Tíminn - 12.01.1983, Síða 3

Tíminn - 12.01.1983, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1983 3 fréttir Kafarar Landhelgisgæsiunnar neita að kafa vegna ágreinings um launamál: HAFA EKKERT KAFAÐ I MANUÐ VEGNA DEILNA! „samingaviðræðum slitið, er samkomulag var f augsýn” segja forsvarsmenn kafaranna ■ Kafarar Landhelgis- gæslunnar hafa ekki stund- að köfun frá 13. desember s.I. en þá var samningavið- ræðum vegna launamála við þá slitið, þegar sam- komulag virtist vera í aug- sýn að sögn forsvarsmanna kafaranna. Kafarar Landhelgisgæslunnar stunda þessi störf sem aukastörf en eru í aðalstörfum sem stýrimenn, vélstjórar eða loftskeytamenn. Fyrir störf sín fá þeir almennt rúmlega helmingi lægri laun er gerist hjá köfurum á almennum markaði og var sá launamismunur kveikjan að því að þeir fóru fram á samningaviðræður við stjórn LHG í byrjun október s.l. Þann 4. október s.l. sendu þeir stjórn LHG fyrsta bréfið með beiðni um viðræður. Er ekkert svar hafði borist við þeirri beiðni þann 15. okt. var annað bréf sent og þá fór LHG fram á samningafund í málinu. Er samningafundir hófust fengu kafar- ar LHG 1662 kr. fyrir köfun innan ■ Störf Itflfnranna eru oft tvísýn og hættuleg og leggja þeir áherslu á þá kröfu sína að þeir séu jafnan tveir saman að störfum. „Bauð þeim gerðardóm” — segir Gunnar Bergsteinssson forstjóri Landhelgisgæslunnar ■ „Það sem samkomulag náðist ekki í málinu skrifaði ég köfurunum bréf þar sem þeim var boðið að láta gerðardóm ákveða sanngjama þóknun fyrir störf þeirra“ sagði Gunnar Berg- steinsson forstjóri Landhclgisgæslunn- arí samtali við Tímann er við spurðnm hann um næstu skref í launadeilu kafara hjá LHG. Gunnar sagði að svar hefði enn ekki borist við þessari málaieitan en kafarar hefðu lagt niður störf og tilkynnt skipherrum sínum að þeir mundu ekki kafa meðan samkomulag næðist ekki í deilunnni. „Flestir kafaranna eru starfsmenn sem ráðnir eru til Gæslunnar sem stýrimenn, vélstjórar og loftskeyta- menn og hafa þeir lært köfun hjá okkur og við útvegum þeim útbúnað. Samkomulag sem þeir hafa sagt upp var gert 1980 en í kröfum sínum hafa þeir miðað við aðra kafara." -FRl hafnar en á almennum markaði fá kafarar á milli 5 og 6 þús. kr. fyrir slíkt. Fyrir köfun utan hafnaf fengu kafarar LHG 2141 kr í sumar á móti um 15. þús. kr. sem borgað er á almennum markaði. Alls voru haldnir fjórir samninga- og viðræðufundir/ í nóvember og var á þeim að mati kafaranna komið sam- komulag um mikilvægustu atriðin og höfðu kafarar þannig samþykkt grunn- taxtann um innanhafnarköfun, 2500 kr., en svolítið bar á milli í utanhafnar- köfun og um orðalag í samningunum. Síðan komu margboðaðir áframhald- andi samningafundir frá 29. nóvember og fram á miðvikudaginn 8. des. en þeim alltaf frestað af stjórn LHG vegna ýmissa atriða. Þann 10. des. er st'ðan sagt að samningaviðræðum sé endanlega slitið og 13 des. barst þeim bréf, en í því sagði að lokatilboð LMG hefði verið sett fram á síðasta fundi. Skiluöu útbúnaði sínum Kafarar héldu síðan fund þann 13. desember og á þeim fundi var samþykkt að segja skipherrum LHG að kafarnir sæju sér ekki fært að sinna þessu starfi sínu vegna