Tíminn - 19.01.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.01.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnusson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík.Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Stjórnarskráin ■ Stjórnarskrárnefnd hefur sent frá sér skýrslu, þar sem gert er uppkast aö öllum greinum stjórnarskrár- frumvarps - nema þeirrar, sem fjallar um kjördæma- skipunina og kosningafyrirkomulagið. Það mál hefur verið í höndum formanna stjórnmálaflokkanna að undanförnu. Raunar má miklu frekar segja, að hér sé um að ræða fullbúið frumvarp en skýrslu, þótt nefndin hafi kosið að nota það heiti. Ástæðan er sú, að rétt þótti áður en nefndin gengi endanlega frá stjórnarskrár- frumvarpi að leggja málið fyrir þingflokkana og fá ábendingar frá þeim. Þegar þær eru fengnar, en það ætti ekki að taka langan tíma, ætti nefndin að geta gengið endanlega frá frumvarpinu á örstuttum tíma og skilað því til þingsins. Aðalathugun þingflokkanna á frumvarpi stjórnar- skrárnefndar mun að sjálfsögðu fara fram í þinginu sjálfu og þá sennilega fyrst og fremst í sérstökum stjórnarskrárnefndum, sem deildirnar kjósa. F»á mun líka verða fengin meiri vitneskja um viðbrögð almennings. Hér skal ekki lagður dómur á hve langan tíma þingið þarf til að fjalla um málið. Senilega fer það mest eftir vilja og áhuga þingmanna á framgangi þess. Meðferð málsins ætti að verða auðveldari vegna þess, að ekki er gert ráð fyrir neinum stórbreytingum, enda virðist ekki vera þingvilji fyrir þeim. Miklu frekar má segja, að hér sé verið að bæta gamalt fat. Á þingi Framsóknarflokksins á síðastliðnu hausti var lögð á það megináherzla, að stjórnarskrármálið yrði ekki klofið á þann hátt, að kjördæmamálið yrði tekið út úr og afgreitt, en allt annað látið bíða. Hætt er við, að þá geti orðið löng bið á endurbótum á öðrum þáttum stjórnarskrárinnar. Á flokksþingi Framsóknarmanna var ályktað ennfremur, að æskilegast væri að stjórnarskrármálið yrði tekið til meðferðar á sérstöku stjórnlagaþingi. Mörg rök mæla með því að það sé heppileg málsmeðferð. Aðrir flokkar eru þessu andvígir, a.m.k. eins og er, og við það verður Framsóknarflokk- urinn að sætta sig. Framsóknarflokkurinn mun ekki heldur láta það verða til þess, að hann taki ekki fullan þátt í meðferð stjórnarskrármálsins á Alþingi. Það var afstaða flokksþings Framsóknarflokksins, eins og áður segir, að stjórnarskráin öll verði tekin til meðferðar, en hún ekki bútuð niður, aðeins eitt atriði hennar afgreitt, en önnur látin bíða, ef til vill í áratugi. Það væru vond vinnubrögö og ósamboðin stjórn- arskránni. Friðjón og Pálmi Bersýnilega hefur áróður íhaldsblaðanna gegn ríkisstjórninni ekki haft mikil áhrif meðal Sjálfstæðis- flokksmanna. Það sýna yfirburðasigrar þeirra Friðjóns Þórðarsonar og Pálma Jónssonar í prófkjör- unum. Þessi áróður hefur hins vegar borið þann árangur að flautaþyrlar eins og Eggert Haukdal og Albert Guðmundsson hafa snúizt gegn stjórninni og hún því misst starfhæfan meirihluta. Þess vegna ríkir nú vandræðaástand á Alþingi. P.P. MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1983 skrifað og skrafað Uppskriftin að flokkssprengingu ■ Alls kyns hrellingar ganga yfir þessa dagana er verið er að undirbúa fram- boðslista stjórnmálaflokk- anna fyrir kosningar. Ýmist eru það prófkjör eða ekki prófkjör sem vandræðunum valda og aðalleiksoppur lýð- ræðisins um þessar mundir er Sjálfstæðisflokkurinn. Eftir útreið formannsins í próf- kjöri í Reykjavík og yfir- burðasigur Pálma Jónssonar í Norðurlandi vestra reka hver vandræðin önnur. Frið- jón hlýtur mest kjörfylgi í