Tíminn - 12.01.1983, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1983
Kvikmyndir
■ Guðmundur Bjamason.
Rannsóknir á laxagðng
um verði stórauknar
— vegna aukinna veida Færeyinga
Salur 2
Salur 3
Aöalhlutv: Alec Guinness, Ricky
Schroder og Eric Porter. Leik-
stjóri: Jack Cold.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Snákurinn
Frábær spennumynd í Dolby
stereo
Sýndkl. 11
Jólamynd 1982
Bílaþjófurinn
Bráöskemmtileg og fjörug mynd
með hinum vinsæla leikara úr
American Graffiti Ron Howard
ásamt Nancy Morgan
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
■ AlkunnaeraðsjávarveiðiFæreyinga
á laxi hefur stóraukist nú síðustu árin.
Færeyingar hófu laxveiðar í sjó 1968.
Árleg veiði þeirra fyrsta áratuginn var
að meðaltali 21 tonn. 1978 komst hún
upp í 51 tonn og óx ört úr því 1979 var
hún 194 tonn, 1980 var veiðin 718 tonn,
1981 komst laxveiðin í 1027 tonn.
Veiðikvótinn á síðustu vertíð var 75o
tonn og umsaminn kvóti á nýbyrjaðari
vertíð er 625 tonn.
■ Páll Pétursson.
Hinar auknu veiðar Færeyinga hafa
átt sér stað samtímis því að laxveiðar
hér á landi hafa minnkað hvað tölu laxa
snertir, þ.e. á árunum 1980,81 og 82.
Menn hafa viljað tengja þetta tvennt
saman og hafa því kennt Færeyingum
veiðirýrnunina á laxi hér á landi þessi
ár. Gögn eru ekki fyrir hendi sem sanna
að svo sé. Ábending um að íslenskur lax
leiti á Færeyjamið, er fyrir hendi þar sem
skilað hefur verið merkjum af þremur
íslenskum löxum sem veiðst hafa í og
við Færeyjar. Á hinn bóginn er ekki
vitað að hve miklu leyti laxinn leitar
austur í haf frá fslandi og er veiddur á
Færeyjamiðum. Vitað er að laxinn
okkar leitar einnig vestur fyrir Grænland
og veiðist þar, en sjö íslenskum laxa-
merkjum hefur verið skilað frá
Grænlandi. Auk þess hefur lax merktur
við Vestur-Grænland veiðst í Laxá í
Dölum.
Þetta er úr greinargerð sem fylgir
þingsályktunartillögu um eflingu rann-
sókna á laxastofninum. Flutningsmenn
eru Davíð Aðalsteinsson Páll Pétursson
og Guðmundur Bjarnason. Tillagan er
svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni
að hlutast til um að nú þegar verði
rannsóknir á laxastofninum stórefldar,
vegna aukinnar sjávarveiði Færeyinga á
laxi.
í greinargerð segir ennfremur:
Orsakir rýrnandi laxveiði hér á landi á
árunum 1980,1981 og 1982 hvað töluna
snertir eru vafalaust margar. Pað ber
einnig að nefna að vetrar-, vor og
sumarkuldarnir 1979 og lágur sjávarhiti
fyrir Norður- og Austurlandi það ár eiga
líklega sinn þátt í rýrnuninni.
Afleiðingar kuldanna 1979, sem voru
einir þeir mestu frá upphafi veðurathug-
ana hér á landi, komu fram í tregari
göngu’ laxaseiða til sjávar sumarið 1979
en ella. Þá hafa skilyrði í sjónum vegna
óvenjulegs kulda verið mjög óhagstæð
fyrir seiðin. Vísbending um lélega
afkomu sjógönguseiða kemur fram í
því, að lítið er af eins árs laxi úr sjó
(smálaxi) í veiðunum 1980 og lítið af
tveggja ára laxi úr sjó í veiðunum 1981.
Orsakir veiðirýrnunar geta verið
margar, eins og áður sagði, bæði heima
fyrir, í hafinu og vegna veiða á
fjarlægum hafsvæðum, og svo geta þær
verið sambland af öllu þessu eins og helst
er útlit fyrir hvað snertir veiðirýrnunina
hér á 1andi þessi árin.
Þekking á ferðum laxins um úthafið
var mjög af skornum skammti þar til
laxaveiðarnar við Vestur-Grænland hóf-
ust fyrir alvöru fyrir um tveim áratugum
og síðar veiðar í Noregshafi og við
Færeyjar. Rannsóknir á laxi við Vestur-
Grænland hafa m.a. leitt í ljós að um
helmingur laxins, sem þar veiðist, er
upprunninn í Ameríku, en hann er að
langmestu leyti frá Kanada, og hinn
helmingurinn í laxalöndum Evrópu. Um
uppruna laxins, sem veiðist við Færeyj-
ar, er minna vitað með vissu. Merkingar
á sjógönguseiðum í upprunalöndum lax-
Frumsýnir
stórmyndina ■
Sá sigrar sem þorir
(Who Dares Wins)
Þeir eru sérvaldir, allir sjálfboöaliö-
ar svifast einskis, og eru sérþjálf-
aðir. Þetta er umsögn um hina
frægu SAS (Special Air Service)
Þyrlu-björgunarsveit. Liöstyrkur
þeirra var það ein a sem hægt var
að treysta á.