launamála og framkomu stjórnar LHG við þá og skiluðu kafar- arnir útbúnaði sínum til eftirlitsmanns. Eitt skipa LHG varþá að leggja úrhöfn, Týr, og tilkynntu kafarar þess skips skipherra að þeir væru einnig hættir köfun en í fyrstu grein samnings kafara í LHG frá apríl 1980 segir að kafararnir séu ekki skyldugir til að kafa ef þeir samþykkja það ekki sjálfir. Forsvarsmenn kafaranna sögðu í samtali við Tímann að hið eina sem raunverulega átti eftir að ræða um í samningaviðræðunum var sú krafa kafaranna að utanhafnar, eða úti á rúmsjó, yrðu ávallt tveir menn látnir kafa í einu þar sem þetta eru mjög hættuleg störf og til að tryggja að svo yrði vildu þeir fá inn ákvæði sem tryggðu slíkt eða að ef einn maður yrði látinn kafa við slíkar aðstæður fengi hann tvöfalt kaup. „Meðferð þessa máls leggst mjög illa í okkur. Við komum jákvæðir til viðræðnanna og töldum að samkomulag væri á næstu grösum er okkur var tilkynnt um að samningaviðræðum væri slitið" sögðu forsvarsmenn kafaranna. Þeir sögðu ennfremur að kafarar hefðu aldrei, utan tvisvar, fengið auka- bónus fyrir að hafa unnið að björgun skipa þótt skýrt væri tekið fram í sjólögum að svo megi gera og að í óformlegum viðræðum við tryggingar- félög, skipaeigendur og aðra kafarar hefði komið fram að þessir aðilar teldu kaup þeirra hlægilega lágt, fyrir þessi störf. FRI „Ekki borið á vandræðum ennn — segir Höskuldur Skarp- hédinsson skipherra á Ægi, en lítið hefur verið af skipum á miðunum ■ „Þetta er bagalegt fyrír þá sem þurfa að njóta þcssarar aðstoðar en ekki hefur borið á neinum vandræðum ennþá þar sem litið hefur verið af skipum á miðunum“, sagði Höskuldur Skarphéðinsson sldpherra á varðskip- inu Ægi í samtali við Tímann er við spurðum hann hvemig launadeila kaf- ara Landhelgisgæslunnar kæmi við störfin á varðskipinu. „Ég myndi telja það æskilegast að hægt væri að komast að samkomulagi strax og.væri þannig hægt að fara að vinna eftir nýjum samningum og veita þessa þjónustu þeim sem þurfa hana. Það hlýtur öllum að vera kappsmál sem hlut eiga að máli. Höskuldur sagðist ekki hafa verið nógu kunnugur kröfum kafara til að tjá sig um þær en hann taldi þá ekki ofsæla af því sem þeir fengju. Hann sagði að hann hefðu unnið við_þetta í tuttugu áV, þetta væri skítavinna, erfið oft á tíðum, alltaf volk sérstaklega á þessum tíma árs og kuldi sem fylgdi þessu starfi. „Eftir þvf sem mér skilst bera þeir sig saman við aðra kafara og ég get ekki fundið það að það sé sanngjamt1* sagði Höskuldur. Prófkjör og skoðanakannanir vfða um helgina: Á laugardaginn hjá Fram- sókn í Norðurlandi vestra alþingiskosningar að verða tilbúnir fyrstú daga febrúarmánaðar. Hjá Alþýðubandalaginu fer fyrri hluti forvals fram um næstu helgi í Reykjavík, á Vesturlandi og í Norðurlandskjör- dæmi-eystra. Einnig var búist við að síðari hluti forvals fari fram á Vestfjörð- um um þessa sömu helgi, en í fyrri umferð sigraði Kjartan Ólafsson með yfirburðum. Þá fór fyrri hluti forvals fram á Suðurlandi um síðustu helgi. Hjá Alþýðuflokknum vom 4 prófkjör sögð framundan. Hið fyrsta á Suðurlandi hinn 22. janúar, en síðan í Reykjanes- kjördæmi, Norðurlandi-eystra og á Austurlandi