Tíminn - 01.02.1983, Qupperneq 5

Tíminn - 01.02.1983, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982 5 fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki atkvæðagreiðslu um bráðabirgðalögin ■ Stund milli stríða á Alþingi í gær og forsætisráðherra notar tækifærið til þess að líta í dagblöðin. (Tíinamynd Árni). Bessi leikur gestaleik með fslensku óperunni ■ Þjóðleikhússtjóri hefur veitt leyfi sitt til þess að Bessi Bjarnason ieikari leiki gestaleik í óperunni Mikado, sem frumsýnd verður 11. mars n.k. af íslensku óperunni. Að sögn Garðars Cortes óperusöngvara cr hér um að ræða eitt af aðalhlutverkunum í óperunni, sent væri yfírleitt reynt að fá úrvais grínleikara til að leika en ekki óperusöngvara. „Reyndar þarf við- komandi leikari líka að hafa góða rödd og þessa kosti sameinar Bessi ágæt- lcga. Við í íslensku óperunni erum í sjöunda himni yfir því að fá hann til liðs við okkur."' Bessi Bjarnason sagði í stuttu spjalli við Tímann í gær að hann myndi eftir sem áður gegna öllum sínum störfum við Þjóðleikhúsið. Hann kvaðst ekki hafa tekið þátt í óperu áður en oft leikið hlutvcrk í söngleikjum hjá Þjóðleikhúsinu. Ópcran Mikado cr eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. gamanópera eftir Gilbert O'Sullivan. Æfingar eru þegar hafnar en leikstjór- inn sem verður bandarfskur cr ekki enn kominn til landsins. JGK ■ Umræðanumbráðabirgðalögríkis- stjórnarinnar er lífseig. Efnahagsað- gerðirnar frá í ágúst hafa verið til meðferðar í alþingi í á þriðja mánuð og er enn ólokið. I gær var framhaldið umræðu um frumvarpið í neðri deild og í gærkvöldi var umræðunni frestað fram á miðvikudag, en þá mun verða gert út um málið, að því er forseti deildarinnar Sverrir Hermannsson tilkynnti. Það eru þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins sem draga umræðuna á langinn og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Síðast liðnar 2 vikur hefur Siggeir Björnsson setið á þingi, en hann er varamaður Eggerts Haukdal og lýsti hann yfir að hann myndi veita bráða- birgðalögunum brautargengi. Á föstu- dag, sem var síðasti dagur Siggeirs á þingi var hægt að Ijúka nrálinu, en einhverra hluta vegna kærðu Sjálfstæðis- menn sig ekki um það ög héldu uppi málþófi. Eggert mætti til þings í gær, og þar með fellur frumvarpið um efnahags- aðgerðirnar á jöfnum atkvæðum ef allir stjórnarandstæðingar greiða atkvæði á móti. Stjórnarliðar hafa ekkert gert til að tefja málið nema síður sé, og þingmenn Alþýðuflokksins hafa marg- lýst yfir að þeir tefji ekki framgang þcss. Þingfundir hófust að venju kl. 14.00. I upphafi fundar tilkynnti forseti neðri deildar að hlé yrði gert á fundi kl. 16.00 vegna þingflokksfunda en yrði fram haldið kl. 18.00. Var fastlega búist við að atkvæðagreiðsla yrði um málið í gær. Matthígs Á. Mathiesen hélt áfram ræðu sem hann lauk ekki fyrir helgi og talaði lengi. Hann beindi m.a. spurning- um til tveggja ráðherra sem þeir svöruðu skorinort. Vilmundur Gylfason sté næstur í ræðustól og sagðist hafa verið andvígur þessu frumvarpi frá upphafi og að hann myndi greiða atkvæði á móti því. Vilmundur fór hörðum orðum um vinnubrögð þingsins og sagði mcnn ræða frumvarpið fram og til baka án þess að hafa hugmynd um hvort það yrði fellt eða ekki. Fundarhlé