Tíminn - 25.01.1983, Síða 8

Tíminn - 25.01.1983, Síða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiislustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrlft á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknldeild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Náttúru- hamfarirnar á Patreksf irði ■ Enn einu sinni hafa óblíð náttúruöflin valdið dauða, þjáningum og gífurlegu eignartjóni í íslensku sjávarplássi. Snjó- og aurskriður, sem féllu á byggð á Patreksfirði, kostuðu fjögur mannslíf, og gerðu margar fjölskyldur heimilislausar. Pessi ógnartíðindi bárust um það leyti sem tíu ár voru liðin frá náttúruhamförunum í Vestmanna- eyjum. Og enn skemmra er liðið síðan snjóflóð féll á Neskaupstað með hörmulegum afleiðingum, eins og alþjóð er í minni. Við þessar hörmulegu fréttir frá Patreksfirði leitar hugurinn að sjálfsögðu fyrst til þeirra, sem misstu ástvini sína í þessum náttúruhamförum. Peirra missir er mestur. En margir fleiri hafa orðið fyrir alvarlegu tjóni, misst heimili sín og aðrar eigur. Pað er tjón sem allt þjóðfélagið mun bera eins og í náttúruhamförunum í Vestmanna- eyjum fyrir einum áratug. í okkar harðbýla landi eru slík áföll frá náttúrunnar hendi sameiginlegt tjón þjóðarinnar allrar og er með viðlagatryggingu bætt sem slíkt. En þótt eigur manna séu þannig bættar í náttúruham- förum þá er auðvitað ljóst, að slíkir ógnaratburðir skilja eftir djúpt sár sem tíminn einn fær læknað. Hugir allra landsmanna eru hjá Patreksfirðingum í erfiðleikum þeirra. Fjölmargir sjálfboðaliðar víða að hafa tekið rösklega til hendinni við björgunar- og hreinsunarstarf í bænum og sýnt þannig í verki þann samhug, sem býr með þjóðinni allri á slíkum harmastundum. Á undanförnum árum hefur verið lögð á það áhersla að auka þekkingu okkar um hegðan náttúruaflanna í því skyni að reyna að öðlast einhverja vitneskju fyrirfram um eldgos, snjóflóð eða aðrar náttúruhamfarir. Því miður koma slíkar harmafregnir samt sem áður alltaf jafn óvænt. Nú lá að vísu fyrir vitneskja um, að snjóflóðahætta væri veruleg á Vestfjörðum, en ekkert mun hafa bent til þess að á þessum stað væri hún óvenju mikil. Pví miður gera slíkar náttúruhamfarir sjaldnast boð á undan sér, og því er erfitt um vik að gera varúðarráðstafanir sem duga. Mikilvægt er þó að auka og efla allt starf í þeim efnum. Náttúruhamfarirnar á Patreksfirði leiða enn hugann að því hvað við búum í harðbýlu landi. Líf á íslandi hefur alltaf verið erfið viðureign við óblíð náttúruöflin. íslendingar hafa oft þurft að færa þungar fórnir í þeirri baráttu, einkum þó fyrr á öldum. Á tækniöld stöndum við betur að vígi en áður á ýmsum sviðum, ekki kannski síst í baráttunni við úfið hafið, en jafnvel á þessari framfara- og tækniöld erum við stundum sem leiksoppar náttúruaflanna og fáum ekkert við þau ráðið. Petta er óbifanleg staðreynd íslensks veruleika á okkar tímum engu síður en í tíð forfeðra okkar. Margar hjálpfúsar hendur hafa síðustu dagana unnið við að hreinsa til eftir snjóflóðin á Patreksfirði. Á það hlýtur að verða lögð áhersla að byggja sem allra fyrst upp eftir eyðileggingu snjóflóðanna. Pað verður vafalaust gert af þeim dugnaði, sem einkennir Vestfirðinga. Þeir eru vanari því en margir aðrir að takast á við harðneskjuleg náttúruöfl og draga ríkulega björg í þjóðarbúið. Tíminn sendir aðstandendum þeirra, sem fórust í snjóflóðunum á Patreksfirði, innilegar samúðarkveðjur. - ESJ. skrifað og skrafad ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983. ■ Bcssastaðir Meirihlutakjör forseta ■ Mikið vatn er runnið til sjávar síðan farið var að hyggja að endurskoðun stjóm arskrárinnar og er nú loks farið að sjá fyrir endann á því verki öllu. Stjórnarskrár- nefnd