helgina 29. og 30. jan. Prófkjör á Vestfjörðum verður ekki fyrr en í mars. Hjá Sjálfstæðisflokknum verður próf- kjör á Vesturlandi um næstu helgi, 15. og 16. jan. En helgina þar á eftir, 22. og 23. jan. verða prófkjör í Norðurlands- kjördæmi-eystra og á Suðurlandi. Að sögn Más Jónssonar hefur ekki enn verið ákveðið hvenær prófkjör flokksins á Austurlandi og í Reykjaneskjördæmi fara fram. í prófkjörum Sjálfstæðis- flokksins eru það flokksbundnir 16 ára og eldri ásamt stuðningsmönnum flokks- ins sem láta skrá sig, sem greiða mega atkvæði. -HEI ■ Skoðanakönnun um röðnn á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi-vestra fer fram á aukakjördæmisþingi með tvöföldum fulltrúafjölda í Mið- garði n.k. laugardag, 15. janúar. Jafnframt er búist við að auka- kjördæmisþingið á Reykjanesi, sem fresta þurfti vegna ófærðar síðasta laugardag, verði haldið á laugardaginn kemur ef veður leyfír, en endanlega ákvörðun átti að taka í því máli á fundi í gærkvöldi. Skoðanakannanir á Vestfjörðum og Austfjörðum verða síðan haldnar helg- ina 29. og 30. janúar n.k. { þeim hafa atkvæðisrétt stuðningsmenn Framsókn- arflokksins í þeim kjördæmum. Á Vesturlandi er uppstillingarnefnd að störfum en síðan verður boðað þar til aukakjördæmisþings til að ákveða endanlega uppröðun síðari hluta þessa mánaðar. Þingdagur verður ákveðinn síðar. Að sögn Hauks Ingibergssonar, fram- kvæmdastj. flokksins eiga allir fram- boðslistar framsóknarmanna við næstu Lestunar- áætlun Goole: Arnarfell .....................18/1 Arnarfell .....................31/1 Arnarfell ......................14/2 Arnarfell ......................28/2 Rotterdam: Arnarfell .....................20/1 Arnarfell ..................... 2/2 Arnarfell......................16/2 Arnarfell...................... 2/3 Antwerpen: Arnarfell .. Arnarfell .. Arnarfell .. Arnarfell .. Hamborg Helgafell .. Helgafell .. Helgafell .. 21/1 3/2 17/2 3/3 18/1 8/2 28/2 Helsinki: Dísarfell ......................31/1 Mælifell........................18/2 Dísarfell ...................... 3/3 Larvik: Hvassafell Hvassafell Hvassafell 24/1 7/2 21/2 Gautaborg: Hvassafell................ 25/1 Hvassafell................... 8/2 Hvassafell...................22/2 Kaupmannahöfn: Hvassafell..................26/1 Hvassafell................... 9/2 Hvassafell...................23/2 Svendborg: Hvassafell................. 13/1 Helgafell...................20/1 Hvassafell..................27/1 Helgafell....................10/2 Hvassafell...................24/2 Árhus: Helgafell...................22/1 Helgafell....................12/2 Gioucester, Mass: Jökulfell...................28/1 Skaftafell..................25/2 Halifax, Canada: Jökulfell...................31/1 Jökulfell....................28/2 - í :: —— u. - -X' SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambándshúsinu ^ ■ . Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Hlaðrúm úr furu f viðarlít n r “ -rz =f og brúnbæsuða. Áhersla er lögð -á' vandaða lökkun. ' Stærðir: 65x161 cm og 75x190 crn. Sendum gegn póstkröfu, Furuhúsið hf„ Suðurlandsbraut 30,' sími 86605.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.