Tíminn - 12.01.1983, Page 1
Sex nýir spámenn í getraunaleik Tímans — bls. 10-11
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miðvikudagur 12. janúar 1983
8. tölublað - 67. árgangur.
Norðmenn og Japanir komu hingad í gær til viðrædna um Járnblendifélagid:
TAUÐ AD ELKEM VIUI SEUA
JAPÖNUM UM 20% EIGNARHUIT
■ Síðdegis í gær komu hingað til lands frá Osló fulltrúar Elkem
Spiegerverket og fulltrúar japanska fyrirtækisins Sumi Tomo, sem
Elkem hyggst nú selja um 20% af 45% eignarhluta sínum í íslenska
járnblendifélaginu, en Tíminn greindi frá því í gær að nú stæðu
viðræður yfir á milli Elkem og Japananna um þessi mál. Þessir aðilar
eru nú komnir til íslands í þeim erindagjörðum að eiga viðræður við
íslenska aðila um sama mál.
Blaðamaður Tímans hitti dr.
Rolf Nordheim við komuna í
gær, en dr. Nordheim á sæti
ásamt tveimur Norðmönnum
öðrum, fyrir Elkem hönd, í
stjórn íslenska járnblendifélags-
ins. Dr. Nordheim var spurður
hvernig viðræðum þessara
þriggja aðiia yrði háttað og
hversu mikinn hluta Elkem
hygðist selja Sumi Tomo: Dr.
Nordheim sagði: „Ég get ekkert
um það sagt á þessu stigi. Við
erum hingað komnir, ásamt Ja-
pönunum, til þess að ræða við
íslensku eigendurna, en á þessu
stigi málsins get ég ekki upplýst
um hvað viðræðurnar munu
snúast."
Fulltrúar japanska fyrirtækis-
ins, Sumi Tomo voru jafnvel enn
þögulli, því þegar forsvarsmaður
þeirra var spurður hvers konar
fyrirtæki Sumi Tomo væri, sagði
hann einungis: „Ég er ekki
fulltrúi neins japansks fyrirtækis.
Ég er prófessor í sögu!“
Ttminn hefur aflað sér heim-
ilda fyrir því að Sumi Tomo
er eitt af stærstu japönsku fyrir-
tækjunum á sínu sviði, en það er
í alhliða iðnaðarframleiðslu úr
stáli, áli og fleiru.
AB
Rostungur sást á Rifi
á Snæfellsnesi:
EKKI SÉST HÉR
FYRR Á ÖLDINNI
■ Rostungur var að spóka sig
i brimgarðinum á Rifi á Snæfells-'
nesi í gærmorgun og mun hann
vera sá fyrsti sem sést hefur hér
á landi á þessari öld.
„Við sáum hann fyrst rétt fyrir
hádegið og þá lá hann uppi á
brimbrjótnum. Eg gekk að hon-
um landleiðis, en sjórinn var að
falla undir hann, og þá brölti
hann í sjóinn. Enginn asi var á
honum og ekki var hægt að sjá
að hann væri sérstaklega
styggur," sagði Sæmundur Krist-
jánsson, vigtarmaður á Rifi, en
hann var meðal þeirra fyrstu sem
sáu til skepnunnar.
„Mér virtist hann vera þarna í
æti, sennilega skel eða
smokkfisk, en hann flækist víst
hingað á eftir smokknum. Hann
stakk sér nokkrum sinnum og
var alveg ótrúlega lengi í kafi,
kom upp rétt við fæturna á mér
og var þá að maula eitthvað."
- Var þetta stórt dýr?
„Hann var nú ekki stór, enda
skilst mér að hann sé mjög
ungur. Hann var bara með aðra
tönnina, sem var ekki nema
svona fjögurra tommu löng.“
- Gastu séð mikinn mun á
honum og venjulegum sel úr
fjarlægð?
„Nei, enda hélt ég fyrst að
þetta væri útselsbrimill sem lægi
þarna veikur og ætlaði að aflífa
hann, en til allrar lukku sá ég
hvers eðlis var áður en ég fór út
í það,“ sagði Sæmundur.
