Tíminn - 12.01.1983, Side 13

Tíminn - 12.01.1983, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1983 13 menningarmál Sissy Spacek og Jack Lemmon leika aðalhlntverkin í „Missing“. Kvikmyndamat tfmaritsins „films”: „Missing” talin besta mynd ársins ■ Breska kvikmyndatímaritið „films“ hefur valið kvikmyndina umdeildu „Missing“ (Saknað) eftir Costa-Gavras bestu kvikmynd liðins árs. Jafnframt valdi timaritið Sissy Spacek bestu leikkonu ársins fyrir frammistöðu sína í þessari sömu mynd, en hún lék þar unga bandaríska konu, sem leitar að eiginmanni sínum, sem hvarf þegar herforingjarnir í Chile gerðu þar stjórnarbyltingu gegn Allende. Lík eiginmannsins fannst loks eftir langvarandi leit og hafði herforíngjanna. „Missing" hefur ekki enn verið sýnd hér á landi. Það hefur hins vegar sú mynd, sem „films“ valdi bestu kvik- myndina á öðru tungumáli en ensku. Þar varð fyrir valinu franska myndin „Diva“, eða „Stórsöngkonan“, sem sýnd var hér á frönsku kvikmyndavikunni í fyrra. Stórvirki Richard Attenboroughs „Gandhi" hlaut aðeins eina viðurkenn- ingu hjá tímaritinu. Það var Ben Kingsley sem var talinn hafa sýnt bestan leik í aðalhlutverki karla, en hann fór með hlutverk Gandhis í myndinni og er það af erlendum gagnrýnendum talin ein sú besta frammistaða sem leikari hafi sýnt í kvikmynd. Pólverjinn Jerzy Skolinmovsky, sem hefur unnið utan heimalands síns mörg undanfarin ár, var kjörinn besti leikstj óri ársins hjá „films“ fyrir mynd sína „Moonlighting“, sem vakti verulega athygli á Cannes-hátíðinni í fyrra. Handrit hans að þessari mynd var einnig talið besta frumsamda kvikmyndahand- ritið á árinu. Tímaritið taldi, að Jay Presson Allen hefði samið besta kvikmyndahandritið, sem byggð væri á öðru verki, fyrir „Deathtrap“, en það er þriller sem byggður er á þekktu leikriti sem gengið hefur lengi bæði í London og í New York. Christopher Reeves, sem hér á landi mun þekktastur sem „Superman", var einnig talinn hafa sýnt bestan leik í aukahlutverki í þessari sömu mynd. Sú leikkona, sem hlaut hliðstæðan heiður, var hins vegar Maureen Stapelton fyrir frábæra frammistöðu sína í „Reds“, kvikmyndinni um John Reed. Nýjasta kvikmynd Woody Allens „A Midsummer Nights Sex Comedy“ - hlaut tvær viðurkenningar hjá „films“. Annars vegar þótti kvikmyndun Gordon hann það verið myrtur af handlöngurum Willis það besta, sem fram kom á árinu, og svo þótti hin unga leikkona Julie Haggerty standa sig best nýliða ársins í kvikmyndaleik. Sá karlleikari, sem tal- inn var lofa bestu af frumraun sinni, nefnist Sting og lék í mynd sem nefnist „Brimstone and Treackle“. „Films“ valdi nýjustu mynd Wim Wenders - „Hammet“ - hugmyndarík- ustu kvikmynd ársins, og leikmynda- smiðir hans, Dean Tavoularis og Eugine Lee, fengu einnig viðurkenningu fyrir bestu sviðsmyndir ársíns. Engin kvikmynd var talin verð sæmd- arheitsins „besta söngleikjamynd ársins“, en „Poltergeist“, sem Tope Hooper leikstýrði eftir sögu Steven Spielbergs, var talin besta hryllings- myndin, „Fitzcarraldo“ Wemer Her- zogs besta ævintýramyndin, „Mad Max 2“ besti vestrinn (!), og „Dead Men Don’t Wear Plaid“ eftir Carl Reiner besta gamanmyndin. Síðasttalda kvik- myndin hlaut reyndar líka viðurkenn- ingu fyrir bestu klippingu. Tæknibrellur eru sívaxandi þáttur í kvikmyndagerð og þeir, sem stóðu að þeim brellum í nýjustu kvikmynd John Carpenters - „The Thing“ - þóttu standa sig best á árinu að áliti tímaritsins. „Burden of Dreams“ eftir Les Blank um gerð myndarinnar „Fitzcarraldo" var kjörin besta heimildarkvikmynd ársins. Þá má þess geta að lokum, að „films“ taldi að kvikmynd Ridley Scotts „Blade Runner“ væri „ofmetnasta“ kvikmynd liðins árs. „Vanmetnasta“ myndin væri hins vegar Victor/Victoria“ eftir Blake Edwards, „ógeðfelldasta" mynd ársins „Porky’s“, sem sýnd hefur verið hér á landi, en „Pennies from Heaven“ hefði valdið mestum vonbrigðum. -ESJ Aðeins skuldlausir áskrifendur getatekiðþátt í getrauninni. Getraunaseðlamir birtast i laugardagsblöðunum ISUZU TROOPER ISUZU Isuzu Trooper MMC Pajero Scout 77 Bronco Suzuki Hjólhaf 2650 2350 2540 2337 2030 Heildarlengd 4380 3920 4220 3863 “5325" Breidd 1650 1680 177Q 1755 1460 Veqhæð 225 235 193 206 240 Hæé 1800 1880 1660 1900 1700 Eigin þyngd 1290 1395 1680 1615 855 TROOPER Orðið jeppi hefur frá fyrstu tíð merkt sterkbyggð bifreið með drifi á öllum hjólum sem hentar jafnt á vegi sem vegleysum og er einnig voldugt vinnutæki. Isuzu uppfyllir allar þessar kröfur og gerir enn betur því hann kemur til móts við kröfur nútímans um þægindi aksturseiginleika og orkusparnað. Isuzu Trooper er enginn hálf-jeppi. Það eina sem er hálft hjá Isuzu T rooper er verðið sem er aðeins helmingsverð sambærilegra vagna. Isuzu Trooper er: Aflmikill en neyslugrannur Harðger en þægilegur Sterkbyggður en léttur Isuzu Trooper hentar jafnt til flutninga á fólki sem far- angri. Isuzu Trooper má fá hvort heldur með bensín- eða diselvél. Sérgrein Isuzu bllaframleiðendanna er gerð pick-up bíla með drifi á öllum hjólum og einnig hönnun vöru- bifreiða og vinnuvéla. Við hönnun Isuzu Trooper hefur verið beitt allri þeirri reynslu og tækni sem hefur aflað Isuzu pick-up heims- frægðar og vinnuvélum og vörubifreiðum Isuzu aiþjóð- legrar viðurkenningar. Því til viðbótar kemur svo glæsileiki búnaðar banda- rísku GM verksmiðjanna. Af því leiðir að Isuzu Trooper er í engu ábótavant hvort heldur sem voldugu vinnu- tæki eða veglegum ferðavagni. ■1 Hringið og aflið upplýsinga, við greiðum símtalið. Trooper í tómstundum. Trooper til allra starfa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.