Tíminn - 08.01.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.01.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag ^L~Sabriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYrT^o Jón Halldórsson var nokkuð hress er við hittum hann á Borgarsjúkrahúsinu. Tímamynd Róbert GEKK NÆR ÞVÍ SUNDUR UM LIÐINN” — segir Jón Halldórsson, sem lenti í alvarlegu slysi í ófærðinni ■ „Heilsan er alveg sæmileg eftir aðgerðina sem hcppnaðist víst mjög vel“ sagði Jón Halldórsson í samtali við Tímann en sem kunnugt er af fréttum þá lenti Jón með fótinn í togi á miðvikudagskvöldið cr hann var ásamt öðrum að hjálpa til við að ná bíl úr skafli. Við slysið missti hann nærri því fótinn en Leifur Jónsson læknir á slysadeild Borgarsjúkrahússins fram- kvæmdi aðgerð á fætinum sem heppnaðist mjög vel eins og fyrr greinir og er Jón nú búinn að fá nokkra tilflnningu í hann. „Þessari aðgerð er ekki Iokið og munu fleiri uppskurðir verða framkvæmdir á fætinum. Ég veit ekki hve lengi ég verð hér en líkur eru á að fóturinn verði sæmilegur á eftir þó ekki komist hann í fyrra horf“ sagði Jón. Aðspurður um aðdraganda slyssins sagði hann að hann hefði verið ásamt félögum sínum á jeppa við að hjálpa fólki sem sat fast í bílum sínum. Þeir komu að þessum bíl á Bæjarhálsi í Árbæ. „Við settum tóg á milli og síðan var rykkt í. Við vorum búnir að gera einar sex eða sjö tilraunir er slysið átti sér stað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það varð en sennilega hefur tógið lent utan á fætinum og ég staðið það fast í hann að hann gekk nær því í sundur um liðinn" sagði Jón. _ frj Prófkjör Framsóknarmanna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi: KJÖRFUNDURÁSUNNUDAG ■ Prófkjör um efstu sætin á l'ramhoöslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík fer fram að Rauöarárstíg 18 á morgun, sunnu- dag. Kjörfundur hefst kl. lO.oo og stendur til kl. I9.no og hefst talning atkvæða strax að loknum kjörfundi. Úrslit eiga því að liggja fyrir síðar um kvöldið. í prófkjörinu skal velja 6 - hvori fleiri né færri - af þeim tíu mönnum sem gefið hafa kost á sér og skal númera við nöfn þeirra 6 í hlaupandi töluröð. Rétt til að kjósa hafa alls um 350 manns að sögn Hrólfs Halldórs- sonar. form. Fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna. „Nú treystum við bara á góða þátttöku í prófkjörinu. Mönnum innan þessara samtaka hefur verið fengið í hcndur að ráða því hverjir skipi efstu sæti næsta framboðslista flokksins .og væri leitt ef þeir notuðu sér ekki þann mikla rétt", sagði Hrólfur. Þá benti hann á að kynningar- fundur hinna 10 frambjóðenda vcrður haldinn í dag kl. 14.oo að Rauðarárstíg 18. Vildi hann hvetja prófkjörsþátttakendur til að koma og kynnast betur þeim scm gefið hafa kost á sér í prófkjörinu. Reykjajieskjördæmi Skoðanakönnun um röðun efstu sæta á lista frantsóknar- manna í Rcykjaneskjördæmi fer fram á aukakjördæmisþingi sem sett verður í Festi í Grindavík kl. 13.00 á morgun - sunnudag. Seturétt á þinginu eiga alls unt 375 manns að sögn Gríms Run- ólfssonar, form. kjörncfndar. Grímur sagði ekki alveg séð enn þá hve margir gefa kost á sér, því enn sé hægt að bæta við, m.a.s. á sjálfu þinginu ef fyrir liggi