„Það heyrir helst annálum til
að rostungar sj áist hér við land,“
sagði Sólmundur Einarsson,
fiskifræðingur, í samtali við blað-
ið í gær. „Ég veit að þeir sáust
nokkrir fyrir Norðurlandi á
síðustu öld, en síðan er ekki
vitað um ferðir þeirra. Aftur á
móti hafa þeir fundist á Bret-
landseyjum, í Noregi og Hol-
landi á undanförnum þremur
árum. Það voru ungir tarfar sem
villtust frá hjörðunum í ætisleit."
-Sjó
KAFARAR GÆSLUNNAR
MÁNUÐ í VERKFALLI!
Lögðu niður vinnu og skiluðu búnaði sfnum
■ Kafarar Landhelgisgæslunn-
ar hafa ekki kafað undanfarin
mánuð vegna deilu um kjör sín
við stjórn Landhelgisgæslunnar.
Gunnar Bergsteinsson forstjóri
Landhelgisgæslunnar sagði í
Straumsvíkurmálið:
w
LIKLEGA AFRYJAÐ
11
11
■ „Ég tel það líklegra en ekki
að áfrýjað verði þessum dómi en
ég á eftir að ræða það betur við
iögfræðing minn“ sagði Guð-
mundur Jónasson í samtali við
Tímann en hann var stefnandi í
Straumsvíkurmálinu sem nýlega
var dæmt í í bæjarþingi Hafnar-
fjarðar og stefndi, ísal sýknað
að kröfum stefnda.
„Ég hef ekki kynnt mér dóm-
inn nákvæmlega ennþá. maður
vissi að þetta gat farið á hvorn
veginn sem var en maður er
óhress með niðurstöðuna."
„Bjuggumst við
þessu“
„Þetta er ekki meira en það
sem við bjuggumst við, dómur-
inn féll eins og við höfðum gert
ráð fyrir“ sagði Ragnar Halldórs-
son forstjóri ísal í samtali við
Tímann er við spurðum hann
álits á dómnum . Hann sgði að
hann hefði ekki kynnt sér dóm-
inn nægilega vel ennþá til að
segja eitthvað frekar um hann en
hann bjóst fastlega við að málinu
yrði áfrýjað.
FRI
samtali við Tímann að slitnað
hefði upp úr samningaviðræðum
og hann boðið köfurunum að
leggja málið fyrir gerðardóm.
Er við höfðum samband við
forsvarsmenn kafaranna kom í
Ijós mikil óánægja með það
hvernig stjórn LHG hefði staðið
að samningamálunum við þá.
Þeir fóru fyrst fram á
samningafund þann 4. okt. s.l.
með bréfi til stjórnar LHG. Því
var ekki svarað og sendu þeir
annað bréf þann 15. okt. Þá voru
ákveðnir samningafundir og
fjórir slíkir haldnir í nóvember.
Töldu kafararnir að samkomulag
væri í augsýn en þá var áfram-
haldandi samningafundum, um
mánaðarmótin nóv./des. frestað
hvað eftir annað og köfurunum
loks tilkynnt þann 10. des. að
samningaviðræðum væri slitið
og hefði lokatilboð LHG komið
fram á síðasta fundinum.
Samþykktu kafararnir síðan á
fundi þann 13. des. að leggja
niður vinnu og skiluðu þeir
útbúnaði sínum til eftirlits-
manns.
Allir kafarar LHG vinna sem
stýrimenn, vélstjórar eða loft-
skeytamenn en hafa köfunina
sem aukastarf. Mikill munur er
á launum þeirra í þessum störf-
um og gerist á almennum mark-
aði, sem dæmi má nefna að
samkvæmt því samkomulagi sem
gert varð 1980 og kafararnir
vildu fá breytt fá þeir 1662 kr.
fyrir köfun innanhafnar á móti
5-6 þús. kr. hjá öðruni köfurum
og fyrir köfun utanhafnar fengu
þeir í sumar 2141 kr. á móti um
15. þús. kr. hjá öðrum.
Sjá nánar á bls. 3
FRI