Aðalhlv: Lewis Collins, Judy
Davis, Richard Widmark, Roberl
Webber
Sýnd kl. 5, 9 og 11.25
Bönnuð börnum innan 14 ára.
HÆKKAÐ VERÐ
nuKifjES'CoMtm
Einir af mestu lista-
mönnum kvikmynda i dag I
þeir Robert De Niro og
Martin Scorsese standa á
bak viö þessa mynd.
Aðalhlutverk: Robert De
Niro, Jerry Lewis, Sandra
Bernhard
Leikstjóri: Martin Scorsese
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10 og
Hækkað verð.
Davíð Aðalsteinsson
ins og merkingar á laxi veiddum og
merktum á Færeyjamiðum hafa hingað
til gefið til kynna að langmestur hluti
laxins, sem þar veiðist, sé upprunninn í
Noregi, Skotlandi og írlandi.
Við íslendingar bönnum laxveiði í sjó
í lögum með fáeinum undantekningum
og er því sjávarveiði á laxi okkur
andstæð. Áhugi beinist að því, að
bönnuð verði sjávarveiði á laxi. Mikil-
vægt er að afla vitneskju um að hve miklu
leyti hann veiðist við Færeyjar og Vestur-
Grænland, en tíu merkjum af íslenskum
löxum veiddum á nefndum svæðum
hefur verið skilað eins og áður segir.
Merkingar á sjógönguseiðum af laxi hafa
fárið fram héF landi samíelit í rúma þrjá
áratugi, lengst af smáum stíl. Laxaseiða-
merkingar voru stórauknar á þessu ári.
Um 140 þús. sjógönguseiðum var sleppt
í ár og frá hafbeitarstöðvum víðs vegar
um landið, þar af um helmingur á
Norður- og Norðausturlandi, en ætla
má að laxaseiði af þessum landshlutum
gangi fremur austur í Atlantshaf. Auk
framkvæmda við merkingarnar þarf að
leita að merktum löxum og taka þátt í
alþjóðlegri samvinnu um gagnasöfnun
og rannsóknir laxagangna.
Þar sem löndin við norðanvert At-
lantshaf austan Grænlands leggja lax til
Færeyjaveiðanna virðist eðlilegt að þau
kanni sameiginlega hve hvert land
leggur stóran hlut til veiðanna. Alþjóða-
hafrannsóknaráðið hefur beitt sér fyrir
samvinnu um rannsóknir á laxi sem
veiðist á Norður-Atlantshafi, á hliðstæð-
an hátt og var áður vegna laxveiðanna
við Vestur-Grænland. Gert er ráð fyrir að
þátttökulöndin í rannsóknunum standi
hvert um sig undir kostnaði við framlag
sitt til rannsóknanna. í desembermánuði
1981 komu saman í Þórshöfn í Færeyjum
fiskifræðingar frá upprunalöndum laxins
til þess að semja áætlun um rannsóknir
sem ná bæði til gagnasöfnunar og
úrvinnslu gagna. Enn fremur var verk-
efnum skipt milli þátttökulandanna. ís-
land tekur þátt í rannsóknunum. Fram-
lag okkar er fólgið í laxaseiðamerking-
um, endurheimt merkja og gagnsöfnun
um borð í færeyskum laxveiðibáti.
Veiðimálastofnunin sendi rannsóknar-
mann til Færeyja í febrúar 1982 sem
dvaldist um borð í laxabáti í þrjár vikur
til gagna- og upplýsingasöfnunar.
Gert hefur verið ráð fyrir að senda
skoðunarmann um borð í færeyskan
laxabát snemma á árinu 1983, á sama
hátt og gert var á þessu ári, og að kosta
leit að laxamerkjum í Færeyjum á
laxavertíðinni í vetur að hluta á móti
öðrum þátttökulöndum í rannsóknun-
um.
Það er skoðun flutningsmanna þessar-
ar tillögu, að allar rannsóknir þurfi að
efla. Niðurstöður laxarannsókna munu
verða haldbestu rökin þegar samið er
um að draga úr eða stöðva laxveiðar
utan upprunalanda laxins. Því þarf að
stórauka fjárframlög til þeirra rann-
sókna.
Konungur grínsins
(King of Comedy)
Litli lávarðurinn
(Little Lord Fauntleroy)
Salur 5
Being There
Sýnd kl. 9
(10. sýningarmánuður)