Tíminn - 12.01.1983, Síða 8

Tíminn - 12.01.1983, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisll Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tlmans: Guðmundur Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjórnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 125.00 um helgar. Áskrlft á mánuöi kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Efling rannsókna á laxastofninum ■ Davíð Aðalsteinsson, Páll Pétursson og Guðmundur Bjarnason hafa lagt fram athyglisverða tillögu til þingsályktunar í Sameinuðu þingi um eflingu rannsókna á laxastofninum. Eitt tilefni tillögunnar er hinar stórauknu laxveiðar Færeyinga í sjó, en margt bendir til, að þær hafi dregið úr laxveiði hér á landi. Fleiri orsakir geta valdið því, að dregið hefur úr laxveiði hérlendis. Flutningsmenn telja nauðsynlegt að þetta allt sé rannsakað til hlítar. í greinargerðinni segir m.a. á þessa leið: „Við íslendingar bönnum laxveiði í sjó í lögum með fáeinum undantekningum og er því sjávarveiði á laxi okkur andstæð. Áhugí beinist að því, að bönnuð verði sjávarveiði á laxi. Mikilvægt er að afla vitneskju um að hve miklu leyti hann veiðist við Færeyjar og Vestur- Grænland, en tíu merkjum af íslenzkum löxum veiddum á nefndum svæðum hefur verið skilað eins og áður segir. Merkingar á sjógönguseiðum af laxi hafa farið fram hér á landi samfellt í rúma þrjá áratugi, lengst af í smáum stíl. Laxaseiðamerkingar voru stórauknar á þessu ári. Um 140 þús. sjógönguseiðum var sleppt í ár og frá hafbeitarstöðvum víðs vegar um landið, þar af um helmingur á Norður- og Norðausturlandi, en ætla má að laxaseiði af þessum landshlutum jangi fremur austur í Atlantshaf. Áuk framkvæmda við merkingarnar þarf að leita að merktum löxum og taka þátt í alþjóðlegri samvinnu um gagnasöfnun og rannsóknir laxagangna. Þar sem löndin við norðanvert Atlantshaf austan Grænlands leggja lax til Færeyjaveiðanna virðist eðlilegt að þau kanni sameiginlega hve hvert land leggur stóran hlut til veiðanna. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur beitt sér fyrir samvinnu um rannsóknir á laxi, sem veiðist á Norður-Atlantshafi, á hliðstæðan hátt og gert var áður vegna laxveiðanna við Vestur-Grænland. Gert er ráð fyrir að þátttökulöndin í rannsóknunum standi hvert um sig undir kostnaði við framlag sitt til rannsóknanna. I desember mánuði 1981 komu saman í Þórshöfn í Færeyjum fiskifræðingar frá upprunálöndum laxins til þess að semja áætlun um rannsóknirnar sem ná bæði til gagnasöfnunar og úrvinnslu gagna. Enn fremur var verkefnum skipt milli þátttökulandanna. Island tekur þátt í rannsóknunum. Framlag okkar er fólgið í laxaseiðamerk- ingum, endurheimt merkja og gagnasöfnun um borð í færeyskum laxveiðibáti. Veiðimálastofnunin sendi rann- sóknarmann til Færeyja í febrúar 1982, sem dvaldist um borð í laxabáti í þrjár vikur til gagna- og upplýsingasöfnun- ar. Gert hefur verið ráð fyrir að senda skoðunarmann um borð í færeyskan laxabát snemma á árinu 1983, á sama hátt og gert var á þessu ári, og að kosta leit að laxamerkjum í Færeyjum á laxavertíðinni í vetur að hluta á móti öðrum þátttökulöndum í rannsóknunum.