Tíminn - 12.01.1983, Síða 6
6______________
í spegli tímans
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1983
■ Góður nætursvefn hressir og endurnær-
ir líkama og sál, um það eru allir sammála,
en svo hefurhversínasérviskuog sérskoðun
á því, hve lengi og við hvaða aðstæður best
er að sofa. Sumir halda því fram, að
segulmagn jarðar hafi sitt að segja í
sambandi við svefninn, og þá sé áríðandi
að snúa rétt, - með höfuðið í norður og
fætur í suður.
Napóleon keisari trúði þessu, og sama er
að segja um rithöfundinn Charles Dickens,
en Dickens hafði alltaf með sér áttavita til
að vera viss um áttirnar.
Ef Dickens kom á ókunnan stað,
t.d. hótel eða annan gististað, þá byrjaði
hann á því að taka upp áttavitann og færa
rúmið til eftir honum.
■ Churchill þótti gott að
koma í svalt rúm
Svefnveniur kunnra
manna:
■ Rithöfundurinn Charles
Dickens hafði jafnan með sér
áttavita til að rúmið hans stæði
rétt - í norður og suður
■ Les Margaret Thatcher
þingtíðindi undir svefninn?
vana að geta fengið sér
smáblund, og hvfldin gefur
þeim kraft til að halda áfram
að vinna endumærðir á eftir.
Sérfræðingum kemur saman
um að okkur sé svefninn
bráðnauðsynlegur, og nýiega
var gerð rannsókn á . her-
mönnum, sem voru sjálfooða-
liðar. Þeim var meinað að sofa,
og þegar þeim hafði verið
haldið vakandi í 98 klukkutíma
voru þeir orðnir meira og
minna ruglaðir. Margir sáu
ofsjónir, - einn sá marga
hunda allt í kring um sig, og
öðrum þótti sem köngulóarvef-
ur félli þétt að andliti sínu og
reyndi í ofboði að strjúka hann
framan úr sér, og flestir vissu
ekki hvort dagur var eða nótt.
Ráðin til að sofa vel og rótt,
em óteljandi, en reynast mis-
jafnlega. Gott er að vera vel
TVO
Sérfræðingar eru ekki á einu
máli um hversu mikill eða lítill
nætursvefn er hollastur. Sumir
■ Sagt er, að til séu þeir, sem
öfunda Elton John af nýja
búningnum
RUM BETRI EN EITT?
— það sagði Churchill a.m.k.
segjast ekki hafa þörf fyrir
nema 4-5 tíma nætursvcfn. Má
þar til nefna breska forsætisráð-
herrann Margaret Thatcher,
og Winston Churchill var sagð-
ur hafa þarfnast lítils nætur-
svefns, en hann fékk sér oft
smáblund á daginn. I einni bók
sinni segir Churchill: „Eg hef
fyrir vana, að leggja mig að
minnsta kosti í klukkutíma um
eftirmiðdaginn, Með því að
hvíla mig þannig seinni hluta
hvers dags gat ég afkastað 11/2
dags vinnu á hverjum degi.“
Churchill var sammála
Benjamin Franklin, banda-
ríska stjórnamálamanninum,
sem uppi var á 18. öld, en hann
sagði að það væri nauðsynlegt
fyrir góðan svefn, að hömndið
væri hæfilega svalt og herberg-
ið ekki of heitt, sem sofið var
í. Franklin sagðist nota tvö rúm
í sínu svefnherbergi til þess að
geta skipt yfir í kalt rúm.
Þegar honum væri orðið of
heitt í rúminu og gæti ekki
sofnað þá færi hann yfir í kalda
rúmið og sofnaði þá oftast
vært.
Winston Churchill tók þetta
upp, eftir að hann hafði lesið
þessa frásögn Benjamins
Franklin, og Churchill heimt-
aði svo alltaf tvö rúm í sínu
herbergi ef hann var á ferða-
lagi, og auðvitað heima hjá
sér. Svo skipti karl um rúm
eftir því sem honum hentaði.
„Það er svo þægilegt að kom
upp í svait rúm“, sagði hann,
þegar hann var spurður um
hina frægu svefnvana hans.
Margir frægir stjómmála-
menn hafa tamið sér þann
líkamlega þreyttur þegar farið
er að sofa, og einnig mælti
sálfræðingurinn dr.
W.C.Wright með því að lesa
eitthvað mjög dauft og leiðin-
legt fyrir svefninn. „Líklega
les frú Thatcher þingtíðindi
fyrir svefninn", sagði sálfræð-
ingurinn, „því að hún segist
alltaf sofna fast og vel um leið
og hún halli sér á koddann“.
