja markmið og stolt þjóðarinnar að geta með sanni sagt: ísland án atvinnuleysis. Úrelt kerfi í rauninni þarf það ekki að þykja undarlegt, þótt samtök sjómanna íhugi að draga sig út úr nefnd þeirri, sem ákveður fiskverðið. Staðreyndin er sú, að verðlagningarkerfin, sem hér hafa gilt í nokkra áratugi og gáfust sæmilega í fyrstu, eru orðin úrelt og mikil þörf á endurskoðun þeirra. Þetta gildir ekki sízt um ákvörðun fiskverðs og búvöruverðs. Steingrímur Hermannsson reyndi þegar hann var landbúnaðarráðherra að fá breytingar á ákvörðun búvöru- verðs, en það strandaði þá. Meðal bænda er vaxandi áhugi á þessu máli, líkt og hjá sjómönnum. Þess vegna ætti að hefjast handa um endurskoðun á þessum kerfum, en vafasamt er, að einstakir aðilar dragi sig í hlé meðan sú endurskoðun fer fram. Það hefur t.d. ekki gefizt Alþýðusambandinu vel að draga sig út úr sexmannanefndinni. Þ.Þ. skrifaö og skrafað Hótun og gagnhótun ■ Fyrir nokkrum árum vitnaðist að Sovétmenn voru að setja upp kerfi kjarnorku- eldflauga sem beint var gegn Vestur-Evrópu. Á tveimur árum voru settir upp skot- pallar vítt og breitt um Sovét- ríkin til að skjóta meðaldræg- um eldflaugum. Hver flaug er búin þrem kjarnorku- sprengjum sem skjóta má á jafnmörg skotmörk þegar flaugin nálgast áfangastaði. Petta eru hinar svokölluðu SS-20 kjarnorkuflaugar. Þeim hefur stöðugt fjölgað og nálgast nú þúsundið. Var- sjárbandalagið fer ekki í neinn launkofa með tilurð þessara gjöreyðingarvopna. Marxistarnir í Austur-Evr- ópu nota þau sem hótun um hvaða örlög bíði Vestur-Evr- ópu ef þau ríki álfunnar sem enn teljast frjáls, halda sig ekki á mottunni gagnvart alræði kommúnista. Það þarf ekki margbrotna stærðfræðigáfu til að sjá hvaða afleiðingar það hefði á þéttbýlasta svæði heims ef 3000 kjarnorkusprengjum er fýrað á það. pegar Vestur-Evrópu varð Ijós sú hótun sem fólst í uppbyggingu SS-20 vopn- anna var sett fram gagnhótun um að svipuðum vopnum yrði komið fyrir í Vestur- Evrópu ef Sovétríkin hættu ekki smíði SS-20 kjarnorku- vopnanna, og geigvænlegri miðun þeirra. En kommún- istarnir mæltu aðeins fagurt um frið og öryggi og héldu smíðinni áfram. í ár er áætlað að setja niður fyrstu meðal- drægu eldflaugarnar sem svar við SS-20 sprengjunum. Eru það Pershing II. stýriflaugar. Æpandi þögn Þegar SS-20 vítisvélunum var komið fyrir og miðað var það aðeins yfirstjórn Nató og nokkrar ríkisstjórnir í vest- anverðri álfunni sem bentu á hættuna og mótmæltu. Öðrum virtist ekki koma við hvað fram fór. Þögnin var æpandi. En þegar sá tími nálgaðist að setja skyldi upp andsvarið urraði björninn í austri og taldi sínu öryggi misboðið. Það var eins og við mann- inn mælt, að friðarskriðan hljóp af stað og allt í einu stafaði Vestur-Evropu ógn- in af Pershing II. og stýri- flaugum sem koma skyldi þar fyrir. Það er undarleg árátta þeirra sem tekið hafa sér mjög vafasamt einkaleyfi á friðarvilja og andúð á vopna- skaki að sjá aldrei hættu af öðrum vopnum en þeim sem lýðfrjáls ríki ráða yfir. Síst af öllu vilja þeir sjá ógnina af þeim vopnum sem beint er gegn þeim sjálfum. Þetta er hrikalegur þver- brestur í þeirri umræðu sem nú er hvað háværust um frið og öryggi. Ráða ferðinni Magnús Bjarnfreðsson veltir þessum málum fyrir sér í grein í DV s.l. fimmtudag. Hann segirm.a.: „Svo virðist sem fulltrúar einræðisaflanna ráði að verulegu leyti ferðinni í umræðu allri meðal lýð- ræðisþjóðanna, enda er greinilegt að þeir eru búnir að koma sér ótrúlega vel fyrir þar sem umræðan á sér að miklu leyti stað: í fjölmiðlun- um.