Tíminn - 19.01.1983, Blaðsíða 1
FJÖLBREYTTASA
OG BETRA BIAD!
Miðvikudagur 19. janúar 1983
14. tölublaö - 67. árgangur
Tekst ad afgreiða stjórnarskrármálið í heild á þessu þingi?
„MÖGULEGT AÐ AFGREHM
EINSTÖK ATRHN ÞESS”
— en ekki stjórnarskrármálid í heild, segir Steingrímur Hermannsson
■ „Eg tel það afar ólíklegt að
það takist á þessu þingi að
afgreiða stjórnarskrármálið í
heild, en tel hins vegar mögu-
leika á að hægt verði að afgreiða
einstök atriði sem samstaða get-
ur verið um, svo og kjördæma-
málið,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsókn-
arflokksins í viðtali við Tímann
í gær.
„Við formenn flokkanna,
erum enn að funda um tillögur í
kjördæmamálinu, og sú leið sem
við erum mest að skoða er
meðaltalsleiðin, þar sem þing-
menn yrðu 63 og kjördæmakjörn-
ir þingmenn 53, en landskjörnir
10,“ sagði Steingrímur.
Steingrímur sagði jafnframt:
„Ef þessi leið verður ofan á, þá
verður vægi Framsóknarflokks-
ins flutt nokkuð frá dreifbýli til
þéttbýlis, þannig að þingmenn
flytjast hjá flokknum frá dreif-
býli til þéttbýlis. Mér er að
sjálfsögðu ljóst,“ sagði Stein-
grímur, „að með þeirri áherslu,
sem aðrir flokkar leggja á að ná
auknu jafnvægi á milli flokka,
þá eru þeir vitanlega að hugsa
um að ná manni af okkur. Fyrir
mitt leyti tel ég að það sé ekkert
óeðlilegt að flokkur sem hefur
mikið fylgi í dreifbýli, hafi
eitthvað færri atkvæði á bak við
sína þingmenn, því það er svo
með dreifbýlisþingmenn. Ég hef
hins vegar ekki viljað setja mig
upp á móti þessu, því ég segi
bara sem svo, að við þessa
breytingu, eins og í öllum öðrum
kjördæmabreytingum, þá vinn-
um við upp það sem á af okkur
að taka.“
Þess má geta, að samkvæmt
núverandi kjördæmakerfi, þá
hefur Framsóknarflokkurinn
u.þ.b. 15.5% atkvæða í Reykja-
vík og Reykjanesi, en aðeins
rúmlega 8% þingmanna í þess-
um kjördæmum. Dæmið snýst
aftur við úti á landi, þar sem
flokkurinn hefur heldur fleiri
þingmenn, en honum bæri sam-
kvæmt atkvæðafjölda. Með
meðaltalsaðferðinni myndi
Framsóknarflokkurinn fá þing-
menn úti á landi í samræmi við
atkvæðafjöldann, eða 38% at-
kvæðamagns myndi þýða 38%
þingmanna, en á höfuðborgar-
svæðinu myndi hlutfallstala
flokksins af þingmönnum fara úr
8% i 11% eða 12%.
-AB
Sjá nánar á bls. 5.
Framsóknar-
flokkurinn:
Midstjórn
boðuð til
fundar
■ í dag verður sameiginlegur
fundur framkvæmdastjórnar
Framsóknarflokksins og þing-
flokks Framsóknarflokksins
um kjördæmamálið. Formaður
flokksins , Steingrímur Her-
mannsson, mun þar drcifa
gögnunt og gera grein fyrir því
sem gerst hefur á fundum
formanna stjórnmálaflokk-
anna um kjördæmamálið, auk
þcss sem hann muii greina frá
eigin afstöðu í þessu ntáli.
Þá hefur verið boðað til
aukafundar miðstjómar Fram-
sóknarflokksins næstkomandi
sunnudag, þar sem 120 manna
miðstjórn flokksins vcrðurgef-
inn kostur á að ræða og kynna
sér kjördæmamálið og stjórn-
arskrárbreytingar þær sem
stjórnarskrárnefnd gerir aö til-
lögum sínunt í skýrslu sinni.
Hluti af tunnum þeim sem samtökin eiga og ekki hafa verið sendar út á land en þær eru til geymslu í Holtagörðum og hjá Eintskip í
Sundahöfn. Tímamynd Róbert
Vandi Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda:
„GfNGISTAP AF TUNNUM
HATT í 3 MILLIÓNIR KR.
