Tíminn - 19.01.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1983
fréttir
Tveir ungir Norðmenn í Norræna húsinu:
TOKU UOSMYNDASYNINGUNA
NIÐUR í FÚSSI OG KVÖDDU
■ Tveir ungir Norðmenn, sein sl.
laugardag settu upp Ijósnivndasyningu í
Norræna húsinu hafa nú ölluin að
óvörum tekið sýningu sína niður og
flogið með hana úr landi, eftir að all
mögnuð óánxgja kom upp varðandi efni
hennar. Mun forráðamönnum Norræna
hússins hafa þótt sem sýnishorn er
listamennirnir sendu hingað á undan sér
hefðu geflð villandi mynd af innihald
sýningarinnar og því fundist þcir hafa
keypt köttinn í sekknum, að sögn
Þórdísar Þorvaldsdóttur hjá Norræna
húsinu í gær.
Sýninguna kölluðu þeir félagar. (Kjet-
il Berge og Göran Ohldiek), „Grímur"
og kváðu hana sýna þá grímu er fólk
bregður sér undir til þess að reyna að
sýnast annað en það er, þótt stundum
gerist hið gagnstæða. Komu þeir hingað
á styrk frá Norræna menningar'mála-
sjóðnum, en þeir munu auk Ijósmyndun-
ar leggja stund á grafik, listmálun og
skáldskap. _
Listamönnunum var boðið að hafa
sýninguna uppi umsaminn sýningartíma,
þ.e. til hins 30. janúar en cr þéir urðu
óánægjunnar varir, biðu þeir hins vegar
ekki boðanna og tóku saman allt sitt
hafurtask, sem fyrr segir.
Ekki náðist í forstjóra Norræna
hússins, Ann Sandeíin, í gær vegna
þcssa máls.
URSKURÐUR FOGETA
í LÖGBANNSMÁLINU
AÐ VÆNTA I
■ Úrskurðar.borgarfógeta í lögbanns-
málinu, þar sem Verðlagsstofnun krefst
lögbanns á fargjaldahækku SVR, er að
vænta í dag.
í gærmorgun fór fram munnlegur
málflutningur í málinu og voru þar
mættir borgarlögmaður, Magnús Ósk-
arsson og lögmaður Verðlagsstofnunar,
DAG
Gísli Isleifsson. Ólafur Sigurgeirsson,
fulltrúi borgarfógeta, kveður upp úr-
skurð í málinu.
-Sjó.
■ Frá málflutningnum í lögbannsmál-
inu i gærntorgun. Tímamynd GE.
Heimili:
Póststöð
kuldaskórnir
Verð aðeins 595
Dúnmjúkt
leður
með hlýju
loðfóðri.
Litur
millibrúnn,
stærðir 36-40,
stærðir 41-45.
Póstsendum.
Nafn:
Flugið:
Ennófært
til Flat-
eyrar
■ Ekki hefur verið unnt að fljúga til
Flateyrar síðastliðna tíu daga, að sögn
Ingibjargar Guðmundsdóttur hjá Arn-
arflugi.
í gær var einnig ófært til Siglufjarð-
ar, en Arnarflug flaug til Sauðárkróks
í staðinn.
Að öðru leyti heíur flug Arnarflugs
gengið áfallalaust síðan um helgi,
nema hvað Vestfirðirnir hafa reynst
erfiðir vegna snjókomu og lélcgs
skyggnis.
Á sunnudaginn flutti varðskip far-
þega frá Flateyri til Suðurcyrar en
jtaðan var svo flogið til Reykjavíkur.
Þó urðu nokkrir farþegar eftir á
Flateyri, barnafólk sem ekki treystir
sér með smáhörn á sjó, og ætlar að
btða þess að fært verði frá Flatcyri nteð
flugi.
Flugleiðir fóru tvær ferðir til ísa-
fjarðar og Akureyrar í gær og einnig
eina ferð til Sauðárkróks. Hafnar,
Patreksfjarðar og Vesttnannaeyja.
Veðurskilvrði voru slæm á Akureyri
og í Vcstmannaeyjum í gærmorgun en
bötnuðu er leið á daginn, að sögn
SæmundarGuðvinssonar.blaðafulltrúa
Flugleiða. -sbj.
Leidrétting
■ Ranghermt var í Tímanum í gær
að Markús Á. Einarsson. vcðurfræð-
ingur í Hafnarfirði, hcfði lent í fjórða
sæti í skoðanakönnun framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi, sem
fram fór á aukakjördæmisþingi í Festi
í Grindavík á sunnudaginn.
Hið rétta er að skoðanakönnuninn
náði aöeins til þriggja cfstu sætanna og
því ekki hægt að segja um hver hafnaði
í fjörða.
Könnunin fór þannig fram að fyrst
völdu þingfulltrúar sex úr sínum hópi
og var síðan kosið í eitt sæti í senn,
alls í þremur umfcrðum. í fyrstu
umferð varð Jóhann Einvarðsson.
alþingismaður efstur. og þar með
valinn í efsta sætiö. en Markús Á.
Einarsson hlaut næst flest atkvæði.