“ Þegar Nató-ríkin gátu ekki fengið Sovétríkin til að hætta uppsetningu múgmorðstól- anna hótuðu þau að setja upp gagneldflaugar. Um við- brögðin segir Magnús: „Við- brögð Sovétmanna urðu eins og venjulega að hafa mót- mæli að engu, enda eru slík mótmæli sannast sagna harla máttlaus. Þjónar þeirra í fjölmiðlaheiminum sáu um að umræða varð aldrei mjög hávær um þessa hluti í Vestur-Evrópu, en í þess stað beindist hún að fyrirætl- unum Nató-ríkjanna um gagnráðstafanir. Sovétmenn settu sínar flaugar upp í hundraðatali en hafa magnað upp mikla andstsöðu meðal lýðræðisþjóðanna með ódul- búnum hótunum gegn því að þær svari í sömu mynt.“ Síðar: „Bandaríkjamenn hafa gífurlegar birgðir kjarn- orkueldflauga í landi sínu. Svo miklar að það væri sjálfsmorð hvers herveldis í að ráðast á þá með kjarn- orkuvopnum. Hvorki Sovét- ríkin né Bandaríkin yrðu byggileg eftir þann darrað- ardans. Komi því upp sú staða að Sovétmenn beini eldflaugum að Vestur-Evr- ópu (Þeir hafa þegar gert það. Innsk. oó) og beiti ríkisstjórnir þar hótunum um leið og þeir senda herafla sinn inn í álfuna, vonast þeir til að Bandaríkjamenn hiki. Um leið og Bandaríkjamenn sendu eldflaug af stað væru þeir að kalla yfir sig tortím- ingu og land sitt. Ein sovésk eldflaug sem hitti fyrir lands- svæði er ekki skiptir sköpum í nýtingu auðæfa Vestur-Evr- ópu, svona rétt sem sýnis- horn, myndi hins vegar hræða líftóruna úr varnar- lausum þjóðum, er myndu falla flatar í auðmýkt fyrir fætur goðsins í Kreml. Hinn öflugi herafli Varsjárbanda- lagsins myndi leggja Evrópu að velli í örstuttri leiftursókn. Auðæfi og tækniþekking Vestur-Evrópu myndu síðan fresta skipbroti kommúnis- manns í nokkra áratugi, skip- broti sem nú blasir hvarvetna við í ríkjum þeim, sem hann drottnar yfir.“ Marxistar og málpípur Friðarhreyfingar á Vestur- löndum eru öflugar sem von er þar sem fólk lifir í skugga styrjaldarótta. Þorri fólks eru einlægir friðarsinnar og and- stæðingar kjarnorkuvopna og vilja leggja sitt af mörkum til að afvopnun og öryggi megi verða að veruleika. En það má ekki líta aðeins til einnar áttar þegar staðan er metin. Fólk verður að reyna að átta sig á hvaðan ógnin stafar og hvers vegna og beina samtakamætti sínum til að lýsa andúð sinni á ofbeldishótunum hvaðan sem þær koma en ekki láta marxista og málpípur þeirra eina um hræðsluáróðurinn. O.