hefur skilað tillögum og alþingismenn og annar almenningur hefur fengið að sjá plaggið og þær tillögur sem nefndin hefur komið sér saman um. Alllífleg umræða er þegar hafin um ágæti breytinganna og sýnist sitt hverjum eins og við er að búast. Gunnar G. Schram sem verið hefur ráðunautur stjórnarskrárnefndar um árabil skrifar grein um verk- efni og völd forseta íslands í Morgunblaðiðs.l. laugardag. Hann fjallar um efnið á greinargóðan hátt og blessunarlega auðskildan. Hann víkur m.a. að breyting- um sem gerðar eru á stjórn- skipunarrétti forseta, sem lagðar eru til í tillögum stjórnarskrárnefndar. Þar eru lagðar til skýrar reglur um fresti til stjórnarmyndun- ar og hvenær forseta er heimilt að skipa ríkisstjórn upp á sitt einsdæmi. Þetta er góð og nauðsynleg tillaga enda ekki vansalaust að láta ríkið dangla stjórnlítið mán- uðum saman á meðan stjórn- málaforingjar geta ekki koni- ið sér saman um myndun ríkisstjórnar, eins og dæmi eru um. Að þessu leyti verður vald og ábyrgð forseta vissu- lega aukið frá því sem nú er þótt þess sé vel gætt að allar þingræðisreglur séu í heiðri hafðar. Ef til þess kemur að forseti þarf að grípa til sinna ráða og skipa ríkisstjórn eftir eigin höfði hlýtur valdsvið forseta að breytast í hugum þegn- anna. Embættið fær annað inntak. Þótt veður skipist í lofti í stjórnmálunum á for- seti Islands að vera samein- ingartákn þjóðarinnar og fastur punktur í tilveru hennar. Það er því nauðsyn- legt að forseti hafi tryggt fylgi meirihluta þjóðarinnar að baki sér. Gunnar G. Schram er greinilega meðmæltur því að forseti verði kosinn í meirihlutakosningu. Hann segir: „Á undanförnum misser- um hafa nokkrar umræður orðið í þjóðfélaginu um það hvort ekki ætti að kveða á um það f stjórnarskránni að for- seíi skyldi kjörinn með meirihluta atkvæða kjós- enda. Röksemdin fyrir því er sú að óæskilegt sé að því embætti gegni maður sem aðeins hefur hlotið t.d. 20- 30% atkvæða í kosningunni, þar sem forsetinn á að vera sameiningartákn allrar þjóð- arinnar. Þetta sjónarmið virðist mér á góðum rökum reist. Stjórnarskrárnefnd hefurhinsvegar ekki gert til- lögu um hreytingar í þessa átt. Gegn slíkri breytingu er það talið mæla að kjósa þarf tvisvar, ef enginn frambjóð- enda fær hreinan meirihluta í fyrstu kosningunni. Víst er nokkur fyrirhöfn af því að endurtaka kosninguna og einnig kostnaður. En á hitt er einnig að líta að ef margir hæfir frambjóðendur eru f kjöri gæti svo farið að forseti næði kosningu með innan við 20% atkvæða að baki sér. Yrðu menn sáttir við þá niðurstöðu? Þetta er eitt af þeim at- riðum sem hyggja má betur að þegar frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga kemur til kasta Alþingis á næstu vikum.“ Kostnaður þarf ekki að vera meiri Til þessa hefur ekki á það reynt að styr sandi um forseta lýðveldisins. íslendingar hafa borið gæfu til að sameinast um þá forseta sem náð hafa kjöri. Þótt á ýmsu hafi gengið í kosningabaráttu hafa öll deilumál vikið til hliðar að henni lokinni og réttkjörnum forseta og þjóðinni lynt ágæta vel hvoru við annað. En sú staða getur vel komið upp að forseti þurfi að beita valdi sínu og þá er mikilvægt að hann sjálfur og þjóðin viti að hann sé kosinn í embætti af meirihluta þjóðarinnar. Það er því eðlilegt að hug- leiða vel hugmyndina um tvennar forsetakosningar, ef enginn frambjóðandi nær meirihluta í fyrri umferð. Því hefur verið borið við, að það sé dýrt og fyrirhafn- armikið að halda tvennar forsetakosningar og að meirihlutakjör forsetans sé ekki svo mikilvægt að það réttlæti þau upisvif. En einnig er að öðru að gæta í þessu sambandi. Til þessa hefur aldrei verið boðið fram á móti forseta í embætti, þegar hann hefur gefið