Tíminn - 08.01.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.01.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1983 7 Umsión: B.St. og K.L. >. Hinrik prins selur vín ■ Hinrik prins, maður Mar- grélar Danadrottningar, hcfur gerst vínræktarbóndi í föður- landi sínu Frakklandi. Uin þessar mundir er einmitt ár- gangurinn 1980 afuppskerunni hans að koma á markað í Danmörku, eftir að hafa fengið að þroskast í friði í 2 ár. Verðið á að vera sem svarar rétt innan við 200 ísl. krónur og þvkir það fremur hagstætt niiðað viö það, sem gerist á dönskum markaði. Bara giftur drottningunni! ■ Rundarískirsjónvarpsþul - ir þykja með afbrigðum tungu- liprir og láta það ekki henda sig að verða orðlausir fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Það vill því stundum til, að upp úr þcim goppast eitt og annað vanhugsað og sem kannski ekki alltaf stenst grandskoöun. Það fékk Filipus drottning- armaður af Englandi að reyna í síðustu heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Þar varð hann að þola eftirfarandi kynningu sjónvarpsþular: - Hann er ekki maöur Díönu og ekki heldur prinsinn, sem skemmti sér í Karabíska hafinu með Koo Stark. Hann er bara giftur drottningunni! ■ Enski milljarðamæringurinn Robcrt Sangster var reiðubúinn að leggja allt í sölurnar til að njóta náðar Jcrry. En allt kom fyrir ekki. tími og þá gjörbreyttist til hins betra álit mitt á því sem þar fer fram og þeim aðilum sem þar eru til húsa.;‘ - í hverju er starf fiskimála- stjóra fólgið? “ Þetta er ábyrgðarmikið starf. Fiskifélag Islands er talsvert mikil stofnun og það er reyndar elsti félagsskapur sjávarútvegs- ins, og þetta eru einu samtökin þar sem allir aðilar sjávarútvegs- ins koma saman. Nú, fiskimála- stjóra ber að stjórna Fiskifélagi íislands, hann er formaður stjórnar félagsins og stjórnar öllum dagsdaglegum störfum fé- lagsins, sem hefur það megin- hlutverk að vera tengiliður á milli sjávarútvegsins og stjórn- valda. Stofnuninni er skipt niður í sex aðaldeildir, sem sjá um hin ýmsu störf, sem þeim er gert að framkvæma, samkvæmt lögum Fiskifélagsins. Hér starfa nú um 30 manns og þar að auki eru 11 manns í stjórn félagsins. Auk þessa er í sambandi við félagið í hverri verstöð úti um land trún- aðarmaður, sem safnar upplýs- ingum um veiðarnar og kemur þeim til okkar. Þessir trúnaðar- menn eru samtals 50 og þar að auki hefur Fiskifélagið erindreka í hverjum landsfjórðungi. Starf- semin hér er því ansi víðtæk, enda spannar hún yfir allan sjávarútveginn." - Átt þú von á að þú sem fiskimálastjóri munir reyna að breyta miklu í starfsemi félags- ins? „Ja, eins og ég sagði áðan, þá er ég bara að koma mér fyrir núna, en ef ég lít aftur í tímann eins og hálfa óld eða svo, til þeirra ágætismanna, forvera minna tveggja, þeirra Más Elís- senar og Davíðs Ólafssonar og þeirra starfa, þá myndi ég verða glaður og komast með tærnar í þeirra hælför. Þetta eru það miklir ágætismenn og hæfileika- menn miklir. En auðvitað hafa allir meiningar um það hvernig á að gera hlutina, sem þeir taka að sér, og það verður bara að koma í ljós.“ -AB erlent yfirlit ■ D’Aubuisson, leiðtogi hægri manna í El Salvador. Skæruliðar í Afgan- istan og El Salvador Hernaðaraðferðir þeirra eru svipaðar ■ Karmal, leiðtogi kommúnista í Afganistan. ÞÓTT ekki sé nema að tak- mörkuðu leyti hægt að bera saman ástandið í Afganistan og E1 Salvador, virðist eitt býsna sambærilegt. Það sem hér er átt við, eru bardagaaðgerðir skæruliðanna. Þær virðast hafa færzt í svipað horf í báðum löndunum. Ástæða er til að veita þessu athygli, þar sem þetta gæti verið vísbending um, að skæruhernaður, sem gæti komið til sögu í öðrum löndum, sæki fyrirmyndir sínar framvegis til Afganistan og E1 Salvador. Fregnir frá E1 Salvador eru miklu Ijósari en frá Afganistan, því að þar er leyfð viss stjórnar- andstaða og erlendir fréttamenn fá að koma til landsins. í Afganistan er hvort tveggja