Ó starkadur skrifar« Vilmundarbandalagid ad sjá dagsins Ijós ■ VILMUNDUR Gylfason, sem sagði sig úr Alþýðuflokkn- um á síðasta ári, vinnur nú baki brotnu að því að stofna nýja flokkinn sinn, Bandalag jafnaðarmanna. Rætt hefur verið um að stefnumál og stjóm þessa nýja flokks muni sjá dagsins Ijós á næstu dögum, og að Bandalagið hyggist bjóða fram í öllum kjördæmum landsins við þingkosningarnar, sem vonandi verða haldnar sem allra fyrst. Litlar féttir hafa borist í fjölmiðlum til þessa af stofnundir- búningi Vilmundar og félaga hans, enda hefur hann sjálfur lagt kapp á að segja sem minnst. Hins vegar mun vafalaust fátt koma á óvart í stefnumálum og forystu. Stefnan verður vafalaust i anda þess málflutnings, sem Vilmundur hefur haft uppi innan og utan Alþýðuflokksins, og forystan verður að sjálfsögðu fyrst og fremst í höndum Vilmundar, enda Bandalagið stofnað utan um hann ef svo mætti að orði komast. Hann er flaggskipið, sem á að koma Bandalagi jafnaðarmanna inn á þing í kosningunum. Og persónan Vilmundur mun vafalaust skipta meira máli manna á meðal í kosningabarátt- unni heldur en sú stefnuskrá, sem bandalagsmenn hafa verið að semja að undanfórnu. SKOÐANIR eru mjög skiptar á þvi, hvort Vilmundur og lið hans muni hafa erindi sem erfiði í þessum kosningum. Reynsla liðinna áratuga gæti þar orðið mönnum nokkuð til leiðsagnar. Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem þingmenn segja skilið við flokka sína og stofna nýja. Það hefur skilað misjöfnum árangri. Besta útkoma slíks framboðs var að sjálfsögðu þegar Hannibal Valdimarsson og Bjöm Jónsson sögðu skilið við Alþýðubandalagið, stofnuðu Samtök frjálslyndra og vinstri mannaárið 1969, unnu nokkra sigra í sveitarstjórnar.kosning- unum 1970 og stórsigur í alþingiskosningunum árið eftir, 1971; fengu fimm menn kjörna. Vafalaust voru margar ástæður fyrir því hversu mikinn hljómgmnn framboð Samtakanna fékk 1971. Hannibal og Björn vom mjög vinsælir meðal almennings, sérstaklega á Vestfjörðum og í Norðurlandskjördæmi eystra, og baráttu- málin og úrelt flokkakerfi og sameining flokka áttu þá vaxandi hljómgmnn. Sum þeirra mála enduróma í málflutningi Vilmundar nú. Frá því þetta gerðist hefur enn frekara los komið á kjósendur, og það hefur þó einkum farið vaxandi, að kjósendur kjósi ekki með heldur á móti. Slík afstöðubreyting leiðir oft til þess, að þeim, sem axla byrðar erfiðra stjórnarákvarðana, er refsað, en hinum ábyrgðalausu, sem geta galað á torgum án þess að þurfa að bera ábyrgð á að takast á við vandann, er hossað um sinn. Það er því full ástæða til þess að taka framboð Vilmundar og bandalagsmanna hans alvarlega þótt Vilmundur sé enginn Hannibal. Sérstaklega hljóta Alþýðuflokksmenn að þurfa að vara sig á þessu nýja framboði. Það vakti athygli að Kjartani Jóhannssyni, fomianni Alþýðuflokksins, tókst að rita ítarlega og langa áramótagrein í málgagn sitt án þess að minnast einu orði á Vilmund eða klofninginn í flokknum. Það er sennilega aðeins gott dæmi um hræðsluna á þeim bæ við Vilmund; formaðurinn þorir ekki einu sinni að nefna nafn hans. En reynslan af fyrri upphlaupum af þessu tagi er mjög svipuð að því er varðar endalok slíkru framboða; þau ná stundum nokkurri fótfestu í fyrstu kosningum, en deyja svo drottni sínum fljótlega upp frá því. Spá mín er sú, að svipað verði uppi á teningnum með Bandalag jafnaðarmanna - að það komist inn á þing í fyrstu kosningum, en gufi svo smám saman upp. - Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.