77
■ „Þeir hafa orðið fyrir miklu
gengistapi af þessum tunnum
sínum, mér skilst að það nemi
hátt í 3 milljónir kr. Vegna
vanda síns hafa þeir leitað til
Fiskimálasjóðs, sjávarútvegs-
ráðuneytisins og fjárveitingar-
nefndar um aðstoð og mér finnst
sjálfsagt að skoða hvað hægt er
að gera í málinu" sagði Stein-
grímur Hermannsson, sjávarút-
vegsráðherra í samtali við Tim-
ann er við spurðum hann um
hugsanlegar aðgerðir til hjálpar
Samtökum grásleppuhrogna-
framleiðenda, sem nú eiga í
rniklum ijárhagsvandræðum.
„Hinsvegar má segja að þeir
hafi teflt nokkuð djarft með því
að kaupa svona mikið af tunnum,
en hinu má ekki neita heldu^ að
með þeim breytingum sem Al-
þingi gerði á frumvarpi því sem
lagt var fram að þeirra ósk í fyrra
og hitteðfyrra, var tekjustofn
samtakana verulega skertur, þeir
höfðu komið sér saman um að
til samtakanna rynni 1% af útflutn-
ingsverðmæti hrognanna en það
var lækkað í 0,5%. Vegna þessa
og svo aflabrestsins sem varð á
síðasta ári brugðust allar þeirra
áætlanir" sagði Steingrímur.
Hann sagði ennfremur að
hann hefði ekki ákveðnar lausnir
á þessum vanda þeirra, en að
þetta mál yrði skoðað.
-FRI
„Komid
aftanað
mér',
segir (
Sigurlaug
Bjarnadótt-
ir, varaþing
maður
■ „Það er ekki að mínu
undirlagi,þetta tal um sérfram-
boð, þótt ég hafi komið inn í
umræðuna um það,“ ságði
Sigurlaug Bjarnadóttir, vara-
þingntaður Sjálfstæðisflokks-
ins á Vestfjör^ufp, sem nú var
látin víkja úr'þriðjatsæti fram-
boðslista flokksins á Vestfjprð-
um fyrir Einari Guðftnnssyni,
útgerðarstjóra frá Bolungar-
vík.
„Við þessa uppstillingu var
komið aftan að mér úr þeirri
átt scm ég átti síst von á. Að
vt'su verður að taka það fram,
að það eru erfiðar aðstæður til
að bcrja íraman lista undir
þessum kringumstæðum og
mér cr ckki grunlaust um að
það hefði þurft meiri tíma til
að gera þennan lista úr garði.
Mér finnst afskaplega margt
bcnda til að hann sé unninn í
flýti ogekki af nógu yfirveguðu
máli. Það skýrist meðal annars
af því að á þcssum árstíma eru
vandkvæði á því að ná saman
vcgna samgönguerfiðleika og
tímaprcssu, sem var á kjör-
dæmisráði og kjörnefnd, og
mér finnst iistinn bera þess
merki,“ sagði Sigurlaug
Bjarnadóttir.
„Þcssi mál ræðum við bara
heirna í héraði," sagði Guð-
mundur Ingólfsson, einn full-
trúaráðsmaður Sjálfstæðis-
flokksins á ísafirði, þegarTím-
inn hitti hann á göngum Al-
þingis í gær, og spurði um
þróun framboðsmála flokksins
í Vestfjarðakjördæmi.
Guðmundur var spurður
livað hann teldi þáð hafa í för
með sér að sjálfstæðismenn á
Vcstfjörðum sem viidu próf-
kjör tækju ákvörðun um að
fara í sérframboð. Hann svar-
aði því til að afstaða yrði tekin
til þess þegaf það kæmi fram.
-ABV-Sjó.
Varamad-
tekinn vfð
■ Eggert Haukdal hefur tek-
ið sér frí frá þingstörfum en í
hans stað situr Friðgeir Bjöms-
son á þingi.
Vera má að þéssi manna-
skipti geti haft einhver áhrif á
styrkleikahlutföll í neðri deild,
því Friðgcir hefur ekkert látið
uppi um hvort hann hefur
tekið sinnaskiptum í sambandi
við stuðning við ríkisstjórnina
eins og Eggert Haukdal. Hann
mun sitja þingfundi í að
minnsta kosti 2 vikur.
Sjá þingfréttir á bls. 22.