“ Að lokum segir í greinargerðinni, að það sé skoðun flutningsmanna, að allar rannsóknir þurfi að efla. Niðurstöður laxarannsókna munu verða haldbeztu rökin, þegar samið er um að draga úr eða stöðva laxveiðar utan upprunalanda laxins. Því þarf að stórauka fjárframlög til þeirra rannsókna. Framboðið í höfuð- borginni Lokið er prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík og skipun sex efstu manna á framboðslista flokksins ráðin. Framsóknarmenn í Reykjavík fagna því, að Olafur Jóhannesson hefur gefið kost á því, að vera áfram forustumaður þeirra. Sérstaka athygli vekur, að ungt fólk skipar þrjú af sex efstu sætunum. Enginn framböðslisti flokkanna í Reykjavík getur stært sig af slíku. Pað gefur ekki sízt vonir um vaxandi gengi Framsóknarflokksins í höfuðborg- inni. þþ skrifað og skrafað Fjarstýring ■ Engu er líkara en aö pólitískar skriffinnar Þjóð- viljans séu farnir að trúa þeim margþvælda áróðri Morgunblaðsins að Alþýðu- bandalagið stjórni Framsókn- arflokknum. Að minnsta kosti láta þeir svo að það sé í þeirra verkahring að hafa áhrif á prófkjör framsókn- armanna í Reykjavík og eftir að það er afstaðið að leggja út af niðurstöðunni sér í hag eða óhag eftir því hvemig á það er litið. Alla síðustu viku varði blaðið sínu uppáhalds- rými fyrir hugmyndfræði undir skæting í garð Ólafs Jóhannessonar, utanríkis- ráðherra. Honum voru skammtaðir stuðningsmenn eftir þeim hugmyndafræði- legu kokkabókum sem klipp- arar hafa tamið sér að mat- reiða upp úr og vammir og skammið ekki skornar við nögl þegar þeirra innræti var lýst. Að prófkjöri loknu og að niðurstöðum fengnum kveð- ur enn við svipaðan tón og er engu líkara en að Þjóðviljinn hafi orðið undir í prófkjöri sem hann á enga aðild að. Og þeir frambjóðendur sem flest fengu atkvæðin eru léttvægir fundnir að mati skurðar- meistara Þjóðviljans. „Það fór eins og vænta mátti að Ólafur Jóhnnesson sigraði í prófkjöri Framsóknarflokks- ins. Hins vegar varð þeim sem vonuðust til að kona skipaði .annað sætið ekki að ósk sinni. Engar breytingar . hjá Framsókn) (svo!). Hins vegar varð Haraldur Ölafs- son, sem skrifað hafur langar greinar og vandaðar um næstu hægri stjórn (svo!) t' öðru sæti. Það fer því ekki á milli mála, að það var fylking Helguvíkurmanna og Natós sem þarna vann sigur.“ En hugmyndafræðin, eða fáfræðin, á víðar upp á pallborðið í Þjóðviljanum en í illa grunduðum skætingi klippara. Á útsíðu birtist „frétt“ um prófkjörið undir fyrirsögninni Framsóknar- menn völdu til hægri. Þeirri frásögn lýkur með eftirfar- andi: „Greinilegt er að í Reykjavík hefur hugmyndin um nýja hægri stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar fengið byr undir báða vængi í Framsóknarflokknum. Það segir svo sína sögu að 207 manns völdu forsætisráðherra- efnið í prófkjörinu.“ Það er engin hálfvelgja í fréttaskrifum af þessu tagi. Það er ekki nóg með að þeir sem étið hafa af skilningstré Marx skipi mönnum og mál- efnum til hægri eða vinstri að geðþótta heldur eru þeir búnir að mynda stjórn eftir kosningar sem ekki er vitað hvenær fara fram né um hvaða framboðslistar bjóða fram. Það mundi flækjast fyrir flestum öðrum að sjá fyrir úrslit slíkra kosninga. En svoleiðis smámunir tefja ekki fyrir vitsmunaverum Þjóðviljans að mynda ríkis- stjóm langt fram í tímann. Góður kostur Allir frambjóðendur sem þátt tóku í prófkjörinu eru góðir og gegnir framsóknar- menn og er dilkadráttur Þjóðviljans ósmekklegur