var gert í miðri ræðu Vilmundar á meðan þingflokkarnir ræddu málin. Var þá ekki vitað betur en að atkvæðagreiðsla mundi fara fram samdægurs. Kl. 18.00 var fundi fram haldið. Á sama tíma hafði verið boðað til fundar í utanríkisnefnd. Farið var þess á leit að þeint fundi yrði frestað. Við þeirri ósk varð ekki orðið. Formaður utanríkisnefndar er Geir Hallgrímsson. Þegar deildarfundur hófst að nýju beindi Vilmundur þeirri spurningu til forsætisráðherra hvað fall þes'sa frum- varps mundi fela í sér á næstu klukku- stundum eða dögum í stjórnarfarslcgum efnum. Þá vildi hann að forntaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins gerði grein fyrir þeim ummælum sínum í DV, að hann hafi boðið upp á allsherjarsam- komulag um framgang málsinsog hverjir hefðu undirgengist það samkomulag. Jóhanna Sigurðardóttir krafði Guð- mund .1. Guðmundsson svara við hvort hann mundi greiða tilteknum ákvæöum laganna atkvæði. Þegar hér var komið umræðunni frcstað og boðaði deildarfcrrseti fram- haldsumræður á morgun, miðviku- dag, og sagði að þá yrði málið tekið til cndanlegrar afgreiðslu. Áður en fundi var frestað héldu forsetar þingsins og formenn þingtlokka örstuttan fund þar sem samkomulag náðist um írestunina og að málið yrði loks endanlega afgreitt. Það er greinilegt á þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð eru á Alþingi þessa dagana, að það eru Sjálfstæðis- menn í stjórnarandstöðu sem vilja tefja afgreiðslu bráðabirgðalaganna, og gera allt sem í þcirra valdi stendur til að koma í veg fyrir endanlega afgreiðslu, en vilja násamkomulagi umaðbráðabirgðalögin nái fram að ganga og að ákvarðanir verði teknar í kjördæmamálinu og um kjördag. Stjórnarliðar eru ekkert uppnæmir fyrir þessu og vilja að frumvarpið verði borið undir atkvæði sem fyrst. En það scm enginn skilur utan þingflokks sjálfstæðismanna, er hvers vegna þeir töfðu atkvæðagreiðsluna á meöan Siggeir Björnsson var enn á þingi, ef þeim er svona um að bráða- birgðalögin nái fram að ganga. OÓ Fleirum sendar lág- launabætur segir f jármála- ráðherra ■ Rcglurnar sem láglaunabótum var úthlutað eftir í des. s.l. voru gallaðar, en greitt var cftir skattaframtölum ársins á undan, sagði Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra á Alþingi í gær. Er nú vérið að cndurskoða útborgunina og í kjölfar hcnnar er gert ráð fyrir að hún verði endurbætt og allmargar greiðslur scndar út til viðbótar. Unnið er að nýjum útborgunarrcglum scm farið vcrður eftir í ár. Forval Alþýðubandalagsins á Suðurlandi: Gardar í fyrsta sæti Baldur í fjórda sæti Margrét Frímannsdóttir varð í 2. sæti ■ Garðar Sigurðsson, alþingismaður hlaut 1. sætið í síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins á Suðurlandi - hlaut hann 101 atkvæði í það sæti, en í öðru sæti varð Margrét Frímannsdóttir, oddviti á Stokkseyri með 81 atkvæði, þannig að Garðar hlaut 25% atkvæðum meira en Margrét í 1. sætið. Þriðja sæti listans hlaut Ragnar Ósk- arsson, skólastjóri Vestmannaeyjum og það fjórða Baldur Óskarsson, en hann gefur ekki kost á sér í það sæti. Það voru um 270 manns sem tóku þátt i forvalinu á Suðurlandi, sem er um 90% félagsbundinna alþýðubandalagsmanna í kjördæminu. - AB „Ég get ekkert verið óánægður“ segir Garðar Sigurðsson, alþingismaður