Næst var kosið í annað sætið, og stóð
þá valið um fimm, og fékk þá Helgi
H. Jónsson, fréttamaður úr Kópavogi
flest atkvæði, en Markús næst flest.
Þegar kosið var um þriðj t sætið fékk
Arnþrúður Karlsdóttir. dagskrárgerð-
arntaður úr Hafnarfirði, flest atkvæði
en Markús enn næst flest. -Sjó.
Bágstödd fyrirtaeki í sjávarútvegi:
Hafa engar um-
sóknir sent inn
■ „Það hafa raunverulega ekki borist
formlegar umsóknir um þessi lán heldur
byggjum við okkar vitneskju annars
vegar á úttekt sem gerð var á slöðu
fyrirtækja í sjávarútvegi í fyrra og hins
vegar á beinum viðtölum við þingmenn,
1 framkvæmdastjórnarmenn og forstöðu-
menn fyrirtækjanna, en þau eru 15 eða
þar um bil,“ sagði Kristinn Siemsen,
viðskiptafræðingur hjá lánadeild Fram-
kvæmdastofnunar, þegar Tíminn spurði
hann hvaða fyrirtæki hefðu farið fram á
lán úr Byggðasjóði vegna erfiðrar stöðu.
„Við höfum þegar gefið út lánsloforð,
fjórar milljónir til Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar og þrjár til Fiskvinnslunnar á
Seyðisfirði, en ríkisstjórnin hefur heitið
okkur fé til að standa við þessi loforð. “
Sem kunnugt er ætlar ríkisstjórnin að
taka þetta fé af gengishagnaði, m.a.
vegna skreiðarsölu, en ráðstöfun gengis-
hagnaðarins þarf samþykki Alþingis.
Hvort það fæst, kemur í ljós á næstu
dögum. -Sjó.
Ólafur Ragnar Grímsson:
,,Verd áfram
f Reykjavík”
■ „Nei, ég hef ekki í hyggju og hef
aldrei haft, að gefa kost á mér í aðra
umferð í forvali Alþýðubandalagsins í
Norðurlandskjördæmi eystra," sagði
Ólafur Ragnar Grímsson, er Tíminn
spurði hann hvort slíkt stæði til, vegna
þcirrar fréttar að hann varð í sjötta sæti
í fyrri umferð forvals Alþýðubandalags-
ins í Norðurlandskjördæmi eystra.
„Þessi fyrri umferð er svokölluð
ábendingarumferð,11 sagði Ólafur
Ragnar, „og það kemur mér mjög á
óvart, að svo stór hópur manna í
Norðurlandi eystra skuli nefna mitt nafn
í sambandi við það, og ég hlýt náttúrlega
að þakka þann stuðning."
Ólafur Ragnar var spurður hvort hann
hefði ekki átt neitt frumkvæði að því
sjálfur: „Nei, ckki til í dæminu,“ sagði
Ólafur Ragnar, „ég vissi ekki einu sinni
um þetta. Ég tel það nokkuð einstakt að
þingmaður Reykjavíkur njóti svona
trausts úti um land, og ég er þakklátur
fyrir það. Það hefur hins vegar alls ekki
staðið til að ég færi að yfirgefa Reykja-
víkurkjördæmi." _AB
Ný aðalumboð í þrem
löndum hjá Flugleiðum
■ Verulegar breytingar ferða um
þetta leyti á starfsemi Flugleiða í
Hollandi og Belgíu, svo og á Ítalíu. í
þessum þrem löndum taka umboðsaðilar
við starfsemi félagsins. í Belgíu og
Hollandi á þessi breyting rætur að rekja
til þess að Flugleiðir misstu flugréttindi
sín til Amsterdam. Áítalíueraðalástæð-
an hins vegar sú, að flug á leiðum Air
Bahama hefur fallið niður um óákveðinn
tíma.
í Hollandi hafa Flugleiðir nú gert
aðalumboðssamning við þarlent fyrir-
tæki, Air Agencies B.A. í Rotterdam,
en samningurinn tók gildi um áramótin.
Samkvæmt samningnum mun Air Ag-
encies verða aðalumboðsaðili Flugleiða
í Hollandi, sem annast sölumál, sam-
skipti við ferðaskrifstofur og fleira. Um
næstu mánaðamót gengur í gildi samn-
ingur milli Flugleiða og belgísks fyrir-
tækis Grandamar, sem hefur aðalstöðvar
í Antwerpen. Samningurinn, sem var
undirritaður 24. nóvember, kveður á um
aðalumboð fyrir Flugleiði í Belgíu.
Nafni Grandamarverðurfyrir 1. febrúar
breytt í Avia Sales Belgium. Fyrirtækið
mun opna nýja skrifstofu í miðborg
Brussel.
Undanfarin ár hafa Flugleiðir rekið
eigin skrifstofu í Milano í samvinnu við
fyrirtækið Hotur, sem einnig var um-
boðsaðili félagsins í Róm. Þær breyting-
ar voru gerðar um áramótin að Hotur
verður umboðsaðili á Ítalíu.
Vinsamlega sendið mér í póstkröfu:
..par af LABRADOR kuldaskóm.
No....á kr.
Austurstræti
Reykjavík
sínii: 27211