Elton John
slær met
■ Elton John hefur löngum'
verið drjúgur við að finna sér
nýja og nýja búninga til að
koma fram í á tónleikum.
Hann þótti þó hafa slegið öll
met, þegar honum hugkvæmd-
ist að láta gera sér einkennis-
búning, sem myndi hæfa hers-
höfðingja í óperettu, gulli sleg-
inn i bak og fyrir. Elton hefur
hugsað sér að vígja þennan
dýrmæta búning á tveggja
mánaða hljómleikaferð um
England.
Sá orðrómur hefur komist á
kreik, að einhver af einræðis-
herrum Suður-Ameríku hafi
séð sér leik á borði og látið
gera sér nákvæma cftirlíkingu
af búningnum. Þetta hefur þó
ckki verið staðfest.
Connery verður
ekki allsnakinn
sem James Bond
■ Sean Connerv, sem orð-
inn er 52 ára, hcfur nú aftur
tekið til við aö leika ofurhug-
ann 007. Það er talsvert álak
að taka áftur til við aö fara í
spor garpsins mikla, enda
hcfur hann tekið ýmsum
brcytingum á þeim tíma sem
liðinn er síðan Sean fékkst
við hann síðast.
Eitt er það þó, sem liggur
við að Sean setji fyrir sig.
Það cr sú árátta að hylja mest
litið í ástaratriðunum. Nektin
skal vera þar í fyrrúmi.
Umboðsmaður Seans harð-
ncitar því þó, að Sean eigi
eflir að bregöa fyrir alls-
nöktum. - Hann verður
a.m.k. með hárkolluna, segir
hann hinn hrcssasti,
vidtal dagsins
■ „Ætli það hafi ekki einkum
verið forvitni og nýjungagirni
sem varð þess valdandi að ég
ákvaö aö slá til og fara suður“,
sagði Áskell Þórisson, nýráð-
inn framkvæmdastjóri Sam-
bands ungra framsóknar-
manna í samtali við Tímann,
„en auk þess langaði mig til að
leggja mitt af mörkum innan
vcggja Framsóknarflokksins.
Áskell starláði sem blaðamað-
ur við Dag á Akureyri síöustu
fimm árin og hafði áður veriö
blaðamaður á Tímanum. Eins
og fram hefur komið í blaöinu
eru þéir Áskell og Haukur
Ingibcrgsson nýir starfsmenn
á skrifstofu flokksins við Rauð-
arárstíg, cn Haukur tók við
starfi framkvæmdastjóra
Framsóknarflokksins af Þráni
Valdimarssyni.
„Það er heldur snemmt að
spyrja mig náið út í starfið
enda er stutt síðan ég tók við
því. Það virðist vera á margan
hátt áhugavert enda hafa sam-
tök á borð við S.U.F. í ýmsu
að snúast. Kosningar eru á
næsta Iti ti og ég mun verða að
STARFIÐ A,
lyiARGAN HATT
AHUGAVERf’
— segir Áskell Þórisson, nýráðinn
framkvæmdastjóri SUF
sinna margskonar verkefnum
sem tengjast þeim. Síðast en
ekki síst vil ég nefna fyrirhug-
aða útgáfu á stjórnmálariti,
sem S.U.F. mun standa fyrir.
Ef vel tekst til verður þetta rit
að föstum pósti í tilverunni.
Fyrsta eintakið á að líta dagsins
Ijós um miðjan næsta mánuð,
en alls eiga fjögur blöð að
koma út á árinu. í þeim verður
einkum fjallað um Framsókn-
arflokkinn og samvinnuhreyf-
inguna“.
- Telur S.U.F. að Tíminn
og Samvinnan hafi ekki sinnt
þessum málum nógu vel?
„Síst af öllu vildi ég kasta
rýrð á þau blöð sem þú
nefndir, þau hafa staðið sig
ágætlega, en góð vísa verður
aldrei nógu oft kveðin. í
stjórnmálaritinu, sem enn hef-
ur ekki hlotið nafn. verður
vonandi hægt að taka þessa
málaflokka nýjum tökum og
Tímamynd GE
■ Áskell Þórísson á skrifstofu sinni,
fjalla ýtarlegar um þá en hefur
verið mögulegt í Tímanum og
Samvinnunni. Það er Helga
Jónsdóttir sem stýrir ritnefnd-
inni og með henni er vaskur
hópur, en mitt hlutverk hefur
m.a. verið að safna auglýsing-
um í þetta blað“.
- Er ekki erfitt að fjármagna
samtök á borð við S.U.F.?