kost á sér til áframhaldandi setu. Allir forsetarnir okkar hafa áunnið sér traust og tiltrú og það hefur verið nær óhugsandi að bjóða fram gegn þeim. En þar með er ekki sagt að þetta verði ávallt svona og gæti vel komið til einhvern tíma í framtíðinni að forsetakosn- ingar verði á fjögurra ára fresti. Það væri síður boðið fram gegn forseta sem kosinn væri meirihlutakosningu ef hann vildi gefa kost á sér á ný. Þannig að kostnaður og fyrirhöfn þyrftu alls ekki að vera meiri sé til lengri tíma litið, en með núverandi fyrir- komulagi. Nú er ekkert sjálfgefið að forseti sitji fleiri kjörtímabil án þess að kosningar fari fram nema einu sinni. En þessu er aðeins skotið hér fram til að benda á að kostnaður og fyrirhöfn ætti ekki að standa í vegi fyrir að forseti íslands verði kjörinn meirihlutakosningu. OÓ starkadur skrifar Járnarusl risaveldanna fellur aftur til jarðar ■ ÝMSIR aðilar hér á landi hafa verið ofsalega uppteknir undanfarna daga við spá í bilaðan gervihnött. Samkvæmt fréttum og viðtölum í sjónvarpi og sumum öðrum fjölmiðlum hafa Aimannavarnir ríkisins setið á löngumog ströngum funduin að reikna út feril þessa hnattar, sem mun hafa borið heitið Kosmos og verið sá 1402 í röðinni. Að vísu bera fréttir með sér, að nánast engar líkur voru á því að þessi hnöttur gerði neinn óskunda hér á landi, en samt sem áður var allt í viðbragðsstöðu að því er manni skildist svo þessi skratti heimsækti okkur ekki að óvörum. Síðast í gærkvöldi var tilkynnt rækilega í útvarpinu, hvenær hnötturinn væri væntanlegur yfir Islandi samkvæmt útreikningum vísinda- manna, og mun hann hafa átt að vera hér um svipað levti og hann brann upp í gufuhvolfinu yfir Indlandshafi. Það munar ekki nema hálfum hnettinum, en hvað um það; enginn skyldi geta sakað Almannavarnir um að gera ekki skyldu sína í gervihnattamálinu. Oneitanlega virkar allur þessi hamagangur dálítið yfirdrif- inn og kjánalegur, ekki síst þegar Ijóst má vera að ýmsar aðrar hættur eru okkur íslendinguin nærtækari. Hitt er svo annað mál, að hrap Kosmos-hnattarins, og áður bandarísku Skylab-stöðvarinnar, vekur til umhugsunar um það, í hversu miklum mæli risaveldin hafa varpað járnadrasli út í himingeiminn. Það liggur í hlutarins eðli að þótt þessir hlutir geri yfirleitt sitt gagn fyrst um sinn, þá hljóta þessir hnettir að bila cins og önnur mannanna verk. Hér er því í raun uni að ræða alvarlega mengun liiminhvolfsins umhverfis jörðina - mengun sem við eigum eftir að súpa seiðið af síðar. Það er eins á þessu sviði og svo mörgum öðrum, að mennirnir sjást ekki fyrir, ana út í hlutina án þess að átta sig á öllum þeim vandamálum, sem tækniframfarirnar hafa oft á tíðum í för mcð sér. ÞAÐ eru risaveldin, sem eiga langflest þessara fylgililuta jarðarinnar - þ.e.a.s. Bandaríkin og Sovétríkin. Þau ein hafa haft það fjármagn sem þarf til að vera stórveldi á sviði geimvísinda. Risaveldin hafa því sérstökum skyldum að gcgna við að hreinsa til eftir sig. Það er auðvitað óviðunandi að eiga von á Skvlah-uppákomu hvað eftir annað, jafnvel með fáeinna ára millibili. Hvort risaveldin átta sig á skyldum sínum í þessu efni skal þó ósagt látið. í það minnsta hefur lítið orðið vart við slíkt, og þegar Bandaríkjamenn upplýstu á sínum tíma að Kosmos-hnötturinn væri að falla til jarðar neituðu Rússar því statt og stöðugt þar til á síðustu stundu. Enda er það auðvitaö ekki að ásæðulausu, sem skoðanakönnun, sem bandaríska vikuritið Newsweek gerði nýlega, sýnir að almenningur í Vestur-Evrópu ber lítið traust til forystumanna risaveldanna, og gerir þá ekki mikinn mun á lcikaranum íhaldssama í VVashington eða KGB-foringjanum í Kreml. -Starkaður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.