fyrsta sæti sjálfstæðismanna á Vesturlandi og á Vestfjörð- um er allt komið upp í loft og allar líkur benda til að þar verði tveir listar í kjöri í nafni Sjálfstæðisflokksins. Par var ákveðið að efna ekki til prófkjörs heldur láta uppstillinganefnd um þá út- völdu og svo laglega var að málum staðið, að sjálfstæðis- menn í kjördæminu fá tvo lista um að velja í stað eins, rétt eins og á Suðurlandi sællar minningar. Sigurlaugarraunir Sigurlaugu Bjarnadóttur sem verið hefur þingmaður og varaþingmaðursíðan 1974 var einfaldlega sagt upp af uppstillingarnefndinni. Hún er heldur óhress vegna með- ferðarinnar og segir í viðtali við Morgunblaðið í gær: „ÞETTA fór fram með þeim hætti, að fundur Kjör- dæmisráðs Vestfjarða sl. laugardag felldi tillögu um að viðhafa prófkjör með 26 atkv. gegn 17, þvert gegn því sem almennt var gert ráð fyrir. Mér er óhætt að segja, að þessi úrslit komu mjög á óvart um alla Vestfirði og valda megnri óánægju. Þess má geta, að fjölmennur fund- ur í fulltrúaráði sjálfstæðis- félaganna á Isafirði í nó- vember sl., hafi, með yfir- gnæfandi meirihluta mælt með prófkjöri," sagði Sigur- iaug Bjarnadóttir í samtali við Mbl. „Fundur kjördæmisráðsins var vel sóttur. Þó vantaði fulltrúa frá Austur-Barða- strandarsýslu og Stranda- sýslu - góðir stuðningsmenn mínir. Þeir komust ekki vegna ófærðar." Að felldu prófkjöri tók kjörnefnd til starfa við að raða á listann. Þar var mér einfaldlega sparkað úr þriðja sætinu og Einar K. Guðfinns- son settur í staðinn, án þess að kjörnefndin gerði sér það ómak að hafa samband við mig, sem var hér syðra, til að spyrja mig, hvort ég sæktist enn eftir þriðja sæt- inu, sem þeir þó auðvitað vissu. Ég hefði talið það eðlileg og sjálfsögð vinnu- brögð, þar sem ég hef skipað það sæti síðan 1974, er ég náði kjöri sem uppbótarþing- maður og hef síðan 1978 setið sem varaþingmaður ein- hvern tíma árlega og er nú starfandi á þingi sem slíkur í veikindaforföllum Matthías- ar Bjarnasonar,“ sagði Sigur- laug. Bolabrögð og persónupot Viðtalinu lýkur Sigurlaug með þessum orðum: „Við finnum trúlega aldrei þá aðferð við ákvörðun framboðs, sem geti fyrirbyggt það baktjaldamakk, bola- brögð og ógeðfellt persónu- pot, sem nú tröllríður ís- lensku stjórnmálalífi og kyndir um leið undir vantrú og lítilsvirðingu almennings á stjórnmálamönnum. Sið- gæði og virðing fyrir heiðar- legum ieikreglum er það sem hér skiptir meginmáli. Að lokum vil ég segja: Ég álít ekki að mér hafi nú verið hafnað af Vestfirðingum, heldur af klíkumeirihluta innan kjördæmisráðs undir þrýstingi frá áhrifaöflum bak við tjöldin." Skemmtikraftar skrattans Halldór Hermannsson skipstjóri, mikill sjálfstæðis- ntaður og bróðir Svcrris kommisars segir í viðtali við Þjóðviljann: „Við stefnum á að bjóða fram annan lista í nafni flokksins og vissulega mun- um við tala við Sigurlaugu Bjarnadóttur, enda hefur hún reynst hörkudugleg manneskja, sem þingmaður og varaþingmaður kjör- dæmisins, sagði Halldór Her- mannsson, skipstjóri, en hann hefur verið einn aðal talsmaður þess hóps sem vildi viðhafa prófkjör í flokknum til að ákveða fram- boðslista.