Tíminn - 12.01.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 12.01.1983, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1983 ■ Eplabrauð skerst best ef það fær að kólna svolítið áður, - en lyktin er svo góð af því, að erfitt er að stilla sig um að fá sér svolítinn bita. Léttir réttir sem kvöld- eöa næturmatur ■ Eftir allar steikunar og kökurnar um jólin er gott að brcyta svolítið til meö veitingar, ef kunningjar líta inn að kvöldlagi. í staðinn fyrir hinar venjulegu kökur og kalfi (sem heldur vöku fyrir sumum) gxti verið notalegt að bera fram þcnnan létta og skemmtilega osta- og sveskjubakka með vínberjum, og hafa sem kvölddrykk sítrónutc, pilsner eða gosdrykk. Einnig fer mjög vel með tei að búa til heitt ostabrauð scm meðlæti, og birtum við hér cina uppskrift að heitu brauði sem reyndar er ekki með osti. Annars fer það auðvitað eftir því, hvað hver og einn á í ísskápnum hjá sér með brauðið. I*aö er hægt að nota svo margt í ostabrauð undir ostinn, og ef ekki er einusinni til ostur, þá má fá einhverja hugmynd að tilbreytingu á okkar upp- skrift að heitu brauði. Látum bara ímyndunaratlið ráða - og bragðskynið auðvitað. „Eplabrauð“ frá Þýskalandi ■ Deigið er búið til úr 5 dl hveiti, einu eggi, 1/2 tek salti, 2 matsk. matarolíu og 2-3 matsk. mjólk. Leiðrétting ■ í Heiniilistímanum í gær, þar sem rætt var um hcimilis- og húscig- endatryggingar, varð sú leiðinlega villa, að heimiliskjarnar í landinu voru sagðir 50.000-95.000. Hér átti að sjálfsögðu að standa að þeir væru á bilinu 50.000-55.000. Leiðréttist þetta hér með. Þetta er hnoðað vel saman og síðan er hreinni, rakri diskaþurrku vafið um deigið, og það látið standa í kulda í kiukkutíma. I fyllinguna er notað:l/2kg. af eplum, sem eru afhýdd og skorin í pappírs- þunnar sneiðar. 1 dl af rúsínum eru settar í sjóðandi vatn um stund, en látið svo renna vel af þeim á sigti. Rúsinunum er síðan blandað saman við niðursneiddu eplin og 1-2 tesk. af kanel stráð yfir, og sömuleiðis 1 dl. af söxuðum. afhýddum möndlum. Leggið nú 1 dl. af raspi (brauðmylsiiu) í skál og hellið lOOg af bráðnu smjöri yfir. Deigið ernú flatt út á hveiti "stráðri diskaþurrku, helst sem þynnst. Yfir deigið er fyrst sett blandan af smjöri og raspi og síðan eplasneiðarnar og rúsín- urnar jafnt yfir allt deigið. Þá er deiginu rúllað varlega saman með því að lyfta undir þurrkuna, og látið svo deigrúlluna renna varlega á smurða bökunarplötu. Þá er deigið penslað með samanþeyttu eggi og rjóma og kakan svo bökuð í um það bil 30 mín., við 225 gr hita þegar kakan, eða brauðið er tekið úr ofninum er strásykri stráð yfir. Best er að þurfa ekki að skera epia- brauðið fyrr en það hefur svolítið kólnað, svo það klessist ekki. Soðin - skurnlaus egg Óvanaleg aðferð við að sjóða egg er að sjóða þau skurnlaus. Það er aðeins hægt að nota mjög ný og góð egg, þegar þannig er farið að Þá er vatn sett í pott og í vatnið er sett 1 1/2 tesk salt og svipað magn af ediki (á egg). Það má sjóða eggin á tvo vegu. Önnur aðferðin er sú, að sjóða þau í svo miklu vatni, að þau sjóði á kafi í vatni, en hin aðferðin er þannig, að í skaftpott eða þykka pönnu er sett vatn, svo sem 2-3 sm og hitað. Eggin eru sett út í og eggjarauðan stendur upp úr vatninu. Rauðan verður þá eins og á steiktu eggi, en ekki umvafin hvítunni, eins og á eggjum, sem soðin eru í miklu vatni. Brauðsneið - með soðnu skurn- lausu eggi Smyrjið létt-ristaða heilhveitibrauð- sneið, eða sneið af öðru grófu brauði. Setjið á brauðið þykkan sveppajafning, og nýsoðið egg (sem soðið hefur verið skurnlaust í miklu vatni) og béarnisesósu ofaná. Ofanáleggið á að vera rjúkandi heitt, og sett á brauðið um leið og það er framborið. Sveskju- og ostabakki Stórar sveskjur eru bleyltar vel upp (gott er að láta þær liggja nokkra klukkutíma í sherry eða madeira) , stcinurnir eru teknir úr þeim, en síðan eru svcskjurnar fylltar með hrærðum smurosti eða rjómaosti. Krydd og bragð- efni getur hver og einn haft eftir smekk, en ekki er vert að hafa of mikið krydd, því að bragðið af sveskjunum saman við mildan ostinn er mjög gott. Vínber, saltkcx og ostbitalengjur fer vel á diskinum með sveskjunum. Vitamínauð- ug og Ijúffeng hressing, og sveskjurnar eru góðar fyrir meltinguna, eins og allir vita. ■ Vinsælt er hjá ungum stúlkum, að greiða hárið út í annan vangann og taka það þar saman í tagl, sem síðan má punta upp á það meö slaufu, spennu eða öðru skrauti. ■ Skemmtileg tilbreyting í „tagl- greiðslu". Á þcssari mynd er hárið fléttaö í 3-4 misþykkar fléttur. Hver flétta er tekin saman með skrautlcgri hárteygju, og síðan eru allar flétturnar bundnar sainan með litlum borða - eða spennu - í sama lit. ■ Hárinu er skipt í miðju, og nær skiptingin aftur á hnakka. Síðan er hárið burstað og „túberað“ svolítið áður en það ersnúið upp frá vöngunum og fest ofan á höfðinu eins og myndin sýnir. ■ Fléttugreiðsla getur líka verið falleg. Hér er háriö yfir enninu greitt aftur og snúið upp á það og því fest, en svo gengur það niður í fiéttuna öðru megin. Hárlakk er nauðsynlcgt við þessar greiðslur, einkum þarsem hátríð er greitt upp á höfuðið, eða frá hnakkanum til hliðar. Síða hárið er alltaf ■ Á 6. áratugnum var það tíska að sópa hárinu upp á höfuðið og festa lokkunum þar. Með þolinmæði má komast upp á lag með að greiða svona fallega greiðslu. Til þess að vel fari þarf hárið að vera krullað aö neðan (sem er reyndar betra í öllum hinum greiðslunum líka) og góðar spennur þarf til að festa hárinu örugglega. Eins má til öryggis bregða teygju um lokkana upp í höfðinu, og greiða svo krullurnar eins og fer best á eftir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.