samþykki hlutaðeiganda. En þessir níu hafa þegar gefið kost á sér: Arnþrúður Karlsdótt- ir útvarpsmaður, Hákon Sigur- grímsson framkvæmdastjóri, Halldór Halldórsson skrifstofu- maður, Helgi H. Jónsson frétta- maður, Inga Þyri Kjartansdóttir snyrtisérfærðingur, Jóhann Ein- varðsson alþingismaður, Markús Á. Einarsson veðurfræðingur, Ólafur I. Hannesson hrepps- nefndarmaður íNjarðvíkum og Þorlákur Oddsson sjómaður. í fyrri umferð á að kjósa sex menn úr hópi þeirra sem í framboði verða. Úr hópi þeirra sex sem flest atkvæði hljóta verður kosið sérstaklega í hvert þriggja efstu sætanna, þ.e. fyrst í 1. sæti þá í 2. og síðan í 3 sæti, og eru það bindandi úrslit. Uppstillinganefnd skal síðan stilla upp í sæti þar fyrir neðan. Fíkniefna- lögreglan: Einn í 15 dagagæslu varðhald ■ Einn maður hefur verið settur í 15 daga gæsluvarðhald grunaður um aðild að fíkni- efnamisferli. Að sögn Gísla Björnssonar hjá fíkniefnalög- reglunni þá er ekki hægt aö greina frá nánari tildrögum þessa máls cnnþá, rannsókn er það skammt á veg kornin. - FRI dropar Hvernig sem á stendur-nema! ■ Albcrt Guömundsson, forscti bori’arstjórnar, þykir strangur fundarstjóri á fundum borgarstjórn- ar og oft taka ákvaröanir að lítt hugsuðu máli. Á flmmtudags- kveldið þcgar fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þctta ár var til lokaafgreiöslu tilkynnti hann mcð góðum fyrirvara, að matarhlé yrði gcrt á mínútunni klukkan sjö, hvernig sem á stæði í umræðum, jafnvel þó að taka yrði oröið af ræðumanni. Svo slysalega vildi þó til að nokkrum mínútum fyrir tilskilinn tíma vék Albert úr stóli fundar- stjóra og kvaddi sér liljóös um málefni Landsvirkjunar. Sjálfsagt hefur hann í upphafl haft uppi góðan ásetning um að Ijúka máli sínu í tíma, en því fór fjarri. Alliert vcrður alltaf hcitt í hamsi þcgar það fyrirtæki ber á góma, og vissi því ekki af sér fyrr en klukkan var langt gengin í átta. Margir borgarfulltrúar minntust þá orða hans fyrr um kveldiö, enda orðnir svangir. Varð Allicrt aö vonum skömmustulegur þegar loforðið um matartímann var bor- iö upp á hann og sagði: „Ég stend við það scm ég sagði, þó seint sé“, og gaf hálftíma matarhlé. Hverjir vilja gervigrasið ■ Og meira frá borgarstjórnar- fundinum. Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn kýldi í gegn fjárvcitingu upp á 10 milljón- ir króna til lagningar gervigrass í Laugardal. Miklar efasemdir voru hafðar uppi á fundinum um ágæti þess, og var stórlega dregið í efa að ekki væri hægt að verja peningunuin á skynsamlegri hátt. Samkvæmt hcimildum Dropa samþykktu margir fulllrúar íhalds- ins þcssa fjárveitingu mcð hang- andi hcndi, og sögðu þegar talað var við þá í trúnaði að í hjarta sinu væru þeir á móti gcrvigrasinu. Agavald Davíðs borgarstjóra er hins vcgar mikið. Albert Guðmundsson mun vera cinn af þcim sem ekki er mjög hlynntur gervigrasinu, enda kink- aði hann ákaft kolli ineðan Mag- dalena Schram, varaborgarfull- trúi, flutti skörulega ræðu sína gegn gervigrasaáformunum, sem viðstaddir gátu ckki skilið á annan veg en hann væri sammála ræðu- manninum. Krummi ... ...scgir: að með sanni eru ráða- menn borgarinnar aldeilis úti að akal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.