“ Kári Jónsson á Sauðár- króki ritar grein í Morgun- blaðið og hefur áhyggjur af því hvernig hann á að kjósa samtímis Sjálfstæðisflokkinn og Pálma. í sama tölublað skrifar Ágúst Sigurðsson Geitaskraði og teiur hins vegar að það sé gert aðeins til að skemmta skrattanum að „Moggi" skuli láta öllum látum nema góðum vegna yfirburðasigurs Pálma í próf- kjöri. Flokkseigandi Það væri synd að segja að baráttan innan stjórnmála- flokkanna sé litlaus. Forval Alþýðubandalagsins stendur yfir í nokkrum kjördæmum og er alira veðra von á Suðurlandi. Aðeins 204 dyggir stuðningsmenn töldu ástæðu til að ómaka sig til að kjósa í Reykjavík og það hlýtur að vera góð traustsyfir- lýsing fyrir Ólaf Ragnar að lenda í 7. eða 8. sæti í forvali flokks síns í Norðurlandi eystra. En sá sem stendur með pálmann í höndunum í öllum sviptingunum er einn elsti og skeleggasti formælandi op- inna prófkjöra, Vilmundur Gylfason. Hann er nú orðinn skráður flokkseigandi og þarf engar áhyggjur að hafa af lýðræðisbröltinu. Það verða nefnilega engin prófkjör í Bandalagi jafnaðarmanna. Þar ræður valddreifingin og lýðræðið eitt. OÓ Gunnarsmenn sýna enn umtalsvert fylgi sitt SUMIR hafa kennt prófkjörunum um vaxandi deilur um frainbuð flokkanna á undanförnum árum; að þau ýti undir persónuleg átök og sundrungu. En frétlir af deilumálum sjálfstxðisinanna á Vestfjörðum síðustu dagana sýna, að ekki er síður hægt aö kljúfa flokka með „gamla" laginu - þ.e. meö því að láta þröngan hóp manna ákveða framboðslista án samráðs viö almcnna flokksmenn, því nú bendir flest til þess, að þcir sjálfstæðismcnn á Vestfjörðum, sem vildu prófkjör en fengu ekki, efni til sérstaks framboðs. Svo virðist sem þingmennirnir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson haB ráðiö feröinni í þessu máli, enda trjóna þeir áfrani í efstu sætum. Þeir eru harðir stuðningsmenn Gcirsarmsins í Sjálfstæðisflokknum, en þcir flokksmenn, sem einkum börðust fyrir prófkjöri, eru hliðhollir Gunnari Thoroddsen. Svo hefur valdaklíkan, sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu ncfnir svo, einnig ýtt Sigurlaugu Bjarnadóttur til hliöar, að vísu fvrir ungan og dugandi mann, en með því móti aukið enn líkurnar á sterku sérframboði í kjördæminu. PRÓFKJÖKIÐ á Vesturlandi, sein fram fór um síðustu helgi, sýndi glöggiega, aö sjálfstæðismenn sem styðja ríkisstjórnina eiga þar dyggan stuðning. Sérlegur fulltrúi Geirsarmsins og starfsmaður flokksapparatsins lenti í fjórða sæti í prófkjörinu, en Friðjón Þórðarson, dómsniálaráðherra, flaug inn í fyrsta sætið, og menn, sem taldir cru honum meira og niinna hliðhollir, lentu í næstu sætum. Þessi úrslit koma í framhaldi af prófkjörssigri Pálma Jónssonar í Norðurlandskjördæmi vestra, sem sýndi mikinn stuðning við ríkisstjórnararm Sjálfstæðisflokksins. ÞETTA sýnir auðvitað hversu illilega klofinn Sjálfstæðisflokk- urinn cr enn, og aö traust Geirsarmsins virðfst ekki meira úti á landsbyggðinni heldur en í Reykjavík, þar sem formanninum var vísað til sjöunda sætisins. En þrátt fyrir þennan klofning var það almennt talið sennilegast, að stuðningsmenn og andstæðingar ríkisstjórnarinnar meðal sjálfstæðismanna myndu vera saman á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum nema hugsanlega Reykjavík. Nú bendir hins vegar allt til þess, að sú ákvörðun að efna ekki til prófkjörs á Vestfjörðum, og þjösnaleg framkoma við ákvörðun framboðslista Sjálfstæðisflokksins þar, leiði til sérframboðs í því kjördæmi - hvaða dilk sem það kann svo að draga á eftir sér. Þótt gallar þess prófkjörsfyrirkomulags, sem viðhaft hefur verið undanfarin ár, séu augljósir, þá sýnir þó reynsla Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, að „gamla" aðferðin, að þröngur hópur manna ákveði framboðslista, er einnig varasöm, auk þess sem hún er auðvitað síður en svo lýðræðisleg. Prófkjör í einhverri mynd er því vænlegri aðferð. Það þarf aöeins að sníöa af þeim vankantana og koma á svipuðu fyrirkomulagi við prófkjör um landið allt. Stjórnmála- flokkarnir ættu að huga vel að gerð sameiginlegra prófkjörs- reglna fyrir næstu lotu. - Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.