úti- lokað. Af þessum ástæðum er hægt að fá nokkuð greinilega mynd af skæruhernaðinum í E1 Salvador. Erfiðara er að fá fullkomlega rétta mynd af ástandinu í Afgan- istan. Þar verður að fara eftir sögu- sögnum stjórnvalda annars vegar og skæruliða hins vegar, en báðir þessir aðilar hafa eðlilega til- hneigingu til að mikla sinn hlut. Með því að reyna að vinza það úr, sem sennilegast þykir, verður myndin mjög svipuð af hernaði skæruliðanna í þessum tveimur löndum. í BÁÐUM löndunum ráða skæruliðar yfir verulegum hluta landsins og ákveðnum þéttbýlis- kjörnum. Áður fyrr var það venja þeirra að bregðast til varnar, þegar stjórnarherinn gerði árás, og urðu þeir oft fyrir verulegu manntjóni. Nú hafa þeir breytt um aðferð. Þegar þeim berast fregnir af sókn stjórnarliðsins, veita þeir aðeins takmarkaða mótspyrnu meðan aðalliðsafli þeirra hörfar. Stjótnarliðar grípa því oftast í tómt. Þeir halda síðan völdum í viðkomandi borg eða héraði í nokkra stund, en hverfa síðan á braut, því að þá skortir liðsafla til að vera hvarvetna á verði. Þá koma skæruliðar úr felum sínum og taka völdin að nýju. Þessi hernaðaraðferð hefur gefizt furðuvel í E1 Salvador, enda þótt landið sé ekki stórt. í Afganistan hentar þessi hernað- arlist enn betur, enda landið miklu stærra og skæruliðum auð- veldari undankoma til öruggra felustaða. Þá hafa skæruliðar í báðum löndum gripið í vaxandi mæli til þess að vinna spellvirki á sam- gönguleiðum, orkuverum og rafleiðslum. Iðulega hafa ýmsar borgir og héruð í E1 Salvador verið án raforku að undanförnu. í Afganistan er þetta ekki síður algengt, og birtust nýlega fregnir af því, sem taldar voru áreiðanlegar, að höfuðborgin Kabul hefði verið meira og minna án rafmagns dögum saman. í báðum löndunum virðast skæruliðar hafa góðar njósnir af ferðum hersveita. Iðulega gera þeir hersveitum fyrirsát, einkum þó þegar fámennir herflokkar eru á ferð. Oft hafa þeir náð býsna miklum árangri. Fullvíst þykir, að Rússar hafi orðið fyrir miklu manntjóni á þennan hátt. Stundum hafa skæruliðar gert árásir á herstöðvar og flugvelli með furðu miklum árangri. í Afganistan virðast slíkar árásir hafa aukizt í seinni tíð. Hernarlist skæruliðanna í báð- um löndunum virðist þannig fólgin í því að vera alls staðar og hvergi. Herinn veit því aldrei fullkomlega hvar hann getur átt von á þeim. Hvorki KGB, sem annast njósnastarfsemi í Afgan- istan, eða CIA, sem aðstoðar við njósnastarfið í El Salvador, virðast hafa fundið aðferðir til að geta iylgzt mcö árásarfyrirætl- unum skæruliöa. EINS OG nú standa sakir virðast skæruliðar í Afganistan og El Salvador skáka báðum risaveld- unum. Rússar standa ráðþrota, þótt þeirséumeðum KXlþúsund manna her í Afganistan. Banda- ríkjamenn ausa takmarkalitlu fjármagni til styrktar stjórninni í El Salvador, án þess að nokkurt undanlát verði á baráttu skæru- liðanna. Vafalítið gæti þetta ekki gerzt, ncma samúð almennings í þessum löndum væri meö skæru- liðum og baráttu þeirra. Réttust viðbrögð risaveldanna við þessari mótspyrnu væri sú, að Rússar kölluðu heim hersinn frá Afganistan og Bandaríkin hættu stuðningi sínum viðstjórn- ina í E1 Salvador. Meiri líkur virðast til þess, að Bandaríkjamenn geti orðið hér á undan og gefið Rússum gott fordæmi. Bandaríkjaþing hefur nú ákveðið að senda sérstaka nefnd til El Salvador til að kynna sér ástandið þar og mun ekki samþykkja frekari fjárveitingar þangað fyrr en að fenginni skýrslu hennar. Sendiherra Bandaríkjanna þar hefur jafn- framt gerzt ómyrkari í máli um ástandið þar og ber hvergi nærri saman við Reagan forseta, sem hefur talið, að ástandið færi batnandi. Því mun ekki heldur að neita, að Rússar séu farnir að óróast. Til þess benda þau ummæli Zia forseta Pakistan, að Rússar væru tilbúnir til að flytja her sinn burtu, ef þeir gætu gert það á þann hátt, að þeir björguðu andlitinu. Þórarinn Þórarinsson, 3 ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.