og ómaklegur í þeirra garð. Ungt fólk og efnilegt náði góðum árangri og sættir sig við sinn hlut að sinni og vonglaðir framsóknarmenn fara að hyggja að kosning- abaráttu sinni og þarf engar leiðbeiningar frá Þjóðviljan- um til að móta stefnuna. Þegar kemur að forvali Alþýðubandalagsins geta hugmyndafræðingamir á málgagni sósíalisma m.m. gert upp á milli frambjóð- enda að vild og gert þeim og fylgismönnum þeirra upp skoðanir eftir sínu höfði, og dregið alla þá lærdóma af valinu sem þeim sýnist. En það er mál framsóknarmanna einna hvernig þeir velja sína frambjóðendur. En kannski er ekki óeðli- legt að Þjóðviljinn reyni að gera frambjóðendur Fram- sóknarflokksins sem tor- tryggilegasta í augum lesenda sinna. Fylgistap Alþýð- ubandalagsins er yfirvofandi og eðlilega finnst mörgum af fyrrverandi kjósendum þess Framsóknarflokkurinn góð- ur kostur. Því rembast Þjóð- viljamenn eins og rjúpan við staur að gera frambjóðendur Framsóknarflokksins sem tortryggilegasta í augum þessa fólks. En þeir standa jafnkeikir eftir og væri hug- myndafræðingum nær að líta í eigin barm og reyna að komast að því hvers vegna kjósendur snúa baki við Al- þýðubandalaginu. Hroilvekjur enn f pisli þessum í gær var harðlega veist að sjónvarps- mönnum fyrir sýningar á misþyrmingum og illa förn- um líkum sem fallið hafa í hernaðarátökum eða fyrir morðingjahendi. Svona myndbirtingar hafa löngum verið umdeildar og eru ekki allir á einu máli um hvort þær þjóni þeim tilgangi að sýna okkur andstyggð styrjalda og afleiðingar vopnaskaks. Allt eins gæti verið að slík sjón sé orðin eins hversdagslegur viðburður og veki ekki meiri athygli en frásagnir af járn- brautarslysi í Suður-Amer- íku eða flóðum á Indlands- skaga þar sem svo og svo margir létu lífið. Sjónvarp er ekki eitt um að sýna slíkar myndir. Blöð eru oft óspör á rými undir hrollvekjurnar og sundurtætt lík og hamingjusömum feg- urðardísum er stundum val- inn staður hlið við hlið á myndasíðunum, hvaða tengsl sem þar eru á milli. En myndfrásögn sjónvarps er áhrifameiri en annarra fjölmiðla og dagleg um- gengni þorra fólks við skjáinn og það sem þar birtist hefur kannski meiri áhrif en okkur órar fyrir. í skrifinu í gær var lýst andúð á þeirri tilhneig- ingu að birta nákvæmar lýs- ingar á svöðusárum og illa förnum líkum, í sjónvarpi jafnvel þótt tilkynnt sé fyrir- fram að birtingin sé ekki við allra hæfi, og sér í lagi þeim „hræggömmum" sem skrá á filmur sínar og myndbönd þann óhugnað sem valur er. íslenskir sjónvarpsmenn eiga hér ekki hlut að máli því þeir eru ekki sendir í fjarlæg lönd til að safna efni um hernaðar- átök. Víða erlendis eru myndbirtingar af þessu tagi miklu algengari og jafnvel hroðalegri en hér tíðkast. Það„ sem hér er sýnt er erlent efni sem hingað er sent. Er undirrituðum kunn- ugt um að starfsmenn ís- lenska sjónvarpsins cru held- ur ófúsir til að senda út hryllingsmyndir og klippa þær iðulega úr erlendum fréttamyndum, svo að það er síður en svo að sóst sé eftir þeim. En það breytir ekki því að þessar myndbirtingar eru óhugnanlegar og óþarfar hvað sem vera kann tíska í fréttamennsku í útlöndum og þær myndir sem tilgreind- ar voru eru unnar af er- lendum sjónvarpsmönnum. OÓ Frumskógarhernaður í verðlagsmálunum? ■ LÖGBANNSMÁLJÐ, sem Verðlagsráð hefur höfðað