um sína út- komu í forvali Al- þýðubandalagsins ■ „Ég get ekkert verið óánægður með mína útkomu í forvalinu, því það stefndu þrír í fyrsta sætið," sagði Garðar Sigurðsson, alþingismaður í samtali við Tímann, en Garðar hlaut fyrsta sætið í síðari umferð forvals Alþýðubandalags- ins á Suðurlandi. „Ég er nú sérstaklega ánægður fyrir þá sök,“ sagði Garðar, „að ég tók nú lítinn þátt í þessari „agitation" fyrir forvalsdaginn, að mínum heimabæ, Vestmannaeyjum undanskildum." Garðar sagði jafnframt: „Það er hætt við því að það vcrði oft grimm átök innan flokks, þcgar barist er um sæti, þannig að það getur tekið sinn tíma að aílt falli í sama horf á nýjan leik. En ég hef nú trú á að þetta eigi allt eftir að jafna sig.“ Garðar var spurður hvort hann teldi að einhver maskína gegn honum hefði verið í gangi fyrir forvalsdagana, vegna þess að hann hefði oft verið kallaður svarti sauðurinn í þingflokki Al- þýðubandalagsins, - þ.e. að hann leyfði sér helst til oft, að mati forystunnar, að hafa sjálfstæðar skoðanir. Garðar svar- aði: „Nei, nei, - það held ég alls ekki. Hins vegar þá held ég að menn hafi aldrei of sjálfstæðar skoðanir." - AB „Ekkert óánægður með úrslitin“ segir Baldur Óskarsson, sem varð í 4.sæti í forvali Alþýðubandalagsins á Suðurlandi ■ „Það var auðvitað ekkcrt laun- ungarmál að ég og mínir stuðningsmenn stefndum að því að ég næði fyrsta sæti á listanum,“ sagði Baldur Óskarsson, sem hafnaði í 4. sæti forvals Al- þýðubandalagsins á Suðurlandi, erTím- inn spurði hann álits á úrslitum forvals- ins. „I því sæti situr þingmaöur, scm verið hefur þingmaður í 12 ár, og óskaði eftir því að fá að halda áfram þingmennsku," sagði Baldur, „þannig að það var augljóst mál að þetta yrði þungur róður fyrir mig.og á brattann að sækja.Miðað við það er ég ekkert óánægður með úrslitin í sjálfu sér, þó að ég heföi auðvitað gjarnan kosið að ég fengi meira, en ég fékk 74 atkvæði í 1. sætið. ■ Garðar Sigurðsson. Ég er sem sagt prýðilega sáttur við lífið og tilveruna, og mun sem framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins leggja mig allan fram við að rækja mitt starf sem allra best og taka þátt í því að flokkurinn nái sem bestri útkomu í komandi kosningum." - AB Kjartan í fyrsta sæti á innan vid 50% atkv ■ 3392 tóku þátt í prófkjöri Alþýöu- tlokksins á Reykjanesi nú um helgina og hlaut formaður flokksins Kjartan Jóhannsson fyrsta sætið, mcð 1610 atkvæðum cða innan við 50% greiddra atkvæða og Karl Steinar Guðnason alþingismaður hlaut 2. sætið, nteð 1130 atkvæði í 2. sæti, en samtais í 1. og 2. sæti hlaut Karl Stcinar 1928 atkvæði. Kristín Tryggvadóttir varð í 3. sæti meö 1888atkvæði í I. til 3. sæti. Gunnlaugur Stefánsson varð í 4. sæti með 1736 atkvæði í I. til 3. sæti og í 5. sæti varð svo Ásgcir Jóhannsson, með 955 atkvæði í I. til 3. sæti. - AB Noröurland eystra Árni f 1. sæti ■ Árni Gunnarsson, alþingismaður hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti prófkjörs Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra. í gærkveldi, þeg- ar um 800 atkvæði, af 1150 höfðu verið talin, var Árni með 559 atkvæði í 1. sæti, Hreinn Pálsson í 2. sæti með 438 atkvæði og Arnljótur í 3. sæti með 359 atkvæði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.