Tíminn - 19.01.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 198.1 5 f réttir m Verður stjórnarskrármálið afgreitt á þessu þingi? „OUKLEGT ABMDNA- IST A ÞESSU HNGI” M Oryggi í samgöngum Getum útvegað strax frá Svíþjóð þessa landskunnu — segir Olafur G. Einarsson ■ „Ja, það stendur nú einhvers staðar í Parkinson, held ég, að málin leysist á þeim tíma sem er til umráða,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, er Tíminn spurði hann hvort hann teldi mögulegt að stjórnarskrármálið yrði afgreitt á þessu þingi. „Ef svo fer, sem ég vona, að það verði kosið í apríl," sagði Ólafur, „þá hlvtur þing að verða rofíð í lok febrúar, og þá tel ég afar ólíklegt að stjórnarskrármálið í heild verði afgreitt á þessu þingi.“ Ólafur sagði að skýrsla stjórnarskrár- nefndar væri mikið plagg sem menn þyrftu að kynna sér vel. I henni væru ef til vili flest atriðin þannig að menn litu á það sem sjálfsagðan hlut að samþykkja þær breytingar sem nefndin legði til, en önnur atriði væru þannig að augljós pólitískur ágrciningur ætti eftir að verða um þau og um önnur væri meira að segja ágreiningur innan stjórnmálaflokkanna, og nefndi Ólafur í því sambandi tillögu stjórnarskrárnefndar um að gera Al- þingi að einni málstofu. „Það gegnir allt öðru máli með kjördæmamálið,“ sagði ■ Enn ríkir óvissa um afstöðu þingflokka til afgreiðslu stjórnarskrármálsins og um sum atriöi er deilt innan sama flokks. (Tímamynd Róbert) Ólafur jafnframt, „því það hefur verið í umræðunni lengi, bæði á meðal þing- manna og meðal þjóðarinnar í mörg ár, og því ætti það ekki að koma neinunt á óvart, að nú dragi til úrslita í því máli. Ég er því bjartsýnn á að hægt verði að afgreiða kjördæmamálið á þessu þingi." -AB „HÆGT AÐ AFGREIÐA KJÖRDÆMAMÁLIД SNOW-TRAC snióbíla Vél vw 126 A iðnaðarmótor 7 manna farþegahús — Benzínmiðstöð Leitið nánari upplýsinga hjá sölumanni okkar #o H Iss&wm UIODUSf LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 — en óvíst með afgreiðslutíma stjórnarskrármálsins íheild, segir Ólafur Ragnar Grímsson ■ „Ég tel að það liggi nokkuð Ijóst fyrir, að það verði hægt að afgreiða kjördæmamálið á þessu þingi, en varð- andi stjórnarskrármálið að öðru levti gegnir nokkuð öðru máli,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, er hann var spurð- ur hvort hann teldi að takast myndi að afgreiða stjórnarskrárbreytingafrum- varp og kjördæmabreytingafrumvarp á þessu þingi. „Munurinn er fólginn í því,“ sagði Ólafur Ragnar, „að stjórnarskrármálið er miklu viðameira mál, þar sem verið er að fjalla um breytingar á grundvallar- þáttum stjórnskipunar, og því tel ég það ógerning að meta það hér og nú hvort þingflokkarnir og þjóðin þarf lengri tíma en fáeinar vikur til þess að fjalla um það." Ólafur Ragnar sagðist telja að í þessu máii kæmu þrír möguleikar til greina: Sá, að í Ijós kæmi að menn vildu afgreiða málið á þessu þingi, þ.e. bæði menn á þingi og utan þess; í öðru lagi, gætu menn komist að þeirri niðurstöðu að mörg atriði yrðu að bíða, og veldu því úr tillögum stjórnarskrárnefndar ákveðnar tillögur sem hægt væri að afgreiða nú og geymdu annað; í þriðja lagi taldi Ólafur að sá möguleiki gæti komið upp að sterkar raddir innan þings sem utan, um að menn vildu fá að kynna sér skýrslu stjórnarskrárnefndar í ein- hvern tíma, og taldi Ólafur Ragnar ekkert óeðlilegt við það að slíkt tæki nokkra mánuði. Ef það yrði ofan á, yrði að bíða í fáein misseri, og leyfa málinu að vera í umræðu í eitt eða tvö ár. -AB „Mikill áhugi á að það geti gerst” — segir Kjartan Jóhannsson ■ „Ég er trúaður á að það takist að afgreiða kjördæmamálið á þessu þingi, því ég tel heldur horfa til réttrar áttar í því nú upp á síðkastið," sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, er Tíminn spurði hann hvort hann teldi mögulegt að afgreiða kjördæma- og stjórnarskrármálið á þessu þingi. „Ég á erfiðara með að gera mér grein fyrir því hvort það takist að afgreiða stjórnarskrármálið á þessu þingi. Ég veit að innan Alþýðuflokksins er mikill áhugi fyrir því að það geti gerst, en ég á mjög erfitt með að meta stöðuna innan annarra flokka," sagði Kjartan jafnframt. -AB rVona að það takist’ — segir Vilmundur Gylfason ■ „Ég vona að það takist að afgreiða stjórnarskrármálið og kjördæmamálið á þessu þingi,“ sagði Vilmundur Gylfa- son, formaður Bandalags jafnaðarm- anna, er hann var spurður hvort hann teldi að slíkt yrði hægt. Vilmundur var spurður, hvort hann hefði í huga að styðja það að þingrofi yrði frestað og kosningar yrðu ekki fyrr en í júní, tii þessað hægt yrði aðafgreiða stjórnarskrármálið, ef slík hugmynd kæmi uppá íþinginu: Vilmundursvaraði á þessa leið: „Þingið á að taka sér þann tíma sem það þarf, til að kynna þetta fyrir þjóðinni og reyna að komast að skynsamlegri niðurstöðu, ef það er hægt." -AB Partner verksmiðjuútsalan er haldin um þessar mundir í Blossahúsinu, Armúla 15. Partner verksmiðjuútsalan í nýju húsnæði Einu sinni á ári opnar Partner fyrir- tækið lagerinn fyrir almenningi og heldur verksmiðjuútsölu sem fræg er meðal borgarbúa. Mörgum finnst það skemmtun í betra lagi að kíkja þar inn því prísarnir eru ekki bara góðir, — andrúmsloftið er einnig mjög hressi- legt. Partner verksmiöjuútsalan er nú í nýju húsnæöi, Blossahúsinu, Armúla 15, og mun úrvaliö nú meira en nokkru sinni. - ísa^er°P'n'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.