gcgn Strætisvögnum Reykjavíkur vegna ákvörðunar borgar- stjórnarmeirihlutans að hækka fargjöld að eigin geðþótta hvað sem líður afstöðu Verðlagssráðs, sem lögum samkvæmt bcr að fjalla um slíkar hækkanir, hefur cðlilega vakið miklar umræður, enda málið sein betur fer óvenjulegt. Fáir munu bera á móti því, að verðbólgan, sem herjað hcfur á þjóðina í fjöldamörg undanfarin ár, sé eitt alvarlegasta vandamálið, sem við er að eiga i efnahagsmálum - ekki síst vcgna þess að langvarandi óðaverðbólga sýkir allt efnahags- kerfið. Isiendingar hafa hingað til talið sig hafa val á milli verðbólgu og atvinnuleysis, og valið vcrðbólguna, en spurningin er hvort langvarandi verðbólga grefur ekki svo undan stoðum framleiðslunnar í landinu, að til atvinnuieysis kunni að koma verði verðbólgan ekki haniín. I framtíðinni þarf því í auknum mæli að berjast samtímis fyrir fullri atvinnu og verulega minni verðbólgu ef vel á að fara. í skýrslu þeirri, scm ríkisstjórnin sendi frá sér fyrir um ári síðan um aðgerðir í efnahagsmálum, var sérstaklega vikið að verðlagsmálunum. Þar mótaði ríkisstjórnin í heild stefnu, þar sem sagði m.a.: „I verðlagsmálum verður við það miðað að draga úr opinberum afskiptum af vcrðmyndum og auka sveigjanleika í verðniyndunarkerfinu. Tckið verður upp nýtt fyrirkomulag, sem miðar að því að verðgæsla komi í vaxandi mæli í stað beinna verðlagsákvæða. Stuðlað verði að hagkvæmari innkaupum til landsins. Sveitarstjórnir fái hcimild til þess að breyta gjaldskrám fyrirtækja sinna sem nemur hækkun byggingarvísitölu án sérstaks leyfis frá ríkisvaldinu". Þetta er sú stefnumörkun, sem ríkisstjórnin stóð að sem heild, og í samræmi við hana hefur verið unnið af Verðlagsráði. Með þeim breytingum, sem gerðar voru í samræmi við þessa stcfnumörkun, var hætt að leggja allar mögulegar ákvarðanir um vcrðhækkanir fyrir ríkisstjórnina, eins og áður var, en Verðlagsráð látið um að fjalla um þau mál á faglegum grunni innan þess ramma sem ríkisstjórnin hafði hér mótað. Afgreiðslur í ráðinu hafa mjög oft verið samhljóða, en þar sitja m.a. fulltrúar launþega og vinnuveit- enda. ÞFITA er sú stofnun sem nýi borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákvað að sniðganga þegar hann hugðist hækka fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur í einu stökki um 50%. Borgaryfinöld höfðu ekki fyrir því að leggja inn beiðni um þessa hækkun til ráðsins. Það hafði því ekki einu sinni reynt á það, hvað Vcrðlagsráð teldi eðlilegt að ieyfa mikla hækkun, þótt auðvitað sé öllum Ijóst að 50% hækkun er úr öllu samhengi við það sem gerst hefur og þvi enginn grundvöllur fyrir slíku risastökki. Borgaryfirvöld hafa nú fengið vikufrest til að skýra mál sitt fyrir borgarfógeta, svo það mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku, hvort lögbannið nær fram að ganga eða ekki. Vart vcrður þó öðru trúað en að svc fari, og að þessi hækkun gangi þar með til baka. Strætisvagnarnir geta síðan sótt um hækkun eltir eðlilegum leiðum, og munu þá vafalaust hljóta eðlilega meöhöndlun hjá Vcrðlagsráðinu þrátt fyrir þetta frumhlaup. Nái lögbannið hins vegar ekki fram, þá cr þar með gefið fordæmi um þann fruinskógahernað í verðlagsmálum, sem vandséð er hvernig lyktar. -Starkaður

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.